Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 59

Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 59 MINNINGAR og var þar virk og gaman að vinna með henni. Alltaf jákvæð og gott að hafa hana sér við hlið. Hún var söng- elsk og var í Kvennakórnum Ljósbrá og mat mikils þann félagahóp. Hún var mikil mamma og amma í sér og barnabörnin voru mikið hjá henni og einnig tók hún að sér börn til sum- ardvalar. Þau börn sem kynntust Rakel í sumardvölinni sóttu mikið í að fá að koma aftur til hennar í heim- sókn, þá í stuttan eða lengri tíma. Það sýnir hvað hún gaf öllum tíma þrátt fyrir stórt bú og heimili. Hún sagði ekki nei við litla hönd. Hún var ákaflega gefandi og góð kona og alltaf til í að hlusta á aðra og lifði sig inn í þau mál sem rætt var um. Það var gaman að segja henni frá ferðalagi eða atburði, þar sem hún hlustaði vel og síðan var rætt um málið frá öllum hliðum. Þegar ég heimsótti hana í eitt skiptið á sjúkrahúsið þá létum við hugann reika saman og létum okkur dreyma um að halda stórveislu á sex- tugsafmæli hennar á næsta ári. Þá átti að bjóða öllum til veislu og ég sagðist getað eldað og hún sagðist heimta að vaska upp. Svona var Rak- el, hún var gamansöm, vildi alltaf leggja hönd á plóginn og vildi ekki láta aðra vinna fyrir sig án þess að gera eitthvað sjálf. Talið barst að aldri fólks og að sex- tugt væri ekki hár aldur og að manni þætti eins og maður væri alltaf ung- ur. Þá sagði hún: „Nei, maður skynj- ar það ekki nema með því að líta í spegil.“ Ég gleymi ekki þessari setningu hennar og svona var hún, full af speki og hugsunum. Þegar litið er til baka á svona tíma- mótum þá yljar minningin um hana manni um hjartaræturnar. Það eru góðar minningar um konu sem fann sig í sveitinni; þar sem útsýni til Heklu er eins og dýrasta málverk, áin er fyrir utan eldhúsgluggann þar sem hægt er að renna fyrir fisk í soð- ið, fallegar og góðar kýr í fjósinu sem áttu sér allar ákveðin sess í hennar huga með sínum sérkennum, land- námshænurnar sem hún ræktaði út frá ungum sem hún fékk úr Borg- arfirði eru í hænsnakofanum og hægt að sækja sér ný egg í morgunmatinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í hennar huga var mikilvægt að kynnast og rækta gott samband við nágranna og sveitunga og alltaf var mikill gestagangur á Læk og alltaf tími fyrir gesti í kaffi. Málshátturinn maður er manns gaman á þar vel við. Þessi orð mín eru rituð til að minn- ast vinkonu og nágrannakonu minn- ar, sem var mér ákaflega kær. Ég votta Andrési, dætrum og allri fjöl- skyldunni samúð okkar í Saurbæ og einnig frá félagskonum í Kvenfélag- inu Einingu í Holtum. Blessuð sé minning hennar. Guðfinna Þorvaldsdóttir. Í dag verður jarðsett kær vinkona og söngsystir Rakel Benjamínsdóttir og langar okkur að minnast hennar með örfáum orðum. Rakel hefur sungið með okkur undanfarin ár og voru þessar samverustundir henni og okkur mikilvægar og traust og gott samband sem hefur myndast milli kórfélaga. Við minnumst henn- ar með virðingu og þakklæti og henn- ar verður sárt saknað í fyrirhuguðu söngferðalagi okkar nú í vor. Við vilj- um kveðja með þessum ljóðlínum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíli kær vinkona í friði. Kvennakórinn Ljósbrá. Ég vildi rita þessar örfáu línur í minningu Franz, sem ég tel vera með merkilegri mönn- um. Ég sá Franz fyrst á mínum æsku- árum þegar ég bjó í Hjallalandinu, en hann bjó í Huldulandinu. Okkur krökkunum fannst hann svolítið fornaldarlegur svona