Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 10
JÓNÍNA Benediktsdóttir hefur fall-
ið frá hluta kröfu sinnar á hendur
Kára Jónassyni, ritstjóra Frétta-
blaðsins, vegna umfjöllunar blaðsins
um efni úr tölvupóstum Jónínu, en
kröfur hennar á hendur 365 prent-
miðlum eru enn óbreyttar. Tekist
var á um tjáningarfrelsi og friðhelgi
einkalífsins í Hæstarétti Íslands í
gær.
Jónína höfðaði mál til staðfesting-
ar lögbanni Sýslumannsins í
Reykjavík á birtingu Fréttablaðsins
á efni úr tölvupóstum hennar fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar
krafðist hún þess einnig að hún
fengi tölvupóstana í hendur, og að
ritstjóra Fréttablaðsins yrði gerð
refsing fyrir að hnýsast í einkaskjöl
hennar og birta opinberlega. Hér-
aðsdómur hafnaði lögbannskröfunni
með dómi þann 14. desember sl., og
vísaði refsikröfu á hendur ritstjór-
anum frá dómi. Var þeim dómi
áfrýjað til Hæstaréttar, og fór mál-
flutningur fyrir réttinum fram í
gær.
Hróbjartur Jónatansson, lögmað-
ur Jónínu, upplýsti þar að fallið
hefði verið frá því að krefjast refs-
ingar yfir ritstjóra Fréttablaðsins
fyrir brot gegn 1. og 3. málsgrein
228. gr. almennra hegningarlaga, en
þar er lagt bann við því að hnýsast í
bréf, skjöl, dagbækur eða önnur
gögn sem hafi að geyma einkamál,
hafi viðkomandi komist yfir gögnin
með brögðum eða áþekkum leiðum.
Áfram er þess þó krafist að Kára
verði gerð refsing, sem ritstjóra og
ábyrgðarmanni ritstjórnar, fyrir
brot gegn 229. gr. sömu laga. Þar
segir að hver sá sem skýri opinber-
lega frá einkamálefnum annars, án
þess að nægar ástæður séu fyrir
hendi sem réttlæti verknaðinn, skuli
sæta sektum eða fangelsi allt að
einu ári.
Fengin með ólögmætum hætti
Hróbjartur hélt því fram fyrir
dómi að með því að birta efni tölvu-
pósta Jónínu hefði Fréttablaðið
brotið gegn friðhelgi einkalífs henn-
ar. Sagði hann gögnin óumdeilan-
lega fengin með ólögmætum hætti,
þar sem þau hefðu greinilega verið
prentuð út úr tölvupósthólfi Jónínu,
án þess að hún gæfi fyrir því leyfi.
Hann sagði Jónínu hafa óskað eftir
því við ritstjóra Fréttablaðsins að
birtingu yrði hætt, og gögnunum
skilað, eftir að frétt byggð á efni
tölvupóstanna var birt í fyrsta
skipti.
Hann sagði ennfremur að í frétt-
um blaðsins af efni póstanna hefði
verið dregin upp neikvæð mynd af
Jónínu, einstök ummæli tekin úr
réttu samhengi og sett í samhengi
sem hentaði til að vega að persónum
þeirra er þar komu fram.
Þessu mótmælti Jón Magnússon,
verjandi 365 prentmiðla og Kára
Jónassonar, harðlega. Ekkert hefði
verið birt um einkalíf Jónínu, hún
hefði raunar verið algert aukaatriði í
málinu, fréttirnar hefðu fjallað um
tildrög hins svokallaða Baugsmáls,
ekki persónu Jónínu. Jón sagði það
rangt hjá lögmanni Jónínu að hún
hefði óskað eftir því að birtingu yrði
hætt, og hún fengi afritið af póstum
sínum til baka. Engin formleg beiðni
lægi fyrir um það.
Ennfremur benti Jón á að ekkert
lægi fyrir um að gögnin kæmu úr
tölvu Jónínu, þar væri m.a. að finna
samskipti sem hún hefði ekki tekið
þátt í, t.d. milli sakborninga í Baugs-
málinu. Ekki væri heldur hægt að
segja að dregin hefði verið upp nei-
kvæð mynd af Jónínu, hvað þá að
ummæli hefðu verið tekin úr sam-
hengi. Hún hefði verið spurð um
þetta fyrir héraðsdómi og ekki viljað
taka dæmi um það.
