Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 55
MINNINGAR
✝ BjörnfríðurÓlafía Magnús-
dóttir fæddist í
Stóra-Galtardal á
Fellsströnd í Dala-
sýslu 14. desember
1926. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 11.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Sig-
urðardóttir frá
Harrastöðum á Fell-
strönd í Dalasýslu,
f. 25.6. 1895, d. 26.1.
1973 og Magnús Einarsson frá
Hnúki í Klofningshreppi í Dala-
sýslu, f. 11.10. 1888, d. 14.8. 1971.
Eldri bróðir Björnfríðar var Gest-
ur Magnús Zophanías f. 20.12.
1922, d. 23.11. 1972. Yngri bróð-
irinn er Gunnlaugur Guðmundur
f. 3.9. 1933.
Björnfríður giftist 25.12. 1946
Sigurði Friðfinnssyni frá Kjarans-
stöðum, f. 26.3. 1916, d. 19.2. 2002.
Foreldrar hans voru Guðrún Jó-
hanna Jónsdóttir og Friðfinnur
Þórðarson. Börn Björnfríðar og
Sigurðar eru: 1) Þórður Jakob, f.
21.6. 1946, fyrrverandi maki Ólína
Sigríður Jónsdóttir. Þau eiga
þrjár dætur; 2) Líni Hannes, f.
Sunna Mjöll, f. 9.9. 1960, maki Sóf-
us Oddur Guðmundsson, d. 1.2.
2002. Þau eiga þrjú börn; 13) Ósk-
ar Jóhann, f. 7.6. 1962, maki Guð-
björg Leifsdóttir. Þau eiga þrjár
dætur; 14) Ómar Dýri, f. 8.7. 1963,
maki Guðrún Íris Hreinsdóttir.
Þau eiga fjögur börn; 15) Smári, f.
10.11. 1964, maki Alda Ólfjörð
Jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn; 16)
Þrúður Sjöfn, f. 22.2. 1967, maki
José Luis Garcia. Þau eiga þrjú
börn; 17) Sigurborg Guðrún, f.
9.8. 1969, maki Axel Jespersen.
Þau eiga þrjú börn. Barnabörn
Björnfríðar og Sigurðar eru 49 og
barnabarnabörn 38.
Foreldrar Björnfríðar fluttust
til Dýrafjarðar þegar hún var á
öðru ári. Fyrsta árið bjuggu þau í
Hvammi, en ári síðar fluttu þau að
Ketilseyri og hófu þar búskap.
Björnfríður var tvo vetur í far-
skólum í Hvammi og á Brekku.
Síðar var hún tvo vetur í Barna-
skólanum á Þingeyri. Hún bjó með
foreldrum sínum og bræðrum á
Ketilseyri til 1943. Þá flutti fjöl-
skyldan til Þingeyrar. Árið 1945
flutti hún með unnusta sínum og
síðar eiginmanni Sigurði Frið-
finnssyni aftur til Ketilseyrar og
þar bjuggu þau til æviloka. Þau
stunduðu hefðbundinn búskap
meðan heilsan leyfði. Frá ung-
lingsaldri söng Björnfríður í
kirkjukór Þingeyrar. Hún starfaði
einnig í Kvenfélaginu Von í ára-
tugi og var gerð að heiðursfélaga
árið 1997.
Útför Björnfríðar verður gerð
frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
29.6. 1947, maki
Gunnhildur Björk
Elíasdóttir. Þau
eignust fimm börn,
en sonur þeirra
Hreiðar Snær lést
4.1. 2002; 3) Guð-
finna Sigríður, f.
15.5. 1949, maki
Samúel Jón Guð-
mundsson. Þau eiga
fjögur börn; 4) Gunn-
ar Gísli, f. 14.5. 1950;
5) Friðfinnur Sigurð-
ur, f. 20.5. 1951,
maki Sigríður Helga-
dóttir. Þau eiga þrjú börn; 6) Sig-
urbjörn Ingi, f. 29.7. 1952, maki
Marta Bjarnadóttir. Sigurbjörn á
þrjú börn með fyrri eiginkonu
sinni, Maríu Brink; 7) Magnús, f.
23.9. 1953, maki Sigríður Þórdís
Ástvaldsdóttir. Þau eiga fjögur
börn; 8) Rafn, f. 25.9. 1957. Fyrr-
verandi maki Soffía Steinunn
Jónsdóttir. Hann á eina fóstur-
dóttur; 9) Guðný Erla, f. 15.9.