með skeggið sitt. Seinna kynntist ég honum betur og voru þau kynni afskaplega góð. Fyrsta spurningin sem hann lagði fyrir mig var ekki hvað ég héti, held- ur hverra manna ég væri. Þetta lofaði góðu því við vorum bæði ættuð að vestan. Fyrstu árin mín með Brjáni var ég mikill heimagangur hjá Franzi (eins og Þjóðverjar beygðu nafnið hans og fannst honum það hlýlegt). Kom maður þá ekki að tómum kofunum hvað varðar fróðleik og visku enda voru fáir jafn víðlesnir og hann. Ég ætla ekki að hafa þetta miklu lengra en í lokin stutt vísa eftir mig, Brján, Arnór og Sibba: Líkt og í ævintýri birtist þú mér kankvís og snjall, en það var líkt þér og ellikellingu barðist þú við nú ertu kominn á önnur mið. Auður Dagný Jónsdóttir, tengdadóttir. Það varð ótrúlega brátt um Franz vin minn Gíslason. Við áttum tal sam- an á 100 ára afmælissýningu Snorra Hjartarsonar í Þjóðmenningarhús- inu á laugardegi; fjórum dögum síðar var Franz allur. Kynni okkar höfðu staðið tæpan aldarfjórðung, hófust árið 1983 þegar hann kom heim úr Þýskalandsför með áætlun, sem hann hafði gert ásamt rithöfundinum og fjölmiðla- manninum Wolfgang Schiffer, um verulegt átak til kynningar á íslensk- um bókmenntum í þýskumælandi löndum. Í grein eftir Franz, sem birt- ast mun í næsta hefti tímaritsins Jón á Bægisá, segir að forsenda áætlun- arinnar hafi verið sú, að ég fengist til samstarfs við þá félaga, með því ég hafði tvisvar staðið að velheppnuðum kynningum í Þýskalandi og meðal annars verið meðritstjóri bókarinnar Land aus dem Meer (1980). Er skemmst frá því að segja að samstarf okkar þremenninga tókst með þeim ágætum, að heilt hefti hins vinsæla tímarits die horen (hefti 143, 3/1986) var helgað íslenskum bók- menntum undir fyrirsögninni „Þar sem íshjartað slær“. Heftið fékk því- líkar viðtökur að það var endurprent- að í tvígang, kom samtals út í ríflega 11.000 eintökum, sem ekki hafði gerst í 30 ára sögu tímaritsins, og átti verulegan þátt í að vekja þá „Íslands- bylgju“ í Þýskalandi sem við höfum orðið vitni að undanfarna tvo áratugi. Við félagar skiptum þannig með okkur hlutverkum, að ég valdi verk til birtingar og samdi yfirlitsgreinar, Franz hráþýddi verkin á þýsku (samdi svonefndar interlinear ver- sjónir), og Wolfgang gerði úr þeim frambærilegan skáldskap á sínu móðurmáli. Í heftinu birtust 12 smá- sögur eftir jafnmarga höfunda, 4 brot úr leikritum og 65 ljóð eftir 31 skáld. Þetta samstarf þeirra Franz og Wolfgangs lukkaðist svo vel, að rit- stjóri die horen, Johann P. Tammen, hefur tekið til birtingar þýðingar þeirra á íslenskum ljóðum í sex heft- um ritsins síðan 1986, nú síðast í mars (hefti 221, 1/2006). Þannig eru ljóðin sem birst hafa á die horen á liðnum tveimur áratugum orðin 260 talsins. FRANZ GÍSLASON ✝ Franz Gíslasonfæddist í Reykjavík 19. nóv- ember 1935. Hann andaðist á Landspít- alanum í Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 8. maí. Annað verkefni sem þeir félagar tókust á hendur var að gerast aðilar að ritröðinni Poesie der Nachbarn (Ljóðlist nágranna- landanna) sem skáldið Gregor Laschen hafði hleypt af stokkunum 1988. Þar var kjörorðið „ljóðskáld þýða ljóð- skáld“. Árið 1992 var röðin komin að Íslandi. Þá völdust sex íslensk ljóðskáld til þátttöku og hittu fyrir sex þýsk skáld í Edenkoben. Afraksturinn var ljóðasafnið Ich hörte die Farbe blau (Ég heyrði litinn bláa) sem kom út hjá edition die horen 1992. Þýsku skáldunum sex var síðan boðið til Íslands ásamt Wolfgang Schiffer. Afraksturinn