Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
– Kröftugt ofnæmislyfLóritín®
Notkunarsvi›: Lóritín inniheldur virka efni› lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun vi›
algengustu tegundum ofnæmis. Lyfi› er ætla› vi› frjókorna- og d‡raofnæmi, sem og ofnæmi
af völdum rykmaura. Varú›arreglur: Gæta flarf sérstakrar varú›ar hjá börnumme›
alvarlega n‡rna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar me› skerta lifrarstarfsemi flurfa minni
skammta. Aukaverkanir: Lóritín flolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar
eru munnflurrkur og höfu›verkur. Svimi getur einnig komi› fyrir. Skömmtun: Ein
tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg a› flyngd nægir
hálf tafla á dag. Lyfi› er ekki ætla› börnum yngri en 2ja ára.
Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
C
TA
V
IS
5
0
5
0
3
1
Það er orðið tímabært að þið takið upp okkar siði og matarvenjur þar sem landið er nánast orðið
nýlenda okkar.
Mótmæli eru mik-ilvægur rétturí lýðræðissam-
félagi en sitt sýnist
hverjum um með hvaða
hætti þau skuli fara
fram. Fjörlegar umræð-
ur spunnust um þetta á
málþingi um mótmæli
sem haldið var í Reykja-
víkurakademíunni sl.
fimmtudag. Frummæl-
endur voru Viðar Þor-
steinsson heimspeking-
ur og Illugi Gunnarsson
hagfræðingur en þeir hafa nokkuð
ólíka sýn á hvað sé „leyfilegt“ þeg-
ar kemur að mótmælum.
Viðar nálgaðist umræðuefnið út
frá réttlæti og sagði að mótmæli,
sem hafa færst í aukana undanfar-
in ár, eigi rót sína í vanmáttar-
kennd almennings gagnvart
stjórnvöldum. „Víða í heiminum er
ólýðræðislegt stjórnarfyrirkomu-
lag, í öðrum löndum er sýndarlýð-
ræði og í enn öðrum, og það á sér-
staklega við um Vesturlönd, er
skortur á raunverulegum valkost-
um innan lýðræðiskerfisins,“ sagði
Viðar og bætti við að önnur ástæða
væri ólýðræðisleg ákvarðanataka
innan alþjóðastofnana á borð við
Alþjóðabankann (WB) og Alþjóða-
viðskiptastofnunina (WTO) sem
hafi raunar áhrif á líf allra jarðar-
búa. „Mótmælin snúast um réttinn
til að taka þátt í ákvarðanaferlinu
en ekki endilega um ákveðin mál-
efni.“
Ofbeldislaus mótmæli
Viðar talaði um hreyfinguna sem
oft er kennd við andhnattvæðingu
en kallar sig sjálf öðrum nöfnum,
t.d. félagslega réttlætishreyfingu.
Hann benti á að fólk innan hennar
hefði mikla reynslu af mótmælum
og legði áherslu á að þau væru of-
beldislaus en beri hins vegar ekki
alltaf virðingu fyrir lögum og
reglum, t.d. ekki þegar ólöglegri
aðgerð er mótmælt.
Viðar sagði að svo virtist sem í
þjóðfélaginu væri almennt talið að
mótmæli væru hættuleg og var-
hugaverð. Það sæist einna best á
viðbúnaði lögreglunnar. Hann tók
sem dæmi að lögreglan sæi ekki
ástæðu til að vera með viðbúnað á
fundi um mótmæli á borð við þenn-
an í Reykjavíkurakademíunni öf-
ugt við það ef boðaður væri mót-
mælafundur á Austurvelli. „Ég
leyfi mér að halda því fram að mót-
mæli og ekki síst ólögleg mótmæli,
eða mótmæli sem er lagt mikið í að
sýna fram á að séu ólögleg, séu lög-
um og reglum svo mikill þyrnir í
augum því þau eru skýr dæmi um
takmarkanir laganna á hverjum
tíma. Hvernig getum við sagt að
ólögleg mótmæli gegn ólöglegu
stríði eigi að láta í minni pokann
fyrir lögum?“ spurði Viðar.
Illugi Gunnarsson hagfræðingur
velti upp spurningum um mörkin
sem liggja milli mótmæla og vald-
beitingar og hvenær mótmæli
hætti að vera varin af tjáningar-
frelsi. Hann tók sem dæmi tvo
dóma sem hafa fallið í hæstarétti
Bandaríkjanna á grundvelli laga í
Virginíufylki sem banna kross-
brennur. Í öðrum dóminum dæmdi
Hæstiréttur að krossbrenna á lóð
hjá blökkumanni hefði verið ógnun
og þ.a.l. ekki varin af tjáningar-
frelsinu. Í hinu tilvikinu var kross-
brenna á einkalóð félagsmanns í
Ku Klux Klan og að mati Hæsta-
réttar var sú brenna varin af tján-
ingarfrelsinu þar sem viðkomandi
hefði verið að láta í ljósi skoðun
sína, hversu ógeðfelld sem hún
kynni að vera. „Þegar um er að
ræða ógnun eða eyðileggingu verð-
mæta annarra ná tjáningarfrelsis-
rökin ekki svo langt,“ sagði Illugi
og bætti við að það væri sama
hvort um væri að ræða eignir fyr-
irtækja, einstaklinga eða ríkisins.
