Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 39

Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 39 UMRÆÐAN F A B R IK A N 2 0 0 6 Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breyt ingar á starfs- umhverfi íslenskra lögfræðinga, sem kalla á nýjar og markvissar áherslur í laganámi. Við lagadeild Háskólans í Reykjavík er í boði metnaðar fullt og nútímalegt laganám, sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lög fræðingar og í fremstu röð á sínu sviði. Umsóknarfrestur er til 29. maí. Allar nánari upplýsingar á www.ru.is og hjá námsráðgjöfum í síma 599 6200. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 29. MAÍ OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 • www.ru.is METNAÐARFULLT OG NÚTÍMALEGT LAGANÁM „Ég tel þá ákvörðun mína að hefja nám við lagadeild Háskólans í Reykjavík vera eina þá bestu sem ég hef tekið. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans eru vingjarnlegir og hjálpsamir í alla staði, aðstaðan til fyrirmyndar og námið skemmtilegt og krefjandi. Sá háttur að tengja námið við raunverulegar aðstæður strax frá byrjun færir mann nær lesefninu og eykur skilning og áhuga.” Bergþóra Halldórsdóttir, laganemi á 2. ári í Háskólanum í Reykjavík. UNDANFARIN misseri hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi þjarmað að íbúum í Vatnsendahverfi sem áttu þar heimili og eignir áður en nýtt skipulag tók gildi. Um var að ræða venjulega Kópavogsbúa á heimilum og með land á leigu til 99 ára. Í dag eru nýir leigusamn- ingar í Kópavogi til 50 ára og fyrir þá greiðir fólk nokkrar milljónir, þeir sem eru þá svo ótrúlega heppnir að fá lóð. Því hljóta verð- mæti að felast í slíkum samn- ingum. Ekki er það þó skilningur bæjaryfirvalda sem vilja yfirtaka eldri lóðarleigusamninga á Vatns- enda bótalaust. Það hefur þótt fá- dæma frekja og yfirgangur íbúa að krefjast bóta fyrir lóðaleigu- samninga sem tryggja átti þeim áframhaldandi afnotarétt lóða sinna. Í mörg ár hafa íbúar reynt að standa vörð um réttindi sín og hafa ráðamenn bæjarins allan þann tíma sagt að lóðarleigusamn- ingar þeirra væru einskis virði, Kópavogsbær ætti landið og því óþarfi að greiða bætur vegna yf- irtöku þess. Þetta land og jafnvel heimili hafa nú verið brytjuð niður og góðum hluta þess úthlutað til braskara. Þeir hafa fengið að hag- ræða skipulagi og hagnast vel á þessu sama landi sem bærinn full- yrðir að sé verðlaust. Matsnefnd eignarnámsbóta hefur aftur á móti komist að annarri niðurstöðu og nýlega úrskurðað að leiguland á þessu svæði skuli meta á um 4.000 kr./m2, sem er þó miklu lægra verð en braskararnir hafa getað þetta fengið fyrir þetta sama land. Bæjaryfirvöld töldu matið allt of hátt, það myndi sprengja upp lóð- arverð og gerði það að verkum að bærinn myndi eiga í erfiðleikum með að kaupa meira land til frek- ari uppbyggingar í bæjarfélaginu. Það má e.t.v. skilja slík sjónarmið, eigi maður að trúa því að bæjar- félaginu sé í alvöru umhugað um að fara vel með fjármuni bæj- arbúa og vilji geta boðið upp á ódýrt byggingarland í framtíðinni. Því freista bæjaryfirvöld í Kópa- vogi þess nú að fá úrskurði mats- nefndar hnekkt og vona þar með að þeir geti fengið landið af íbúum Vatnsenda fyrir lítinn eða engan pening. Á meðan beðið er eftir nýju mati er allt annað uppi á ten- ingnum þegar yfirtaka á eignir á Gustssvæðinu. Þar er ekki verið að gæta aðhalds í fjármálum bæj- arins, né þess að lóðarverð fari upp úr öllu valdi. Þar ætlar bær- inn að borga bröskurum 67.000 kr./m2 af landi eða um átjánfalt meira en eignarnámsnefndin mat land undir íbúðarhúsnæði á Vatns- enda. Eru 50 ára lóðarleigusamn- ingar undir hesthús svo miklu verðmætari heldur en 99 ára samningar undir íbúðarhúsnæði? Hefðu íbúar á Vatnsenda fengið sömu hröðu höfðinglegu fyrir- greiðsluna hjá bænum ef þeir gætu hneggjað eða væru alræmdir braskarar? Hvernig fer með frek- ari kaup á nýju landi ef á það hafa verið settar svo ótrúlegir verð- miðar? Hér hefur meirihlutinn í Kópavogi endurtekið leikinn ofan af Vatnsenda, með nýjum afbrigðum þó. Það er verið að leika sér með eigur bæjarbúa, verðmæt- um er komið í hend- ur braskara undir því yfirskini að það skapi virðisauka fyr- ir bæinn og vegna þess að braskar- arnir voru að kom- ast í þrot! Eykur það virðingu Kópa- vogsbæjar ef ráða- menn bæjarfélagsins leggjast í hjálparstarf við að aðstoða óprúttna aðila við að leika sér með eigur bæjarbúa, rústa starfsemi heilu hestamannafélaganna svo braskararnir geti grætt? Það er eitthvað stórkostlegt að forgangsröðun í þessu bæjarfélagi. Meirihlut- inn í Kópavogi hefur skipað hagsmunum braskara ofar en hags- munum hins almenna íbúa. Braskaraleikurinn virðist sífellt endurtaka sig í svæsnari myndum. Kópavogsbúar! Lítið eftir eignum ykkar, hugsið um hvað verið er að gera við fjármuni bæjarins – það ganga lausir ósvífnir braskarar, sem bæjaryfirvöld fóðra með peningum okkar Kópavogsbúa. Er geggjað að geta hneggjað í Kópavogi? Jóhann Björgvinsson fjallar um gamlar eignir og nýja tíma ’Meirihlutinn í Kópavogihefur skipað hagsmunum braskara ofar en hags- munum hins almenna íbúa.‘ Jóhann Björgvinsson Höfundur er verkfræðingur og býr í Vatnsendahverfi. Kristinn Pétursson: „Endur- vinna gagnagrunna ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Kosningar 2006 www.mbl.is/kosningar Magnús Helgi Björgvinsson: „Framganga Sjálfstæðismanna í Gustsmálinu.“ Edda Björgvinsdóttir: „Nötur- legur Hafnarfjarðarbrandari.“ Svanur Sigurbjörnsson: „Frjálslyndir besti kosturinn.“ Vilborg Halldórsdóttir: „Flug- móðurskip Björns Inga“ Toshiki Toma: „Spurning til allra frambjóðenda.“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Kópavogsbúar skuldsettir um 110 þúsund“ Gunnar G. Bjartmarsson: „Kosningaloforðin“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Sjálfstæðismenn lesa Mogg- ann“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.