Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 34

Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 34
34 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ístærstu borg Evrópu, hvaðummál snertir, miðast tíma-talið gjarnan við árið 1989þegar Berlínarmúrinn féll og íbúar austursins gátu loks eygt von um nýja framtíð eftir 28 ára ein- angrun í fyrirmyndarríki sósíalism- ans. Berlínarmúrinn var reistur árið 1961 til að koma í veg fyrir fólks- flótta frá austri til vesturs og það er ekki síst sú nútímasaga, sem fylgir gestum borgarinnar hvert fótmál. Sagan er allt að því ágeng við gest- ina því á hverju götuhorni eru minj- ar um styrjaldir, alræðishyggju, kúgun, nazisma og sósíalisma. „Við megum aldrei falla í þá gryfju að gleyma sögunni. Við þurf- um að gæta þess vel að uppfræða komandi kynslóðir svo að sagan endurtaki sig ekki,“ svarar Berl- ínarbúinn og leiðsögumaðurinn Burkhard Heyl þegar hann er innt- ur eftir þörf Berlínarbúa fyrir að halda „neikvæðum“ minnismerkjum á lofti. Berlín þekur um 900 ferkílómetra landssvæði og eru íbúarnir nú um fjórar milljónir talsins. 60% borgarinnar eyðilögðust Seinni heimsstyrjöldin lék borg- ina grátt því sprengjuregn eyðilagði um 60% hennar. „Ferðamenn koma ekki til Berlínar til að njóta feg- urðar því aðrar borgir státa af mun meiri fegurð en Berlín. Þeir koma hingað af allt öðrum hvötum enda stíga menn hér inn í sögusvið á hverju götuhorni,“ útskýrir Heyl hinn þýski og biður áheyrendur að stíga út úr rútunni við leifar af Berl- ínarmúrnum við enda Ebertstraâe. „Við þurfum alltaf að útskýra tilvist Múrsins fyrir öllum okkar gestum. Það er mjög mikilvægt að skýra þeim frá ástæðum þess að Múrinn var reistur og hvernig hann leit út. Múrinn, sem skipti borginni í tvennt og var 155 km langur, var í reynd merki aðskilnaðar Berlínar og tákn kalda stríðsins. Múrinn var í reynd tveir múrar með ræmu einskismannslands og gaddavírsgirðingum á milli sem Vestur-Þjóðverjar kölluðu „dauða- svæðið“ en Austur-Þjóðverjar „ör- yggissvæðið“. Áttatíu þúsund aust- ur-þýskir vel þjálfaðir hermenn gættu þess að drepa landa sína reyndu þeir flótta. Tvö hundruð manns höfðu fallið í valinn þegar yf- ir lauk, sá síðasti aðeins skömmu áð- ur en Múrinn féll. Byggingarkranar og ný borg Nú eru aðeins eftir leifar af Múrnum fyrir ferðamenn að mynda. Menn ganga nú hindrunarlaust í gegnum Brandenborgarhliðið, sem áður var tákn um aðskilnað Evrópu og staðsett á dauðasvæðinu, en er nú ímynd endursameiningar. Vin- sælt er að taka myndir á Checkpo- int Charlie, sem þjónaði sem landa- mærastöð ásamt Alfa og Bravo. Hið sögufræga þinghús Reichstag hefur nú verið nútímavætt undir nýju hvolfþaki og sameinað nýbygg- ingum, en það þjónar nú sem aðset- ur þýska þingmannasambandsins. Geysistór minnisvarði um helför gyðinga, sem þekur svæði á við þrjá fótboltavelli, fer ekki fram hjá nein- um. Aðsetur Hermanns Görings er skammt undan, fyrrum höfuð-  ÞÝSKALAND | Nær þrjátíu ára saga Berlínarmúrsins kostaði miklar fórnir Bjartsýni og byggingar- kranar í Berlínarborg Vinsælt er að fara í siglingu um ána Spree. Hér er það Dómkirkjan sem er í baksýn. Afslappað andrúmsloft er á þessu útikaffihúsi í Berlín. Í Berlín miðast tímatalið við „fyrir“ og „eftir“ Múr- inn. Ásýnd borgarinnar hefur nú gjörbreyst eftir að íbúar Austur-Berlínar réðust með sleggjum á Múrinn fyrir sextán ár- um. Enn er uppbygg- ingin þó í gangi, en sagan fylgdi Jóhönnu Ingv- arsdóttur hvert fótmál í Berlínarborg. og refi, ævintýraferðir með sjókajak- siglingum í Jökulfjörðum og við Horn- strandir og snorkköfun við Reykja- nes, fjallaferðum, fjallahjólaferðum og jökulgöngu á Drangajökul. Á haustin verður skútan færð í Breiða- fjörðinn og þaðan boðið upp á styttri siglingar, allt að Látrabjargi. Skútan, sem smíðuð var í Bretlandi, var áður notuð í kappsiglingar kring- um jörðina og mun taka 8–10 farþega þegar endurskipulagningu á rýminu verður lokið næsta vor. Skútan mun vera sú stærsta á Íslandi og þykir Ísa- fjörður vel staðsettur fyrir ferðaþjón- NÝTT ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði, sem fengið hefur nafnið Skútusiglingar ehf., ætlar bjóða ævintýraþyrstum ferðalöngum upp á seglskútusiglingar við Vestfirði og austurströnd Grænlands. Í þeim tilgangi hafa verið fest kaup á 60 feta skútu og verða farn- ar nokkrar prufuferðir fyrstu mán- uðina til að prófa nýja og spenn- andi ferðakosti. M.a. er áformað að bjóða upp á skíðaferðir á vorin, náttúruskoðun með áherslu á fugla Fjórar skútur frá Ísafirði auk lóðs- bátsins og björg- unarbátsins Gunn- ars Friðrikssonar tóku hlýlega á móti nýju skútunni þegar hún kom til hafnar á Ísafirði sl. þriðju- dagskvöld.  SIGLINGAR Fréttir á SMS Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.