Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 29
Jón Sigurðsson spilaði fyrir hjartveik börn og fjölskyldur þeirra í Húsdýragarðinum. orðið talsverður útgjaldaliður þegar um hjartveika unglinga er að ræða. Það hafa orðið miklar breytingar á aðstæðum hjartveikra barna síðan 1995, þegar Neistinn var stofnaður. Þá voru engar opnar hjartaaðgerðir gerðar hér á Íslandi, þar sem notaðar voru hjarta- og lungnavélar, slíkar aðgerðir fóru allar fram erlendis. Núna er um það bil helmingur hjartaaðgerða á börnum gerður hérna heima en þó eru gerðar 20 til 25 aðgerðir erlendis árlega, aðallega í Boston.“ – Hafa miklar breytingar orðið hvað hjartaaðgerðir barna snertir? „Tækninni í sambandi við hjarta- aðgerðir á börnum hefur fleygt gíf- urlega fram og eiga börn, fædd með flókna hjartagalla, miklu meiri mögu- leika en áður, læknar geta gert við mun flóknari hjartagalla nú en áður gerðist. Börn sem líða af hjartagöllum eru oft mikið veik í uppvextinum. Þau sem greinast með mjög mikla galla dóu mörg áður fyrr en nú tekst að hjálpa flestum þeirra, en það kostar oft margar aðgerðir. Fimm ára lítil stúlka, dóttir eins félagsmanns, er búin að fara í sex hjartaaðgerðir sem allir voru gerðar í Boston. Það gefur augaleið að foreldrar þessarar litlu stúlku hafa misst mikið úr vinnu, þessar ferðir eru dýrar, stundum þarf fólk að vera lengi á staðnum, jafnvel tvo til þrjá mánuði, þetta er því kostnaðarsamt ferli. Í slíkum tilvikum er ómetanlegt að eiga Styrktarstjóðinn að, úr honum eru veittir 20 til 25 styrkir á ári þegar aðstæður eru eins og fyrr var lýst.“ Aðgerðir á hjartveikum börnum dýrar foreldrum – Hafa yfirvöld ekki komið til móts við þessar nýju kringumstæður? „Jú, þau borga flugfar fyrir annað foreldri og það er heimild til að greiða flugfar fyrir annan fylgdar- mann, en svo skrítið sem það er þá er sú heimild bundin við að um lífs- hættulega aðgerð sé að ræða. Maður spyr sig; af hverju er verið að senda barn utan í aðgerð ef það er ekki mjög brýnt? Maður spyr sig líka um rétt barna til þess að hafa báða foreldra sína hjá sér í slíkum aðgerðum. Það eru til fjölskyldur hér sem ekki geta fjár- magnað svona ferðir og hafa komið mjög illa út úr þeim fjárhagslega. Foreldrarnir þurfa að búa á hótelum úti og það eiga ekki allir Visakort sem hótelin krefjast að framvísað sé. Fólk þarf að greiða sjálft fyrir hót- eldvölina en Tryggingastofnun greið- ir eftir á dagpeninga, eitt og hálft gjald, en fólk verður að leggja fram fé fyrir uppihaldi, mat og hóteli meðan á dvölinni stendur, það geta ekki allir. Foreldrar hjartveikra barna eru oftast ungir og eignalitlir og eiga kannski fleiri börn fyrir, þetta er því þungt högg, ekki aðeins veikindin sjálf heldur líka hin fjárhagslega byrði. Þetta hefur þó batnað mikið síðan 1995, þegar Neistinn var stofnaður. Fólk af landsbyggðinni lendir líka oft í hremmingum, það þarf að vera hér í Reykjavík vikum saman meðan hjartveika barnið er á sjúkrahúsi, það kostar sitt að halda uppi tveimur heimilum.“ – Hvað með umönnunarlaunin? „Foreldrar langveikra barna fá umönnunarbætur en þær eru yfir- leitt greiddar fyrir frekar stuttan tíma – meðan almestu veikindin standa yfir. Það segir ekki alla sög- una þótt börnin komist yfir það versta, þau eru oft veik lengi eftir að- gerðir og erfitt að vinna frá þeim. Loks er það svo að því miður er ekki hægt að lækna alla hjartagalla að fullu. Það þýðir að þótt börn lifi sæmilegu lífi eru þau úthaldslítil, oft lasin og þurfa stöðuga og mikla umönnun. Börn sem þannig er ástatt fyrir geta lítið tekið þátt í íþróttum og treysta sér varla í sumarbúðir og þannig mætti telja. Þegar þannig háttar til er erfitt fyrir báða foreldra að vinna utan heimilis.