Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 57

Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 57 MINNINGAR Bróðir okkar, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Langholtsvegi 124, áður Fálkagötu 12, lést á heimili sínu mánudaginn 8. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Inga Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðný Steinunn Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma, systir og mágkona, HILDIGUNNUR ADOLFSDÓTTIR DIXON frá Patreksfirði, andaðist á heimili sínu í Burlington, North Carolina, Bandaríkjunum, fimmtudaginn 18. maí. Louis T. Dixon, Adolf Þráinsson, Anna Mildred Dixon, Daníel Adolfsson, Emma Adolfsdóttir, Hilmar Adolfsson, Gylfi Adolfsson, Vilborg Geirsdóttir. ✝ GuðmundurDaðason fædd- ist á Dröngum á Skógarströnd 13. nóvember árið 1900. Hann lést á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Andrés- dóttir, f. 22. júlí 1859, d. 3. septem- ber 1965, og Daði Daníelsson, f. 10. okt. 1850, d. 26. nóv 1939, María og Daði eignuðust 15 börn og var Guðmundur næst- yngstur. Árið 1906 fluttust María og Daði að Setbergi á Skógar- strönd og þar ólst Guðmundur upp og átti þar heimili til ársins 1933. Guðmundur kvæntist 22. júlí 1933 Sigurlaugu Maríu Jónsdótt- ur, f. á Keisbakka á Skógarströnd búskap á Ósi á Skógarströnd vor- ið 1933 en á haustdögum 1968 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur, en dvöldu síðan á Ósi á sumrin allt fram til 1990 er Sigurlaug lést. Guðmundur lét ekki af störfum þótt hann hætti búskap, því fyrstu tvo veturna vann hann ýmsa verkamanna- vinnu. Árið 1970 hóf hann störf í Gúmmísteypu Þorsteins Kristjáns- sonar og vann þar í 10 ár. Eftir að Sigurlaug lést bjó hann einn og sá þá að mestu um sig sjálfur fram að 99 ára aldri en þá fór heilsan að bila og síðustu sex árin bjó hann á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Guðmundur var mjög félagslyndur og hafði ánægju af að umgangast fólk, en helsta dægrastytting hans voru þó spilin og taflið en hann spilaði og tefldi allt fram á síðustu ár. Hugurinn var þó fyrst og fremst vestur á Ósi enda unni hann jörðinni sinni til hinsta dags. Minningarathöfn um Guðmund var í Árbæjarkirkju föstudaginn 19. maí. Útför Guðmundar verður gerð frá Narfeyrarkirkju á Skóg- arströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 10. júlí 1908, d. 5 maí 1990. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Magnúsdótt- ir ljósmóðir og Jón Loftsson bóndi, Sig- urlaug ólst upp í for- eldrahúsum á Keis- bakka. Guðmundur og Sigurlaug eignuð- ust fimm börn, þau eru: 1) Þórir, kvænt- ur Hlíf Samúelsdótt- ur og eiga þau fimm börn saman. 2) María gift Braga Jósafats- syni, þau eiga fjögur börn. 3) Daníel Jón, kvæntur Kolbrúnu Gunnarsdóttur, þau eiga fimm börn. 4) Ásdís, gift Rögnvaldi Jónssyni, þau eiga eina dóttur saman en áður átti Ásdís tvö börn. 5) Auður, gift Sólmundi Jónssyni, þau eiga fjögur börn. Alls eru af- komendur Guðmundar 64. Guðmundur og Sigurlaug hófu Nú er hann afi á Ósi búinn að kveðja eftir rúm 105 ár. Hann valdi sér maímánuð til fara, eins og amma sem kvaddi réttum sextán árum áð- ur. Hann fylgir nú ömmu eftir og fer vestur í vorið, eins og þau voru vön að gera áratugum saman, og verður jarðsettur við hlið hennar í kirkju- garðinum á Narfeyri. Afi var sennilega mjög dæmigerð- ur bóndi sinnar kynslóðar, það þurfti að hafa fyrir hlutunum, dugnaður og eljusemi var bara eitthvað sem var sjálfsagt. Og þannig var hann alla tíð. Það var gott að vera í sveitinni hjá ömmu og afa þó svo að nútíma þægindi væru ekki mikil. Eftir að fastri búsetu lauk á Ósi, gamla húsið brunnið og amma og afi komin með nýtt hús sem þau dvöldu í á sumrin, þá tók við nýr kafli – ekk- ert