Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 20
Vík í Mýrdal | Nemendur úr 7.–8. bekk Grunnskóla Mýrdalshrepps urðu í fyrsta sæti í samkeppninni „Reyklaus bekkur“. Gerðu þau stuttmynd þar sem notaðir voru leirkarlar til að túlka boðskapinn. Verðlaunin voru utanlandsferð fyrir allan bekkinn. Hólar urðu í öðru sæti og Rimaskóli í því þriðja. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sigruðu í tóbaksvarnakeppni Forvarnir Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Dagar vona og væntinga ríkja núna, hafa gert það undanfarna daga og verður svo áfram til bæjarstjórnarkosninganna næstkomandi laugardag, 27. maí. Mikil áhersla er lögð á að sýna eldra fólki að það sé munað eftir því og allir segja ég vil og ég ætla. Svo er það fólksins að velja hver getur. Þetta á líka við um aðra málaflokka svo sem íþrótta- og æsku- lýðsmál en Selfoss ku hafa dregist aftur- úr varðandi fjárveitingar til íþróttamála sem er ekki gott. Nú hafa Selfyssingar sett kúrsinn á að koma upp sterku knatt- spyrnuliði af miklum metnaði og verður gaman að fylgjast með hvernig það gengur. Þeir unnu fyrsta leikinn enda komnir með markaskorara úr Vest- mannaeyjum í liðið. Það sem skiptir máli er að hafa vilja til að sigra og ná árangri.    Núna liggur fyrir að nokkuð raunhæft er að vonast eftir því að fleiri hjúkr- unarpláss verði að veruleika á Selfossi með hækkun nýbyggingar Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands um eina hæð. Þó segist fólk ekki trúa því fyrr en það er orðið að veruleika. Þetta er dæmigert um tiltrú á stjórnmálamönnum.    Vegurinn um Hellisheiði er enn í brennidepli en fulltrúar í sveitarstjórn- um austan fjalls vilja allir sem einn að ríkið gangi til samninga við Sjóvá-Al- mennar um að tvöfalda og lýsa veginn milli Reykjavíkur og Selfoss. Samgöngu- ráðherra er tregur í taumi og staður í þessu máli og hefur ekki sýnt mikla til- burði í að hreyfa sig í áttina að Sjóvá. Sunnlendingar bíða eftir niðurstöðu ráð- herrans varðandi tilboð Sjóvár. Hafni hann tilboðinu verður sú afstaða há- pólitísk í aðdraganda alþingiskosninga sem framundan eru næsta ár og erfið stjórnarflokkunum.    Nú hefur bæjarstjórnin í Sveitarfé- laginu Árborg selt Vigdísarreitinn við útivistarsvæði Selfoss þar sem frú Vig- dís Finnbogadóttir hugðist á sínum tíma reisa sér sumarhús en ekkert varð af en nafnið hélst á reitnum. Bæjarstjórnin skipti á reitnum og lóð við hlið slátur- hússins og kom þar þúfa á móti þúfu. Þykir mörgum að góður biti hafi þar far- ið fyrir lítið enda glæsilegt útsýni af Vig- dísarreitnum austur yfir Ölfusá. Úr bæjarlífinu SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Vel viðraði til svif-flugs um síðustuhelgi og tókst svifflugköppum að fljúga langar leiðir. Á laugardag flaug Daníel Stefánsson frá Sandskeiði til Geysis og þaðan til Flúða og til baka á Sandskeið. Sam- tals um 165 km og náði þar með vegalengd fyrir silfur C áfanga í svif- flugi. Daníel flaug svif- flugu af gerðinni LS-4 sem er plastsviffluga með 15 metra vænghaf. Sama dag flaug Stein- þór Skúlason svifflugu sinni, TF-SIS, samtals 356 km, um 4 punkta, og er það lengsta flug á Ís- landi í hitauppstreymi frá upphafi. Flugið var eins styttra en í þetta skipti eftir fyrirfram ákveðinni braut sem gef- ur fleiri stig. Flugið var 320 km að lengd og er vegalengd fyrir gull C í svifflugi og í fyrsta skipti sem því er náð í hitauppstreymi hér á landi. frá Sandskeiði að Blá- felli við Hvítavatn, það- an til Bláfjalla og svo til Geysis og endað úti á sjó út af Hafnarfirði áður en lent var á Sandskeiði. Sviffluga Steinþórs er af gerðinni