Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 12
12 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frú dómari
Guðrún
Erlendsdóttir
á morgun
„Bíðið augnablik.“ Allir litu við.
„Ég þarf að mála á mér varirnar.“
HJÁ plastbátasmiðjunni Seiglu ehf. á
Grandagarði var á mánudaginn dregin út
nýjasta smíði fyrirtækisins, sú 25. í röðinni.
Um er að ræða ferðamanna- og veiðibát fyrir
Reimar Vilmundarson, skipstjóra í Bolungar-
vík, sem fengið hefur nafnið Sædís ÍS 67.
Að sögn Hrannar Ásgeirsdóttur hjá Seiglu
ehf. er þessi nýi bátur, Seigur 1250, smíð-
aður með hátæknilegri lofttæmingaraðferð
og hannaður með farþegavænu lundanefi til
að minnka högg í brælu. Báturinn er 12,3 m
langur, 1,45 m mælist 14,91 brúttótonn og
sameinar fiski- og farþegabát fyrir 30
manns. Lestin tekur 13 stk. af 660 lítra fiski-
körum. Í lúkarnum er svefnpláss fyrir 4 til 5
menn. Hámarksganghraði er 30 sjómílur,
þægilegur ferðahraði er 23 til 25 sjómílur og
olíueyðslan er u.þ.b. 3 lítrar á sjómílu. Hann
er með Volvo Penta D-12 715 hp vél, gír
ZF-325 IV og niðurgírun er 2,0. Hrönn segir
að báturinn hafi fengið gælunafnið Seigur
1250 LC (Limited Convertible) en hann er
þannig útbúin að mjög auðvelt er að taka aft-
ari hluta yfirbyggingarinnar af og setja þil í
staðinn og er lestarkarmur einnig umskipt-
anlegur fyrir hleðslulúgu fyrir farangur.
„Hann er búin fellikili sem er 4,5 x 0,4 m,
sem hefur mikið vægi fyrir sjóhæfni báta.
Okkur hjá Seiglu þykir þetta bráðsnjöll hug-
mynd hjá Reimari að sameina bát fyrir fisk-
veiðar og farþegasiglingar og teljum að það
sé stækkandi markaður fyrir svona báta, þar
sem kvótinn fer minnkandi og ferðamennska
eykst. Nú þegar hefur komið fyrirspurn um
annan svona útbúinn bát,“ segir Hrönn.
Reimar er ánægður með bátinn og segir
að þegar sé búið að bóka á hann 1200 far-
þega og þeir fyrstu séu farnir að bíða fyrir
vestan.
„Við verðum með bátinn í ferðum með far-
þega á Hornstrandir, frá Norðurfirði í
Reykjafjörð og Hornvík á sumrin, og einnig í
styttri sérferðum með farþega, en næsta vet-
ur er hugmyndin að setja hann á netaveiðar
og veiða ýsu í Djúpinu, segir Reimar.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Bátar Eigendur Seiglu ehf., Hrönn Ásgeirsdóttir, Sverrir Bergsson og Sigurjón Ragnarsson,
ásamt Reimari Vilmundarsyni, eiganda bátsins, og stýrimanninum Sigurði Stefánssyni.
Nýr Seigur, ferðamanna- og
veiðibátur til Bolungarvíkur
Eftir Kristin Benediktsson
krben@internet.is
FISKISTOFNAR á alþjóð-
legum hafsvæðum eru of-
veiddir og eru í útrýming-
arhættu. Skýringin er
ólöglegar fiskveiðar og
veiðar í botntroll á úthöf-
unum, samkvæmt skýrslu
frá alþjóðlegu náttúru-
verndarsamtökunum
WWF.
Í skýrslunni segir að nú-
verandi svæðisstjórnun
dugi ekki til að bregðast
við vandanum, þar sem
ekki sé nóg að gert til að
framfylgja settu hámarki
um afla og uppbyggingu
fiskistofna sé ekki sinnt.
Sagt er að fiskitegundir
eins og túnfiskur og búri
séu í verulegri hættu.
„Í ljósi hættuástands um
heim allan og stöðugrar
ógnunar við lífkerfi hafsins vegna ofveiði og
notkunar veiðarfæra, sem eru skaðleg fyrir
náttúruna, er nauðsynlegt að alþjóðasam-
félagið grípi til tafarlausra aðgerða,“ segir
Simon Cripps, stjórnandi sjávardeildar WWF.
Í skýrslunni segir að ólöglegar veiðar mjög
hreyfanlegs flota undir stjórn alþjóðlegra fyr-
irtækja sé mesta ógnunin við lífríki sjávarins.
En ríkisstjórnum er líka sendur tóninn vegna
ofveiða. Gífurleg umframveiðigeta fiskiskipa-
flotanna, ofveiði og áhugaleysi um uppbygg-
ingu fiskistofna, skortur á varkárni, þar sem
upplýsingar séu af skornum skammti sé lýs-
andi um þá fiskveiðistjórnun sem nú sé
ríkjandi.
Fjallað er um skýrsluna á fréttavef BBC og
þar segir fréttamaðurinn Matt McGrath að á
úthöfunum, þar sem eftirlit skorti sé staða
fiskistofna verst. Stjórnun veiða á þessum al-
þjóðlegu hafssvæðum sé í höndum sérstakra
svæðisstjórna, sem séu skipaðar af þeim þjóð-
um sem hagsmuni eigi að verja. Samkvæmt
WWF, hefur fæstum þessara svæðisstjórna
tekizt að stjórna veiðunum á sjálfbæran hátt.