1956, maki Jón Steinar Guð-
mundsson. Þau eiga tvö börn; 10)
Jón Reynir, f. 10.9. 1957, maki
Ingibjörg Ósk Vignisdóttir. Þau
eiga tvær dætur; 11) Helga Björk,
f. 7.4. 1959, maki Þórir Jens Ást-
valdsson. Þau eiga þrjú börn; 12)
Við einn alfegursta fjörð lands-
ins, Dýrafjörð, stendur Þingeyri.
Mín helsta gæfa í lífinu var að
flytja þangað fyrir tæpum tuttugu
árum. Þar hef ég kynnst mörgu
góðu fólki og tengst því vináttu-
böndum. Innarlega í firðinum
stendur bærinn Ketilseyri. Á þeim
bæ ól Björnfríður Ólafía, tengda-
móðir mín, nær allan sinn aldur.
Hún Fríða, eins og hún var alltaf
kölluð, var ekki aðeins tengdamóð-
ir mín heldur líka kær vinkona. Öll
þau ár sem ég þekkti hana féll
aldrei styggðaryrði okkar á milli.
Æðruleysi og dugnaður voru henn-
ar aðalsmerki en hún var að auki
mörgum öðrum kostum búin.
Minningarnar um Fríðu eru
margar og sú fyrsta er mér mjög
kær. Ég stóð fyrir utan Kaup-
félagið á Þingeyri þegar hjónin á
Ketilseyri stigu útúr bíl við gang-
stéttina. Hann eldri maður með
silfurgrátt hár og skegg, hún
dökkhærð með hárið greitt aftur í
hnút. Það var fallegur svipur yfir
þeim og rólegt yfirbragð – þau
voru í kaupstaðarferð. Þegar þau
komu nær heilsuðum við hvert
öðru. Við Fríða horfðumst í augu
og brostum hvor til annarrar. Síð-
ar sagði hún mér að þá hafi hún
vitað að ég ætti eftir að verða
tengdadóttir hennar. Hún Fríða
vissi ýmislegt sem var öðru fólki
hulið.
Fríða var listræn kona. Það lék
allt í höndunum á henni; hún gat
bróderað, prjónað, heklað og
saumað. Þessi hæfileiki til hann-
yrða nýttist henni vel því hún bjó
til nær allar flíkur á börnin sín
sautján. Hún fór aldrei eftir for-
skrift en horfði á myndir og prjón-
aði og saumaði af fingrum fram. Á
unga aldri voru sönghæfileikar
hennar uppgötvaðir. Þegar hún
var á þriðja ári stóð hún uppi á
borði heima á Ketilseyri og söng
fyrir sýslumanninn og lækninn.
Hún uppskar túkall. Fríðu var
skemmt þegar hún minntist þessa
og undraðist hversu ófeimin hún
hefði verið sem barn. Þessi sami
læknir vildi styrkja hana til söng-
náms en hún vildi ekki fara.
Kannski var það hlédrægnin eða
ástin sem var á næsta leiti. Hver
veit? En hún hætti aldrei að
syngja. Þegar hún mjólkaði kýr,
strokkaði smjör, úrbeinaði kjöt-
skrokka, saumaði vambir og þvoði
þvotta söng hún. Börnin hennar
segja að söngurinn hafi verið
hennar sáluhjálp og léttir frá
amstri hversdagsins.
Þótt Fríða hafi haft í nógu að
snúast með sautján börn gaf hún
sér tíma til að syngja með kirkju-
kórnum meðan hún hafði heilsu til.
Hún minntist þess með gleði þegar
hún söng með kirkjukórnum á lýð-
veldishátíðinni á Hrafnseyri en þá
þurfti hún að sofa í fjárhúsinu.
Fríða starfaði líka í kvenfélaginu.
Það var umtalað að hún væri aldr-
ei svo upptekin að hún gæfi sér
ekki tíma til að baka köku fyrir
fundina. Hún kunni að forgangs-
raða verkefnum.
Sumarið 1992 bjuggum við Ósk-
ar ásamt dætrum okkar hjá Fríðu,
Sigurði og Gunnari, syni þeirra, á
Ketilseyri. Elsta dóttir okkar hafði
verið alvarlega veik og við því bú-
sett í Reykjavík. Það var kærkom-
ið að komast í „Ketilseyrarróleg-
heitin“ úr ys og þys stórborg-
arinnar. Þá kynntist ég fyrst
athafnasemi tengdaforeldra
minna. Sigurður hugaði að trján-
um, tíndi fræ og sló gras en Fríða
gætti þess að heimilisfólk hefði
nóg að bíta og brenna. Svo mikið
er víst að yfir Ketilseyri var aldrei
nein hungurvofa. Fríðu féll aldrei
verk úr hendi. Hvenær sem gesti
bar að garði töfraði hún fram eitt-
hvert góðgæti. Þó hún væri orðin
þreytt og lasburða var hún síbak-
andi og hún átti það til að steikja
um hundrað fiskbollur til að eiga
til góða í frystinum. Hún hamaðist
líka við að steikja og sjóða niður
kjöt. Framleiðslustjóra í matvæla-
verksmiðju hefði verið fengur í að
fá Fríðu sér til liðsauka.
