Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Extra sterkt Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir I. UM ÞESSAR mundir er verið að frumsýna hér á landi kvikmyndina Da Vinci-lykillinn sem byggist á metsölubók Dans Brown. Bókina og efni hennar er óþarfi að kynna. Hún hefur vakið mikla umræðu og það mun kvikmyndin örugglega líka gera. Í bókinni er sett fram hörð gagnrýni á kirkj- una og því haldið fram að sú saga kristninnar sem við teljum okkur þekkja, sé ekki annað en blekking kirkjumaf- íu fjórðu aldar. Þar er einnig sagt að Nýja testamentið sé tilbún- ingur sömu mafíu, að María Magdalena hafi verið eiginkona og barnsmóðir Jesú og að leyniregla hafi varðveitt þessa þekk- ingu gegn ofríki kirkjunnar í gegn- um aldirnar. En hver var eiginlega María Magdalena? Hvar kemur María Magdalena við sögu? Oft í gegnum tíðina hafa menn spunnið upp sögu- sagnir í kringum Maríu Magdalenu, meðal annars haldið því fram að hún hafi verið gleðikona, þvert á guð- spjöllin. Það sem mestu máli skiptir nú þegar deilt er um sögu Maríu Magdalenu er þó þessi spurning: Hvenær verður hennar saga að okk- ar sögu? Af hverju skiptir hún okkur svona miklu máli? II. Lítum nánar á. Það var einn dapr- an morgun að María Magdalena og nokkrar konur voru á leið að gröf einni til að smyrja líkama látins manns, manns sem þær höfðu haldið að væri frelsarinn, Messías. Þessi maður var hinn krossfesti Jesús Kristur frá Galíleu. Hvernig leið Maríu Magdalenu á göngunni? Allar vonir hennar voru að engu orðnar um þennan mann. Hún hefur kannski hugsað til þeirra daga sem hún hafði átt með Jesú, þegar hann rak úr henni illan anda eða þegar hún fékk að sitja við fætur hans með hin- um lærisveinunum og hlusta á hann. Kannski var hún enn í áfalli eftir föstudaginn þegar maðurinn sem hún hafði trúað á var hæddur, hýddur og síð- an krossfestur í smán. Enginn veit hvað hún hugsaði um á meðan hún gekk með vinkonum sínum í átt til grafarinnar að smyrja líkið eins og siður var. En hún hefur örugglega verið að hugsa um hin sorglegu endalok meistara síns. III. Hvað sem hún var að hugsa um þá breyttist allt er hún kom að gröfinni. Hún varð fyrir mesta undri lífs síns, sem um leið var undur lífsins. Eng- inn líkami var í gröfinni. Jesús Kristur var á lífi. Guð hafði reist hann upp frá dauðum til nýrrar til- veru til að sýna henni og okkur leið- ina til lífsins. María Magdalena mætti honum, fyrst allra, upprisnum. Og María Magdalena var fyrst til að flytja gleðiboðin um upprisuna. Þar með varð hennar saga að okkar sögu því að þau gleðiboð hljóma enn um víða veröld. Úr leyndardómi dauðans kom líf því Guð hafði opnað dyrnar til lífsins með Jesúlyklinum. IV. María Magdalena var ekki kona Jesú. Hún var svo miklu, miklu meira. Hún var postuli postulanna, lærisveinn Jesú sem sýndi öllum öðrum leiðina, líka okkur. Sem vitni að upprisunni, fyrsta vitnið, sem sú fyrsta er skildi hvað Guð er að gera fyrir okkur í Jesú Kristi, er María Magdalena svo miklu dýrmætari en ef hún væri aðeins einhver meint kona Jesú. Því hún og vitnisburður hennar er lykillinn að allri sögunni. Að eiga trú Maríu Magdalenu með ótölulegum fjölda kristinna karla og kvenna aldanna það er að eignast nýtt líf í samfélagi við hinn lifandi Jesú Krist eins og María Magdalena vill benda okkur á. Það er hinn sanni lykill tilverunnar. Og það er þess virði að lifa fyrir. María Magdalena Þórhallur Heimisson fjallar um Maríu Magdalenu vegna sýninga á kvikmyndinni Da Vinci-lykillinn ’Hún var postuli postulanna, lærisveinn Jesú sem sýndi öllum öðrum leiðina, líka okkur.