Morgunblaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 41
Í TILEFNI af 70 ára afmæli Laugar-
nesskóla verður haldin þar afmælishátíð
í dag, laugardag, og fléttast hún saman
við vorhátíð hverfisins.
Hátíðin hefst kl. 11 þar sem vígður
verður nýr skólasöngur en til klukkan
13 verður dagskráin einkum miðuð við
Laugarnesskóla, sögu hans og starf-
semi. Eftir það færist leikurinn út á
skólalóð og mun Magnús Eiríksson
syngja lag sitt, „Góðan daginn, gamla
gráa skólahús“, og Þráinn Bertelsson
lesa eigin frásögn af skólalífinu, en báð-
ir eru þeir gamlir nemendur. Þróttarar
og starfsmenn ÍTR munu annast íþrótt-
ir á svæðinu og boðið er upp á hoppu-
kastala.
Prestar stjórna hópleikjum
Karatefélag Reykjavíkur verður með
sýningaratriði á lóðinni, lögreglan verð-
ur á svæðinu með hund og bíl til sýnis
og í íþróttahúsinu munu bílskúrs-
hljómsveitir hverfisins stíga á pall á
meðan prestar Laugarneskirkju stjórna
hópleikjum á skólalóðinni. Þá mun Þor-
valdur Halldórsson söngvari flytja gaml-
ar dægurperlur en eldri borgarar og
hreyfihamlaðir fá sérstök stúkusæti í
tjaldi.
Sýning Borgarskjalasafnsins er í sal
skólans og verður hún opin um helgina
kl. 11–16 og eru allir velkomnir.
Hópleikir og
bílskúrssveitir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 41
Tilefni þessara skrifa er að nú eruhafnar framkvæmdir við svonefntháskólatorg Háskóla Íslands. Eftir-greindar tillögur mínar gætu m.a.
veitt því aukið rými og jafnvel breytt skipu-
lagi þess og alls háskólahverfisins.
I.
Skortur á landrými mun innan fárra ára
hamla vexti og viðgangi Háskóla Íslands sem
þjóðskóla æðri menntunar og
þess eina sem stendur undir
nafninu Universitas. Á þessu
vakti ég athygli í smágrein í
Fréttablaði HÍ árið 1984, sem
var eins konar „innansveitar-
krónika“ háskólans, opið fyrir
skoðunum allra starfsmanna
hans. Greinin var tekin upp í rit-
ið „Úr húsnæðis- og bygging-
arsögu Háskóla Íslands“, sem
kom út árið 1991 í samantekt dr.
Páls Sigurðssonar, lagaprófess-
ors, þótt skrifuð væri í gam-
ansömum tón eins og þá tíðk-
aðist.
Flestir erlendir háskólar hafa
svonefndan „campus“ sem er
samfélag þeirra sem þar starfa
en jafnframt heimsóknar virði
fyrir gesti og gangandi. Þetta
sýnist mér átt við þegar hér á
landi er talað um „háskólaþorp“,
sem ég kýs fremur að kalla há-
skólabæ eða þjóðháskólabæ.
Af því yrði mikill menningar-
og vegsauki ef vel tækist að
skapa þjóðskólanum, Háskóla Ís-
lands, slíka umgjörð og hana
veglega. Því miður stendur
margt því fyrir þrifum en hér
ætla ég aðeins að nefna tvennt.
II.
