Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 67

Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 67 DAGBÓK Strákurinn Bogi. Norður ♠K987 ♥K54 V/NS ♦107 ♣10843 Vestur Austur ♠DG ♠Á6532 ♥G2 ♥9 ♦965 ♦ÁDG942 ♣DG9762 ♣K Suður ♠104 ♥ÁD108763 ♦K3 ♣Á5 Norðmaðurinn Boye Brogeland er atvinnumaður í brids og fastagestur á íslensku bridshátíðinni. Hann fer víða og var í New York í síðustu viku að spila í Cavendish-mótinu. Eitt er víst um Boga – hann er alltaf til í þrjú grönd. Hér er dæmi frá Cavendish, en Boye var í suður með sjölitinn í hjarta: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull 1 hjarta 2 lauf 2 hjörtu 2 spaðar 3 grönd Pass Pass Dobl Allir pass Það er ekki hægt að hreyfa við þremur gröndum og Boye fékk reynd- ar ellefu slagi. Út kom spaðadrottning, sem hann dúkkaði. Hann lagði á spaða- gosann í næsta slag og austur skipti í örvæntingu yfir í tíguldrottningu - kóngur upp og 1150 í NS. Þriggja granda sögnin er vel hugs- uð, enda hönd suðurs grandleg þrátt fyrir sjölitinn í hjarta. Og úr því að spaðinn er þriðji litur andstöðunnar er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir ein- hverjum styrk hjá makker þar. Fjögur hjörtu fara niður með bestu vörn, en unnust þó á nokkrum borðum eftir spaðadrottningu út. Ef sagnhafi dúkkar spaðadrottninguna missir vörnin allt samband og laufslagurinn fer fyrir lítið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. d4 d5 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 0-0 6. e3 h6 7. Bh4 Re4 8. Rxe4 dxe4 9. Bxe7 Dxe7 10. Rd2 f5 11. Be2 b6 12. 0-0 Bb7 13. Rb3 Rd7 14. Hc1 c5 15. Dc2 cxd4 16. Rxd4 e5 17. Rb3 f4 18. exf4 exf4 19. f3 exf3 20. Bxf3 Bxf3 21. Hxf3 Re5 22. Hh3 f3 23. De4 Had8 24. Kh1 Dg5 25. gxf3 Rd3 26. De6+ Kh8 27. Hf1 Staðan kom upp á skákmóti öðlinga sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Bjarni Sæmundsson (1810) hafði svart gegn Bernard J. Scudder (1725). 27. ... Rf2+! og hvítur gafst upp þar sem hann verður mát eftir 28. Hxf2 Hd1+. Bjarni hefur unnið ötullega að því að slá inn skákir sem tefldar hafa verið á íslenskum skákmótum, þ. á m. á skák- mótum öðlinga. Hægt er að nálgast skákirnar á Netinu á síðunni: http:// www.mmedia.is/~bjarnism/skak/ abc.htm. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Háskóli Íslands býður næsta haust upp ánýtt meistaranám í alþjóðasam-skiptum. Háskólinn hefur fengið hing-að til lands doktor Michael T. Corgan sem kenna mun tvö námskeið á komandi vetri: „Nám í alþjóðasamskiptum er sniðið að þörfum þeirra sem vilja starfa við ríkis- og alþjóðastofn- anir og samtök sem fást við verkefni á alþjóð- legum vettvangi, svo sem friðargæslu, umhverf- ismál, uppbyggingu stofnanakerfis og heil- brigðiskerfis, svo nokkuð sé nefnt. Alþjóða- samskipti fást einnig við viðskipti og markaði í hnattrænu samhengi auk þess að fjalla um stað- bundin stjórnmál og menningar- og mannfræði,“ segir Michael. „Um er að ræða þverfaglegt nám sem er sam- runi hefðbundinna utanríkismálafræða, stjórn- málasögu, hagfræði, lögfræði, sögu, mannfræði og stjórnunarfræða.“ Sem fyrr segir mun Corgan kenna tvö nám- skeið næsta vetur. Hið fyrra er á meistarastigi, „Global Governance and Global Hegemony“ (Al- þjóðleg stjórnun og forysta): „Námskeiðinu er ætlað að veita lengra komnum sýn á þær mörgu stefnur sem finna má um stjórnun og samruna al- þjóðastofnana. Fjallað er um helstu hreyfingar og atburði frá lokum síðari heimsstyrjaldar,“ segir Michael. Hitt námskeiðið ber heitið „International Law and International Organization“ (Alþjóðalög og -stofnanir) og er á grunnstigi. „Námskeiðið fjallar um þær stofnanir og grundvallarlög sem gegna æ mikilvægara hlutverki í heimsmálum. Rætt er um hvernig stofnanir og lög munu þróast og styrkjast og helstu vandamálum tengd þeirri þróun gerð skil.“ Michael Corgan hefur átt fjölbreyttan feril og fékk áhuga á alþjóðasamskiptum strax á unga- aldri þegar hann bjó í Vestur-Þýskalandi ekki löngu eftir seinna stríð. Faðir hans var liðsforingi í Bandaríska hernum og var fjölskyldan iðulega á faraldsfæti: „Sjálfur gekk ég til liðs við sjóherinn og skoðaði heiminn gegnum það starf. Styrktist áhugi minn á alþjóðamálum enn frekar við þau tilgangslitlu hernaðarverkefni sem ég var látinn sinna. Þá sá ég nauðsyn þess að skilja hvernig heimurinn gengur fyrir sig, ef takast ætti að bæta þau skil- yrði sem fólk þarf að búa við.