Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 58
58 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Rakel GuðrúnAldís Benja-
mínsdóttir fæddist
26. janúar 1947. Hún
andaðist á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi 9.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurborg
Andrésdóttir, f.
18.11. 1915, d. 23.5.
1980, og Benjamín
Guðmundsson, f.
1.8. 1925, d. 13.12.
1988. Systkini sam-
mæðra: Aðalborg Helga Sigurjóns-
dóttir, f. 13.6. 1955. Samfeðra: Þor-
grímur Marteinn Benjamínsson, f.
15.6. 1947; Rúnar Benjamínsson, f.
6.12. 1948; Svavar Finnbogi Benja-
mínsson, f. 2.2. 1950, d. 15.6. 1968.
Maki Rakelar er Andrés Pétur
Eyjólfsson, f. 15.1. 1942. Foreldrar
hans voru Guðrún Stefánsdóttir, f.
18.9. 1902, d. 28.1. 1990, og Eyjólf-
ur Andrésson, f. 28.10. 1910, d.
25.4. 1987. Börn Andrésar og Rak-
1.12. 1996. C) Guðni Elvar Björns-
son, f. 22.9. 1998. D) Aldís Freyja
Kristjánsdóttir, f. 30.3. 2004. Börn
Kristjáns: Agnar Freyr Kristjáns-
son, f. 11.8. 1993, Eyþór Ingi Krist-
jánsson, f. 22.11. 1994. 4) Eyjólfur
Jóhann Andrésson, f. 24.11. 1983,
d. 24.10. 1985. 5) Uppeldissonur:
Örvar Harðarson, f. 28.12. 1977.
Dóttir: Díana Dögg Örvarsdóttir, f.
8.11. 2001.
Rakel var fædd og uppalin í
Reykjavík af einstæðri móður. Hún
byrjaði ung að vinna í fiski og vann
við síldarsöltun átta ára gömul og
vann við ýmis fiskvinnslustörf upp
frá því. Hún starfaði við Kvenna-
listann frá stofnun hans og var bar-
áttukona fram í fingurgóma.
Rakel og Andrés giftu sig 1966
og hófu búskap í Hafnarfirði 1967.
Þau flytjast til Reykjarvíkur árið
1970 og til Keflavíkur 1975. Þau
flytja svo í Sandgerði 1978 og í
sveitina á Læk í Holtum árið 1995
en það var draumur Rakelar frá
unga aldri að gerast bóndi. Rakel
undi sér best í sveitinni og var virk
í kvennakór og kvenfélagi sveitar-
innar. Hún var listræn, teiknaði og
málaði myndir. Þau hjónin Rakel
og Andrés tóku mörg börn í sveit-
ina til sín frá Féló og höfðu unun
af.
Rakel verður jarðsungin frá
Hagakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
elar eru fjögur og
einn uppeldissonur.
1) Sigurborg Sólveig
Andrésdóttir, f. 16.3.
1967, maki Kristján
Nielsen, f. 14.6. 1966.
Börn þeirra: A) Andr-
és Daníel Kristjáns-
son, f. 22.5. 1986.
Sambýliskona hans
Hjördís Lilja Bjarna-
dóttir, f. 26.9. 1986.
Börn: Júlía Rós Leifs-
dóttir, f. 30.5. 2003,
og drengur Andrés-
son, f. 11.5. 2006. B)
Eygló Guðrún Kristjánsdóttir, f.
25.10. 1988. C) Ástrós Sóley Krist-
jánsdóttir, f. 29.10. 1997. D) Benja-
mín Smári Kristjánsson, f. 29.4.
2001. 2) Guðrún Andrésdóttir, f.
5.3. 1969. Dóttir: Rakel Ólöf Andr-
ésdóttir, f. 2.2. 1992. 3) Lilja Björk
Andrésdóttir, f. 15.4. 1974, maki
Kristján Ingi Magnússon, f. 23.5.
1974. Börn Lilju: A) Þórhildur
Andrea Björnsdóttir, f. 5.2. 1993.
B) Elísabet María Björnsdóttir, f.
Kæra mamma, nú ertu farin frá
okkur og þarft ekki að kveljast leng-
ur, ég trúi því að nú líði þér betur.