Ákvörðunartaka sé slæm og svæðisstjórnirnar
skorti úrræði til að hafa stjórn á skipum frá
löndum sem hunzi reglugerðir um veiðarnar.
Skýrsluhöfundar beina því til Sameinuðu
þjóðanna að þær endurskoði afstöðu sína til
veiða á úthöfunum og styrki möguleika svæð-
isbundinna yfirvalda til að taka á brotum
þeirra sem virða lög og reglur að vettugi.
„Þetta verður að stöðva og þar verður að gera
fljótt. Það er von, ef það tekst að koma veiði-
stjórnunni í rétt horf og fylgja henni eftir,“
segir Cribbs.
Vara við ofveiði
á úthöfunum
Ljósmynd/Landhelgisgæzlan
Veiðar Landhelgisgæzlan fylgist með ólöglegum veiðum skipa á
Reykjaneshrygg. Afskipti af þeim eru ólögleg utan landhelgi.
ÚR VERINU
„VIÐ viljum hindra að sjálfstæðis-
menn komist í leikskólana,“ sagði
Kjartan Due Nielsen, formaður
Ungra jafnaðarmanna, þar sem fólk
úr þeirra röðum var búið að stilla sér
upp framan við hliðið að leikskólan-
um Tjarnarborg í gær.
Með uppstillingunni vildu unglið-
arnir vekja athygli á stefnu Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna,
SUS, um leikskóla. „Við viljum vekja
athygli á þeirri ógn sem leikskólum
Reykjavíkur stafar af stefnu ungra
sjálfstæðismanna og erum á tákn-
rænan hátt að verja leikskólann,“
sagði Kjartan.
Ungt samfylkingarfólk er með
þessu að hefja auglýsingaherferð til
að kynna stefnu ungra sjálfstæðis-
manna, m.a. í leiksskóla-, orku- og
menningarmálum. „SUS hefur verið
að álykta um alls konar hluti sem
okkur finnast óhugnanlegir. Það hef-
ur komið fram, að þeir telja opinbera
styrki til menningar- og menntamála
ekki eiga rétt á sér, segja að leik-
skólar séu tímaskekkja og vilja selja
Orkuveitu Reykjavíkur,“ sagði hann
og bætti við að ungliðar í sínum
flokki vildu gjaldfrjálsa leikskóla og
frekari styrki til menningarmála.
„Við vildum vekja athygli á því
hvaða málefni brenna á ungum sjálf-
stæðismönnum, því nokkrir úr
þeirra hópi, eins og Bolli Thorodd-
sen og Helga Kristín Auðunsdóttir,
eru ofarlega á lista til borgarstjórn-
arkosninga, auk þess sem Gísli Mar-
teinn Baldursson er ein helsta von-
arstjarna þeirra.“
Ungir jafnaðarmenn gagnrýna unga sjálfstæðismenn
Morgunblaðið/Jim Smart
„Viljum verja leikskólana“
MEIRA en sexfaldur munur var á
hæsta og lægsta tilboði í vinnu við að
girða meðfram Jökulsá á Dal en til-
boð voru nýverið opnuð. Boðið var út
í tvennu lagi, annars vegar girðingu
með Jökulsá á neðra svæði en þar
felst verkið í að reisa um 22 km langa
rafgirðingu í Hróarstungu og 1,5 km
netgirðingu ásamt endurbótum á 6,7
km girðingu á Neðra-Jökuldal.
Einnig var boðin út girðing meðfram
Jökulsá á efra svæði. Þar felst verkið
í að reisa 23 km langa rafgirðingu á
Efri-Jökuldal innan Brúar.
Lægsta tilboð í bæði verkin átti
girðingafyrirtækið Girðir ehf. sem
bauð rúmar fjórtán milljónir króna í
verkið á neðra svæði en tæpar tólf
milljónir króna í verkið á efra svæð-
inu. Næsthæsta tilboð á neðra svæði
hljóðaði upp á rúmar 45 milljónir
króna og hæsta tilboðið upp á tæpar
90 milljónir króna.
Hóflegri voru boðin í verkið á efra
svæði en þar var næsthæsta tilboð 16
milljónir króna og hæsta verðið
hljóðaði upp á 60 milljónir króna.
Árni G. Svavarsson, forstjóri Girð-
is, segir tilboð fyrirtækisins afar
raunhæf og una þeir sáttir við útboð-
ið. Aðspurður gat hann hins vegar
ekki skýrt hvers vegna svo gríðar-
legur munur var á tilboðum í útboð-
inu en benti þó á að hin fyrirtækin
sérhæfðu sig ekki í girðingavinnu.
Girðir ehf. var stofnað árið 1995 og
er alhliða girðingaverktaki. Fyrir-
tækið sérhæfir sig í margskonar
girðingum, s.s. öryggisgirðingum,
skjólveggjum og rafmagnsgirðing-
um.
Árni segir að um leið og gengið
verði frá samningum verði farið í
vinnu við að girða við Jökulsá og er
áætlað að verkið taki um tvo mánuði.
Sexfaldur munur á tilboðum