‘ Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur í Hafnarfjarðarkirkju. ÉG undirritaður var blekktur til þess fyrir sjö árum af nokkrum mönnum, sem síðar verður sagt frá, að segja af mér störfum oddvita V-Landeyja- hrepps vegna upplog- inna og falsaðra saka að fjárhæð kr. 2.212.360 samkvæmt þremur ákæruatriðum. Fyrsta ákæruatriðið var að mér var gert að greiða skuldabréfalán að fjárhæð kr. 1.035.000 skráð í árs- reikningum V-Land- eyjahrepps 31.12/94. Þetta lán var talið af Rannsóknarlögreglunni og KPMG óviðkomandi hreppnum, þótt það væri skráð í ársreikn- ingi. Með skýrslu sinni 10.02. ’99 færir Einar í KPMG þetta lán á mig til greiðslu. Einar í KJPMG er endurskoð- andi vel flestra sveit- arsjóðsreikninga á Suðurlandi. Ég hef ekki fengið þetta greitt til baka þrátt fyrir sýknu Héraðsdóms Suður- lands 07.02. ’01 á fyrstu ákæru og staðfestingu þess dóms í Hæstarétti 17.05. ’01. Einar í KPMG hefur jafn- framt verið vörslumaður bókhalds- gagna V-Landeyjahrepps, en Einar segir í bréfi til setts saksóknara 08.11. ’02, „Fylgiskjöl nr. 290 - 296 eru ekki í fylgiskjalamöppunni“. Annað ákæruatriðið, að fjárhæð kr.677.360 varð ákæruvaldið að draga til baka sökum þess að tvíákært var í upphafí. Ákæruvaldið átti þó eftir að átta sig á þessum mistökum sínum. Þriðja ákæruatriðið um 500.000 kr. fjárdrátt stendur enn óbreytt með tíu dóma að baki og framundan er sá ell- efti. Röksemdafærsla dómenda Hæstaréttar er óbreytt frá upphafi og til þessa dags. „Oddvita mátti vera kunnugt“. Þessi niðurstaða kemur enn, þrátt fyrir að liggi fyrir dóm- kvatt mat og endurgert bókhald ár- anna 1994, 1995 og 1996, þar sem falsanirnar voru leiðréttar. Tveir endurskoðendur og settu saksóknari Ólafur Hauksson hafa staðfest leið- réttingarnar fyrir dómi. Nánar til- tekið segir settur saksóknari fyrir dómi: „Ég dreg þá ályktun af þessum breytingum sem að er á þessum niðurstöðutölum að umrædd skjöl 290-296 geti ekki hafa verið fyrir- liggjandi á þeim tíma sem verið var að ganga frá bókhaldinu 1996“. Reikningar V-Landeyjahrepps fyr- ir árin 1994, ’95 og ’96 höfðu verið samþykktir með 5 samhljóða atkvæð- um á réttum tíma vegna hvers árs. Þeir voru allir undirritaðir af 5 hreppsnefndarmönnum, þ.á m. Hirti Hjartarsyni. Nefndur Hjörtur hóf að kæra þessa reikninga til félagsmála- ráðuneytísins í tíð Húnboga Þor- steinssonar sem ráðuneytisstjóra, og kærunni var fylgt eftir af lögmann- inum Ingólfi Hjartarsyni, bróður Hjartar. En ítrekað skal að Hjörtur var einn af hreppsnefndarmönnum sem skrifuðu athugasemdalaust und- ir þá reikninga sem hann var að kæra. Það kom í ljós löngu eftir á sem enginn vissi um að Magnús Bene- diktssonar endurskoðandi virðist hafa orðið hræddur við kærur Hjart- ar Hjartarsonar