Jón mótmælti því ennfremur að
gögnin sem Fréttablaðið hefði feng-
ið í hendur hefðu verið stolin, ekkert
lægi fyrir um að svo væri. Hann
sagði Sigurjón M. Egilsson, frétta-
ritstjóra blaðsins, hafa fengið ljósrit
af því sem virtist vera tölvupóstar í
umslagi, umbjóðendur sínir hefðu
því engu stolið og hreinar getgátur
að fullyrða slíkt.
Aldrei stuðst við
tölvupóstana eingöngu
Tekist var á um grundvallarmál í
réttarsal í gær, prentfrelsi og frið-
helgi einkalífsins. Hróbjartur Jón-
atansson sagði fjölmiðla ekki geta
tekið sér þann rétt að birta opinber-
lega einkagögn, sá réttur yrði að
vera þeirra einstaklinga sem ættu
gögnin. Staðfesti Hæstiréttur þetta
ekki í dómi sínum nú mætti segja að
það gæti orðið upphafið að einhvers-
konar villta vestri íslenskrar blaða-
mennsku, enda mætti með sömu
rökum og lögmaður 365 beitti segja
að heimilt væri að taka upp einka-
samtöl í mikilli fjarlægð og nota efni
þeirra sem tilefni blaðagreina.
Jón Magnússon sagði þvert á móti
að það hefði varðað almannahags-
muni að birta upplýsingar úr tölvu-
póstunum, en aldrei hefði verið
stuðst við þá eingöngu, heldur hefði
góðum og gildum aðferðum blaða-
manna verið beitt, og staðfestinga
leitað á þeim upplýsingum sem fram
komu í póstunum. Þess hefði sér-
staklega verið gætt að sneiða hjá því
sem gæti talist persónulegar upplýs-
ingar, og einungis birtar fréttir sem
hefðu varðað almenning í landinu
beint, þar sem þjóðþekktir einstak-
lingar hefðu komið að upphafi
Baugsmálsins.
Jón var afar ósáttur við lögbann
Sýslumannsins í Reykjavík, og benti
á að ef það yrði staðfest í Hæstarétti
væri vegið með alvarlegum hætti að
prentfrelsinu. Af því gæti leitt að
einstaklingur sem vissi að fjölmiðill
hefði um hann gögn sem hann vildi
ekki fá fram í dagsljósið gæti krafist
lögbanns, og hindrað þannig fjölmið-
ilinn í að birta fréttir um málið með-
an meðferð fyrir dómstólum færi
fram. Slíkt setti einfaldlega frjálsa
fjölmiðlun í hættu, og væri andstætt
grundvallarsjónarmiðum ákvæða
stjórnarskrár um tjáningarfrelsi.
Fjallað um mál Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum í Hæstarétti
Fellur frá hluta kröfu gegn Kára
Jónassyni ritstjóra Fréttablaðsins
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
10 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„HVAÐ finnst ykkur vera sanngjörn
laun fyrir leikskólakennara með
þriggja ára háskólanám?“ var meðal
þeirra spurninga sem fulltrúar flokk-
anna sem bjóða fram í Reykjavík
voru spurðir á fundi leikskólakenn-
ara í ráðhúsinu í fyrradag.
Ásta Þorleifsdóttir, frambjóðandi
Frjálslynda flokksins, svaraði spurn-
ingunni um laun leikskólakennara á
þá leið að hún teldi eðlilegt að leik-
skólakennarar hefðu ekki undir 300
þúsund krónum á mánuði. Hanna
Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að hún teldi laun leik-
skólakennara hafa verið og vera enn
of lág en sagði erfitt að nefna ákveðna
tölu og það kæmi engum til góðs að
fulltrúar flokkanna færu að reyna að
yfirbjóða hver annan í launatölum.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri
grænna og Framsóknarflokks tóku í
sama streng, þeim þótti launin of lág
en sögðu erfitt og óraunhæft að nefna
tölur í því sambandi. Dagur B. Egg-
ertsson, oddviti Samfylkingarinnar,
sagðist telja eðlilegt að horfa til launa
grunnskólakennara sem viðmiðs.
