Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ’ Hvers vegna ætti ég að sankaað mér peningum. Hvað ætti ég að gera við þá? Ég er að verða áttræður og á enga erfingja.‘Fidel Castro , forseti Kúbu, vísaði á bug staðhæfingum bandaríska tímaritsins Forbes um að hann ætti 900 milljónir doll- ara á bankareikningum. ’ Af hverju vill einhver setjaheila heimsálfu á axlir mér? Hún er of þung.‘Söngkonan Miriam Makeba frá Suður- Afríku á blaðamannafundi, sem haldinn var af tilefni tónleika hennar á Listahátíð. ’ Vandamálið er auðvitað aðmeð þessari rannsókn minni á því hver Silvía er – þá veit ég það að hún er leikur. Það er miklu erfiðara að koma heilli Evrópu í skilning um hvers eðlis hún er.‘Það tók breska fjölmiðlamanninn Paul Go- mez , sem var staddur á Íslandi í kringum undankeppni Evróvisjónkeppninnar, fimm daga að átta sig á leikritinu Silvíu Nótt. ’ Ég tel að áfengi hafi brenglaðdómgreind mína með alvar- legum afleiðingum og hef í kjöl- far þessa atburðar ákveðið að fara í áfengismeðferð.‘Eyþór Arnalds , oddviti á lista sjálfstæð- ismanna í Árborg, ákvað að draga sig í hlé í kosningabaráttunni fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar eftir að hann var handtekinn í Ártúnsbrekku fyrir meintan ölvunarakstur, en þá hafði hann ekið á ljósastaur á Sæbrautinni. ’ Það eru 24 staðreyndavillurog yfir 20 fullyrðingar sem ekki eru studdar heimildum.‘Anders Fogh Rasmussen , forsætisráð- herra Danmerkur, um skýrslu nefndar á vegum Evrópuráðsins, ECRI, þar sem fram kemur að Danir mismuni ýmsum minnihlutahópum, einkum múslímum. ’ Engu að síður var hún þaðómstríð að hún skapaði svo ann- arlega stemningu að kynlífs- atriðin virkuðu í það heila eins og morðsenur. Að sitja í klukku- tíma undir slíkri orgíu var á köflum verulega erfitt.‘Jónas Sen tónlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins um Tár Díónýsosar, sem CA- PUT-hópurinn flutti á Listahátíð í Reykjavík, en undir tónlistarflutningnum var sýnd kvikmynd, unnin upp úr argent- ískum, þýskum og frönskum klámmyndum frá þriðja áratug síðustu aldar. ’ Það er afbrýðisamt, ljótt oghæfileikalaust fólk, sem er að reyna að bola mér út úr keppn- inni. Ég nefni engin nöfn, þið vitið hver þið eruð, skamm, skamm – skammist ykkar!‘Úr yfirlýsingu Silvíu Nóttar á blaða- mannafundi í Ólympíuhöllinni í Aþenu. ’ Ég er hreykinn af að verademókrati en hreyknari af að vera Bandaríkjamaður.‘Mark Warner , demókrati og fyrrverandi ríkisstjóri í Virginíu, sem þykir hampa íhaldssömum gildum repúblikana og er talinn stefna að forsetaframboði 2008. ’ Bygging góðs farsa er flókinog mikið verk að láta allt falla saman svo að verkið takist á loft og virki, fyrir utan hvað er of- boðslega leiðinlegt að æfa farsa.‘Eggert Þorleifsson leikari, í viðtali í Morgunblaðinu um Viltu finna milljón?, farsa sem frumsýndur var í Borgarleik- húsinu í vikunni. Ummæli vikunnar Reuters Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, ávarpar mannfjölda á Byltingartorginu í Havana. Vatnið er grænt í Vesturbæjar-lauginni. Og Ester Finnsdóttirbaðvörður vill ekki hafa þaðöðruvísi. Þess vegna drekkurhún ekki kaffi. En leiðir blaða- mann engu að síður á kaffistofuna, svo hann geti svamlað í því grugguga vatni. Leiðin liggur um endalausa ranghala og hún tautar fyrir munni sér: – Þetta er skrítið hús. Þó hefur hún komið hingað áður – nánast á hverjum degi síðan 1. júní árið 1983, en þá hóf hún störf sem baðvörður í kvennaböð- unum. Í karlaböðunum vann eiginmaður hennar, Jón Magnús Árnason, og byrjaði þremur mánuðum fyrr. Hann er nú sestur í helgan stein, enda tíu árum eldri en Ester. – Hann var sjómaður en slasaðist 32 ára, fékk blökk í höfuðið og höfuðkúpubrotnaði, þannig að hann lamaðist öðrum megin og þó að hann næði sæmilegri heilsu aftur mátti hann ekki