Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 80
' &
(
"
)
4 . *E '%*M% .#M 0
&2 *
N N N N N N SÁRASÓTTAR- eða sýfilistilfellum
hefur fjölgað hér á landi síðustu árin
en sjúkdómurinn var sárasjaldgæfur
hér á landi á níunda og tíunda áratug
síðustu aldar. Ekki eru fyrirliggj-
andi einhlítar skýringar á orsökum
þessa en sambærilega þróun má
greina í nágrannalöndunum.
Frá árinu 2000 hafa greinst hér
2–9 tilfelli árlega, flest á árabilinu
2000–2002. Flest eru tilfellin meðal
innflytjenda sem smitast erlendis og
greinast við eftirlit við komu til
landsins, að því er fram kemur í far-
sóttarfréttum landlæknisembættis-
ins. Flestir eru einstaklingarnir á
aldrinum 20–39 ára og virðist sjúk-
dómurinn algengari á meðal karla en
kvenna.
Getur verið erfiður sjúkdómur
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir
segir að embættið verði vart við fleiri
tilfelli en áður og vilji vekja athygli
almennings á þessu. Stök tilfelli hafi
greinst hér áður fyrr, en smitanirnar
undanfarin ár séu langt umfram það
sem búist hafi verið við.
„Menn sjá þetta svolítið í ná-
grannalöndunum líka og þetta virð-
ist tengjast karlmönnum frekar en
konum,“ sagði Haraldur.
Hann bætti við að menn væru að
velta fyrir sér hvort þetta tengdist
sérstaklega samkynhneigðum karl-
mönnum, en sjúkdómsins gætti líka
hjá konum. „Það er almennt viss
aukning í þessum efnum og það er
eitthvað sem verður að hafa í huga,“
sagði hann ennfremur.
Hann sagði að í sjálfu sér væri ein-
falt að meðhöndla sárasótt, en sjúk-
dómurinn gæti verið erfiður í grein-
ingu, sérstaklega ef hann greindist
ekki á frumstigi þegar staðbundið
sár kæmi fram. Sárið hyrfi og ef
sjúkdómurinn væri ekki meðhöndl-
aður færi hann yfir á annað stig sem
gæti verið mjög erfitt í greiningu. Ef
það væri ekki meðhöndlað færi sjúk-
dómurinn yfir á þriðja stig og yrði
krónískur sjúkdómur sem legðist á
æða- og miðtaugakerfið. Það væri
því mjög mikilvægt að greina sjúk-
dóminn og meðhöndla strax.
Haraldur benti jafnframt á að
kynsjúkdómar væru því marki
brenndir að þeir kæmu í bylgjum.
„Við viljum auðvitað reyna að stöðva
þetta og koma í veg fyrir að þetta
verði að faraldri. Til þess þarf að
greina sjúkdóminn og meðhöndla
strax, því það er leiðin til að stöðva
útbreiðslu hans,“ sagði Haraldur.
Hann bætti því við að fólk þyrfti
almennt að viðhafa varúð við skyndi-
kynni og nota smokkinn.
Sárasótt-
artilfellum
fjölgar hér
á landi
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
www.xf.is
www.f-listinn.is
KALT hefur verið á landinu undan-
farna daga og hefur kuldinn haft áhrif
á sprettu hjá bændum, að sögn Ólafs
Dýrmundssonar, ráðunautar hjá
Bændasamtökum Íslands. Ólafur
segir að eftir hlýindaskeið í fyrstu og
annarri viku maí hafi kólnað og verið
fremur þurrt í veðri. Því kaldara sé
eftir því sem norðar dregur. Kuldinn
hafi þau áhrif að lítið spretti.
„Það var svolítið farið að spretta
um daginn, sérstaklega í túnum, en
enn er eiginlega engin spretta í út-
haga,“ segir Ólafur.
Hann bendir á að víða sé sauðburð-
ur enn í fullum gangi en sums staðar
sé honum lokið. Erfitt sé fyrir ærnar
að vera með lambféð mjög lengi á
húsi. Þá skipti miklu þegar féð kemur
úr húsi að gróður hafi sprottið.