Fulltrúar flokkanna voru sammála
um að leikskólastarfið hefði eflst
mjög undanfarinn áratug þótt skipt-
ar skoðanir væru um ástæður þeirrar
þróunar.
Dagur sagði að mikil bylting hefði
orðið í leikskólamálum í tíð R-listans
og Svandís Svavarsdóttir, oddviti
Vinstri grænna, sagði að munurinn á
ástandinu í dag og fyrir tveimur ára-
tugum væri mikill og sagðist hún
vera stolt af því að hafa tekið þátt í
þessu átaki. Hún rifjaði upp að
Vinstri grænir hefðu fyrstir flokka
sett fram hugmyndir um gjaldfrjáls-
an leikskóla sem flestir væru nú sam-
mála.
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók
undir að margt gott hefði gerst í leik-
skólamálum og það hefði raunar
gerst í samfélaginu öllu og tengdist
því að aðrar kröfur væru gerðar í dag
til þessara mála.
Óskar Bergsson, frambjóðandi
Framsóknarflokksins, benti á að um
90% notenda í dag væru ánægð með
þá þjónustu sem leikskólarnir veittu
og að faglegt starf í leikskólum væri
mjög gott í dag.
Ásta sagði að leikskólakennarar
ynnu frábært starf og það fyndi hún
best á því hve sonur hennar hefði
lært vel á leikskóla.
Gjaldfrjáls leikskóli var nokkuð til
umræðu og spurði Egill Helgason
fundarstjóri hvernig gjaldfrjáls leik-
skóli gæti gengið upp, sérstaklega
miðað við núverandi stöðu í mönn-
unarmálum og launamálum á leik-
skólum.
Gjaldfrelsi og þjónusta
Svandís svaraði því til að vel væri
hægt að gera hvort tveggja, að bjóða
góða þjónustu og veita hana gjald-
frjálst, og sagði kjör starfsmanna og
aðstæður á viðkomandi vinnustað
ekki sama hlutinn.
Dagur sagði að útópían væri í
Reykjavík, þar sem þegar væri búið
að taka fyrstu skrefin í áttina að
gjaldfrjálsum leikskóla. Leikskóla-
málin sýndu vel að það skipti máli
hverjir stjórnuðu borginni.
Hanna Birna svaraði því til að í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavíkur
þar sem sjálfstæðismenn færu með
völd væru engir biðlistar inn á leik-
skóla og það væri út úr korti að halda
því fram að verri fjölskyldustefna
réði ríkjum þar.
Sú afstaða sjálfstæðismanna að
stefna ekki að gjaldfrjálsum leikskóla
var nokkuð gagnrýnd af hálfu full-
trúa hinna flokkanna og svaraði
Hanna Birna því til að hún hefði alls
ekki útilokað að leikskólinn yrði
gjaldfrjáls. Það yrði hins vegar ekki
forgangsmál á næsta kjörtímabili,
heldur að tryggja öllum börnum
pláss á leikskólum og bæta þjón-
ustuna.
Fundur leikskólakennara með frambjóðendum til borgarstjórnar
Telja að launin séu of lág
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Málefni leikskólanna voru rædd í Ráðhúsinu í fyrradag. F.v. Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir, Dagur B.
Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ásta Þorleifsdóttir og Egill Helgason sem stýrði fundi.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
STJÓRNIR Laugavegssamtakanna
og Þróunarfélags miðborgarinnar
mótmæla báðar áformum Reykjavík-
urborgar um að fækka bílastæðum
við götur miðborgarinnar. Í ályktun
frá Laugavegssamtökunum kemur
fram að samtökin mótmæli harðlega
þeim „fyrirætlunum borgarstjórnar
Reykjavíkur að fækka bílastæðum í
miðborginni og þrengja að aðkomu
einkabílsins að miðborginni, eins og
segir berum orðum í skýrslu um
stefnu í samgöngumálum sem nýlega
var samþykkt í borgarstjórn.“
Þá furðar stjórnin sig á því að nú
þegar miðborgin sé að ná sér eftir
áralanga lægð skuli borgaryfirvöld
veitast að henni með þessum hætti.