stunda sjóinn meir. Eftir það vann hann lengst af í fiskbúð á Háaleitisbraut, áð- ur en hann byrjaði hér. En hann verður allt- af með sjómannsblóð í æðum, segir hún ást- úðlega. Blár sjórinn, stundum grænn, rann einnig um æðar Finns Bjarnasonar, föður Esterar, sem var sjómaður, fyrst á smábátum og síð- an á togurum. – Hann var bræðslumaður og síðar kokkur á togurunum fyrir austan, Goðanesinu og Gerpi. Þegar sá síðarnefndi var seldur suður og nafninu breytt í Júpiter var pabbi áfram í áhöfninni og því mikið fyrir sunnan. Við sögðum alltaf að hann hefði verið seldur með togaranum. Svo fór að mamma, Fanney Guð- mundsdóttir húsmóðir, flutti með honum suð- ur. Ester fæddist í Skálavík á Fáskrúðsfirði árið 1940 og bjó þar til sjö ára aldurs, en þá flutti hún til Neskaupstaðar. – Ég var svo heppin, eins og margir á mín- um aldri, að geta farið í sveit á sumrin. Ég fór upp á Fljótsdalshérað í Hjaltastaða- þinghá sem krakki og var í sveit í Tjarn- arlandi. Þetta var skemmtilegur staður og tjarnir í kringum bæinn, sem ég sullaði mikið í og hafði gaman af. Ég hef alltaf verið voða mikið fyrir vatn. Fyrst þegar ég var að leika mér við tjarnirnar var tekinn á mér vari að fara ekki í tiltekna tjörn, Bolatjörn, sem þótti mikið skaðræði og svo djúp að hún myndi gleypa mig. Ég rétt prófaði að dýfa tánum ofan í, sá hylinn og fann strauminn; það var mikil hringiða og straumurinn lá milli nokk- urra tjarna. Ég var fljót að forða mér. En þetta voru mínar sundlaugar á þessum tíma og ég hef alltaf haft gaman af því að vera í vatni. – Syntirðu í þeim? – Já, og ég fór í Lagarfljótið þegar ég var að sækja beljurnar. Ef þær fóru of langt, þá fór ég í fljótið og skvettist þar líka. – Þú hefur snemma verið synd? – Ég lærði að synda í sundlauginni í Nes- kaupstað hjá Stefáni Þorleifssyni, sem er enn á lífi. Hann er mikill göngugarpur, fer á skíði og gerir allt sem honum dettur í hug. Hann býr enn fyrir austan með konu sinni. Ég las í viðtali að þau að þau hefðu flutt í þjón- ustuíbúð, en ekki kunnað við sig þar og flutt þaðan aftur. Það finnst mér gott hjá þeim. Ég er þeirrar skoðunar að á meðan eldra fólk er við heilsu, þá sé að mörgu leyti öfug þróun að safna því öllu á einn stað. En ef það þarf á því að halda þá á það líka að fá þjón- ustu. Um tvítugt fór Ester í Húsmæðraskólann á Laugalandi og það varð eftirminnilegur tími. – Þetta voru óskaplega skemmtilegir níu mánuðir; hópur af fjörutíu stúlkum og þú getur ímyndað þér hvort ekki hafi verið fjör í skólanum. Enda höfum við haldið hópinn síð- an, allar hist á fimm ára fresti og við sem bú- um fyrir sunnan tvisvar á ári. – Sátu ekki karlmenn um skólann? – Það var heilmikið fjör, svarar Ester með gáska í rómnum. En við vorum ekki vinsælar hjá Akureyrarstelpunum. Þær álitu okkur bölvaðar beyglur eins og aðra árganga af stúlkum við skólann, sem kræktu í strákana á Akureyri. Og stundum var svolítið stríð. – Það hefur verið tekið upp á ýmsu? – Stundum fengum við að fara eftir hádegi á laugardegi og áttum að vera mættar um kvöldmatarleytið á sunnudegi. Þá komumst við á ball. Yfirleitt var hópnum skipt á hvor sína helgina. En það var ekki nóg fyrir þær kátustu, sem skriðu út um glugga þegar búið var að bjóða góða nótt. Þær mæltu sér mót uppi við gráa stein og löbbuðu upp á veg þar sem þær voru sóttar. Ein var í sambandi við leigubílstjóra sem sótti sína kærustu og hin- ar flutu með. Þetta var ansi oft leikið. En hið skrýtna var að það voru ekki nema fáar stúlkur í því að stelast. Og alltaf þær sömu. Okkur var sagður brandari af einni. Þá hafði kennslukonan, lítil kona sem gleymdi stundum því sem hún var með, einkanlega gleraugunum sínum, lagt þvott í bleyti í þvottahúsinu og sett balana undir gluggann. Þegar stúlkurnar komu til baka datt ein þeirra ofan í þvottabalann