Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hún braut blað í íslenskritónlistarsögu. JórunnViðar kemur til dyra áLaufásveginum og býð-ur mér inn, í þessu húsi er hún alin upp og hér hefur hún búið lengst af. En þó með mikilvægum hléum, – þegar hún sótti sér menntun í heimsborgir á borð við Berlín og New York. Vegna hæfileika sinna, góðrar menntunar og þrautseigju varð hún frumkvöðull í hópi kvenna sem haslað hafa sér völl á sviði tón- smíða. En það er ekki á Jórunni að finna að hún hafi markað þessi spor í samtíð sína. „Komdu inn fyrir, ég er búin að fylla á könnuna, á ég að ýta á takk- ann,“ segir hún kankvís nokkru eftir að ég hef tekið af mér kápuna og er sest við borðstofuborðið, sem er stað- sett milli stofu og svefnherbergis. Kaffið kemur og í kjölfarið nokkurs konar forspjall, m.a. um lag Jórunnar við Ólafsrímu sem flutt var í Skálholti í fyrra. Ég spyr af því tilefni Jórunni hátíðlega hvert hún sæki tónlist sína. „Ég reyni að sækja hana bara úr hausnum á mér,“ svarar hún að bragði. „Ég vann í því tilviki úr rímnastefi sem aðalþema,“ segir hún og tromm- ar taktvisst á borðið og sönglar stefið. „Þetta fór vel í kirkjunni, það fyllti hana. Ég hef skrifað þetta verk bæði fyrir hljómsveit og líka fyrir píanó- undirleik, en það er ekkert píanó í Skálholtskirkju.“ Okkur kemur saman um að rétt væri að hafa píanó í kirkjum sem vin- sælar eru til tónlistarflutnings. „Þegar þetta verk var flutt fyrst þótti mönnum það mjög skemmtilegt, Páll Ísólfsson vildi heyra það aftur og aftur, hann var ánægður með það, ég var að dútla við að semja þetta verk í lengri tíma,“ segir hún. Enn er Jórunn að semja. „Ég var að ljúka við lítinn sálm,“ segir hún aðspurð. Og um hvað? „Um Guð, þetta er bæn við texta úr sálmabókinni. Mar- teinn Hunger pantaði lagið hjá mér, ég gerði það á hálftíma og síðan hefur það legið á píanóinu, ef viðtalið geng- ur vel hjá okkur ætla ég að líta á það aftur, ég læt oft verk bíða svo ég fari ekki að breyta of miklu, það tekur þá annan dag og álíka kvalir,“ segir hún. Ég spyr hvort hún sé sjálf trúuð? „Já, ég er það, ég er líka berdreym- in,“ svarar hún. „Trúin er orðin svo skrítin, það er eins og það sé orðið ómögulegt að trúa á Bíblíuna, maður verður bara að finna sinn eigin kraft og reyna að trúa á það sem manni finnst rétt og gott!“ Hún horfir á mig í senn spyrjandi og ákveðin. Í fari Jórunnar blandast á skemmtilegan hátt saman látleysi og fyrirmannleg framganga – það mótar fyrir styrk og æðruleysi bak við glett- in og oft óvænt tilsvör hennar. „Mamma var í Guðspekifélaginu og trúði á það, hún var náttúrlega alltaf að leita að pabba,“ heldur Jórunn áfram. Móðir hennar var Katrín Við- ar píanókennari sem missti eigin- mann sinn og föður Jórunnar, Einar Viðar bankaritara og söngvara, eftir skammvinnt hjónaband. „Ég held að hana hafi aldrei dreymt hann,“ segir hún. „Hvílíkt miskunnarleysi,“ segi ég. „Mig hefur ekki dreymt hann held- ur, en mig dreymir fyrir daglátum,“ svarar Jórunn. En hvernig gengur að ráða draumana? „Ég er voðalega vitlaus í þessu,“ svarar hún og hlær. „Mig dreymdi snemma morguns að það kom maður á þeysireið í gegnum herbergið mitt, ég var í svefnrofum og mér fannst fara maður í skógar- varðarbúningi og stígvélum í gegnum vegginn hjá mér og hann leit ekki við mér, þar sem ég lá í rúminu. Hann var berhöfðaður með stíft hár sem stóð beint upp í loftið eins og bursti.“ Er þetta góður draumur? segi ég. „Ég vissi hvaða maður þetta var, hann bjó einu sinni í húsinu hér. Ég þekkti hann af mynd á hárinu. Nokkru seinna þennan sama morgun hringdi Lovísa dóttir mín og sagði mér lát sonar þessa manns, sonurinn var fæddur í svefnherberginu mínu. Mig hefur hvorki fyrr né síðar dreymt þennan mann.“ Frá draumum að tónsmíðum. Ég spyr um upphaf tónsmíða Jórunnar. „Ég samdi heilmikla tónsmíð um rok og mús sem drukknaði í sjórokinu í höfninni. Ég var þá krakki og spilaði þetta á píanóið hennar mömmu. Það heyrðist mikil ólga í rokinu og svo píp í músinni – og svo meiri ólga. Ég gerði líka marsa og danslög.