Af óskiljanlegum ástæðum sáu
menn í skammsýni sinni ástæðu
til að byggja bændahöll, sem svo
var löngum nefnd, á besta stað
innan landamæra HÍ eins og þau
ættu að vera. Bændur eru að
sjálfsögðu alls góðs maklegir en
mér var og er fyrirmunað að sjá til hvers
risafé var varið til þessarar byggingar sem
ég trúi að bændur hafi fá færi til að notfæra
sér, nema þá á Bændaþingi sem ég held að
sé haldið einu sinni á ári. Hefði ekki verið
betra að féð hefði runnið í vasa sérhvers bú-
höldar, sem þá eins og nú berjast velflestir í
bökkum við að brauðfæða þjóðina? Þar að
auki er Radisson SAS, eins og byggingin
heitir nú og þar áður Hótel Saga, ljót. Engu
er líkara en arkitektinn hafi ekki farið á
staðinn og litið í kringum sig, hvað þá að
ómaka sig til að aka vestur Hringbrautina til
að sjá fyrir sér hvernig kumbaldinn „inn-
rammar“ einfalda og stílhreina aðalbyggingu
HÍ meistara Guðjóns Samúelssonar. Hef ég
oft óskað mér að geta ekið blindandi þessa
leið svo smekkleysan særi ekki það listskyn
sem mér er þó gefið.
Samt sem áður verður HÍ hreinlega að
eignast þetta hús til eðlilegs byggingavaxtar
samfellds háskólahverfis og vel má vera að
snjallir arkitektar geti breytt því úr „bak-
skugga“ aðalbyggingar HÍ í frambærilegan
arkitektúr sem rúmaðist innan þjóðskóla-
bæjar HÍ.
Til þess að menn átti sig betur á því við
hvað ég á, leyfi ég mér að birta hér hluta áð-
urnefndrar greinar minnar sem birtist í
Fréttablaði HÍ fyrir 22 árum undir fyr-
irsögninni: „Um Háskólabæ í Reykjavík.“
Hvorki þá né nú veit ég hvernig eignarhaldi
á umræddri byggingu er háttað og nefni
hana því hér á eftir til hagræðis Hótel Sögu,
enda er hún þekktust undir því nafni.
III.
„Sagan sýnir að hagkvæmt og eftirsókn-
arvert er talið að háskóli hafi umhverfi fyrir
sjálfan sig (campus) … Háskólinn er í stöð-
ugu húsnæðishraki og vantar olnbogarými
hið næsta sér og þar er Hótel Saga fyrir
honum. Á þessu vandamáli er sú einfalda
lausn að háskólinn eignist Hótel Sögu …
Með þessu gæti m.a. eftirfarandi unnist til
nokkurrar frambúðar:
að til yrði vísir að háskólabæ í höfuðborg
landsins, svo sem víða er með alvöruþjóðum;
að háskólinn hefði frjálsar hendur um eigin
uppbyggingu og skipulag; að vel yrði búið
að yfirstjórn skólans í aðalbyggingunni,
tákni háskólabæjarins; að til reiðu væru
nægilega stórir fyrirlestrarsalir fyrir síauk-
inn fjölda námsmanna; að bætt yrði úr hús-
næðisvandamálum stúdenta í og utan sam-
búðar; að allir kennarar hefðu sæmilega
vinnuaðstöðu; að háskólinn hefði yfir að
ráða sómasamlegu mötuneyti fyrir stúdenta
og kennara; að hægt væri að hýsa gesti á
hagkvæman hátt og halda boðlegar veislur;
að borgið yrði hug- og líkamsrækt stúdenta
og kennara; að háskólinn yrði
sjálfum sér nægri í menningar-
og veraldlegri þjónustu … „Þá
mundi einnig opnast möguleiki
til að starfrækja á einum stað:
Háskólahappdrættið; há-
skólasparisjóð, sem tæki yfir
launareikninga allra kennara og
stúdenta, þ.á m. lánasjóð og líf-
eyri; háskólaferðaskrifstofu,
sem m.a. annaðist ferðalög
kennara og stúdenta, innlendra
og erlendra, til landsins og frá
því; „háskólamensu“, sem seldi
stúdentum og kennurum og
gestum þeirra ódýran mat; há-
skólasánu, þar sem einnig væri
snyrtistofa, nuddstofa, sjúkra-
þjálfun o.s.frv.; háskólaleikhús í
tengslum við veitingasölu (rest-
aurant-theater); háskólahótel,
sem rekið yrði á sumrin, eins
og t.d. Gamli Garður.