“ Sumarferðir og blaðaútgáfa – Hvað á að gera í tilefni af afmæli styrktarsjóðsins? „Það verður ekkert gert í tilefni af afmæli hans, hann bara lúrir á pen- ingum og deilir út styrkjum, En í fyrra, þegar Neistinn varð tíu ára, fórum við öll í Húsdýragarðinn. Við foreldrarnir sem stofnuðum Neist- ann og styrktarstjóðinn eigum mörg hver núna unglinga sem hafa strítt við hjartveiki. Nú er orðin þörf á því að unglingarnir læri að taka ábyrgð á sjúkdómi sínum, næsta árið ætlum við því að vinna talsvert með þeim til að létta þeim þetta ferli. Við höfum líka venjulega farið í eins dags sumarferð, í fyrra fórum við í Hvammsvík og áttum þar góðan dag en í ár er ekki búið að ákveða hvert farið verður. Við höfum haldið jólaböll öll árin sem hafa verið vel sótt og síðast en ekki síst höfum við staðið fyrir fræðslufundum. Árið 1997 var landssöfnun fyrir Styrktarsjóð hjartveikra barna, það var Stöð 2 sem studdi þá aðgerð, landsmenn tóku okkur afskaplega vel og lögðu grunninn að höfuðstól styrktarsjóðsins. Hinn 14. mars, sama dag og þessi söfnun fór fram, höfum við árlega reynt að ýta fé- lagsmönnum og öðrum sem við þekkjum að fara og gefa blóð. Það er eitt af því sem félagsmenn gera, börnin okkar þurfa mikið blóð í að- gerðum, þessar blóðgjafir eru hugs- aðar sem svolítið endurgjald – þetta getum við þó gert. Hvað tekjuöflun snertir þá eru þær helst gjafir og vinna sjálfboðavinna. Mikilvæg tekjulind er útgáfa Karls Helgasonar hjá Stoð og Styrk, hann hefur styrkt Neistann með útgáfu bóka, Skálda- vals I,II og III, þriðja bindið er ný- komið út og er selt í símasölu. Neist- inn á fjölmarga velunnara, umhyggja þeirra yljar um hjartarætur á erfið- um veikindatímum. Loks má geta þess að Neistinn gef- ur út blað tvisvar á ári með fræðslu- efni, það gengur mjög vel, og svo er- um við með heimasíðuna www.- neistinn.is.“ gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 29 Stangarhyl 1 - sími 511 4080 - www.embla.is Arnar og Þórhildur leiða þig á framandi slóðir sem lengst af hafa verið huldar hinum vestræna heimi. Hluti ferðalagsins er sigling frá Pétursborg til Moskvu. Draumur Péturs mikla var að geta siglt frá Pétursborg til Moskvu en það var ekki mögulegt fyrr en 1937 að Moskvu-Volgu kanallinn var gerður. Hann tengir höfuðborgina við víðáttumikið vatnasvæði sem nær frá Pétursborg út í Finnlandsflóa og alla leið til Astrakhan við Kaspíahaf. Hér er að finna gersemar byggingarlistar miðalda, mikilfenglegar borgir eins og Pétursborg, Yaroslavl og Moskvu. Fetað er í fótspor Péturs mikla í borginni sem oft hefur verið nefnd Feneyjar norðursins, djásn Rússlands og siglt í 6 daga til Moskvu þar sem hjarta Rússlands slær. Síbería er dularfull og framandi. Endalaus barrskógur, bjálkahús og bændafólk með fullar fötur af mýraberjum. Skógurinn víkur síðan fyrir þurrsteppum og eyðimerkurgróðri þar sem lág fjöll rísa við sjóndeildarhringinn og stöðuvatn djúpt og mikið sem haf teygist eins langt og augað eygir. Við ljúkum lestarferðinni í hinni dularfullu Mongólíu. Ferðalag um víðáttur Asíu snertir streng í sál Íslendinga og flytur þá á landsvæði, sem er afar ólíkt því, sem þeir eiga að venjast. Svæðið er nánast ósnortið og geymir fjársjóð fornrar sögu og menningararfleifðar sem lengst af hefur verið hulin hinum vestræna heimi. Ferðaskrifstofan Prima Embla sérhæfir sig í ævintýra- og lúxusferðum þar sem ferðalangar njóta allra þæginda og fyrsta flokks þjónustu í hvívetna. Með sérsamningum við helstu lúxushótel, flugfélög og skipafélög heims tryggjum við hámarks gæði og sanngjarnt verð. FERÐAKYNNING Þriðjudaginn 23. maí kl. 19:30 KAFFI SÓLON í Bankastræti, 2. hæð Verið velkomin! í fylgd Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar Rússland - Síbería - Mongólía - Kína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.