Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 1

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 137. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Afmælisblað - 2006 Ókeypis eintak Sjáið myndirnar! Samúel Örn og Ásta B.: ÓLÉTT OG ÁNÆGÐ! Hildur Vala og Jón Ólafs: GIFTU SIG ÓVÆNT! Annþór Karlsson, handrukkari: Einar Bárðar o g Áslaug: ÁSTFANGINN Á HRAUNINU! BARNIÐ KOMIÐ Í HEIMINN! Kolfinna Baldvins: KÁT Í KOSOVO SKILIN! NASA-hjónin: Bara í NÝTT PAR! EINTAKIÐ ÞITT! ÁRA Á ÞESSU ÁRI10 Sérstök afmælisútgáfa SÉÐ OG HEYRT fylgir Morgunblaðinu í dag Jórunn Viðar og tónlistin Það kom aldrei neitt annað til greina en að starfa við tónlist 24 Tímaritið og Atvinna Tímaritið | Vön því að fá skelli  Furðuverurnar Skoppa og Skrítla  Sumarkjólarnir  Í ruslið eftir notkun  Gall í iðrum húsnæðis Atvinna | Fjölbreytt störf á öllum sviðum atvinnulífsins 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 FRAMBOÐIN í Reykjavík í sveitarstjórnarkosning- unum í vor vilja öll gera átak í málefnum aldraðra og meðal annars byggja ný hjúkrunarheimili, efla heimaþjónustu og hækka laun umönnunarstétta. „Það er lykilatriði að hækka laun þeirra sem sinna umönnunarstörfum. Það er fjöldinn allur af hæfu fólki sem myndi sækjast eftir slíkum störfum ef laun- in væru mannsæmandi. Það er ekki hægt að sætta sig við það lengur að þessi störf, sem eru að lang- mestu leyti kvennastörf, séu ekki metin að verðleik- um,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna, segir að sjálfstæðismenn leggi áherslu á mál eldri borgara. „Það er sjálfsagt réttlætismál að leið- rétta lægstu laun þeirra sem vinna að umönnun eldri borgara enda er það algjör forsenda þess að hægt sé að halda uppi fullnægjandi starfsemi á heimilum fyrir aldraða. Einnig er mikilvægt að marka stefnu til framtíðar um það hvernig við viljum búa að þeim sem eldri eru. Sjálfstæðismenn vilja efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun og gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að opinberir aðilar verði að viðurkenna skyldur sínar í þessum efnum „og mega ekki velta óvissunni yfir á einstaklinga og aðstandendur með því að ríkið dragi við sig að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir eða að veita eðlilegan stuðning. Því viljum við taka upp svokallaða þjónustutryggingu, sem þýðir að ef þjónustan dregst óeðlilega skapast réttur til greiðslu. Þar með væri búið að innleiða fjárhagslegt aðhald á stjórnvöld til að byggja upp þjónustukerfin á þeim sviðum þar sem þjónustan er skilgreindur réttur ein- staklinga.“ „F-listinn leggur áherslu á framkvæmdir í þágu fólksins en ekki gæluverkefni. Við ætlum að lækka fasteignagjöld aldraðra og öryrkja strax á næsta ári. Í því skyni viljum við hækka tekjumörk fyrir nið- urfellingu fasteignagjalda um 100% þegar á næsta ári. Við teljum þetta raunhæfa aðgerð til að hjálpa öldruðum og öryrkjum að búa í eigin húsnæði eins lengi og þeir kjósa og að þetta fari vel saman við fyr- irætlanir okkar um eflingu heimaþjónustu í borg- inni,“ segir Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknar, segist telja að efna þurfi til þjóðarátaks í málefnum aldraðra „og ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að Íslend- ingar þurfi að senda skýrari skilaboð um hvernig þeir meti störf umönnunarstétta. Ég tel að flestir séu þeirrar skoðunar að hækka beri laun þessara hópa, en kalla um leið eftir ábyrgð þeirra sem tilheyra hærri launahópum svo þeir komi ekki allir í fram- haldinu og biðji um annað eins og jafnvel meira.