svo rólegur því afi var alltaf að, hlaupandi um landareignina fram á kvöld, athugandi með girðingar og ýmislegt annað. Amma inni við með kaffið á könnunni. En alltaf var tími til að spjalla, rifja upp gamla tíma, segja sögur af mönnum og málefn- um, fara með vísur, oft eftir hann sjálfan. Reykjavíkurlífið var svo sérstakur kapítuli í lífi afa. Fyrstu árin hér í borg fór hann flestra sinna ferða fót- gangandi, ef ekki í strætó. Manni þótti oft nóg um vegalengdirnar sem hann hafði lagt að baki á göngum sínum. En þetta var afa bara eðli- legt. Hann var virkur þátttakandi í félagslífi eldri borgara, spilaði um tíma bridds flesta daga vikunnar með eldri borgurum hér og þar um bæinn. Ekki má gleyma skákáhuganum. Þegar hann tefldi við 6 ára lang- afadreng, Braga Þór, nýkominn úr augnaðgerð, þá ruglaðist hann á kóngi og drottningu. Þegar hann áttaði sig á því hló hann hátt og lengi innilegum hlátri sem yljaði okkur um hjartaræturnar, fannst þetta kostuleg mistök hjá sér. Sú sem þetta ritar var fyrsta barnabarn afa, og eignaðist svo fyrsta langafabarnið, Maríu. Afi reyndi að koma dóttur minni, þá 16 ára gamalli, í skilning um að hún ætti að sjá um að byrja næsta ættlið, en það tókst nú ekki. Sólveig á sterka minningu um lyktina í íbúðinni hjá langafa þegar við komum til hans á Þorláksmessu þegar hann var að elda skötuna. Þann sama dag kom hann heim af spítala eftir að hafa veikst í fyrsta skipti alvarlega, þá 95 ára. Honum hafði þá verið bannað að vesenast með heita potta og pönnur en samt afþakkaði hann skötuboð hjá dóttur sinni í sömu götu, varð að láta reyna á eigin getu. Svo fór afi í Holtsbúð. Þar var hann höfðingi heim að sækja, púrt- vín og konfekt … Skemmtilegt spjall að venju. Hann kom langafabörnun- um skemmtilega á óvart með því að segjast horfa á Sirrý og Djúpu laug- ina. Síðasta haust var auðheyrt á afa að honum fannst þetta orðið gott. Sjón og heyrn orðin léleg, þó svo að andinn væri ekki farinn að láta und- an síga. Hann fékk hægt andlát og hefur örugglega átt ánægjulega endurfundi við ömmu sem ég held hann hafi saknað meira en okkur hefur grunað. Ég vil þakka fyrir mína hönd og barnanna minna, Maríu, Sólveigar og Braga Þórs fyrir að hafa átt ein- stakan afa og langafa. Veri hann Guði falinn. Ingibjörg Bragadóttir (Dolla). Mig langar í fáum orðum að minn- ast hans afa, Guðmundar Daðason- ar, sem lést hinn 12. maí. Afi var bóndi og unni sveitinni sinni heitt. Hann var ótrúlegt hraustmenni og sinnti sveitaverkun- um af krafti langt fram á níræðisald- ur. Kominn yfir áttrætt sló hann túnin með orfi og ljá, vélar voru ein- göngu fengnar að láni í erfiðustu verkin. Afi var sérlega vandvirkur og gerði allt vel sem hann tók að sér, hvort sem það var tengt bústörfum eða öðru. Hann hafði einstaklega fal- lega rithönd og gerði þó nokkuð af því að semja kvæði og vísur. Spila- mennsku og tafli hafði hann gaman af, það var ósjaldan tekið í spil í sveitinni. Við vorum ófá krakkarnir sem vorum í sveit hjá afa og ömmu á Ósi í gegnum tíðina og er ég æv- inlega þakklát fyrir að hafa verið ein af þeim, sú dvöl var alltaf ánægjuleg. Mig langar að ljúka þessu með vísu eftir afa, sem hann orti til sveitar- innar sinnar, ég trúi því að nú sé hann kominn aftur að Ósi. Hér er ég kominn að Ósi enn, sem aðrir velkomnir ferðamenn, hér hverja þúfu ég þekki. En hvort þetta verður í síðasta sinn, er sé ég þig blessaður Ósinn minn, það veit ég nú auðvitað ekki. María G. Þórisdóttir. Guðmundur Daðason er látinn á hundraðasta og sjötta ári. Við mun- um ávallt minnast hans með mikilli hlýju og þökk fyrir að eiga þess kost að kynnast honum. Það er ómetan- legt að kynnast manni sem mundi eftir og gat miðlað á eftirminnilegan hátt reynslu sinni, menningu