og fer að breyta reikningum þessara þriggja ára sem höfðu verið samþykktir samhljóða at- hugasemdalaust. Magnús endurskoðandi V-Land- eyjahrepps gengur til þessa leiks 3. ágúst ’98, nokkrum árum eftir að reikningarnir voru samþykktir, að breyta þessum reikningum án nokk- urs samráðs við oddvita, skoðunar- menn eða hreppsnefnd, enda ólög- legt. Þetta komst ekki upp fyrr en löngu eftir á, en þessar falsanir liggja nú ljósar fyrir öllum sem lesa og skilja. Eftir þessa fölsun endurskoð- andans Magnúsar Benediktssonar, með stimplun annars endurskoðanda, Einars Sveinbjörnssonar í KPMG, er búið að dæma mig sekan, í sjö ár í mörgum dómum fyrir að stela kr. 500.000. Að gefnu tilefni – „Oddvita mátti vera kunnugt“ Eggert Haukdal um ákærur gegn sér ’Þessi niðurstaða kemurenn, þrátt fyrir að liggi fyrir dómkvatt mat og endurgert bókhald ár- anna 1994, 1995 og 1996, þar sem falsanirnar voru leiðréttar.‘ Eggert Haukdal Höfundur er fv. alþingismaður. „SJÁIÐ glæsilega sveitasetrið í Ölfusi,“ segir á forsíðu tímarits 27. apríl. Í sjálfri greininni í blaðinu kemur í ljós um hvaða býli er að ræða. Það er vest- arlega í Flóa. „Bílvelta á Skeið- unum“ var fyrirsögn í vefmiðli 6. maí. Í fréttinni sagði frá því að jeppi valt á móts við Gýgjarhólskot sem er með efstu bæjum í Bisk- upstungum. Skeið eru miklu neðar, austan Hvítár. Ekki geta allir blaðamenn verið sér- fróðir um staðhætti um allt land. En þá verður að hvetja þá til að nýta þau hjálp- argögn sem til eru, landakort, ferðabæk- ur o.s.frv. eða ráð- færa sig við stað- kunnuga. Nú berast af því fréttir að jarðir og lóðir í Árnessýslu og víðar séu eftirsóttar sem aldrei fyrr. Ættu nú fjöl- miðlar, ferðaþjónar, sveitarstjórnir og aðrir að gæta að því að réttum staðanöfnum sé til skila haldið, m.a. til að nýir íbúar geti sett sig inn í rétta örnefnanotkun. Tilviljun veldur því að hér er sérstaklega vísað til nýlegra dæma um ranga notkun örnefna í Árnes- sýslu en sama ástæða er til að vera vakandi yfir örnefnanotkun um allt land. Og hvarvetna í heiminum ef út í það er farið. Á vegum Sameinuðu þjóðanna starfar sérfræð- ingahópur um örnefni, UNGEGN (United Nations Group of Ex- perts on Geographical Names), sjá vefsíðuna http://www.un.org/esa/ commissions.html. Ís- land á nú aðild að UNGEGN ásamt um 70 öðrum ríkjum. Meginmarkmið sér- fræðingahópsins er að stuðla að samræmdri skráningu, birtingu og notkun örnefna í heim- inum, á landakortum og í hvers konar skjöl- um. Í starfi UNGEGN er lögð áhersla á rétta örnefnanotkun af ýms- um hagnýtum ástæð- um sem varða t.d. nýt- ingu náttúruauðlinda, eignarrétt, viðskipti, skipulags- og umhverf- ismál, öryggi og björg- un, vörn gegn náttúru- vá, ferðaþjónustu, staðsetningartækni o.m.fl. Þar að auki er ástæða til að leggja sérstaka áherslu á örnefna- vernd sem þátt í varðveislu menn- ingararfs í heiminum. Meðferð örnefna Ari Páll Kristinsson fjallar um notkun og meðferð örnefna Ari Páll Kristinsson ’Meginmarkmiðsérfræðinga- hópsins er að stuðla að sam- ræmdri skrán- ingu, birtingu og notkun ör- nefna …‘ Höfundur er forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar og formaður örnefnanefndar. Í