Í góðra vina hópi lék Fríða á als
oddi. Hún hafði einstakt skopskyn
og kunna að segja sögur og fara
með ljóð. Öll hennar breytni sýndi
að hún var menntuð kona; sjálf-
menntuð í skóla lífsins. Hún hafði
áhuga á öllu sem varðaði þjóðmál
og menningu landsins og hlustaði
mikið á Rás eitt. Eftir að börnin
voru flest farin að heiman gafst
henni tími til lestrar. Hún hafði
gaman að ævisögum, rómantískum
skáldsögum og ljóðum.
Fríða fæddi öll börnin nema eitt
á Ketilseyri. Sigurður tók á móti
þeim flestum, sagði það ekkert til-
tökumál þegar allt gengi eðlilega
fyrir sig. Þau hjónin voru einstak-
lega samrýnd og þegar Sigurður
lést myndaðist tóm í lífi hennar.
En hún átti góða að og ber helst
að nefna soninn Gunnar Gísla.
Hann var, að öðrum ólöstuðum,
hennar stoð og stytta. Fyrir hans
tilstuðlan gat hún notið þess að
vera heima á Ketilseyri síðustu
æviárin. Verður honum seint full-
þakkað fyrir þá umhyggju og fórn-
fýsi sem hann sýndi henni til ævi-
loka. Fríða bar ekki tilfinningar
sínar á torg og kvartaði aldrei.
Sjúkrahúslega átti illa við hana og
hún gat vart hugsað sér að verða
samfélaginu byrði inni á stofnun.
Það verður því að teljast mikil
blessun að hún þurfti ekki að
liggja þunga banalegu.
Mér þótti undurvænt um Fríðu
mína. Ég sagði oft við hana að hún
hefði aðeins einn galla; hún væri
svo góð að ég gæti ekki sagt neina
andstyggilega tengdamömmu-
brandara um hana. Hún hló jafnan
góðlátlega en ég held að henni hafi
þótt vænt um að heyra þessi orð
mín.
Ég kveð Fríðu með söknuði og
þakklæti fyrir vináttuna. Blessuð
sé minning hennar.
Guðbjörg Leifsdóttir.
Elsku Fríða mín, nú er komið að
kveðjustund, á þessari stund
fljúga svo ótal margar hugsanir í
gegnum hugann. Fyrst og fremst
er ég þó þakklát fyrir allar stund-
irnar sem ég fékk að eiga með þér.
Þegar við Konni komum inn í
fjölskylduna fyrir níu árum var
okkur strax tekið opnum örmum.
Og þú og Siggi tókuð honum
Konna mínum strax eins og hann
væri eitt af barnabörnunum ykkar.
Hann sótti í að fara með Sigga afa
út í garð og svo fannst honum svo
gott að fara inn til þín að fá mjólk
og kleinu eða hundaþúfuköku. Eða
þegar hann fann pönnukökulyktina
út á hlað þá þurfti hann oft endi-
lega að kíkja aðeins til þín.
Svo þegar fjölgaði hjá okkur
Ómari og Dýrleif fæddist og síðan
Keli, þá sóttu þau líka í að heim-
sækja „ömmu hinumegin“ eins og
þau kölluðu þig alltaf, af því að þú
varst hinumegin við hlaðið. Alltaf
voru þau velkomin hjá þér, þó að á
köflum hafi nú örugglega verið full
mikil ærsl og læti í þeim. Sama
sagan var svo með Auðbjörgu,
þetta litla stýri var orðin svo vön
því að ég og hún færum til þín á
morgnana að skipta á fótasárinu
að hún sagði alltaf „fara ömmu“
þegar hún vaknaði. Og ef hún er
spurð „Hvernig gerir amma’“ þá
krossleggur hún handleggina á
brjóstunum eins og þú gerðir.
Já við höfum átt margar góðar
stundir saman og oftast hefur ver-
ið stutt í glettnina og brosið. Það
er skrítin tilhugsun að þú sért ekki
lengur hjá okkur, en ég veit að þú
ert hvíldinni fegin og því kveð ég
þig með ljúfsáran söknuð í hjarta.
Hvíldu í friði, kæra vina.
Þín tengdadóttir
Guðrún Íris.