Lak-12. Á sunnudag bætti Steinþór um betur og flaug að- Nýta sér góðar aðstæður Óskar Björnsson áNorðfirði hefur ásér orð fyrir að hagmæltur, draumspakur og ódrepandi. Og er hald- inn ólæknandi söfnunar- áráttu. Hann safnaði orð- um í vísu á ensku, sem hann hugsaði sér að fyndi sér stað um borð á enskum togara í þorskastríðinu: All the crew aboard the ship in the cabin gather, ask the gracious God this trip give us cod our father. Ragnar Ó. Sigurðsson íslenskaði vísuna: Allir krjúpa á einu skipi aumingjar frá Bretaveldi; láttu drottinn leka hripi lánast veiði á hinsta kveldi. Og Birgir Stefánsson þýddi einnig vísuna: Áhöfn af skipinu allri um sinn inn var í káetu troðið. Geistlegi herra guðfaðir minn gefðu okkar þorsk í soðið. Af þorski og skipi pebl@mbl.is Grindavík | Stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins í Grindavík vegna komandi bæjar- stjórnarkosninga er birt í heild á fjórum tungumálum í kosningablaði flokksins, Hrungni. Er það óvenjulegt og segist Sig- mar Eðvarðsson, efsti maður listans, ekki vita til þess að það hafi áður verið gert með þessum hætti. „Við viljum sýna þessum íbúum að þeir eru hluti af samfélaginu,“ segir Sigmar. Hann segir að á milli 40 og 50 ein- staklingar sem hafi erlend tungumál að móðurmáli hafi kosningarétt í Grindavík, mest Pólverjar og Taílendingar. Stefnu- skráin er gefin út á þessum málum, auk ensku. Í kosningablaði sem gefið var út fyrir skömmu var stefnuskráin birt á ís- lensku. Frambjóðendurnir Sjálfstæðisflokksins fóru heim til fólksins í fyrrakvöld og af- hentu blaðið þar sem þýðingar á stefnu- skránni eru birtar og segir Sigmar að fólkinu hafi þótt það skemmtilegt og lýst ánægju sinni með þetta framtak fram- bjóðendanna. Stefnuskráin í heild á fjórum tungumálum Eyjafjörður| Verið er að sameina sex sóknir í Dalvíkurprestakalli undir eina kirkju- garðssókn og fjórar sóknir í Laugalands- prestakalli í Eyjafirði undir aðra kirkju- garðsstjórn. Tilgangurinn er að einfalda rekstur kirkjugarða og gera hann hag- kvæmari. Frumkvæðið kom frá heimamönnum, segir í fréttatilkynningu. „Stjórn Kirkju- garðasambands Íslands (KGSÍ) hvatti óspart til sameiningar enda er það eitt af brýnustu verkefnum KGSÍ að stuðla að sameiningu kirkjugarðastjórna og aðstoða heimamenn.“ Kirkjugarðastjórnir á landinu eru 250 talsins, þar af 190 stjórnir í dreifbýli, flestar í sóknum með færri en 100 íbúa. Að jafnaði er jarðsett í þessum görðum annað eða þriðja hvert ár og verkleg umsvif eru því að- allega umhirða yfir sumartímann og viðhald á eignum, aðallega á girðingum umhverfis garðana. Fram kemur að auðvelt er að auka rekstrarhagkvæmni með því að sameina kirkjugarðastjórnir þar sem landfræðilegar aðstæður leyfa. Eftir sameiningu er auð- veldara en áður að ná góðum samningum við garðyrkjuverktaka til að annast umhirðu og verktaka sem annaðist grafartöku. Þess má geta að KGSÍ heldur aðalfund sinn á Kea- hóteli á Akureyri í dag, laugardag, og þar verða sameiningarmál m.a. á dagskrá. Stjórnir kirkjugarða sameinaðar ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali SMIÐJUSTÍGUR 11A OPIÐ HÚS FRÁ KL. 13.30-14:30 Í einkasölu 4ra herbergja 92,4 fm íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi á þessum vinsæla stað í miðbænum. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, þrjú svefnher- bergi, eldhús, baðherbergi o.fl. Íbúðinni fylgir sérbílastæði. Áhv. 10,9 millj. með 4,15% vöxtum. Verð 23,3 millj. Sölumaður Fasteignamiðlunar tekur á móti gestum. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 SMIÐJUSTÍGUR 11A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.