Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 11 „ÞEGAR ég kom hingað fyrst var það nánast á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar,“ segir Julio Júlíus E. Soares Goto, sem starfar sem vél- stjóri. Hann fæddist árið 1959 á Grænhöfðaeyjum og flutti til Íslands í árslok 1981. Hann er giftur Arlindu, sem er einnig frá Grænhöfðaeyjum, og eiga þau þrjú börn. – Ætlarðu að kjósa? „Já, ég ætla að kjósa. Ég hef kosið frá því ég fékk íslenskan ríkisborg- ararétt árið 1991.“ – Hver eru helstu kosningamálin að þínum dómi? „Núna er eins og allir flokkar séu að fiska eftir atkvæðum nýbúa. Að vísu segja allir það sama, að þeir vilji fjölskylduvænt samfélag og að kom- ið sé til móts við útlendinga hvað varðar íslenskukennslu. En mér finnst þeir þurfa að gera meira. Fyrst þarf að huga að íslensku- kennslu fyrir þá sem eru fullorðnir. En svo þarf að skapa meira af tæki- færum fyrir afkomendur þeirra í skólakerfinu, þannig að nýbúar geti farið í gegnum það, en ekki heltst úr lestinni eins og hingað til. Þeim gengur ágætlega í barnaskóla, en þegar þeir koma í framhaldsskóla, virðist eitthvað fara úrskeiðis. Þetta er stórt vandamál fyrir íslenskt sam- félag af því að þetta fólk hefur sest hér að og þetta er því ekki vandi sem hverfur. Það verður að sýna að þetta sé fjölmenningarsamfélag á öllum stigum þjóðfélagsins, þannig að nýbúar fái stöður í öllum starfs- greinum, allt frá fiskvinnslu í banka- kerfið eða hæstu stofnanir. Svo hef ég líka áhyggjur af hús- næðismálum nýbúa. Svo virðist sem nokkuð sé um að íbúar leigi sér ódýrt húsnæði í iðnaðarhverfum, til dæmis við Súðarvog og í Hraun- unum í Hafnarfirði. Þar er ekki búið jafnvel að fólki og í íbúðarhverfum og öryggið ekki hið sama, til dæmis varðandi eldvarnir. Það þarf að byggja upp leigumarkað á Íslandi, þar sem fólk getur leigt sér á viðráð- anlegu verði án þess að það sé iðn- aðarhúsnæði.“ – Hvernig eru stjórnmál á Íslandi í samanburði við heimaland þitt? „Það er erfiður samanburður. Ís- lendingar hafa margra áratuga reynslu af því að vera frjáls þjóð. Grænhöfðaeyjar fengu sjálfstæði ár- ið 1975 eftir að hafa verið nýlenda Portúgala. En við vorum með eins flokks kerfi allt þar til lýðræði komst á upp úr 1991. Ég veit ekki hvort við stöndum jafnfætis Íslendingum hvað varðar lýðræði, en í Afríku erum við fremst í röðinni. Ég hef séð könnun á fjölmiðlafrelsi í heiminum og þar eru Grænhöfðaeyjar í 41. sæti innan um Evrópuþjóðirnar. Þannig að staðan er ágæt í þessu unga lýðræðislandi, en aldursmunurinn er mikill í saman- burði við Ísland.“ – Hefurðu fest rætur á Íslandi? „Það eru liðin fimmtán ár síðan ég sagði: Ég er kominn til að vera. Og ég held ég verði hér áfram. Maður er kominn með barnabörn og þá verða tengslin miklu meiri við landið. Þann- ig að ég er ekkert á förum.“ Afríka | Julio Júlíus E. Soares Goto frá Grænhöfðaeyjum Þarf fleiri tækifæri fyrir afkomendur nýbúa Morgunblaðið/Eyþór „ÉG er að nálgast Öxnadalsheiðina,“ segir Amy Clifton, sem er í hringferð með Leiðsöguskóla Íslands. „Við komum við á Akureyri og gistum við Mývatn í nótt. Hún útskrifast úr Leiðsöguskólanum 24. maí, næst- komandi miðvikudag. „Ég skráði mig í skólann til þess að geta lagað fjárhaginn og sýslað eitthvað skemmtileg. Þetta er ágæt aukavinna og síðan hef ég þá eitthvað fyrir stafni í framtíðinni þegar ég kemst á