“ Hvað sagði mamma þín? „Veistu, ég held að hún mamma hafi bara ekkert kunnað að meta þetta. Hún var með 30 nemendur og mátti varla vera að því að kenna mér. Eftir að hún stofnaði búð um 1926 komst ég frekar í píanóið. En árið 1931 skall á innflutningsbann og þá mátti ekki flytja inn hljóðfæri, plötur og nótur og þess háttar. Þá varð hún að fara að selja hanska og töskur, þetta bjargaðist í fáein ár, svo hætti hún að versla þegar hún gifti sig aft- ur.“ Jórunn var eldri dóttir foreldra sinna, fædd í desember 1918. „Ég man eftir hvernig pabbi söng, hann vann fyrir sér að hluta til með söng, vorið 1923 söng hann við jarð- arför í Hafnarfirði. Hann var nýlega stiginn upp úr lungnabólgu. Ekki voru rútuferðirnar á milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar þá. Hann gekk heim, veiktist á heimleiðinni og dó rétt á eftir. Foreldrar mínir giftust 11. nóvember 1917 og voru því aðeins tæp sex ár í hjónabandi. Sorg móður minnar var óskapleg, það var erfitt fyrir okkur systurnar, mig og Drífu, að horfa upp á harm hennar,“ segir Jórunn. Katrín Viðar var líka í hópi frum- kvöðla í íslenskri tónlistarsögu. Hún var dóttir Jórunnar og Jóns Norð- manns kaupmanns og útgerðar- manns, hann dó ungur og skildi eftir sig mikil auðæfi. „Hann sagði einu sinni við ömmu: „Ég veit ekki hvernig stendur á því Jórunn mín, en það er eins og það verði allt að gulli í höndum á mér,““ segir Jórunn og hlær. Jórunn amma hennar og nafna lét mikið fé renna til að mennta börnin sín átta. Þau elstu, Jón og Katrín, fóru í tónlistarnám til Berlínar, síðar fóru þau yngri til listnáms erlendis. Tímar urðu viðsjárverðir og fé Jórunnar gekk til þurrðar en það sem hún hafði látið í tónlistarmenntun barna sinna skilaði ríkulegri uppskeru. „Tónlistin kom þó ekki síður til mín frá föðurfólkinu, langafi minn Pétur Guðjónsson var t.d. organisti Dóm- kirkjunnar.“ Jórunn kveðst oft hafa hlustað á móður sína kenna. „Þegar einhver sló á vitlausa nótu þá sagði ég: „Þetta var vitlaus nóta,“ ég gat ekki hlustað á vitlausa nótu tvisvar.“ Foreldrar Jórunnar keyptu efri hæðina á Laufásvegi 35 en Jórunn amma hennar og Óskar móðurbróðir bjuggu á neðri hæðinni meðan hann var ógiftur.“ Óskar varð síðar meðeig- andi Jóns Þorlákssonar borgarstjóra að fyrirtækinu J. Þorláksson & Norð- mann. En hvernig skyldu kjör þeirra Katrínar og dætra hennar hafa verið eftir lát fjölskylduföðurins? „Við höfðum það ágætt, mamma fékk kennsluna vel borgaða, hún var með stúlkur til að hugsa um okkur systurnar, svo rak hún verslunina sem gaf vel af sér fyrst. Við áttum góða æsku. Mamma var ótrúleg kona, – hvernig hún fór að því að komast í gegnum þetta! Hún giftist síðar Jóni Sigurðssyni skólastjóra Laugarnes- skólans. Hann beið eftir henni mömmu í ein tíu ár og reyndi að upp- fylla hverja hennar ósk eftir að þau giftust. Okkur systrunum var hann mjög góður, hugsaði um að gefa okk- ur grænmeti hvað þá annað, – það var gæfuspor þegar hún mamma giftist honum. Hann var líka afskaplega góð- ur við börnin mín. Eitt var það sem mamma leyfði sér þótt hún hefði iðulega mikið að gera. Hún leyfði sér að fara á skauta ef það var svell á Tjörninni. Hún fór þá milli klukkan 3 og 4, – það var miklu oftar frosin Tjörnin þá en núna.“ Vildi hafa Pál Ísólfsson sem kennara Fyrst lærði Jórunn um tíma á pí- anó hjá móður sinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jórunn Viðar í garði sínum við Laufásveg 35, þar er hún fædd, ólst upp og hefur búið lengst af. Ljósmynd/Golli Tónlistin breytir litnum í s Tónlist Jórunnar Viðar hefur skipað henni í heiðurssæti sem frumkvöðli og enn er hún að semja. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræddi við Jórunni um tónlistina, lífið og ferilinn. Jórunn Viðar ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, er hún hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003, sama ár kom út geisladiskurinn Mansöngur með verkum eftir hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.