FRÉTTABLAÐINU 25. apríl er haft eftir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Sif Friðleifs- dóttur, að ekki standi til að breyta skerðing- arákvæðum almanna- trygginga, því þetta sé tekjujöfnunartæki. Í hverju felst þessi tekjujöfnun? Hún felst í því að aldraðir sem litlar tekjur hafa, verða fyrir skerð- ingum bóta frá al- mannatryggingum ef þeir reyna að afla sér annarra tekna, og þannig er þeim haldið föstum í fátækra- gildru. Þessir aðilar mega ekki afla sér smátekna þá lenda þeir í þessu tekjujöfn- unarkerfi ríkis- stjórnar. Nær þetta tekjujöfnunarkerfi til allra? Nei, en það nær til okkar tekjulágra aldraðra og það er passað að við fáum ekki of mikil laun. Ef við fáum aðrar tekjur en bætur almannatrygginga og ef maki hefur einhverjar tekjur eru bætur almannatrygginga til okkar skertar, en þetta eru tryggingar sem við er- um búin að greiða til allt okkar líf og áttu að vera okkar ellilífeyri, en stjórnvöld sjá þarna leið til að halda okkur föstum í fátækragildrunni. Það að skerða tryggingar okkar vegna annarra tekna eða tekna maka er ekki tekjujöfnun, það er einfaldlega tekjuþjófnaður. Það er óforskammað að taka af okkur eða skerða greiðslur sem okkur ber frá almannatryggingum í nafni tekju- jöfnunar. Þarna er verið að ræna okkur tekjum sem við höfum unnið fyrir. Í mínu ungdæmi var slíkt kallað þjófnaður. Hér áður fyrr var tekjuskatt- kerfið notað til tekjujöfnunar, þann- ig að tekjuskattur fór stighækkandi eftir tekjum, en nú er það ekki lengur. Nú greiða þeir sem lágar tekjur hafa sömu prósentu af tekjum sínum og þeir sem mest hafa, en auk þess verðum við lágt launaðir aldraðir að sæta skerðingum á þeim launum sem okk- ur ber. Þetta er ekki tekjujöfnun, þetta er vægt til orða tekið tekjuójöfnun. Nú má ekki nota skattakerfið til tekjujöfnunar eins og flestar þjóðir gera, heldur er hér notað tekjuójafnaðarkerfi, þannig að tekjur hinna lægst launuðu eru skertar og síðan þurfa þeir sem eiga eignir og hafa fjármagnstekjur aðeins að greiða 10% í skatta af sínum tekjum, meðan við borgum hátt í 40% af okkar tekjum. Þetta er árangur af þeirri tekju- ójafnaðarstefnu stjórn- valda sem nú er rekin. Hvernig væri nú að stjórnvöld hættu þessari tekjuójafnaðarstefnu gagnvart okkur öldruðum og færu að hlusta á okkur og bæta fyrir þennan ójöfnuð. Það mætti til að byrja með hækka ellilífeyri veru- lega, eða fella niður skatt af ellilíf- eyri og draga úr eða minnka skerð- ingar á lífeyri sem við fáum frá tryggingastofnun, bæði grunnlífeyri og tekjutryggingu, því eins og þetta er í dag er þetta neikvæð tekjujöfn- un, þetta leiðir til meiri ójafnaðar, sem er nægur fyrir. Við aldraðir höfum greitt í trygg- ingar til almannatrygginga allt okk- ar líf til að tryggja okkur ellilífeyri og er það því argasta óréttlæti að skerða þessar greiðslur til okkar. Vægt til orða tekið er þetta ekki tekjujöfnun heldur tekjuþjófnaður. Tekjujöfnun eða tekjuþjófnaður Karl Gústaf Ásgrímsson fjallar um aldraða og þeirra kjör Karl Gústaf Ásgrímsson ’… er það þvíargasta óréttlæti að skerða þessar greiðslur til okkar.‘ Höfundur er eftirlaunamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.