eftirlaun. Amy fæddist árið 1950 í New York og ólst þar upp. Hún flutti til Íslands árið 1999, sem Albright-styrkþegi, fékk rannsóknarstyrk og – vinnur hjá Jarðvísindastofn- un Háskóla Íslands. Hún á uppkomin börn í Bandaríkj- unum. – Ætlar þú að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum? „Mig langar að kjósa. Ég hef kosningarétt, þó að ég sé ekki orðin íslenskur ríkisborgari. Ég ætla að sækja um það í sumar. En ég á erfitt með að fylgjast með ís- lenskum stjórnmálum. Það er erfitt fyrir útlending að átta sig á fyrir hvað flokkarnir standa. En ég ætla að kafa ofan í það og stefni að því að kjósa. En fyrst verð ég að gera það upp við mig hvaða flokkur er fram- bærilegastur. Mig langar ekki til að kjósa bara til að kjósa. Ég vil kjósa einstakling sem er góður fyrir Reykjavík, en er ekki ennþá viss um hver það er. – Hvaða málefni skipta þig mestu máli? „Ég held það sé mjög mikilvægt að viðhalda öflugu velferðarkerfi, setja meiri fjármuni í menntakerfið og bæta hag eldri borgara. Leikskólar eiga að vera ókeypis og ég vil ekki að fólk þurfi að greiða fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Það kostar svo mikið að búa hérna að stjórnmálamenn eiga ekki að gera fólki enn erfiðara fyr- ir. – Hvað finnst þér um íslensk stjórnmál samanborið við bandarísk? „Þetta er erfiður samanburður, því þetta er svo ólíkt. Ég held að á Íslandi skipti miklu máli að fólk þekkist; allt er svo persónulegt. Þegar ég spyr íslenska vini mína hvað ég eigi að kjósa, þá svara þeir því til að þeir þekki vel til ákveðinna frambjóðenda, hafi til dæmis verið með þeim í skóla. Og þess vegna viti þeir að viðkomandi sé traustsins verður. En ég vil fyrst og fremst vita hvað stjórnmálamaðurinn ætlast fyrir. Það skiptir mig engu máli með hverjum hann var í skóla. En kannski er erf- iðara fyrir stjórnmálamenn hér á landi að breiða yfir fortíð sína eða spillingu. – Af hverju segirðu að erfitt sé að fylgjast með ís- lenskum stjórnmálum? „Tungumálið er vandamál. Ég get tjáð mig á íslensku og bjargað mér í daglegu lífi. En ég hef ekki nógan orðaforða til að setja mig inn í öll smáatriði. Það tekur langan tíma að læra tungumálið nógu vel til þess, þó að ég geri mitt besta. En ég spyr líka vinkonur mínar og samstarfsfólk. – Hvað veldur því að þú hyggst setjast að á Íslandi? „Mér finnst frábært að búa á Íslandi. Lífið hér er miklu betra en í Bandaríkjunum. Þægindin eru meiri, stressið minna og svo ekur maður í tíu mínútur og er kominn út í náttúruna. Ég ólst upp í stórborg og nýt þess að búa í litlum bæ. Þannig lít ég á Ísland, sem lítið bæjarfélag. Og öryggið er mikið í daglegu lífi. N-Evrópa | Amy Clifton frá Bandaríkjunum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjórnmálin persónulegri á Íslandi STANISLAW Jan Bartoszek fæddist í héraðinu Slonsk í suðurhluta Pól- lands árið 1956. Hann flutti til Ís- lands fyrir rúmum átján árum, 19. ágúst árið 1987, og er málfræðingur að mennt. „Ég er með meistara- gráðu í norsku og var einnig í ensku- námi, en langaði til að bæta íslensk- unni við,“ segir hann. „Ég ætlaði að vera hér í tvö, þrjú ár, en svo ílengd- ist ég.“ Stanislaw stofnaði fjölskyldu áður en hann flutti til Íslands. „Eiginkona mín er pólsk, þannig að það var ekki kvenmaður sem hélt mér hér á landi heldur áhugi á Íslandi.“ – Ætlar þú að kjósa? „Auðvitað!