Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 20

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 20
20 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Um miðjar nætur má sjámann með sígarettu ogkaffibolla hlusta á út-varp úti á svölum heim-ilis síns á Melhaga. Á daginn er ekki óalgengt að sjá hann með vasaútvarp á göngu um Vest- urbæinn. Hann hlustar á fréttir og umræðuþætti. Svo les hann sér til líka. Það er hans starfi. Ólafur Teitur Guðnason skrifar nefnilega vikulega pistla í Viðskipta- blaðið um góð og slæm vinnubrögð á fjölmiðlunum – einkum slæm. Og ný- verið kom út bókin Fjölmiðlar 2005 með safni pistla Ólafs Teits frá liðnu ári, en áður hafði hann gefið út pistlasafnið frá árinu 2004. „Ég fylgist með umræðunni í fjöl- miðlum, eins og ég þarf hvort eð er að gera sem blaðamaður,“ segir hann. „Síðan hefur netið hjálpað mikið til. Alla fréttatíma ljósvaka- miðlanna má finna á netinu og það hefur gert gæfumuninn. Umfjöllunin verður miklu vandaðri og nákvæm- ari fyrir vikið, ekki síst samanburður á milli miðla. Annars ætti ég mun erfiðara með að nálgast þættina og ég hefði aldrei nennt að taka þá upp og eiga. Ég leggst yfir þetta þegar fer að nálgast skilafrestinn. Oftast punkta ég hjá mér nokkur atriði, sem ég vil skoða. Síðan vindur það upp á sig þegar ég skoða umfjöllun annarra fjölmiðla um sama mál. En þetta tekur mikinn tíma. Ætli það sé ekki um tuttugu tíma vinna í hverj- um pistli.“ – Hvenær fékkstu áhuga á fjöl- miðlum? „Ég er ekki einn af þeim sem hafa drukkið í sig fjölmiðla frá barnæsku, eins og ég hef heyrt um suma. Lengi vel fylgdist ég ekkert sérstaklega vel með fréttum. En samt hefur einhver þráður verið í mér að hafa gaman af því að fást við þetta. Það fyrsta sem ég gerði á þessu sviði var að ritstýra Vökublaðinu í Háskólanum og mér fannst það svona líka ljómandi skemmtilegt. Þannig að ég sótti um starf á fréttastofu útvarps vorið 1998, komst í gegnum prófin þar og það er í raun mitt fyrsta starf á fjöl- miðlum.“ – Og varst þú fastráðinn í fram- haldi af því? „Ég vann á næturvöktum um sumarið. Líklega hefur það verið af því að ég hafði litla reynslu; menn hafa ekki vitað hvort mér væri treystandi í djúpu laugina. En þetta var mikið happ, því það var frábær þjálfun að bera einn ábyrgð á frétta- tímum alla nóttina. Ég lauk síðan stjórnmálafræði um veturinn, hljóp í afleysingar af og til, en byrjaði í fullu starfi þegar ég útskrifaðist í febrúar árið 1999 og var fastráðinn upp úr því.“ – Hvernig stóð á því að hættir þar? „Þegar ég hætti í mars árið 2002 hafði ég einfaldlega ekki efni á að vinna þar lengur. Ég lifði ekki af laununum mínum,“ segir Ólafur Teitur og kímir. „Já, ég var svona um það bil að fara á hausinn! Þegar Óli Björn Kárason bauð mér að koma yfir á DV fannst mér líka mjög spennandi að spreyta mig á dag- blaðaskrifum, sem eru að mörgu leyti ólík því að vinna í útvarpi. En ég vil taka fram að mér leið mjög vel á útvarpinu. Það er frábær vinnu- staður. Þótt andinn á stofnuninni sé stundum misjafn í garð yfirstjórn- arinnar, þá er mikið af úrvalsfólki á fréttastofunni sem er skemmtilegt og frábærir leiðbeinendur.“ – Þegar þú ferð yfir á DV undir ritstjórn Óla Björns verður DV póli- tískara blað. „Það varð þyngra blað. Ég er ekki viss um að það hafi orðið pólitískara blað í formi skoðana eða afstöðu.