Það að mótmæla við Kárahnjúka-
virkjun væri því varið af tjáning-
arfrelsinu en ekki að stöðva eða
tefja framkvæmdir.
Of hörð viðbrögð lögreglu
Illugi sagði ríkisvaldið geta skil-
greint svæði sem mótmælendur
megi ekki fara inn á, eins og t.d. á
17. júní hátíðarhöldum. Hins vegar
beri lögreglunni að gæta meðal-
hófs í viðbrögðum sínum og til
væru dæmi um það hér á landi að
lögreglan hefði gengið of hart fram
gegn mótmælendum. „Aðgerðir
lögreglunnar við þessar aðstæður
mega ekki ganga langt ef um er að
ræða einstaklinga sem vilja koma á
framfæri sínum skoðunum og hafa
ekki unnið neinn skaða.“
Illugi vildi nálgast spurninguna
um mótmæli út frá lýðræði fremur
en réttlæti þar sem réttlæti eins
gæti auðveldlega verið ranglæti
annars. „Það er svo erfitt þegar
menn segjast hafa réttlætið sín
megin og þeir geti því brotið lögin.
Hver er handhafi réttlætis?“
Illugi vildi þó meina að fólk hefði
ákveðinn neyðarrétt til að berjast
gegn valdhafanum. „Ég tel að það
gerist ef einhverjum hópum er t.d.
haldið utan við lýðræðisferlið,“
sagði Illugi og tók sem dæmi
súffragetturnar í Bretlandi. „En
þegar þetta neyðarréttarhugtak er
fært yfir á allt mögulegt og ómögu-
legt, t.d. Kárahnjúkavirkjun eða
aðrar ákvarðanir sem eru teknar í
samfélaginu, tel ég að menn séu að
gera lítið úr neyðarréttinum og
stöðu þess fólks sem hefur þurft að
grípa til hans,“ sagði Illugi.
Fréttaskýring | Mörkin milli tjáningarfrelsis
og valdbeitingar
Vér mótmæl-
um, en hvernig?
Mótmæli rædd á málþingi út frá lýðræði
annars vegar og réttlæti hins vegar
Samskipti lögreglu og mótmælenda eru misgóð.
Ekki er leyfilegt að
mótmæla í Kringlunni
Elías Davíðsson vakti athygli á
því á málþingi um mótmæli að
hann hefði eitt sinn dreift efni til
fólks í Kringlunni. Svo fór að
hann var handtekinn fyrir
verknaðinn þar sem eigendur
Kringlunnar geta sett reglur um
hvað má fara þar fram og hvað
ekki. Þetta vakti spurningar um
réttinn til tjáningarfrelsis þar
sem fólk kemur saman burtséð
frá því hvort það sé í Kringlunni
eða á Laugaveginum.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR þyngdi á fimmtu-
dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir Jórdana fyrir að hafa fíkniefni í
fórum sínum og hafa ætlað að selja
þau. Dæmdi hæstiréttur ákærða,
Mohd Bashar Najeh S. Masaid, í
tveggja ára fangelsi en héraðsdómur
hafði dæmt hann í fimmtán mánaða
fangelsi.
Ákærði var sakfelldur fyrir að
hafa haft í vörslum sínum og móttek-
ið til söludreifingar í ágóðaskyni
245,75 g af amfetamíni, 400 töflur
sem innihéldu amfetamín, 106 töflur
sem innihéldu blöndu af amfetamíni
og metamfetamíni, 50 töflur sem
innihéldu MDMA og 100 töflur sem
innihéldu blöndu af MDMA og N-
ethyl-MDA.
Fyrir lá mat sérfræðings um að
þær amfetamíntöflur sem ákærði
hafði í fórum sínum hafi innihaldið
um tólffalt magn amfetamínsúlfats
miðað við þær amfetamíntöflur sem
skráðar væru hér landi til notkunar
við lækningar.
Á grundvelli upplýsinga sem bár-
ust lögreglunni frá ótilgreindum að-
ilum um ætlað fíkniefnamisferli
ákærða var óskað eftir húsleitar-
heimild sem fékkst með dómsúr-
skurði 11. júlí 2005. Heimiluð var
húsleit á veitingastað í eigu ákærða í
Hafnarstræti. Við leitina fundust
umrædd fíkniefni sem hafði verið
komið fyrir milli þilja á bak við papp-
írsþurrkustand sem festur var á
vegg á salerni veitingastaðarins.
Hæstiréttur taldi ákærða ekki
eiga sér neinar málsbætur. Sakar-
ferill hans hafði ekki áhrif á refsi-
ákvörðun eins og á stóð og þótti refs-
ing hans hæfilega ákveðin fangelsi í
tvö ár.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Ingibjörg Benediktsdóttir,
Hjördís Hákonardóttir og Ólafur
Börkur Þorvaldsson.
Þyngdi dóm í fíkniefnamáli