Þetta voru erfiðir þrír mánuðir
bæði fyrir þig og okkur að horfa upp
á þig þurfa að kveljast svona en þú
vildir gefa læknunum tækifæri til að
rannsaka og lækna sjúkdóminn.
Ég hugsa til þín oft á dag og á eftir
að sakna þín mikið en ég hef þig í
huga og hjarta mínu, þú varst ekki
bara mamma mín og amma barnanna
minna, þú varst einnig traustur vinur
sem allir gátu reitt sig á. Þú reyndist
vinur okkar líka sem móðir og marg-
ir kölluðu þig mömmu, þó að þeir
væru ekkert skyldir þér.
Ég sakna þín, elsku mamma mín.
Sigurborg Sólveig
Andrésdóttir.
Elsku mamma. Nú er þessi erfiða
barátta búin og þú ert komin til hans
Eyjó okkar. Ég veit það hafa orðið
miklir fagnaðarfundir.
Það er svo skrýtið að vera í sveit-
inni þinni sem þú elskaðir og dáðir
svo heitt og vita að þú komir ekki til
okkar aftur því sveitin var alltaf þinn
draumur.
Þegar þú baðst mig að koma til þín
í sveitina þá ætlaðir þú á Reykjalund
til að hressa þig við. Þá óraði mann
ekki fyrir því að þú værir orðin svona
veik og að baráttan væri bara rétt að
byrja. Þetta var erfið barátta hjá þér
og oft langaði mann bara að taka þig
með sér heim í sveitina.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að alast upp hjá þér því yndislegri
móður er ekki hægt að hugsa sér
Takk fyrir allt, elsku mamma mín.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega mamma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtum ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum,
mamma góða, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu í verki
góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibj. Sig.)
Lilja Björk Andrésdóttir.
Kæra amma. Þetta er mér erfiður
missir en núna líður þér betur og er
ég ánægður þín vegna, því baráttan
var þér mjög erfið, en þú stóðst þig
eins og hetja. Gaman hefði verið að
hafa þig lengur til að njóta yndislega
langömmubarnsins þíns sem fæddist
hinn 11. maí en ég veit þú munt fylgj-
ast með honum í gegnum súrt og
sætt. Þú varst mér sem móðir og vin-
ur í gegnum veikindi litlu systur og
met ég stuðning þinn við hana og
okkur á þeim tíma mikils. Gott var að
koma í sveitina til þín þegar manni
leið illa og bara til að slaka á frá
þessu bæjarlífi. Þú áttir fallegasta
sveitabæ sem ég hef komið á og gerð-
uð þið miklar breytingar á honum.
Þar sem þetta var þinn draumur þá
var þetta góður draumur sem rættist
og hjálpaði mörgum í leiðinni, því
eins og ég sagði hér áðan þá var gott
að koma í sveitina bara til að slaka á
og ræða við þig um heima og geima.
Ég hefði ekki getað ímyndað mér
betri ömmu, þrátt fyrir skammirnar
frá þér, ég átti þær örugglega skilið
og átt þú örugglega mikið af því sem
ég er í dag, og vil ég þakka þér fyrir
það og allt annað sem þú hefur gert
fyrir mig! Ég mun sakna þín mikið en
þú áttir skilið að fá að yfirgefa sárs-
aukann eftir svona sterka baráttu
fyrir okkur við þennan erfiða sjúk-
dóm en vonandi kemur einhver lækn-
ing gegn honum okkur til hjálpar!
Þitt elsta barnabarn,
Andrés Daníel Kristjánsson.
Elsku amma, ég trúi varla að þú
sért farin frá okkur. Það er eitthvað
svo skrítið án þín en mig langar bara
að segja hvað þú varst mikil hetja og
hjálpaðir svo mörgum og ég vona að
þér líði vel, elsku amma.
Þórhildur Andrea
Björnsdóttir.
Elsku amma mín. Þú kenndir mér
á píanó og gítar.
Nú ertu farin til Guðs og englarnir
passa þig.
Ég sakna þín. Mig langaði að hafa
þig hjá okkur í sveitinni.
Þín
Ástrós Sóley.
Elsku amma mín. Ég veit að þig
langaði að fara til Guðs og passa okk-
ur en ég vildi það ekki, mig langaði að
hafa þig hjá okkur í sveitinni.
Þinn
Benjamín Smári.
