Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl.
11. Sr. Karl V. Matthíasson þjónar fyrir
altari. Organisti Kári Þormar. Félagar úr
kór Áskirkju syngja. Aðalsafnaðarfundur
að guðsþjónustu lokinni.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14.00. Organisti: Guðmundur Sigurðs-
son. Að lokinni guðsþjónustu verður
messukaffi Vestfirðingafélagsins. Allir
velkomnir. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Marteinn
Friðriksson leikur á orgel og Dómkórinn
syngur. Tónleikar barna- og unglingakórs
Dómkirkjunnar kl. 17.00. Stjórnandi er
Kristín Valsdóttir. Æðruleysismessa kl.
20.00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sr.
Karl V. Matthíasson og sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir annast þessa síðustu æðru-
leysismessu vetrarins. Bræðrabandið sér
um tónlistina að venju.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syng-
ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sam-
skot í Líknarsjóð. Molasopi eftir messu.
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM-
ILI: Guðsþjónusta kl. 14.00.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Sr. Birgir Ásgeirsson predikar og þjónar
fyrir altari, ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Fé-
lagar úr Mótettukórnum syngja undir
stjórn organistans, Harðar Áskelssonar. Í
upphafi messu mun Hörður, sem er
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, kynna nýj-
an sálm og helgisöngva frá Suður-Afríku,
Zimbabve og Palestínu, sem sungnir
verða. Sögustund fyrir börnin er í umsjá
Katrínar Guðlaugsdóttur.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Umsjón með barna-
guðsþjónustu: Erla Guðrún Arnmund-
ardóttir, Þóra Marteinsdóttir og Annika
Neumann. Organisti Douglas A. Brotchie.
Léttar veitingar eftir messu. Sr. Tómas
Sveinsson.
LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS:
Guðsþjónusta kl. 14 á Landspítala
Landakoti. Organisti Birgir Ás Guðmunds-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa kl. 11. Hinn almenni
bænadagur. Séra Bára Friðriksdóttir pre-
dikar og þjónar ásamt sóknarpresti. Org-
anisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar
úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Kaffi-
sopi.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og barna-
samvera kl. 20.00. Nú verða kvöldmess-
ur ásamt barnastarfi alla sunnudaga kl.
20:00 út júnímánuð. Við messu dagsins
syngur kór Laugarneskirkju að vanda
undir stjórn Gunnars Gunnarssonar org-
anista. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sig-
urbirni Þorkelssyni meðhjálpara og
fulltrúum lesararhóps. Hildur Eir Bolla-
dóttir hefur umsjón með barnasamver-
unni. Að messu lokinni býður Gunnhildur
Einarsdóttur upp á messukaffi í safn-
aðarheimilinu.
NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.
Barnakór Neskirkju syngur við upphaf
messu. Félagar úr Kór Neskirkju leiða
safnaðarsöng. Stjórnandi og organisti
Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður
Árni Þórðarson pédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Eftir messu er boðið upp á kaffi á
Torginu. Börnin byrja í messunni en síð-
an verður vorferð barnastarfsins. Haldið
verður að Sólheimum í Grímsnesi. Skoð-
unarferð og grill. Áætluð heimkoma um
16.30.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Valgeir Guðjónsson tónlistar-
maður mun flytja nokkur lög. Tilkynnt
verða úrslit í ritgerðasamkeppni sem
staðið var fyrir í tengslum við listahátíð
Seltjarnarneskirkju. Um 50 unglingar úr
8.bekk Valhúsaskóla skiluðu inn sögu
eða ljóði sem hafði yfirskriftina „Kærleik-
urinn fellur aldrei úr gildi“. Nýfermdir ung-
lingar munu aðstoða við helgihaldið.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir
sálma messunnar sem verða á léttum
nótum. Organisti Pavel Manasek. Sr.
Arna Grétarsdóttir. Verið hjartanlega vel-
komin.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kl. 12 á sunnu-
dag leggjum við af stað frá Fríkirkjunni
með hópbifreið í árlega safnaðarferð. Við
munum aka austur í Þorlákshöfn en það-
an til Strandarkirkju, þar sem við munum
hafa guðsþjónustu. Nýfermd börn lesa
ritningarlestra, en Anna Sigga, Carl Möll-
er og félagar úr Fríkirkjukórnum leiða al-
mennan safnaðarsöng. Prestar Fríkirkj-
unnar, Hjörtur Magni og Ása Björk, sem
jafnframt prédikar, munu leiða helgihald-
ið. Baldur Kristjánsson, prestur Strand-
arkirkju, mun segja okkur sögu kirkj-
unnar. Messukaffi að lokinni stundinni.
Útileikir ef veður leyfir. Áætlað er að
koma til baka eigi síðar en kl. 18.