“ – Hvenær kaust þú fyrst? „Í forsetakosningunum eftir að ég fékk ríkisborgararétt fyrir tólf árum síðan og síðan hef ég alltaf kosið, ut- an einu sinni þegar ég var erlendis.“ – Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Ég held það nú!“ – Hvernig líst þér á kosningabar- áttuna? „Það hefur margt breyst til hins betra. Nú eru meiri upplýsingar til á ýmsum tungumálum, sem eru að- gengilegar fyrir útlendinga. Fyrstu tilraunir til þess voru gerðar fyrir átta árum þegar Sjálfstæðisflokk- urinn þýddi eitthvað úr sinni stefnu á pólsku. Síðan var meira um það fyrir fjórum árum og nú eru stefnur allra flokka orðnar aðgengilegar. Það er jákvæð breyting að flokkarnir sjái ástæðu til þess að upplýsa fólk, sem ekki talar fullkomna íslensku, um stefnumál sín. Það voru líka haldnir fundir í Alþjóðahúsinu, sem ég komst ekki á vegna vinnu. En þetta er af hinu góða.“ – Hvaða mál leggur þú áherslu á? „Ég hef búið svo lengi hér að það eru ekki mál sem snerta beinlínis út- lendinga sem ráða atkvæði mínu. Enda hef ég verið lengur nýbúi en þó nokkrir sem munu kjósa í fyrsta skipti núna. Ég hugsa meira um hvað flokkarnir geta gert fyrir íbúa Reykjavíkur. En auðvitað er líka gott að vita hvað þeir ætlast fyrir í mál- efnum útlendinga, þó að mér finnist það mjög ónákvæmt orðað hjá flest- um. Ég las nokkra punkta í blaði sem Alþjóðahúsið gaf út og í flestum tilvikum voru stefnuatriðin af- skaplega fallega orðuð, en sögðu ekki mikið. Ef maður þyrfti að gera upp hug sinn út frá þeim, þá væri maður ekki í öfundsverðri stöðu.“ – Hvað finnst þér um íslenskt samfélag? „Þegar ég flutti hingað var ég fyrst og fremst að leita að skemmti- legum stað til að búa á og tel mig hafa fundið hann. Ég naut þess líka að ég byrjaði á því sem málfræð- ingur að læra tungumálið. Þar finnst mér gæta ákveðins misskilnings hjá stjórnmálaflokkum. Auðvitað þarf að efla íslenskukennslu fyrir innflytj- endur, en meira þarf til. Það fólk sem kemur hingað til að vinna gerir það yfirleitt í hálft ár til að byrja með og svo er tíminn oft fram- lengdur. Það hefur lítinn áhuga á að læra íslensku, sem er ekki alþjóðlegt mál. En þegar það hefur ílengst hér í einhvern tíma þá er oft erfitt fyrir það að fara að leggja mikið á sig í íslenskunámi, sem það þarf sjálft að greiða fyrir, og kröfur um það óljós- ar. Þetta nám þarf að verða aðgengi- legra. Jafnframt finnst mér nauðsyn- legt að efla markað með sjálfshjálparbækur, svo sem orða- bækur, þannig að þetta fólk geti bjargað sér.“ – Hvernig líst þér á íslensk stjórn- mál í samanburði við pólsk stjórn- mál? „Í eðli mínu er ég efasemd- armaður, þannig að ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki, en alltaf kos- ið. En ég kaus ekki í Póllandi, því að þar vildi ég ekki taka þátt í þeim skrípaleik sem hét kosningar á þeim tíma. Núna eru stjórnmál í Póllandi ansi skrautleg og skemmtileg, en ekki beinlínis í jákvæðri merkingu. Miðað við það eru þau ansi daufleg á Íslandi, sem er jákvætt. Ég er ánægður með stjórnmálaflokkana hér; þeir hafa ekki mikið að gera og það er af hinu góða. Auðvitað skap- ast oft heitar umræður, en engu að síður er ekki sláandi munur á vinstri og hægri.“ Evrópa | Stanislaw Jan Bartoszek frá Póllandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Jákvætt hve stjórnmál eru daufleg á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.