Kæra Rakel. Nú ertu farin af jarð-
neskri braut og minningar okkar
sem eftir sitjum flæða fram í söknuði.
Ég minnist þess er ég sem barn
kom með Gunnu heim úr skólanum
og ætlaði að leika við hana. Þá ílengd-
ist ég oft í eldhúsinu með þér í heim-
spekilegum umræðum. Þú varst allt-
af tilbúin að hlusta þegar ég þurfti að
létta á mér og gafst mér mörg móð-
urleg ráð.
Þú reyndist mér sem móðir og
dætur þínar eru mér sem systur.
Heimsóknir okkar á Læk færðu mér
og fjölskyldu minni mikla ánægju.
Að heimsókn lokinni kvaddi ég
ykkur hjónin ávallt með faðmlagi og
kossi, og oft sagði ég við þig um leið:
„Þú ert mér sem móðir!“ Og þú svar-
aðir: „Og þú mér sem dóttir.“
Kveðja.
Marý.
Kæra Rakel.
Þú situr við hliðin á mér og passar mitt litla
hjarta,
Þú ert indæl og ljósið það bjarta
ber þig í faðmi,
lífið er stutt en um það við verðum að dafna,
en að lokum mun líkaminn lífinu hafna
þitt líf ber lítið ljós í hvers manns hjarta,
þú lifir í minningum okkar,
sama þótt þú sért farinn, þú kemur
senn aftur,
og langömmudrengurinn dafnar og dafnar,
þitt ljós er litla vonin sem þú munt
bjóða okkur,
þín hjálp er í ljósi og anda, við hugsum
öll til þín.
Stutt er milli lífs og dauða, lítill drengur er
til, við reynum að gleðjast og eiga okkar
fundi.
Við gleymum þér aldrei, Rakel mín, því
birtu þína í brjósti við höfum,
yndi þitt og gæska gaf okkur allt sem
þurfti.
Við elskum þig öll og gleymum þér aldrei.
Kveðja.
Anna Malena.
Þriðjudaginn 9. maí bárust þau tíð-
indi að Rakel Benjamínsdóttir,
frænka og mágkona, hefði kvatt
þennan heim langt fyrir aldur fram,
aðeins 59 ára gömul. Hún var dóttir
föðursystur minnar, Sigurborgar
Andrésdóttur og Benjamíns Guð-
mundssonar. Það er skrítið að hugsa
til þess, að nærveru þinnar gæti ekki
lengur á meðal okkar og þegar litið
er yfir farinn veg eru ýmsar minn-
ingar sem koma upp í hugann.
Rakel ólst upp hjá móður sinni,
Sigurborgu, í Reykjavík. Ég bjó þá á
Eskifirði en þangað austur heim-
sóttu mæðgurnar okkur reglulega og
var þá ætíð mikil tilhlökkun þegar
von var á þeim. Lengi var vík milli
vina vegna fjarlægðarinnar, en þegar
ég kom suður haustið 1955 í atvinnu-
leit fékk ég að vera hjá þeim heilan
vetur. Þá var Helga, systir Rakelar,
nýfædd. Rakel var þá átta ára gömul,
ærslafull, kraftmikil og engri annarri
lík. Þennan vetur styrktust okkar
vinabönd enn frekar og var hún mér
sem lítil systir. Þau vinabönd hafa
ætíð haldist sterk þau 50 ár sem liðin
eru frá þeim tíma og fjölskyldu-
tengslin eflst.
Rakel var sjálfstæð, fylgin sér og
fór sínar eigin leiðir. Hún hafði létt
lundarfar og það var aldrei lognmolla
í kringum hana. Þau hjónin, Rakel og
Andrés, stóðu saman í miklum
rekstri, þ.á m. körfubílaleigu, smáút-
gerð, síldarverkun, framleiðslu á
trefjaplastbátum, gistiheimili, loðnu-
frystingu og svo síðast landbúnaði.