og sögu þeirrar aldar Íslandssögunnar sem er hin viðburðaríkasta til þessa. Manni sem til dæmis gat gert okkur grein fyrir því af eigin raun hvað hlaust af hinni miklu tæknibyltingu sem fylgdi í kjölfar þess að sími var lagður til landsins svo dæmi sé tekið, en einmitt þetta taldi Guðmundur hafa valdið straumhvörfum í sam- skiptum þjóðarinnar við umheiminn. Það var líka og alls ekki síður ómet- anlegt fyrir okkur að heyra hann út- skýra hvernig Framsóknarflokkur- inn varð til, hvernig dagblaðið Tíminn varð til og minna á hvaða hugsjónir og hagsmunir lágu til grundvallar stofnun flokks og blaðs. Hann minnti okkur á það reglulega að þótt sagan sé löng eru hugsjón- irnar þær sömu. Guðmundur Daðason, þessi fyrr- um elsti karl landsins, var nefnilega eindreginn stuðningsmaður Fram- sóknarflokksins alla tíð og við nefnd- um hann því elsta framsóknarmann í heimi. Hann studdi flokkinn frá stofnun hans, 1916, viðburð sem hann mundi og miðlaði til samferða- manna sinna. Það var bæði upplýs- andi og gefandi að hlýða á Guðmund ræða um stjórnmál. Hann fylgdist alla tíð vel með fréttum og var alltaf vel með á nótunum þrátt fyrir háan aldur. Guðmundur tók þátt í flokksstarfi og hin seinni árin þótti honum mjög gaman að fara á þorrablót fram- sóknarmanna sem haldin voru í Kópavogi. Á þau blót kom Guð- mundur í fylgd Þóru Karlsdóttur, hjúkrunarforstjóra Holtsbúðar, dvalarheimilis aldraðra í Garðabæ, en milli þeirra Guðmundar var góð vinátta. Í janúarlok, nú fyrr á árinu, héld- um við Guðmundur huggulegt einkaþorrablót í aðstöðu hans í Holtsbúð. Lék Guðmundur þar á als oddi, enda matur góður og ekki skemmdi sérríið stemninguna sem hann bauð okkur upp á í seinni hluta veislunnar. Í raun og veru voru sam- skiptin við Guðmund ein samfelld veisla svo mjög gaf hann og miðlaði öðrum af reynslu sinni, þekkingu og góðvild. Við þökkum innilega allar skemmtilegar samverustundir með Guðmundi sem við nutum til hins ýtrasta. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Í guðs friði, Siv Friðleifsdóttir, Sigrún Aspelund. Þegar ég leit þá frétt að sá mæti maður Guðmundur Daðason hefði nú lokið langri lífsgöngu sinni hér á jörð hvarflaði hugur minn til æsku- áranna á Skógarströnd. Í bókinni Byggðir Snæfellsness getum við lesið eftir Guðmund lýs- ingu á sveitinni sinni kæru Skógar- strönd þar sem hann skrifar grein- argóða frásögn af staðháttum og mannlífi sveitarinnar. Hug sinn til sveitarinnar gefur hann til kynna í upphafsorðum sínum: Gleði þýða elur önd ó þú blíða Skógarströnd. Þín er prýði að líta lönd, lán og blíða mettar hönd. (Jónas Gíslason.) Það var alltaf ánægjulegt að koma að Ósi á heimili þeirra hjóna Guð- mundar og Sigurlaugar konu hans og alltaf glatt á hjalla þar. Börn þeirra hjóna eru á sama aldri og við systkinin frá Dröngum og því kær- komið að hittast. Mér er heimilið á Ósi afar kært og minnisstætt því ég bjó þar um tíma sem barn. Farskóli var í sveitinni þá og kennt á bæjum til skiptis og þar á meðal á Ósi. Það fór ekki fram hjá neinum sem dvald- ist á Ósi um lengri eða skemmri tíma að þar bjuggu sæmdarhjón sem höfðu góða innsýn í hvað sem bar á góma og voru vel lesin. Hlýja og gleði var þar í fyrirrúmi og okkur krökkunum leið þar vel. Mér er það minnisstætt hversu fagra rithönd Guðmundur hafði og hann var feng- inn til þess að gefa börnum forskrift til kennslu í skrift. Frásagnargleði hans var líka mikil og kom það vel fram hjá honum við okkur sem yngri vorum. Hann var óþreytandi að spjalla við okkur og fræða. Þennan eiginleika átti hann allan sinn langa feril og má þar til dæmis nefna að hann spilaði og tefldi við unga og aldna og tók meðal annars þátt í skákmótum og tefldi við börn fram á hundrað ára aldur. Guðmundur var