“ Michael kom fyrst til Íslands fyrir 40 árum, þá starfandi við varnarliðið. Hann gegndi Fullbright- kennslustöðu við Háskóla Íslands 2001: „Alþjóða- samskipti skipta ekki síst sköpum fyrir smáar þjóðir líkt og Ísland. Velferð smárra ríkja veltur á að í heiminum ríki stöðugleiki og réttlæti. Smáríki geta ekki þvingað fram slíkar aðstæður heldur hafa sem sitt sterkasta vopn samningaviðræður, opna umræðu og að veita góða fyrirmynd.“ Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, www.felags.hi.is. Menntun | Nýtt framhaldsnám í alþjóðasamskiptum í boði við Háskóla Íslands í haust Alþjóðakerfið grannskoðað  Michael Thomas Corgan fæddist í Pitts- burgh í Pennsylvaníu 1941. Hann lauk BS- prófi í skipaverkfræði frá Akademíu banda- ríska sjóhersins 1963, MPA-prófi frá Wash- ington-háskóla 1975 og doktorsgráðu í stjórn- málafræði frá Boston- háskóla 1991. Michael starfaði fyrir sjóherinn frá 1963–1988. Hann hefur fengist við ýmis fræðastörf, síðast sem dósent í alþjóðasamskiptum við Boston- háskóla frá 1996. Michael er kvæntur Sallie K. Riggs og eiga þau fjórar dætur. Evróvisjónáfall! ÞAÐ var áfall að sjá að framlagi Ís- lands var hafnað í forkeppninni sl. fimmtudagskvöld í Evróvisjón í Grikklandi. Hafi Silvía Nótt ekki verið háttvís í sínum leik og fram- setningu var framkoma tónleika- gesta móðgun við hana og Íslend- inga. Það að púa á hana þegar hún kom inn á sviðið er bara dónaskap- ur og ekkert annað! Þess vegna legg ég til að við hér á Íslandi tök- um EKKI þátt í atkvæðagreiðsl- unni nk. laugardagskvöld. Fyrir því eru tvær ástæður; ónærgætni og dónaskapur við Silvíu Nótt í út- sendingunni frá Aþenu – svo hitt; óhóflega hátt gjald fyrir að greiða atkvæði hér heima 100 kr. Það kostar t.d. aðeins 3 kr. ísl. að greiða atkvæði í síma í Danmörku! Sýnum samstöðu; mótmælum dónaskap Grikkja og höfnum háum símakostnaði við að greiða atkvæði í Evróvisjón. Sjónvarpsáhorfandi. Sviss og Ísland ÉG get ekki látið ógert að bregðast við bréfi til blaðsins eftir Jakob Björnsson, „Enn um ferðamenn til Sviss“ frá 7. maí sl. Þar er ólíku saman að jafna, Íslandi og Sviss. Sviss er gróðursælt land. Þegar náttúruhamfarir dynja yfir, svo sem snjó- eða vatnsflóð og aurskriður, sjást varla ummerki um þær að ári liðnu, því gróðurinn er óvenju fljót- ur að gróa og græða sárin. Hafa ber í huga að á Íslandi er hins vegar viðkvæm jörð, nánast gróðurlaus, veðráttan er öllu harð- ari en á meginlandi Evrópu. Hvaða fólk sækir Sviss heim? Mestmegnis Japanir, efnaðir Bandaríkjamenn, Hollendingar á húsbílum, því Sviss er dýrt ferða- mannaland. En það hvílir einhver dýrðar- og ríkidæmisljómi yfir landinu. Nei, í Sviss eru svo sann- arlega engin „ósnortin víðerni“, öðru nær! Það er morandi í mann- virkjum, maður sér varla í náttúru fyrir þeim. Ef mann langar að vera í friði fyrir hávaða og háreysti þarf að fara langar leiðir inn til dala. Fólk sem vill sækja Ísland heim er að stórum hluta til af öðrum toga: Það sækir í ósnortna náttúru, en Ísland er ekki allra. Ég tel mig heppna að hafa kynnst Íslandi fyrir um 15 árum, þar var enn einhvert „sakleysi“ á sveimi. Ingrid, Íslandsvinur frá Austurríki, búsett í Sviss. Silfurarmband týndist SILFURARMBAND með lauf- blaðamunstri týndist sl. miðvikudag eða fimmtudag. Skilvís finnandi hringi í síma 553 6168 eða 847 0022. Lítil kisa í óskilum LÍTIL, svört og hvít læða ca 6 mánaða er í óskilum á Baldursgötu 25. Hún er ómerkt og ólarlaus. Upplýsingar í síma 552 5859 og 847 1064. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, 20. maí, eráttræð Sarah Ross Helgason, Hvassaleiti 30, Reykjavík. Af því til- efni munu börn hennar halda henni veislu í veislusal Kiwanishússins að Engjateigi 11, milli kl. 15 og 18. Allir vinir og vandamenn velkomnir. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Hlín, Harpa og Hrund, héldu tombólu og söfnuðu 4.150 kr. til styrktar fyrir söfnun Rauða kross Íslands, fyrir krakka í Afríku. Á myndina vantar Rannveigu. Hlutavelta dagbók@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Lækjargata 2a 101 Reykjavík sími 511-5001 opið 9.00 - 22.00 alla daga Tvær saman 4.990,- Tilboð gildir út maí. 3,990,- 2,990,- 30 % afsl. Til sölu nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir í grónu hverfi, 2ja, 4ra og 5 herbergja • Tveggja herbergja 80 m² • Fjögurra herbergja 135 m² • Fimm herbergja 143 m² Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum. Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum. Stofurnar eru 30-40 m². Á gólfum eru flísar og gott eikarparket. Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni. Stutt í golfvöll. Hrauntún ehf. byggir Uppl. gefur Örn Ísebarn byggingameistari í símum 896 1606 og 557 7060. Dæmi um 5 herb. íbúð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.