Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 70

Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 70
70 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER ekki einleikið hve margir fá svipaða hugmynd á sama tíma á mis- munandi stöðum án þess að vita af hinum. Á nokkrum dögum sá ég leik- rit Skagaleikflokksins, Hlutskipti, um fjögur systkini sem koma saman til þess að skipta eigum foreldra sinna en móðirin er heilabiluð og fað- irinn látinn; ég sá líka leikrit Hug- leiks, Systur, sem er um þrjár systur sem koma saman til þess að skipta eigum af æskuheimilinu en móðirin er látin og faðirinn liggur fyrir dauð- anum; ég sá leikhópinn Frú Emelíu sýna verkið Hundrað ára hús sem fjallar að mestu um lífið á hjúkr- unarheimili aldraðra og heilabilaðra og svo heyrði ég útvarpsleikritið Það er kominn maður um miðaldra konu sem er ásótt af látnum eiginmanni sínum. Í öllum verkunum er reynt að gera upp við fortíðina með mis- jöfnum árangri og í öllum verkunum er með einum eða öðrum hætti vikið að ofbeldi, kúgun, vanrækslu og þögn um það sem skiptir máli. Í sam- félaginu ríkir augljóslega þörf fyrir umfjöllun af þessu tagi. Hlutskipti er splunkunýtt verk eft- ir Kristján Kristjánsson sem hefur tvisvar sinnum áður skrifað fyrir Skagaleikflokkinn. Leikritið er vel samið, einkum hvað varðar bygg- inguna, en farið er reglulega aftur í tímann fyrir tilstilli yngstu syst- urinnar sem vill koma systkinum sín- um í skilning um hvað gerðist undir því yfirborði sem foreldrarnir vildu hafa á hlutunum. Eftir því sem lengra er farið inn í fortíðina því fús- ari verða hin systkinin til þess að taka þátt í sannleiksleitinni og er að- dragandi upprifjunarinnar mjög smekklega skrifaður. Það er einnig mjög haganlega byggt upp hvernig móðirin er sýnd fyrst sem heilabiluð í hjólastól og að lokum, þegar áhorf- endur verða forvitnir um uppruna hennar og ástæður fyrir lífsferli hennar, er hún aftur komin í stólinn, orðin að barni. Inga Bjarnason leikstjóri á marg- ar sýningar að baki í atvinnu- og áhugaleikhúsi. Leikstjórn hennar hér er feikna örugg og skemmtileg hvað varðar rýmisnotkun þar sem leikmyndin er svo stór hluti af sýn- ingunni; hvað varðar persónusköpun og ekki síst hvað varðar afar góðan stuðning við texta höfundarins og góða samvinnu við lýsingar- og bún- ingahönnuð. Hún skapar látlaust en sprelllifandi leikhús þar sem auðvelt er að gleyma stund og stað með per- sónunum sem mjög misreyndir leik- ararnir skapa. Aðeins á einum stað hefði leikstjórinn mátt skera niður texta höfundarins en það er atriði úr fortíðinni þegar móðirin vekur yngstu dóttur sína um nótt til þess að þvinga upp á hana harm sinn. Hlutverk systkinanna og móð- urinnar eru draumahlutverk drama- leikaranna. Einkum er hlutverk móðurinnar stórt en það lék Guð- björg Árnadóttir dæmalaust vel. Hún sýndi móðurina á ýmsum ald- urskeiðum, alltaf ákveðna en þó kúg- aða, glaða, dapra eða örvænting- arfulla. Yngsta dóttirin sem kemur öllu af stað var leikin af Þórdísi Ingi- bjartsdóttur, hún skapaði eftir- minnilega persónu sem óx og dýpk- aði eftir því sem á leið. Sigríður Birgisdóttir lék elstu systurina af ör- yggi og Vala Bergland var mjög af- slöppuð og örugg í hlutverki þeirrar í miðið sem hafði snemma farið sína leið. Bróðirinn var vel leikinn af Gísla Baldvini Gunnsteinssyni, hann kom auðveldlega út bæði hlátri og tárum áhorfenda. Það er óhætt að hvetja Skaga- menn og aðra til að sjá þetta nýja frumsamda leikrit um íslenskan veruleika því að hópurinn sem að því stendur skildi mig eftir hugsi yfir hlutskipti mannanna og ánægða yfir því hvað sýningin fer djúpt á hin list- rænu mið. Lögunum flett af LEIKLIST Skagaleikflokkurinn Höfundur: Kristján Kristjánsson. Leik- stjóri: Inga Bjarnason. Ljósahönnun: Hlynur Eggertsson. Búningar: Steinunn Björnsdóttir og leikhópurinn. Sýning 4. maí 2006. Hlutskipti Hrund Ólafsdóttir ELFAR Guðni hefur opnað sýningu í Lista- og menningar- verstöðinni Hafnargötu 9, Stokkseyri. Á sýningunni eru myndir málaðar með olíulitum á striga. Flestar eru myndirnar málaðar við hafið, í þeim sí- breytileika sem þar er. Sýn- ingin er opin frá kl. 14 til 18 alla daga. Henni lýkur 11. júní. Olíumálverk Elfars Guðna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar um helgina Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill ásamt tilboðsseðli öll kvöld. RONJA RÆNINGJADÓTTIR Í dag kl. 14 UPPS. Su 21/5 kl. 14 UPPS. Su 28/5 kl. 14 UPPS. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 22:30 UPPS. Su 28/5 kl. 20 UPPS. Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 22:30 UPPS. Má 5/6 kl. 20 Þri 6/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Su 21/5 kl. 20 Fi 25/5 kl. 20 Fö 26/5 kl. 20 Mi 31/5 kl. 10 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 Lau 3/6 kl. 20 Má 5/6 kl. 20 Fi 8/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20 Lau 10/6 kl. 20 HLÁTURHÁTÍÐ Fi 25/5 kl. 22:30 BANANABIKARINN MIÐAVERÐ 1.000 Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur og Leik- félagi Akureyrar, keppa í leikhússporti. Su 28/5 kl. 20:00 HLÁTURNÁMSKEIÐ MIÐAVERÐ 1.000 Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason kenna hláturjóga. BELGÍSKA KONGÓ Mi 24/5 kl. 20 UPPS. SÍÐUSTA SÝNING NAGLINN Fi 1/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING TENÓRINN Lau 27/5 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING 25 TÍMAR DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 2006 9 verk verða frumsýnd sem keppa til verðlauna. Fi 8/6 kl. 20 Teldu mig með. Höf. Ólöf Ingólfsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman. Elsku bróðir. Höf. Steinunn Ketilsdóttir. Blind ást. Höf. Rebekka Rán Samper. Tommi og Jenni. Höf. Elma Backman, Stefán Hallur Stefánsson ogHalldóra Malín Pétursd. Boðorðin 10. Höf. Marta Nordal. Guðæri. Höf. Ólafur Darri Ólafsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Dillir dó og Dummi. Höf. Benóný Ægisson. Shoe size nine months. Höf. Peter Anderson. Stigma. Höf Andreas Consantinou. MIÐAVERÐ 2.500. Miðasala hafin. Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september! Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi. Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi. Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní.                                      !   " #   $$$     %                                        ! "   #   $     % #    &'()*++,  % #      -.. &//  )().(01 23 -'145(, '&0-60(0        $       #    &'()*++,      &'()*++, Borgarskjalasafn Reykjavíkur Laugarnesskóli 70 ára Sögusýning í sal skólans laugardag og sunnudag kl. 11-16. Kosningarminjar fyrri ára Sýning í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Opin kl. 13-17. Ókeypis aðgangur – allir velkomnir 100 ára hús eftir Jón Atla Jónasson Lokasýningar í Reykjavík Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar Miðvikudagur 24. maí kl 22:00 Fimmtudagur 25. maí kl 22:00 Föstudagur 26. maí kl 22:00 Takið eftir óvenjulegum sýningartíma Sýnt á Ylströndinni í Nauthólsvík Munið hlýlegan klæðnað í vorstemningunni Miðasala í síma 899 8163 fruemilia@simnet.is og við innganginn. www.100arahus.blogspot.com OPNAÐ hefur verið fyrir sumarið á Minjasafni Aust- urlands og nýja grunnsýn- ingin, „Sveitin og þorpið“, ásamt sýningu á forn- munum frá Þjóðminjasafni Íslands, er nú opin alla daga frá kl. 11–17. Enn- fremur er vakin athygli á þeirri nýjung að aðgangur er ókeypis á miðviku- dögum, og á þeim dögum frá 14. júní til 30. ágúst verða þjóðháttadagar viku- lega kl. 17.30–20. Þátttaka í handverki á þjóðhátta- dögum kostar 500 kr. Að- gangseyrir í safnið er 400 kr. á mann og frítt er inn fyrir börn. Afsláttur er veittur hópum og eldri borgurum. Morgnblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá Minjasafni Austurlands. Sumaropnun í Minjasafni Austurlands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.