Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 11
FRÉTTIR
GJALDFRJÁLS leikskóli, lækkuð
fasteignagjöld og fríar ferðir með
strætisvögnum eru meðal stefnu-
mála Framsóknarflokks og óháðra
í Hafnarfirði sem kynnt voru í
verslunarmiðstöðinni Firði í gær.
Öldrunarmálin eru einnig ofar-
lega á baugi hjá flokknum sem vill
vinna af fullum krafti við að útfæra
þær hugmyndir sem fram komu í
skýrslu nefndar heilbrigðisráð-
herra um öldrunarmál í bænum.
Forgangsverkefni er að efla heima-
þjónustuna og reyna þannig að
gera öldruðum kleift að búa eins
lengi í eigin húsnæði og mögulegt
er.
Flokkurinn vill einnig styðja
myndarlega við tómstundastarf
barna og ungmenna með svoköll-
uðum frístundakortum. „Við viljum
útfæra stuðninginn með öðruvísi
hætti en gert hefur verið og erum
að tala um fasta fjárhæð sem við
köllum frístundakort. Það er fimm-
tíu þúsund króna fjárhæð á barn
alveg til átján ára aldurs,“ segir
Sigurður Eyþórsson, oddviti
flokksins. „Það þýðir að hægt er að
niðurgreiða kostnað við íþrótta-
starf en einnig við listnám, tónlist-
arnám og annað það starf sem
börnin kjósa að stunda,“ segir Sig-
urður en flokkurinn hyggst jafn-
framt gera vel við foreldra yngstu
íbúanna með því að afnema vist-
unargjöld á leikskólum í þrepum út
kjörtímabilið. Auk þess hefur því
verið heitið að fasteignagjöld í
bænum hækki ekki og leitað verð-
ur allra leiða til lækka þau á næsta
kjörtímabili.
Jarðgöng undir
Setbergsháls?
Stækkun álversins í Straumsvík
hefur mikið verið rædd í Hafn-
arfirði að undanförnu og er hitamál
fyrir kosningarnar. Framsóknar-
flokkurinn og óháðir hafa lýst því
yfir að vera fylgjandi þeirri stækk-
un og telja ákvörðunina í raun nán-
ast hafa verið tekna. Í skipulags-
málum ber annars hæst að reyna
fá meira líf í miðbæ Hafnarfjarðar
og telja flokksmenn því best borgið
með hugmyndasamkeppni um
skipulagið. Segir Sigurður þangað
vanta fleiri kaffihús, veitingahús og
listasmiðjur svo fátt sé nefnt.
Jafnframt vill flokkurinn freista
þess að leysa umferðarvandann
sem skapast á annatíma í bænum.
Stefnt er að samráði við nágranna-
sveitarfélög til að finna lausnir en
Sigurður bendir m.a. á þá hug-
mynd að leggja jarðgöng undir
Setbergsháls og tengja umferð úr
nýjum hverfum við Reykjanes-
braut þannig. Einnig vill flokkur-
inn leita samninga við aðra rekstr-
araðila að Strætó bs. um að afnema
gjaldtöku í strætisvagna.
Morgunblaðið/Eyþór
Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir, sem skipar 2. sæti listans, Sigurður Eyþórs-
son oddviti og Hildur Helga Gísladóttir, 5. sæti, kynna stefnumál listans.
Framsóknarflokkur og óháðir kynna
stefnumál sín í Hafnarfirði
Hlynntir stækk-
un álversins í
Straumsvík
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Í helgar-
blaði Dag-
blaðsins 19.
maí er und-
irrituð
bendluð við
skrif á Mál-
efni.com. Ég
hef aldrei
skrifað stakt
orð þar né á
aðrar spjall-
rásir netsins. Það sem ég hef
skrifað, hef ég skrifað undir
nafni og í Morgunblaðið.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Yfirlýsing
Guðrún Guðlaugs-
dóttir blaðamaður.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur framlengt gæsluvarðhald yf-
ir fjórum karlmönnum sem grun-
aðir eru um aðild að stóru fíkni-
efnamáli frá því í byrjun apríl.
Munu þeir sitja í varðhaldi til 2.
júní nk. Þrír mannanna eru ís-
lenskir en sá fjórði hollenskur og
voru þeir staðnir að því að taka á
þriðja tug kílóa af amfetamíni og
hassi úr bensíntanki bifreiðar sem
fluttur var hingað til lands frá
Hollandi.
Einnig var framlengt gæslu-
varðhald yfir karlmanni frá Lithá-
en sem tekinn var á Keflavíkur-
flugvelli með þrjár flöskur af
amfetamínvökva í byrjun ársins.
Gæsluvarðhald framlengt
yfir fimm mönnum