glæsilegur maður, hár og beinvaxinn og alltaf glaðlegur með glettnisblik í augum, skrafhreifinn og viðræðu- góður. Barnahópurinn á Ósi óx úr grasi og hélt út í lífið með gott veganesti úr föðurhúsum þar sem hlýja og kærleikur foreldranna var það dýr- mætasta. Leið Guðmundar og Sig- urlaugar lá til höfuðstaðarins eins og margra annarra. Hugur þeirra og hjarta var þó alltaf bundið við Ós á Skógarströnd og þangað fóru þau á sumrin á meðan heilsa þeirra leyfði. Ég ætla ekki að rekja æviferil Guðmundar hér en langar að minn- ast á hundrað ára afmælið hans sem haldið var með glæsibrag og fjölda fólks. Þar stóð Guðmundur í dyrum og tók á móti gestum sínum og gekk um á milli manna, beinvaxinn og glæsilegur að vanda. Þar hélt hann minnisstæða og hugljúfa ræðu þar sem hann sagði frá því þegar hann var fermdur og hét að hafa Guð sem leiðtoga lífs síns og vitnaði okkur að svo hafi verið alla daga síðan. Það var ógleymanlegt að hlýða á þessa ræðu. Ég læt hér fylgja þær línur sem komu í huga minn eftir þá stund. Ungur stóð hann við altari Guðs og hét að hafa Guð sem leiðtoga lífs síns. Orð Drottins hljómuðu í huga hans. Og sjá; ég mun vera með yður alla ævidaga allt til enda veraldar. Hundrað ára stóð hann styrkur og vitnaði Guði til dýrðar: Og sjá; hann hefur verið með mér alla mína ævidaga. Með þökk fyrir þær stundir sem við áttum með þeim mæta manni Guðmundi Daðasyni frá Ósi. Inni- legar samúðarkveðjur til barna hans og fjölskyldna þeirra frá Valborgu Emilsdóttur og fjölskyldu hennar. Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum. Við kölluðum Guðmund Daðason alltaf frænda þó að hann væri ekki skyldur okkur heldur tengdur. Hann var giftur móðursystur okkar, Laugu, og hann var eins og óhagg- anlegur, staðfastur hluti tilveru okk- ar. Við vorum öll í sveit hjá Guð- mundi og Sigurlaugu, móðursystur okkar, og minnumst þess hvað var gaman að koma af mölinni að Ósi á Skógarströnd, fallegu heimasveit- inni hennar mömmu. Þar var fallegt að sjá út á fjörðinn og eyjarnar, allt- af eitthvað að gerast og gaman að vera í hópi góðra frændsystkina og vina. Hjónin á Ósi voru þessum að- komugemlingum afar væn. Í endur- minningunni var alltaf sól og logn þessi sumur við Breiðafjörðinn. Fyrstu minningarnar um frænda voru þegar hann stóð við sláttinn með orf og ljá, hávaxinn, grann- holda, seigur. Hann var eins og frummynd íslenska bóndans enda stóðu rætur hans djúpt í nítjándu öldinni. Guðmundur var hin mikla fyrirmynd Atla sem bauð í Ósinn, átta ára gamall og Guðmundur tók frekar vel í að selja honum jörðina en minnti á að þau Lauga og börnin þyrftu einhvers staðar að vera. Þá vildi Atli kaupa Narfeyrina og leyfa Guðmundi afnot af túnunum þar sem kýrnar á Ósi voru oft að flækj- ast í óleyfi. Þetta fannst frænda þjóðráð og rifjaði oft upp seinna þessa útrás sumardrengsins og þakkaði metnaðinn fyrir sína hönd í búskapnum. Það þurfti hins vegar ekki að hafa vit fyrir Guðmundi, hann var farsæll bæði í sínum bú- skap og sínu lífi alla tíð. Guðmundur Daðason hafði upplif- að miklar breytingar um sína daga og horfði á þær hýr og kátur, stund- um svolítið hissa þó. Hann lá í fyrsta sinn á sjúkrahúsi 95 ára. Á sinni löngu ævi fannst okkur hann breyt- ast ótrúlega lítið í útliti, hann var einhvern veginn alltaf eins. Frænd- fólk okkar á Ósi hefur orðið okkur samferða í gegnum lífið og verið okkur kært. Með Guðmundi Daðasyni er geng- inn síðasti fulltrúi eldri kynslóðar- innar. Nú höldum við hin áfram og geymum góðu minningarnar í hjört- um okkar. Við sendum öllum aðstandendum Guðmundar innilegar samúðar- kveðjur. Jón Atli Kristjánsson, Snæbjörn Kristjánsson, Dagný Kristjánsdóttir. GUÐMUNDUR DAÐASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.