“ – Pólitísk umræða varð meira áberandi í blaðinu. „Já, umfjöllun um þjóðmál og stjórnmál varð meira áberandi. Ég gerði til dæmis viðamiklar frétta- skýringar um breytingar á kjör- dæmaskipaninni, sem kosið var eftir í fyrsta sinn árið 2003. Það var opna um hvert einasta kjördæmi, frekar þung vikuleg úttekt af því tagi sem maður hefði kannski frekar búist við að lesa í Morgunblaðinu en DV. Það sem var nýtt við starfið á DV var að til hliðar við fréttaskrifin skrifaði ég í fyrsta skipti líka út frá mínum skoðunum. Í Helgarblaðinu var rit- stjórnarpistill skrifaður af hópi blaðamanna og þar fór ég fyrst að fjalla um fjölmiðla. Nokkrir pistlar voru um tök fjölmiðlanna á kosn- ingabaráttunni 2003.“ „Reyni að halda mig við málefni“ – Er fréttamönnum stætt á því að taka afstöðu í þjóðmálaumræðunni? „Það er umdeilt hvort fréttamenn eigi að verja tíma sínum í að setja fram skoðanir sínar í stað þess að helga sig algjörlega því að gera fréttir. En mér hefur sýnst það fær- ast í vöxt undanfarin misseri að fréttamenn geri einmitt þetta, mæti til dæmis í spjallþætti og tjái sig um mál sem eru ofarlega á baugi. Einnig má nefna viðhorfsgreinarnar í Morg- unblaðinu sem dæmi um það. Mér sýnist það lenska víða erlendis, það sem maður sér af fjölmiðlum, að fréttamenn mæti í sjónvarp, segi álit sitt á fréttum og séu jafnvel með hót- fyndni um menn og málefni. Það virðist ekki trufla menn þar. En það er gilt sjónarmið að þetta geti sett fréttamenn í erfiða stöðu. Þess vegna reyni ég að hafa það fyrir reglu að segja aldrei skoðanir mínar á fólki, hvort mér finnst einhver vera að standa sig vel eða illa. Ég reyni að halda mig við málefni, til dæmis fjöl- miðlafrumvarpið eða önnur álitaefni, og hef reynt að draga línuna við það. Ég felli helst ekki palladóma um ein- staka stjórnmálamenn, því það finnst mér höggva nærri persónu þeirra. Í nýlegri grein talaði blaða- maður um að ákveðinn frambjóðandi í Reykjavík væri afburða góður. Mér liði ekki vel með að láta slíkt frá mér fara. Óðinn Jónsson, fréttastjóri út- varps, hefur sagt að honum finnist að fréttamenn eigi ekki að taka þátt í þjóðmálaumræðu. Mér fyndist ástæða til að meiri umræða væri um þetta meðal fréttamanna.“ – Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra skrifaði í pistli í fyrra að þú ættir að gera meira af því að nafn- greina þá frétta- og blaðamenn sem kæmu við þína sögu. Fjölmiðlar sjálfir persónubindi fréttir mun meira en áður og úttekt á fjölmiðlum eigi að endurspegla það. „Það er alveg rétt, hvers vegna ætti maður ekki að nafngreina fréttamenn sem maður fjallar um. Þeir nafngreina jú þá sem þeir fjalla um, oft á gagnrýninn hátt. En slík skrif eiga það á hættu að vera talin of persónuleg. Og kannski hefur maður stundum sleppt því að nafn- greina fjölmiðlamenn með hliðsjón af því. En ég reyni hins vegar að gefa ekki óþarflega mikið eftir gagn- vart því sjónarmiði. Svo er þetta snúið, því sumir fréttamenn koma ekki fram undir nafni. Ég veit ekki alltaf hver skrifar hvað. Margar fréttir eru með netföngum og þá get- ur tekið tíma að komast að því hver höfundurinn er. En hafi ég verið lat- ur við að nafngreina, þá hefur það verið af ótta við að það yrði túlkað sem persónulegar árásir. Skrif mín eru það ekki. Þetta eiga að vera mál- efnaleg skrif og þess vegna er ekkert að því og sjálfsagt að nafngreina menn.“ – Eru fjölmiðlamenn viðkvæmari en stjórnmálamenn? „Það eru dæmi þess að fjölmiðla- menn hafi brugðist þannig við að óhætt sé að segja að þeir séu við- kvæmari en nokkur stjórnmálamað- ur. Og það er merkilegt að fylgjast með sömu fréttamönnum leggja mikið upp úr því að stjórnmálamenn geti tekið gagnrýni og svarað gagn- rýni á málefnalegan hátt, en ekki með skætingi og persónulegum árásum. En þetta er langt í frá algilt og margir fréttamenn hafa lýst þeirri skoðun við mig að þeim finnist skrif mín þörf. En þeir bæta því oft við að þeir séu ekki alltaf sammála mér,“ segir Ólafur Teitur og hlær, „sem er auðvitað í góðu lagi! En fréttamenn eru fremur óvanir því að vera gagnrýndir af öðrum en stjórn- málamönnum.