var tæplega 50 þýsk ljóð sem birtust í 11. hefti (2/ 1993) tímaritsins Bjartur og frú Em- ilía. Áður hafði komið út fyrir tilstilli Franz og Wolfgangs ljóðasafnið Og trén brunnu (tíu þýðendur) 1989, og fimm árum síðar kom smásagna- safnið Sögur frá Þýskalandi (tíu þýð- endur). Framtaki þeirra félaga í Þýska- landi var langtífrá lokið. Forlag Josefs Kleinheinrichs í Münster hóf að gefa út ritröðina Isländische Lit- eratur der Moderne undir ritstjórn Gerts Kreutzers. Fyrst kom út safn ríflega 50 ljóða í þýðingu þeirra fé- laga eftir Stefán Hörð Grímsson, Geahnter Flügelschlag (Grunað vængjatak, 1992). Álíka stórt safn ljóða eftir Snorra Hjartarson kom út 1997 undir heitinu Brennend fliegt ein Schwan (Brunnin flýgur álft), og árið 2000 kom út safn ljóða eftir Bald- ur Óskarsson undir heitinu Zeitland (Tímaland). Allar voru þessar þrjár bækur tvítyngdar og tvær þær síð- asttöldu jafnframt listaverkabækur, skreyttar vatnslitamyndum eftir þýska málarann Bernd Koberling. Þrátt fyrir viðvarandi eftirspurn eftir þríprentaða heftinu af die horen frá 1986, afréð ritnefnd tímaritsins undir forustu Johanns P. Tammens að efna í nýja sýnisbók íslensks skáldskapar. Var okkur Franz falið að velja nýja texta eftir gamla og nýja höfunda og útvega fleiri þýðend- ur, en Wolfgang Schiffer var þriðji ritstjórinn. Safnritið varð 344 bls. og kom út vorið 2000 undir heitinu Wortlaut Island (Íslandi orðið). Höf- undar sem áttu þar efni í bundnu máli eða óbundnu voru 71 talsins, þaraf 22 konur, og þýðendur samtals 22, meðal þeirra 6 Íslendingar. Þann- ig hafði bókmenntalandslagið tekið róttækum breytingum á tveimur ára- tugum. Ég hef í þessum eftirmælum fjöl- yrt um þátt Franz Gíslasonar í kynn- ingu íslenskra bókmennta á þýska málsvæðinu vegna þess að hann var stærri og fjölbreyttari en annarra. Franz kom víða við á 70 ára lífsferli, einsog fram hefur komið í dánartil- kynningu og verður væntanlega nán- ar útlistað af öðrum, en framlag hans til gagnkvæmra kynna íslenskra og þýskra skálda og meðfylgjandi kynn- inga á bókmenntum þjóðanna er sennilega sá þáttur í starfsferli hans sem lengst mun varðveita minningu hans. Ástæða er líka til að hafa í minn- um, að Franz var meðal stofnenda tímarits þýðenda, Jóns á Bægisá, ár- ið 1994 og einn af ritstjórum þess til dauðadags. Starf hans á þeim vettvangi reynd- ist frjótt og heilladrjúgt. Um það get ég borið eftir 11 ára nána samvinnu sem hvergi bar skugga á, enda var Franz ljúfmenni að upplagi, þó fastur væri fyrir og færi ekki dult með skoð- anir sínar. Ég votta sonum hans þremur og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. Sigurður A. Magnússon. Franz Gíslason tók á móti mér á brautarstöðinni í Leipzig síðla sept- ember 1961, rúmum mánuði eftir að Berlínarmúrinn hafði verið reistur. Ég hafði skráð mig til náms í A-Berl- ín en átti að vera nokkra mánuði í Leipzig til að bæta þýskuna, sem ekki var burðug fyrir. Ég hafði kynnst Franz lítilsháttar í Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík en hann hafði þegar verið tvö ár í Leip- zig, þegar ég mætti til leiks. Við vor- um jafnaldrar en mér hafði dvalist nokkuð við að binda skóþveng minn að loknu stúdentsprófi áður er ég fór til náms. Verkefni Franz þetta kvöld var að koma mér á næturstað. Það var gott að njóta leiðsagnar Franz í þessum framandi heimi, sem í mörgu var frábrugðinn þeim vænt- ingum, sem við höfðum til hinnar nýju þjóðfélagsgerðar í Þýska al- þýðulýðveldinu. Ekki var það allt