“ Átak í málefnum aldraðra Vilja hækka laun, reisa heimili, lækka gjöld og efla heimaþjónustu Oddvitar framboðanna í Reykjavík sitja fyrir svörum  40–42 Eftir Ómar Friðriksson og Hjálmar Jónsson ÞYRLUÞJÓNUSTAN bætti nýlega við flugflota sinn þegar fyrirtækið tók í notkun nýja þyrlu af gerðinni Schweizer Hughes 300c. Að sögn Sigurðar Pálmason- ar, framkvæmdastjóra Þyrluþjónustunnar, tekur þyrl- an 2 farþega, auk flugmanns, og er flugdrægi hennar um 5 klukkustundir. Hann sagði að þyrlan yrði aðal- lega notuð í verkflug og útsýnisflug auk þess sem á döf- inni er að nota hana í kennslu. Sigurður hefur ekki flogið þyrlunni sjálfur en sagði að þeir flugmenn sem hefðu gert það segðu hana láta vel að stjórn og vera ljúfa í hreyfingum. Á myndinni sést þyrlan sveima yfir Hengilssvæðinu í vikunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í gufumekki á Hengilssvæðinu Bagdad. AFP, AP. | Íraska þingið sam- þykkti í gær myndun fyrstu eigin- legu ríkisstjórnar landsins eftir inn- rás Bandaríkjamanna og banda- manna árið 2003. Stjórninni er ætlað að vera einskonar þjóðstjórn, en inn- an hennar eru ráðherrar úr röðum sjíta, súnníta og Kúrda. Sjítinn Nuri al-Maliki, nýr for- sætisráðherra Íraks, tilkynnti nýju stjórnina í gær, fimm mánuðum eftir kosningarnar í desember. Við það tilefni sagði al-Maliki að megin- markmið stjórn- arinnar væri að koma á stöðug- leika, en leiddar hafa verið líkur að því að tóma- rúmið í stjórn landsins undan- farna mánuði hafi aukið á óstöðug- leikann í Írak. Dreifast 37 ráðherrastöður stjórn- arinnar á milli þjóðarbrotanna þriggja, en enn á eftir að skipa í emb- ætti innanríkis- og varnarmálaráð- herra. Fulltrúar helstu flokka hafa ekki getað komið sér saman um þessi embætti, sem þykja afar mikilvæg í ljósi ótryggs ástands í landinu. Gæti auðveldað brottflutning Vonast Bandaríkjastjórn til að myndun stjórnarinnar muni hjálpa til við að koma á stöðugleika í Írak og þannig skapa skilyrði fyrir brott- flutningi bandarískra hermanna. Írakar mynda ríkisstjórn Nuri al-Maliki UM 4.500 erlendir borgarar hafa kosningarétt í komandi sveitar- stjórnarkosningum og hefur sú tala rúmlega tvöfaldast frá kosn- ingunum 2002. Um 5 þúsund að auki hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt á síðustu 20 ár- um. „Í sumum byggðarlögum eru at- kvæði þeirra farin að skipta veru- legu máli,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. „Sumir hafa brennandi áhuga, öðrum finnst þeim ekki koma þetta við. Ég lít svo á að þetta sé stór hluti af aðlögun þeirra að samfélaginu; aðlögunin felst í því að læra tungumálið, vinna eða stunda nám, og taka þátt í kosn- ingum – taka afstöðu.“ | 10 4.500 erlendir borgarar með kosningarétt MÖRG hundruð víetnamskra sjó- manna var í gær enn saknað eftir að fellibylurinn Chanchu reið yfir Suð- ur-Kínahaf í síðustu viku. Að minnsta kosti 92 hafa farist af völd- um hans í Suður-Asíu. Fellibylurinn átti upptök sín yfir Kyrrahafi, en hann skall á Filippseyjum og reið svo yfir Suður-Kína. Tölur um fjölda sjómanna sem er saknað eru misvísandi og segir í sumum fréttaskeytum að allt að 300 sé saknað, í öðrum 200. Lík 24 víet- namskra sjómanna hafa þegar fund- ist, en um er að ræða öflugasta felli- byl sem nokkru sinni hefur mælst á Suður-Kínahafi í maímánuði. Sjómennirnir sem saknað er voru í tveimur aðskildum bátaflotum þegar fellibylurinn reið yfir, en talið er að hann hafi sökkt 11 skipum. Voru margir bátanna illa búnir fyrir óveður, þ.m.t. bambusbátar sem voru í samfylgd með stærri skipum. Dregið hefur úr vindhraða Chanchu sem var yfir Suður-Japan þegar Morgunblaðið fór í prentun. Hundraða Víetnama saknað Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEIR hópar sem helst eiga á hættu að vera bágstaddir á Íslandi í fram- tíðinni eru fátæk börn og önnur kyn- slóð innflytjenda. Rauði kross Íslands kannaði ný- lega stöðu þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu og var niðurstaðan sú að sjö hópar standa verst, ör- yrkjar, einstæðar mæður, innflytj- endur, aldraðir, karlar sem eru ein- stæðingar, geðfatlaðir og börn sem búa við erfiðar aðstæður. Þegar sambærileg könnun var gerð árið 2000 nefndu margir við- mælendur Rauða krossins að hætt væri við að börn innflytjenda myndu eiga undir högg að sækja í framtíð- inni. „Sex árum síðar er sá spádómur að rætast. Þróunin er því svipuð og í nágrannalöndunum. Við erum hins vegar komin skemmra á veg og í því felast mörg tækifæri. Við ættum að geta lært af reynslu annarra og gert betur,“ segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands. Á brattann að sækja hjá börnum inn- flytjenda  Fátækt, einangrun | 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.