Stúdentar, einkum á lokastig-
um náms, hefðu forgang til
launaðrar vinnu við reksturinn,
hver á sínu sviði, og fengju
þannig jafnframt praktíska
reynslu (viðskiptafræðinemar,
lögfræðinemar, sjúkraþjálfarar,
matvælafræðinemar, bókasafns-
fræðinemar o.s.frv.) Kostir
þessarar lausnar eru augljósir.
Helstu veraldlegu vandamál há-
skólans yrðu leyst á einu bretti.
Þar sem eins víst er að ein-
hverjum dytti í hug að spyrja
hvernig ætti að fara að þessu
sakar ekki að geta þess að í því
efni er ekki um vandamál að
ræða að öðru leyti en því að
velja á milli tveggja kosta: Að þiggja Hótel
Sögu að gjöf frá bændasamtökunum til há-
skólans til minningar um bændamenninguna
og/eða sem arftaka hennar. Að fallast á að
ríkið kaupi Hótel Sögu handa háskólanum
gegn loforði hans um að fyrirgefa ráða-
mönnum í eitt skipti fyrir öll þá mismunun
að hafa byggt yfir alla ríkisskóla landsins,
aðra en æðstu menntastofnunina.
Annars er bara að taka erlent lán með
ríkisábyrgð og veði í öllu heila klabbinu og
láta svo guð og lukkuna ráða, eins og rík-
isstjórnir gera.“
IV.
Hitt atriðið sem ég ætla að gera stuttlega
að umtalsefni varðar Suðurgötuna sem
„sker í sundur“ háskólasvæðið núna og
stendur í vegi fyrir sómasamlegum Þjóð-
skólabæ, ef af yrði, sem væntingar svo sann-
arlega standa til. Vestan götunnar eru að
mestu byggingar fyrir raunvísindagreinar
en austan hennar fyrir hug- og félagsvísindi,
auk aðalbyggingar, sem nú þjónar fyrst og
fremst stjórnsýslu háskólans.
Til þess að unnt verði að frambærilegur
Þjóðskólabær rísi er Suðurgatan þrándur í
götu af augljósum ástæðum. Til þess að
mynda samfellda og heilsteypta umgjörð
Þjóðskólabæjar þarf að losna við þessa götu
af yfirborði jarðar. Einfaldasta og ódýrasta
lausnin væri að setja hana í göng sem næðu
frá hringtorginu við Hringbraut og suður að
Hjarðarhaga. Þetta er ekki langur spotti.
Svo þyrfti að búa um loft ganganna að unnt
væri að reisa byggingar yfir þeim ef svo
vildi verkast. Þar mætti og koma fyrir bíla-
stæðum neðanjarðar.
Háskóla Íslands mætti nefna þjóðveg æðri
menntunar, rannsókna og menningar á Ís-
landi. Með yfirfærðri merkingu ætti því að
mega afla fjár til gangasmíðinnar eins og
um hvern annan þjóðveg væri að ræða.
Göngin yrðu svo kennd við þann samgöngu-
ráðherra sem útvegaði féð, honum til ævar-
andi vegsauka!
Háskóli Íslands eignist
Hótel Sögu og hluti Suð-
urgötu verði settur í göng
Eftir Björn Þ. Guðmundsson
Björn Þ.
Guðmundsson
’Háskóla Ís-lands mætti
nefna þjóðveg
æðri menntunar,
rannsókna og
menningar á Ís-
landi. Með yfir-
færðri merkingu
ætti því að mega
afla fjár til
gangasmíðinnar
eins og um hvern
annan þjóðveg
væri að ræða.‘
Höfundur er prófessor emeritus í lögvísindum.
þátt í leik, söng og dansi er ómetanlegt nesti
inn í lífið.“
Ingólfur Guðbrandsson kom morgunsöngn-
um á árið 1951 og stjórnaði honum fyrstu árin.