„Nú vonast bændur innilega eftir
því að það fari að hlýna og rigna svo-
lítið líka,“ segir Ólafur einnig. Á þess-
um árstíma muni um hvern dag fyrir
bændur, meðal annars vegna tún-
anna. „Menn eru farnir að bera á tún,
sem skiptir máli upp á það hvenær
þeir geta byrjað heyskap. Þeir sem
eru með skógrækt og trjáplöntur
hugsa líka um veðrið,“ segir hann.
Ólafur segir að undanfarin ár hafi
verið töluvert um milda vetur. Vorið
hafi farið vel af stað en svo hafi komið
kuldaskeið. Í fyrra hafi vorað seint en
menn voni að svo verði ekki í ár. „Mér
finnst þetta líta heldur betur út
núna,“ segir Ólafur.
Hann kveðst telja að almennt eigi
bændur nóg fóður. Hafa beri þó í
huga að á norðanverðu landinu hafi
vetrað mjög snemma og bændur því
þurft að bæta um mánuði við hefð-
bundinn fóðurgjafartíma. „Það er
hugsanlegt að núna séu heybirgðir
orðnar litlar hjá einum og einum
bónda. En í heildina hygg ég að það
sé allt í góðu lagi og hjá flestum
bændum séu nægileg hey.“
Minni spretta vegna kulda
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ærin Þoka vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar allt í einu fór að snjóa og komið langt fram í maí. Þegar frétta-
ritari rakst á hana var að stytta upp aftur og Þoka var að athuga hvort ekki væri einhvers staðar gras að hafa.
LAUFEY Blöndal, nemi í 8. bekk í Austurbæjar-
skóla, sló í vetur met í lestri bóka þegar hún las
um 28 þúsund blaðsíður yfir veturinn, en lest-
urinn var hluti af námsefninu í bókasafnstímum
skólans. „Til að fá okkur til að lesa þá urðum við
að lesa 2000 síður fyrir lok ársins til að fá ein-
kunn,“ sagði Laufey. Hún sló met sem sett var
fyrir tveimur árum. Þá las stúlka 60 bækur yfir
veturinn en Laufey las um helmingi fleiri eða
120 bækur. Laufey sagði að hún hefði helst lesið
skáldsögur í vetur þar sem henni leiddust fræði-
bækur og ekki hefði mátt skrá skólabækur á
lestraryfirlitið.
Aðspurð um hvaða bækur hún hefði lesið sagði
Laufey að hún hefði m.a. lesið sjöttu Harry Pott-
er-bókina, Wuthering Heights og bækur eftir
Meg Cabot, sem væri hennar uppáhaldsrithöf-
undur. Skemmtilegastar þættu henni ævintýra-
bækur og unglingabækur en Laufey sagðist
einnig hafa lesið bækur á ensku og bætti því við
að henni þætti best að lesa bækurnar á uppruna-
lega tungumálinu fremur en þýddar bækur.
Lesturinn fór fram bæði heima og í skólanum en
vinkonur hennar bönnuðu henni að lokum að
lesa í frímínútum þar sem ekki hafi verið hægt
að ná sambandi við hana, en hún las að jafnaði
sex bækur í viku. Laufey bætti því við að henni
þætti skemmtilegra að lesa á kvöldin heldur en
að horfa á sjónvarpið en hún taldi mikinn lestur
bóka ekki vera algengan á meðal krakka á henn-
ar aldri, sumar bekkjarsystur hennar læsu tölu-
vert en hún greindi ekki mikinn áhuga hjá
bekkjarbræðrum sínum. Laufey sagðist ekki
skrifa mikið sjálf en hún hefði reynt það nokkr-
um sinnum. „Ég hef lesið það mikið að alltaf þeg-
ar ég ætla að skrifa eitthvað þá hugsa ég að ég
hafi lesið það.“
Um framtíðina taldi Laufey líklegt að hún
myndi starfa við eitthvað tengt bókmenntum,
t.d. sem bókasafnsfræðingur eða bókmennta-
fræðingur, en það væri óráðið að svo stöddu.