Dæmi um áræði Rakelar birtist eink-
um þegar þau hjónin keyptu jörðina
Læk í Holta- og Landsveit fyrir rúm-
um tíu árum. Rakel hafði lengi
dreymt um að flytja í sveitina og
hefja búskap, enda mikill dýravinur,
og einn góðan veðurdag þegar við
hjónin heimsóttum Rakel og Andrés
var búið að pakka öllu niður í kassa
og þau voru á förum í sveitina. Áræði
Rakelar birtist einnig í því að hún
hafði mikla réttlætiskennd og lét oft
til sín taka í ýmsum málum, t.d. barð-
ist hún um tíma fyrir réttindum
kvenna í Kvennalistanum. Hún lét
sig varða bæði jafnrétti kynjanna og
almenn mannréttindi, og hafði mik-
inn áhuga á andlegum og heimspeki-
legum hugðarefnum, sem kom
glöggt í ljós við eldhúsborðið heima,
þar sem oft voru umræður um ýmis
málefni.
Á gamlársdag árið 1966 giftist
Rakel eftirlifandi eiginmanni sínum
Andrési Eyjólfssyni og hefðu þau átt
fjörutíu ára brúðkaupsafmæli um
næstu áramót. Tveimur dögum eftir
andlát hennar eignaðist elsta barna-
barnið hennar son og hefði hún þá
orðið langamma.
Elsku besta Rakel mín, nú ert þú
horfin á braut til nýrra og framandi
staða. Þar mun taka á móti þér litli
fallegi prinsinn þinn sem þú misstir
ungan að árum. Að leiðarlokum
þökkum við, ég og fjölskylda mín, þér
fyrir samfylgdina og samverustundir
í gegnum tíðina. Megi Guð blessa
minningu þína um ókomna tíð.
Elsku Andrés, Helga, börn, barna-
börn og fjölskylda, megi Guð vera
með ykkur á þessum erfiðu tímum.
Erla Eyjólfsdóttir.
Nú hefur Rakel, kær vinur og
mágkona mín, yfirgefið þennan heim
eftir erfið veikindi. Rakel var borg-
arbarn sem lét draum sinn rætast er
hún og bróðir minn Andrés Eyjólfs-
son fluttu að Læk í Holta- og Land-
sveit. Rakel hlakkaði til að takast á
við bústörfin og talaði oft um vináttu
og hlýhug sinna góðu granna og kór-
félaga þar í sveit. Á Læk var ávallt
vel tekið á móti gestum og ýmislegt
spjallað. Rakel var víðlesin og skipt-
umst við frænkurnar oft á skoðunum.
Hún var vel að sér og rökföst. Aldrei
sinnaðist okkar þótt við værum á
öndverðum meiði en hlustuðum á rök
hvor annarrar til að komast að nið-
urstöðu. Víðsýni Rakelar og réttsýni
var hennar aðalsmerki og ætíð hægt
að treysta. Rakel var litrík persóna
og virk í Kvennalistanum þegar hún
bjó á Suðurnesjum. Rakel var alla tíð
óhrædd við að segja sína meiningu
og tók ætíð frá unga aldri svari
þeirra sem minna mega sín. Við
söknum fölskvalausa bjarta brossins
hennar. Guð styrki Andrés bróður og
dætur þeirra og barnabörnin en þau
voru líf og yndi ömmu sinnar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Ólöf Stefanía.
Ég kynntist bestu vinkonu minni
Rakel á Læk þegar hún flutti í sveit-
ina, sem var um svipað leyti og ég.
Með okkur tókst strax góð vinátta
sem hélst alla tíð. Við vorum báðar
ættlausar hér og þekktum engan.
Þær voru ófáar ferðirnar upp á Læk í
kvöldkaffi og alltaf var mikið spjallað
um heima og geima. Rakel var alveg
ótrúlega inni í öllum málum, víðlesin
og skarpgreind kona. Hún var sann-
ur vinur og alltaf jákvæð og góð. Það
var alveg ótrúlegt hvað hún og Andr-
és hennar maður náðu fljótt tökum á
kúabúskap og öðru sem þau tóku sér
fyrir hendur á Læk. Þau byggðu þar
vel upp og búskapurinn var þeirra líf
og yndi.
Hún hafði gott auga fyrir listum og
málaði og teiknaði málverk og mynd-
ir. Þá var myndefnið það sem stóð
henni næst eins og barnabörnin og
sveitalífið.
Einnig hafði hún áhuga á að starfa
að félagsmálum og var með okkur
hér um slóðir í Kvenfélaginu Einingu
RAKEL GUÐRÚN
ALDÍS
BENJAMÍNSDÓTTIR
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari uppl).
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein.
Minningar-
greinar