“ – Það hefur verið óskráð regla að fjölmiðlar gagnrýni ekki aðra fjöl- miðla. „Einmitt. Ég veit að sumir áhrifa- menn í fjölmiðlum eru þeirrar skoð- unar að fjölmiðlar hafi nóg með sjálfa sig og eigi ekki að kasta stein- um úr glerhúsi. Ég hef orðað það þannig að ef menn kasti ekki stein- um úr glerhúsi verði gróðurhúsa- áhrifin óbærileg. Ef til vill þurfi að kasta steinum til að lofta aðeins út.“ – Þú hefur uppi stór orð um ís- lenska fjölmiðla og talar meðal ann- ars um það í formála að nýju bókinni, Fjölmiðlum 2005, að „íslensk frétta- mennska eigi við ansi alvarlegt mein að stríða“. Hvað áttu við? „Það má orða það þannig að ný- lega fengum við vísbendingu um að íslensk fréttamennska ætti við alvar- legt mein að stríða. Þá voru einhver hörmulegustu vinnubrögð í fjölmiðl- um á síðasta ári verðlaunuð af Blaða- mannafélagi Íslands sem rannsókn- arblaðamennska ársins og þannig gefið til kynna að þau væru til eft- irbreytni og fyrirmyndar. Þau skila- boð frá Blaðamannafélaginu finnst mér vera alvarlegt mein í íslenskri fréttamennsku. Og alveg furðuleg vegna þess að komið hafði fram hvernig þessi tiltekna fréttaskýring var unnin, sem var um einkavæðingu bankanna og birtist í Fréttablaðinu. Það er ekki skoðun mín eða mat heldur staðreynd sem liggur fyrir að þar var beitt óheiðarlegum vinnu- brögðum. Til dæmis voru langir kafl- ar ljósritaðir orðrétt upp úr gömlum og gleymdum skýrslum og dulbúnir sem afrakstur mikillar rannsóknar- blaðamennsku viðkomandi frétta- manns, án þess að láta þess á neinn hátt getið að stuðst væri við þessa tilteknu heimild. Þetta er með því svæsnara sem maður hefur séð í ís- lenskum fjölmiðlum, en það er verð- launað sem fyrirmyndarvinnubrögð. Það finnst mér ekki gæfulegt.“ „ … vitum hvernig fréttirnar voru og gagnrýnin beinist að því“ – Þetta er dæmi um það vald sem þú tekur þér í pistlum þínum. Þú fullyrðir að tiltekin vinnubrögð séu óheiðarleg og hikar jafnvel ekki við það í umfjöllun þinni að segja hvað er fréttnæmt og hvað ekki. „Í því dæmi sem þú vísar til, um- ræður um hugsanlega uppsögn EES-samningsins, þá dreg ég fram að furðulegt sé að nýstárlegt sjón- armið sé nánast falið í fjölmiðlum, en síðan þegar því er svarað með stað- hæfingum sem oft hafa komið fram áður, þá sé það sett framar í frétt- irnar og látið mikið með það. Það finnst mér hiklaust gagnrýnisvert þó að alltaf sé stuðst að einhverju leyti við mat, sem ekki er hægt að segja að sé algilt. Ég benti til dæmis á það í nýlegum pistli að þegar framsókn- armenn sögðust vilja flugvöll á Löngusker, þá var fréttin nánast aft- ast í fréttatíma NFS. En næstu daga á eftir voru fluttar margar fréttir þar sem tillaga framsóknarmanna var gagnrýnd og þær voru frekar framarlega í fréttatímanum. Þetta finnst mér tvímælalaust atriði sem ástæða er til að vekja athygli á og Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlutlægnin er og verður endalaust þrætuepli Íslensk fréttamennska á við alvarlegt mein að stríða, að mati Ólafs Teits Guðnason- ar, sem vakið hefur athygli fyrir gagnrýni á vinnubrögð fjölmiðla. Pétur Blöndal tal- aði við hann sanngirni, við- kvæmni, fréttamat og fleira. ’Ég hef orðað það þannig að ef mennkasti ekki steinum úr glerhúsi verði gróðurhúsaáhrifin óbærileg.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.