samkvæmt bókinni en Franz virtist kunna svar við öllu. Um þessar mundir var stór hópur íslenskra námsmanna í A-Þýska- landi, flestir í Leipzig. Franz gerðist fljótt talsmaður hópsins og var óþreytandi að liðsinna mönnum í alls- konar vanda, hvort sem hann var tengdur námi, húsnæði eða jafnvel agamálum. Franz var alltaf hinn skilningsríki og þrautseigi talsmaður hópsins gagnvart yfirvöldum. Ég minnist þess, þegar einn nýliðinn í hópnum hafði gerst óþarflega há- vaðasamur á járnbrautarstöðinni að næturlagi og var stungið inn. „Ekki væri við hæfi að synir íslenskrar al- þýðu, sem nytu gestrisni Þýska al- þýðulýðveldisins, væru með hávaða og drykkjulæti á almannafæri“. Al- varlegust var þó sú ásökun, að náms- maðurinn hafði kallað lögregluþjón Þýska alþýðulýðveldisins „fasista“. Franz mætti niður á lögreglustöð og útskýrði með sinni alkunnu ró og þolinmæði, að íslenskir alþýðusynir væru flestir af sjómönnum komnir en þar á bæ væri það lenska að fá sér vel í staupinu á tyllidögum. Skamm- aryrðið, sem námsmaðurinn valdi lögreglunni, skýrði Franz með því að hann væri nýkominn til náms og kynni ekki önnur þýsk blótsyrði en „fasisti“, sem hann hafði gripið til, þegar honum fannst hann vera beitt- ur órétti, og bæri engan veginn að túlka það í pólitískum skilningi. Ég eyddi mörgum stundum með Franz á meðan við dvöldum báðir í A-Þýskalandi, þó þeim fækkaði, þeg- ar ég flutti mig til Berlínar. Eftir- minnilegri eru mér þó sumrin heima á Íslandi. Við höfðum báðir lag á því að koma okkur í vinnu snemma vors og lágu leiðir okkar því oft saman í tilfallandi byggingarvinnu eða öðru, sem líklegt var að gæfi góðar tekjur. Á þessum tíma kynntist ég einnig móður Franz, Ólöfu Gissurardóttur, sem hann sýndi mikla umhyggju. Franz Gíslason var ekki maður sýndarmennskunnar, hann var blátt áfram, kom til dyra eins og hann var klæddur, og gat stundum virkað eilít- ið óheflaður. Ekki bar hann það utan á sér að vera fræðimaður en eftir hann liggja fjölmörg fræðistörf á sviði bókmennta og ljóðlistar. Hann var traustur og vinur vina sinna. Áberandi var, hversu mikla þolin- mæði og skilning hann hafði með minnimáttar. Ef ég ætti að velja mér félaga til göngu yfir Sprengisand að vetrarlagi, væri Franz Gíslason efst- ur á lista. Ekki dekra ég við þá trú að við eig- um eftir að hittast í öðrum heimi. En þau árin, sem mér verða gefin um- fram Franz, mun ég gjarnan rifja upp þær ánægjulegu og lærdómsríku stundir, sem ég átti í denn með vini mínum Franz Gíslasyni. Ég er þakk- látur fyrir þær minningar. Örn Erlendsson. Eftir áralanga vináttu getur kald- hæðni örlaganna ekki verið meiri. Þegar Franz Gíslason dó fimmtudag- inn 26. apríl hafði hann þegar fengið flugmiðann til Kölnar í hendurnar til að koma og fagna afmælisdegi mín- um í vinahópi í dag á útfarardegi hans sjálfs. Og nú sit ég í þessum hópi án besta vinar míns og vildi að ég væri á Íslandi til þess að kveðja hinn látna í síðasta sinn, ekki bara með orðum heldur með persónulegri nærveru. Þessi maður breytti lífi mínu, allt frá þeirri stundu er við hittumst fyrst. Áhugi hans á hlutskipti manna, á bókmenntum og menningu, afstaða hans til veraldarinnar og pólitísk sannfæring hans, allt þetta snerti spurningarnar sem einnig ég leitaði svara við, og þannig leituðum við í sameiningu að mörgum þessara úr- lausna, frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar fram á þennan dag. Og brátt smitaðist ég af djúpstæðri ást hans á landi sínu sem gerði það að