ÁRBÆJARKIRKJA: Tónlistarguðsþjónusta
- Daði Kolbeinsson leikur á óbó. Kirkju-
kórinn leiðir almennan safnðarsöng undir
stjórn organistans Krizstinar Kalló
Skzlenár. Sr. Þór Hauksson prédikar og
þjónar fyrir altari.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Sveinbjörn Bjarnason messar. Organisti
Keith Reed.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur
sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjart-
an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B
hópur. Súpa í safnaðarsal eftir messu
(www.digraneskirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
verður klukkan 11. Prestur séra Guð-
mundur Karl Ágústsson. Kór Fella- og
Hólakirkju leiðir safnaðarsöng undir
stjórn Lenku Mateovu kantors kirkjunnar.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Organisti: Hörður Braga-
son. Siglfirðingamessa kl. 13.30.
„Siglufjarðarprestarnir“ séra Vigfús Þór
Árnason og séra Birgir Ásgeirsson þjóna
fyrir altari, séra Bragi Ingibergsson pré-
dikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Ein-
söngur: Þorvaldur Halldórsson. Kaffi-
samsæti Siglfirðingafélagsins eftir
messu.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris
Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj-
unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org-
anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minn-
um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag
kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is).
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir alt-
ari. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og
leiða safnaðarsöng, organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Boðið verður upp á
hressingu eftir guðsþjónustu. Bæna- og
kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10.
LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskyldumorg-
un kl 11 í safnaðarheimili Lindasóknar,
Uppsölum 3. Fjölskyldudagskrá með úti-
leikjum ef veður leyfir.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta er kl. 11.
Athugið breyttan tíma. Sr. Valgeir Ást-
ráðsson prédikar. Kirkjukórinn og barna-
kórinn syngja í guðsþjónustunni. Félagar
úr kirkjukór Þorlákshafnar eru gestir í
guðsþjónustunni. Organisti er Jón Bjarna-
son. Guðsþjónustunni er útvarpað. Guðs-
þjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Kvöldguðsþjónusta
er kl. 20. Þorvaldur Halldórsson og Jón
Bjarnason stjórna tónlistinni. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Altarisganga. Sjá
nánar um kirkjustarf á www.seljakirkja.is.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Síðasta
morgunguðsþjónusta þessa vors kl. 11.
Fred Thoni prédikar og biður Íslensku
Kristskirkjuna velkomna í samtökin Alli-
ance of Renewal Churches. Sunnudaga-
skóli fyrir 2–6 ára börn og krakkakirkja
fyrir 7–13 ára. samkoma kl. 20 með mik-
illi lofgjörð og fyrirbænum. Dan Siemens
og Fred Thoni prédika.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11.00.
Bænastund alla miðvikudaga kl. 20.00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út-
varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel-
komnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur:
Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20.
Umsjón Miriam Óskarsdóttir.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a:
Samkoma sunnudag kl. 20. Bryndís
Svavarsdóttir talar. Lofgjörð og fyr-
irbænir. Kaffi og samfélag eftir sam-
komu. Barnastarfið er komið í sumarfrí
og við vekjum athygli á breyttum sam-
komutíma í sumar. Nú eru samkomurnar
kl. 20 á sunnudagskvöldum. Allir vel-
komnir.
FÍLADELFÍA: 70 ára afmælishátíð Hvíta-
sunnukirkjunnar Fíladelfíu. Laugardagur
20. maí: Fjölskyldukarnival kl. 13–17.
Lífleg dagskrá fyrir alla fjölskyldumeðlimi,
hoppukastali, körfubolti lifandi tónlist
inni og úti, sögusýning og margt fleira
skemmtilegt. Daginn endum við svo með
söngvastund þar sem við rifjum upp
gömlu góðu lögin. Sunnudagur 21. maí:
Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðum. Rich-
ard Dunn, fulltrúi Assemblies of God fyrir
N-Evrópu. Kl. 13 Grillveisla. Afmæl-
issamkoma. kl. 16.30. Ræðum. Egil
Svartdal forstöðumaður Fíladelfíu í Ósló.
Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldurs-
skipt barnakirkja meðan á samkomu
stendur fyrir börn 1–12 ára. Hægt er að
hlusta á beina útsendingu á Lindinni fm
102,9 eða horfa á www.gospel.is - Sálm
122:1: Ég varð glaður, er menn sögðu
við mig: Göngum í hús Drottins.
KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30
á föstudögum.
KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga
heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða-
bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdeg-
is á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl.
18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00.
Fimmtudaginn 24. mái: Uppstigningar-
dagur, stórhátíð. Biskupsmessa kl.
10.30. Engin kvöldmessa kl. 18.00 og
ekki heldur tilbeiðslustund. Maímánuður
er allt frá fornu fari settur sérstaklega
undir vernd heilagrar Maríu meyjar og til-
einkaður henni. Haldin er bænastund við
Maríualtarið á hverjum mánudegi og mið-
vikudegi að kvöldmessu lokinni og tekur
ekki meira en korter. Reykjavík, Mar-
íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga:
Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á
ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl.
18.30. Tilbeiðslustund á mánudögum frá
kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi:
Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðviku-
daga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jós-
efskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30.
Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Til-
beiðslustund á hverjum degi kl. 17.15.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00.
Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykk-
ishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga:
Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl.
10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl.
11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl.
18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl.
16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl.
19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Pét-
urskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laug-
ardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga:
Messa kl. 11.00. Tilbeiðslustund á hverj-
um föstudegi kl. 17.00 og messa kl.
18.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Messa kl. 11 með altarisgöngu og góð-
um sálmasöng. Aldrei að vita nema kon-
ur úr kvennakórnum Seljurnar úr Selja-
hverfi mæti og syngi eitt eða tvö lög.
Kaffisopi eftir messu í safnaðarheim-
ilinu. Sr. Kristján Björnsson.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Kór Lágafellskirkju
syngur. Organisti Guðmundur Ómar Ósk-
arsson. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir.
Prestarnir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Kristín Þórunn Tóm-
asdóttir héraðsprestur. Organisti Antonía
Hevesi. Kór Hafnarfjarðarkirkju. Strand-
berg opið eftir guðsþjónustuna.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta kl. 11. Ath. breyttan messu-
tíma. Kór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Úlriks Ólasonar.
VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11. Bæna-
dagurinn. Kór Vídalínskirkju syngur. Org-
anisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J.
Hjartar og Nanna Guðrún Zoëga, djákni,
þjóna. Sérstakt bænarefni: Sveitarstjórn-
armál og frambjóðendur. Hressing í safn-
aðarheimilinu eftir messu. Allir velkomn-
ir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt
Bjarti Loga Guðnasyni organista og Álft-
aneskórnum. Sigríður Mjöll Björnsdóttir
leikur á víólu. Allir velkomnir.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Tón-
listarguðsþjónusta sunnudag kl. 20. Kór
kirkjunnar flytur fjölbreytt tónverk undir
stjórn Natalíu Chow Hewlett. Sókn-
arprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Prestur sr. Skúli S.
Ólafsson, organisti Hákon Leifsson. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Framtíðin er
prestinum ofarlega í huga eins og flest-
um öðrum bæjarbúum nú þetta vorið.
Fjallað verður um leitina að hamingjunni
og þær fyrirætlanir sem leiða til heilla í
lífinu.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu-
dag kl.11. Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
kveður söfnuðinn. Organisti: Steinar Guð-
mundsson. Kór Útskálakirkju leiðir söng-
inn. Helgistund á Garðvangi kl. 15.30.
Allir velkomnir.
HVALSNESSÓKN: Guðsþjónusta verður í
Hvalsneskirkju sunnudag kl.14. Sr. Lilja
Kristín Þorsteinsdóttir kveður söfnuðinn.
Organisti Steinar Guðmundsson. Kór
Hvalsneskirkju leiðir sönginn. Allir vel-
komnir.
BORGARNESKIRKJA: Messa kl 14.
Fulltrúar framboðslista vegna sveit-
arstjórnarkosninga lesa ritningarlestra.
Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl
15.30. Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Guðmundur Guðmundsson. Fé-
lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Org-
anisti Björn Steinar Sólbergsson.
GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Félagar úr
Kór Glerárkirkju syngja. Organisti er Hjört-
ur Steinbergsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Fjöl-
skyldusamkoma kl. 11. Síðasti fundur
barnanna fyrir sumarið. Farið verður á
Hólavatn kl. 13. Engin samkoma kl. 17.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa sunnudag
kl. 14. Aðalsafnaðarfundur að messu
lokinni. 21. maí, mánudag, kyrrðarstund
kl. 18. Sóknarprestur og sóknarnefnd.
STÓRA-NÚPSKIRKJA: Ferming sunnudag
kl. 11. Fermdur verður Héðinn Hauks-
son, Stóru-Mástungu. Sóknarprestur.
ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Sókn-
arprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 11. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur
hádegisverður framreiddur í safn-
aðarheimilinu að loknu embætti. For-
eldramorgnar miðvikudag. Opið hús,
hressing og spjall. Sr. Gunnar Björnsson.
GAULVERJABÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14.
KOTSTRANDARKIRKJA: Ferming-
armessa kl. 13.30. Fermdir verða: Oddur
Ólafsson, Hvoli og Arnar Bjarki Sigurðs-
son, Sunnuhvoli.
Hjúkrunarheimilið Ás: Guðsþjónusta kl.
15.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14 á hin-
um almenna bænadegi. Ungir blás-
aranemar frá Tónlistarskóla Garðabæjar
leika í messunni og úti fyrir kirkjunni að
messu lokinni. Stjórnandi og organisti er
Guðmundur Vilhjálmsson. Sóknarprestur.
Guðspjall dagsins:
Biðjið í Jesú nafni.
Bænadagur.
(Jóh. 16).
Morgunblaðið/Ómar
Súðavíkurkirkja
VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN
Margrét K. Sverrisdóttir,
framkvæmdastjóri og
varaborgarfulltrúi
2 sæti
„ Verndum
götumynd
Laugavegarins.“