Þegar Fríða á Ketilseyri er
kvödd koma upp í hugann minn-
ingar frá vetrinum 1961. Ég hafði
fengið það hlutverk unglingurinn
að vera farkennari í Þingeyrar-
skólahverfi; skyldi kenna tvær vik-
ur í senn á hvorum stað: í Hauka-
dal og á Ketilseyri. Ketilseyrar-
hjónin Fríða og Sigurður voru þá
þegar orðin svo rík að þau áttu
börn í þann helming skólans sem
var á Ketilseyri. Þau tóku mig inn
á heimili sitt, og sköpuðu mér hina
ágætustu aðstöðu til starfa og
dvalar. Krakkaskarinn var stór og
fjörugur, en Sigurður bóndi sagði
mér það kankvís strax fyrsta dag-
inn að ég skyldi ekki vera ragur
við að taka í lurginn á nemendum
til þess að halda uppi nauðsyn-
legum aga við kennsluna. Man ég
ekki eftir að til þess kæmi. Sig-
urður hafði fyrir stóru búi að sjá,
en sótti auk þess vinnu út á Þing-
eyri þá tarnir voru þar og að-
stæður hans leyfðu. Innanstokks
hvíldi mest á Fríðu, og börnin sitt
á hverju árinu, svo að segja. Má
geta nærri að dagar hennar urðu
langir. Húsfreyju man ég jafnan
létt brosandi og gjarnan raulandi
við verkin, sem hún vann hávaða-
laust og án fyrirgangs. Börnin
voru hraust, rjóð og sælleg, enda
alltaf nóg að borða, og glaðværðin
ríkti við margvíslega iðju, þótt
ekkert væri sjónvarpið eða tölvan.
Minnisstæðir urðu líka matmáls-
tímarnir: Við Sigurður bóndi sát-
um hvor við sinn enda langborðs-
ins, elstu börnin næst mér til
hvorrar handar og svo lækkuðu
kollarnir í átt til bónda sem sat
gjarnan með yngsta barnið á armi
sér og sinnti því á meðan Fríða
bar að okkur matinn. Þegar kvöld-
aði duttu blessuð börnin út af
hvert af öðru, oft þar sem hver var
kominn í iðju sinni. Þá var bara að
færa þau á sinn stað til nætur-
hvíldar. Allt þetta vann Fríða með
hjálp bónda síns, hljóðlega en
ákveðið. Ekki veit ég hversu vakan
hennar Fríðu var löng þegar kyrrð
var komin á í bænum: við tóku
önnur störf svo allt yrði tilbúið að
morgni. Lengur mætti dvelja við
minningar frá þessum vetri en það
er ekki málið heldur varðar það
meiru að mér fannst gott að dvelja
og starfa á Ketilseyri og er afar
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast heimilisfólkinu þennan
vetur, og auka þar við reynslu
mína og þroska. Ég sendi hinum
stóra afkomendahópi Fríðu inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hennar.
Bjarni Guðmundsson.
BJÖRNFRÍÐUR
ÓLAFÍA
MAGNÚSDÓTTIR
Elsku hjartans sonur okkar, bróðir, mágur, barna-
barn og frændi,
PÉTUR SNÆR PÉTURSSON,
Vallargötu 42,
Sandgerði,
lést miðvikudaginn 17. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Snæfríður Karlsdóttir, Pétur Guðlaugsson,
Ari Gylfason, María G. Pálsdóttir,
Hrannar Már Pétursson,
Guðrún Pétursdóttir, Bjarni Ragnarsson,
Helgi Pétursson,
Helena Sirrý Pétursdóttir,
Arna Siv Pétursdóttir,
Greta Frederiksen, Karl Einarsson
og frændsystkini.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN I. SIGURÞÓRSDÓTTIR
frá Eiðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu-
daginn 18. maí.
Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
26. maí nk. kl. 11.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Skógarbæjar.
Ingibjörg Þórarinsdóttir, Guðmundur S. Jóhannsson,
Þórarinn Þórarinsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Stefán Þórarinsson, Helga Jóna Þorkelsdóttir,
Sigurður Þórarinsson, Margrét Jónsdóttir,
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, Hans U. Vollertsen,
Hjörleifur Þórarinsson, Bergþóra Baldursdóttir,
Halldór Þórarinsson, Sigríður Wöhler,
Ingibjörg Einarsdóttir, Jóhann Grétar Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR ÞORGEIRSSON,
Múlavegi 59,
Seyðisfirði,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 14. maí.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju miðviku-
daginn 24. maí kl. 14.00.
Gyðný Björg Þorvaldsdóttir,
Þorgeir Einar Þórarinsson,
Oddný Ragna Sigurðardóttir, Einar Þór Hauksson,
Þorgeir Einar Sigurðsson, Jakobína Björnsdóttir,
Sigríður Björg Sigurðardóttir, Richard Schols
og afabörn.