Hún væri a.m.k. staðráðin í að slá metið að ári.
Las 28 þúsund blaðsíður í vetur
Morgunblaðið/Ómar
Laufey Blöndal við bókaskápinn heima.
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
BJÖRK Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formað-
ur velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hefur efa-
semdir um það fyrirkomulag að fasteignafélagið
Nýsir hf. hafi tekið yfir byggingu þriggja fjölbýlis-
húsa með 78 íbúðum fyrir aldraða á Markarreitn-
um á Suðurlandsbraut, en Reykjavíkurborg út-
hlutaði sjálfseignarstofnuninni Markarholti lóðum
einvörðungu gegn greiðslu gatnagerðargjalda.
„Þegar svona lóðum er úthlutað þá er það með
lágmarks gatnagerðargjöldum vegna þess að gert
er ráð fyrir samfélagslegri uppbyggingu. Það var
sjálfseignarfélag sem fékk úthlutunina og það má
ekki hagnast á þessu,“ segir Björk. „Félagið var
þarna til að þjóna ákveðnum hópi borgarbúa, þ.e.
öldruðum. Ef félagið framselur þessa eign yfir til
hlutafélagsins Nýsis þá verðum við að skoða hvort
það sé í lagi. Að sjálfsögðu hef ég efasemdir um
þetta því að þegar borgin úthlutar lóð til að ýta
undir uppbyggingu þjónustuíbúða í borginni þá
liggur náttúrlega ekki sú hugsun að baki að velvild
borgarinnar verði framseld til fjármagnsfyrirtæk-
is sem hagnast af því. Þetta var hugsað sem þjón-
ustuíbúðir sem yrðu í tengslum við hjúkrunar-
heimili og þá þjónustu sem þarna yrði byggð upp.
En ég veit ekki hvaða hugmyndir Nýsir hefur um
slíka uppbyggingu og auðvitað vil ég skoða það.“
Keypti félagið háu verði
Nýsir keypti Mörkina eignarhaldsfélag ehf. og
tók við verkinu fyrir fáeinum vikum og herma
heimildir Morgunblaðsins að það hafi verið gert að
beiðni Landsbanka Íslands. Gert hefur verið ráð
fyrir að fyrstu íbúðirnar verið tilbúnar í ársbyrjun
2007, en það var áður en Nýsir tók við. Að sögn
Sigfúsar Jónssonar, framkvæmdastjóra Nýsis, má
búast við að þessi áætlun standist með því að íbúð-
irnar verði tilbúnar á fyrri hluta næsta árs. Hann
segir Nýsi hafa keypt Mörkina eignahaldsfélag
ehf. á háu verði en kaupverðið sé trúnaðarmál.
Hlutafélagið og byggingaráfangann hafi Nýsir
keypt og tekið yfir skuldir félagsins um leið.
Þessa dagana er Nýsir í miðjum klíðum við yf-
irtökuna og eftir er að ljúka málinu gagnvart
Reykjavíkurborg að sögn Sigfúsar. Viðræður við
borgina standa yfir um það hvernig ljúka eigi ferl-
inu. Hann segir það mikið hagsmunamál fyrir
borgina að byggja upp almennilega þjónustu og
gott samfélag fyrir aldraða á staðnum. Hann segir
umræddar lóðir alltaf verða í eigu Reykjavíkur-
borgar en lóðaleigusamning við borgina sé eftir að
klára. Um það hvort Nýsir hafi með þessu komist
yfir mikið fyrir lítið vísar hann til þess að kaup-
verðið hafi verið hátt og áreiðanleikakönnun
standi yfir um þessar mundir.
Formaður velferðarráðs með efasemdir vegna yfirtöku Nýsis á íbúðum fyrir aldraða
Á ekki að framselja vel-
vild til fjármálafyrirtækis
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is