verkum að mér fannst ég eiga svolítið heima á Íslandi og mun ætíð finnast. Við andlát hans missi ég ekki að- eins einn allrabestan vin, íslenskar bókmenntir, einkum ljóðin, glata ein- um þýðingarmesta milligöngumanni sínum. Ég ætla ekki að telja upp allar þær bækur og bókmenntakafla sem með útkomu sinni vitna um viðvar- andi ávinning vináttu okkar, sem varð til þess að um hundrað skáld, áð- ur að mestu óþekkt í Þýskalandi, létu rödd sína heyrast þar í landi, í það minnsta með hluta verka sinna. Með- al þeirra nokkrir sem ekki vildu eða gátu talað fyrir sig sjálfir, eins og Stefán Hörður Grímsson eða Snorri Hjartarson. Útgefandi tímaritsins „die horen“ og góður vinur okkar, Jo- hann P. Tammen, kallaði Franz „Is- lands profiliertesten Poesie-Scout“ í fréttatilkynningu sinni um andlát hans og hann hefur rétt fyrir sér, jafnvel í þeim skilningi að það er líka óeigingjörnu framlagi hans og meira en tuttugu ára þrautseigju að þakka, að íslenskar bókmenntir standa nú líka með miklum blóma á almennum þýskum bókamarkaði. Oft hafði ég á tilfinningunni að Franz hefði ekki hlotið þá viðurkenn- ingu íslensks samfélags sem hann verðskuldaði fyrir hið mikilsverða hlutverk sem hann hafði með hönd- um í menningarskiptum milli landa okkar. Minnar virðingar hefur hann alltaf notið fyrir þetta starf. Franz mun aldrei líða mér úr minni. Wolfgang Schiffer. Vinur minn Franz A. Gíslason er allur. Þetta bar brátt að, bara nokkr- ar vikur síðan ég talaði við hann í síma og þá var hann á fullu við þýð- ingar úr þýsku og horfði björtum augum til framtíðar. Ég kynntist honum reyndar fyrst sem skáldi. Hann orti í Skólablað Menntaskólans í Reykjavík og gott hvort við náðum honum ekki inn í kommaselluna í MR strax þá. Við höfðum síðan spurnir hvor af öðrum árin þarna á eftir. Hann fór til náms í A-Þýskalandi en ég í Svíþjóð. Hann var með í hinum fræga SÍA-hóp, ís- lenskra sósíalista austan tjalds, sem hélt uppi þjóðfélagsrýni, sem varð mjög þekkt á sínum tíma. Þegar við komum frá námi erlend- is mörgum árum seinna lágu leiðir okkar saman á ný, þá í forystu Æsku- lýðsfylkingarinnar. Samvinna okkar var sérstaklega mikil á árunum rétt fyrir og um 1970. Fylkingin hóf að starfa sem sjálfstæð pólitísk samtök upp úr 1966. Hún leiddi fjöldavirkni og einbeitti sér í andstöðu við stefnu og stríð Bandaríkjanna í Víetnam, og andstöðu við veru hersins á Íslandi og aðildarinnar að NATO. En líka beitti Fylkingin sér fyrir baráttu gegn atvinnuleysi meðal íslensks verkafólks og fyrir harðari verka- lýðsbaráttu. Sérstaklega minnist ég framlags Franz í baráttuaðgerð sem kölluð var NATO 68. Þá var verið að undirbúa fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna á Íslandi og Fylk- ingin hóf af því tilefni að undirbúa mótmæli gegn verunni í NATO. Tals- vert kom af NATO-andstæðingum frá hinum Norðurlöndunum til þess- ara aðgerða. Sérstaklega komu þarna 20 Grikkir, útlagar í Svíþjóð, sem komu sérstaklega til að mót- mæla Pippinelli, utanríkisráðherra Grikklands, sem þarna kom, en hann var einn af helstu foringjum grísku herforingjastjórnarinnar sem þá sat að völdum. Franz átti mjög mikil- vægan þátt í allri þessari skipulagn- ingu. Franz var góður og skemmtilegur félagi og mikið voru skemmtileg kvöldin í Eskihlíðinni á þessum árum hjá Franz og Sigrúnu, þáverandi konu hans. Staddur fjarri Íslandi, sendi ég öll- um aðstandendum og vinum Franz mínar samúðarkveðjur, sérstaklega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.