„Einkabíllinn er ferðamáti Íslend-
inga og ef borgaryfirvöld meina eitt-
hvað með tali sínu um að styrkja mið-
borgina væri nær að fjölga bíla-
stæðum en að fækka þeim.
Stjórn Laugavegssamtakanna
furðar sig einnig á þeirri stjórnsýslu
að móta slíka stefnu án nokkurs sam-
ráðs við rekstraraðila og íbúa í mið-
borginni og krefst þess að borgaryf-
irvöld falli frá þessari stefnu,“ segir í
ályktun samtakanna.
Aðför að rekstri og þjónustu
Þróunarfélag miðborgarinnar telur
að þau áform, sem lýst er í samþykkt-
inni, séu aðför að rekstri verslunar-
og þjónustufyrirtækja í miðborginni
„Rekstrargrundvöllur verslana í mið-
borginni er að miklu leyti háður því að
gott aðgengi sé fyrir ökumenn við
þær götur þar sem verslunar- og
þjónustufyrirtæki eru. Þróunarfélag-
ið fagnar því jafnframt að fjölga eigi
bílastæðum í bílastæðahúsum, en það
má ekki verða til þess að fækka þeim
stæðum sem eru við götur miðborg-
arinnar.“ Félagið gagnrýnir einnig
þau vinnubrögð að ekki hafi verið haft
samband við hagsmunaaðila áður en
viðamiklar samþykktir sem þessi
væru gerðar. Telur félagið jafnframt
að með þessu muni borgarbúar sækja
þjónustu í enn frekari mæli til þeirra
staða sem bjóða upp á næg bílastæði
og frá miðborginni.
Rangtúlkun á stefnu
borgarinnar
Árni Þór Sigurðsson, formaður
umhverfisráðs Reykjavíkur, vísar því
á bug að það sé markmið borgarinnar
að fækka bílastæðum í miðborginni.
Einungis sé lögð áhersla á að þau fari
í vaxandi mæli í bílastæðahús.
Árni segir í yfirlýsingu að hlutverk
samgöngustefnunnar sem borgar-
stjórn hefur samþykkt sé þríþætt. Í
fyrsta lagi að tryggja greiðar sam-
göngur án þess að ganga á verðmæti
svo sem umhverfi, heilsu og borgar-
brag. Í öðru lagi að uppfylla fjöl-
breyttar ferðaþarfir borgarbúa á
jafnréttisgrundvelli. Í þriðja lagi að
stuðla að fullnýtingu samgöngukerfa
borgarinnar og um leið að stuðla að
bættu umhverfi, góðri heilsu og aðlað-
andi borgarbrag.
„Stefnumótun í bílastæðamálum
byggir á Þróunaráætlun miðborgar
sem samþykkt var fyrir nokkrum ár-
um og hagsmunaaðilar í miðborginni
áttu meðal annarra þátt í að móta.
Þróunaráætlunin tekur til landnotk-
unar í miðborginni. Sett er fram bíla-
stæðastefna þar sem lögð er áhersla á
skiptingu bílastæða í langtíma- og
skammtímastæði. Bílastæði skulu
sem flest vera í bílastæðahúsum og
staðarval þessara húsa miðast við góð
tengsl við umferðaræðar, vinnustaði,
verslun og þjónustu. Þar er einnig
mörkuð sú stefna að fækka skuli bíla-
stæðum í göturými í miðborginni. Á
hinn bóginn kemur síðan einnig fram
að uppbygging nýrra bílastæða í mið-
borginni skuli vera í bílastæðahús-
um.“
Árni segir að fullyrðingin í yfirlýs-
ingu Laugavegssamtakanna eigi því
ekki við rök að styðjast og byggi að
því er virðist á rangtúlkun á sam-
þykktri stefnumótun.
Mótmæla
fækkun
bílastæða í
miðborginni