með þvílíkum lát- um. Eftir þetta gættu allar stúlkur vel að því að líta inn um gluggann, gaumgæfilega, til þess að detta ekki ofan í balann. Þó að kaffistofa Vesturbæjarlaugar sé nið- urgrafin, þá er hún notaleg, enda var gufu- baðið gamla þar áður, sturtur, gufubaðsklefi og lítið klósett. En hvíldaraðstaðan var vest- ar á ganginum og afar rúmt um menn þar. – Hugsaðu þér lúxusinn að geta legið hér og slakað á, segir Ester dreymin. Slík að- staða er ekki lengur fyrir hendi þar sem gufubaðið er núna, en upphaflega voru þar þrjár kojur þar sem menn gátu hvílst. Sumir karlarnir mættu snemma, höfðu með sér spil og sóttu sér kaffi, en það er alltaf boðið upp á það fyrir fastagesti fyrst á morgnana. Svo voru þeir að dúlla hér fram undir hádegi. Og mikið er um fastagesti. Sumar pottak- líkurnar eru það þéttar að þær eru farnar að hittast utan laugarinnar, fara saman út að borða. Og menn halda fast í venjur og siði. – Hér er fullt af sérvitringum eða sér- þarfafólki skulum við segja – það er kurteis- ara, segir Ester varlega. Þeir vilja jafnvel fá vissan lykil, rétta út höndina og spyrja: „Er 126 laus?“ Þeir þurfa ekki einu sinni að segja það sumir; við vitum það. Svo vilja allir vera innst í hæstu númerunum. Og þegar mynd- ast hefur stappa, þar sem allir eru hlið við hlið, þá tauta þeir: „Alveg er þetta merkilegt – af hverju er okkur öllum hrúgað hlið við hlið?“ Þeir biðja um það sjálfir en verða samt hissa, segir Ester kímin. – Hvenær mæta flestir í sund? – Þegar við opnum á morgnana þá er það fastur kjarni sem stendur og bíður. Við segj- um að þeir séu á húninum. Það eru tuttugu til þrjátíu manns sem mæta hálf sjö og svo koma nýir og nýir hópar á hálftíma fresti. Áður fyrr var mestur fjöldi þegar sólin skein. Þá fylltist allt af fólki. Og um leið og dró fyr- ir sólina fóru allir upp úr. Þetta var þvílíkt kraðak. Fólk mætti snemma á morgnana, tók jafnvel með sér kaffibrúsa og nesti, og sat hér í fleiri klukkutíma. Nú tíðkast þetta ekki lengur. – Hvernig er það, gleymir fólk ekki stund- um að fara í sundfötin? – Það kemur fyrir að fólk er stoppað, bæði karlar og konur, og er þá komið af stað án sundfata. Ég man eftir konu sem fór alltaf í útiskýlið hinum megin við laugina, klæddi sig í sundfötin og fór svo inn í sturtu. Á góðviðr- isdegi kemur hún labbandi og er komin hálfa leið meðfram lauginni þegar laugarvörðurinn stoppar hana og segir: „Elskan mín, ég held þú hafir gleymt að setja á þig sundfötin.“ Þá hafði hún farið í brjóstahaldarann, en gleymt skýlunni. Hún sló á lærið og sagði: „Bölvuð vitleysa er þetta!“ Það hefur verið föst regla hjá Ester að ætla sér alltaf klukkutíma í sundi fyrir vinnu. – Ég kem hingað hálfsex á morgnana, hvíslar hún laumulega. Það er átak að hafa sig fram úr, en ég verð alveg veik ef ég kemst ekki út í laugina og syndi áður en ég byrja að vinna. Það versta sem hendir mig er þetta eina skipti á ári sem vekjaraklukkan svíkur mig, þá er batteríið búið. Það gerðist einmitt á þessu ári, einhvern tíma í febrúar. Þá hringdi sú sem er á kassanum og sagði: „Ester mín, ertu að sofa yfir þig?“ Um leið kveikti ég ljósið og leit á klukkuna. Mér varð svo mikið um að ég vakti manninn minn með hávaðanum í mér. Upp á síðkastið hefur Ester verið í leyfi, þar sem hún er með gláku og þurfti að fara í augnaðgerð. Og í vikunni verður tekið ský sem er á auganu. – Ég hef ekkert mátt fara í sund síðan í febrúar, segir hún alveg eyðilögð. Þú getur ímyndað þér hvernig mér er farið að líða. Þetta er alveg skelfilegt! Alltaf verið mikið fyrir vatn Morgunblaðið/Ómar ESTER FINNSDÓTTIR BAÐVÖRÐUR „Þeir vilja fá vissan lykil, rétta út höndina og spyrja: Er 126 laus?“ VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Ester Finnsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.