Hugmyndin kom fram á fundi sem bar yfir-
skriftina „agi og venjur“ en tillagan var af-
rakstur nefndar sem hafði verið komið á en
nefndin lagði áherslu á að gengið yrði eftir því
að allir nemendur kæmu fram af fyllstu virð-
ingu og háttsemi. Allt fram til 1970 var morg-
unsöngurinn prentaður inn í stundaskrár.
Annar siður sem var aflagður fyrir nokkrum
árum var að nemendur urðu allir að skipa sér í
raðir áður en þeim var hleypt inn í skólann á
morgnana.
Tuttugu lítrar af lýsi í nemendur á dag
Árið 1935 tók til starfa heimavist við Laugar-
nesskóla og var hún ætluð veikluðum börnum á
skólaaldri til hressingardvalar. Fengu þau þá
að vera á vistinni þar sem þau fengu nægan
mat og góðan aðbúnað en skólalæknir og hjúkr-
unarkona úrskurðuðu um hvaða börn yrðu fyrir
valinu en gert var ráð fyrir að þau kæmu úr öll-
um barnaskólum borgarinnar.
Flest voru börnin 25 á vistinni en um og eftir
miðja 20. öld fór heilsufar almennt batnandi
samfara auknum lífsgæðum og þá fækkaði um-
sóknum. Vistinni var svo lokað 1962 þar sem
svo fáar tillögur komu frá skólalæknum um
börn sem þyrftu í vistun.
Lýsis- og mjólkurgjafir tíðkuðust í skólanum
og má gera ráð fyrir að um 20 lítrar af lýsi hafi
runnið ofan í nemendur á hverjum degi.
Hverfi skólans var geysistórt, náði frá Höfða-
túni að vestan allt að Korpúlfsstöðum. Árið
1944 var keyptur 24 sæta skólabíll sem keyrði
þá sem komu lengst að. Skólinn var oft á tíðum
gríðarlega fjölsetinn, til dæmis voru nemendur
1.797 talsins veturinn 1954–1955. Nú þjóna
tæplega þrjátíu grunnskólar þessu sama svæði.
Skólinn var á tímabili þrísetinn og allt fram
til ársins 1973 var kennt alla virka daga og
laugardaga líka, og þá jafn lengi og hina dag-
ana.
Biðu fjóra tíma eftir
að komast í rólurnar
Í fyrstu voru engin leiktæki við skólann en um
miðja 20. öld voru settar upp rólur og nokkru
síðar vegasölt. Mikil eftirvænting var hjá
krökkunum þegar leiktækin fengust, að sögn
Svanhildar, sem ræddi við fyrrverandi nem-
endur þegar hún vann að rannsóknum fyrir
sýninguna. „Gamlir nemendur minntust þess að
hafa beðið allt að fjóra, fimm tíma eftir að fá að
komast í rólurnar og vegasöltin, tækin voru
gríðarlega spennandi,“ segir hún að lokum.
staverk“
akt. Á afmælissýningu Borgarskjalasafnsins um sögu skólans sem
mendur, börn biðu í fjögurra tíma röð eftir að fá að róla þegar
nú duga varla fyrir eina sex manna fjölskyldu.
fyrst rólur, svo vegasölt, en fram að því höfðu
ríkti og þurfti að bíða lengi eftir að fá að prófa.
Morgunblaðið/Kristinn
verið gert frá árinu 1951. Hér stjórnar Guð-
… Lýsið hefur verið gefið þannig að það er
borið inn í stofuna í könnu. Kennarinn heldur
á könnunni í hægri hendi en þurrku í vinstri
hendi. Börnin standa í einfaldri röð og færa
sig til kennarans eitt og eitt og halda gapandi
höfðinu afturábak. Kennarinn heldur könn-
unni yfir munni barnsins og lætur lýsið drjúpa
í munn þess, en þerrar barninu síðan um
munninn ef þörf er …
Úr bréfi Jóns Sigurðssonar skólastjóra frá
1944 sem var svar við fyrirspurn Bjarna Bene-
diktssonar borgarstjóra um lýsisgjafir í Laug-
arnesskóla.
Lýsinu
hellt í börnin