Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ I. Það var kl. 13.30 laugardaginn 6. maí sl. að mér var boðið í bíltúr suður að Meiðastöðum í Garði, þar sem tengdasonur minn, Jens Á. Jónsson, hugðist sækja fellihýsi, sem verið hafði í geymslu sl. vetur í gömlum fiskverkunarhúsum þar á bæ. Skv. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls J. Vídalín eru Meiðastaðir metnir og þeir félagar staðfesta matið þann 21. september 1703, þá staddir í Útskál- um. „Jörðin er þá kóngseign og ber að greiða landskuld með fimm vætt- um fiska í kaupstað. Kvaðir eru um mannslán um vertíð. Heimræði er ár- ið um kring og ganga skip ábúandans eftir hentugleikum, item gengur þar venjulega kóngsskip eitt, sex-æring- ur, um vertíð alleina undirgiftar- laust.“ Nú er skilti hjá bænum er á er letrað „Meiðastaðavör“ og mun það- an hafa verið róið 1703. II. Fyrst lá leið okkar Jens um Ytri- Njarðvík og þá til Keflavíkur, sem nú mun heita eftir sameiningu Reykja- nesbær. Mér lék mest forvitni á að vita hvort glerskáli sá, sem stóð við suðurhlið Iðnó í Reykjavík, væri kominn að hlið Hótel Keflavíkur, eins og ég hafði frétt. Þetta reyndist rétt vera og er skálinn nefndur „Iðnó“ og er opinn veitingastaður frá kl. 17.00. Ég pantaði pilsner á hótelinu en því var hafnað, við værum ekki hótel- gestir. Bardaginn um glerskálann við Iðnó í Reykjavík var langur og harð- ur. Byggingarnefnd Iðnó, sem þeir skipuðu m.a. Haraldur Blöndal hrl. (1946–2004) og Guðmundur J. Guð- mundsson verklýðsleiðtogi (1927– 1997) vildu endilega reisa skálann og gerðu það í óþökk okkar gömlu Reykvíkinganna, sem vildum halda Iðnó ómenguðu. Ég hélt uppi harðri vörn í Morgunblaðinu og nefndi skál- ann m.a. „Engeyjarþykknið“ til þess að stríða Haraldi vini mínum. Kefla- víkur-Iðnó virðist að mestu hafa þol- að flutninginn, nema glerið var eilítið laskað á kafla neðst. Gat það hafa verið skemmdarverk þar syðra, þó heilt hafi komist frá Reykjavík. III. Mér var vísað á Duushús ef ég væri að hugsa um ölkaup og viti menn, þar var veitt öl, bæði inni og úti á palli og þjónusta öll hin besta. Næst héldum við að Útskálakirkju, en þar hafði ég ekki komið svo ég myndi. Kirkjan var lokuð og vildum við ekki ónáða prestinn, sr. Björn Svein Björnsson (f. 1966), en hann er sonur kunningja míns, Björns læknis Önundarsonar (f. 1927). Sr. Björn hefur víða farið og m.a. unnið að hjálparstarfi og trúboði í Mexíkó og Alma Ater í Kazakstan. Hlerar eru fyrir gamla presthúsinu og bíður það endurhæfingar, á að breyta því í fræðslusetur. Frændi minn og ferm- ingarfaðir, sr. Friðrik Hallgrímsson (1872–1949), var prestur á Útskálum frá 1899 til 1903, er hann hvarf til starfa í Argyle-byggð í Kanada. Hann fermdi okkur bræðurna, Svein Kjartan (f. 1924) og Harald (f. 1925), 1939 en mig 9. nóvember 1941. Auk þess kenndi hann mér kristinfræði í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga við Vonarstræti í tvo vetur og bý ég enn að þeirri fræðslu, en hann lagði sig mjög fram um unglingafræðslu og stofnaði félag ungra manna við Dóm- kirkjusöfnuðinn, sem þá var lítt þekkt í öðrum söfnuðum. Mér kemur nafn sr. Friðriks ávallt í hug er ég heyri góðs manns getið. Sr. Haraldur Níelsson og sr. Friðrik Hallgrímsson voru systkinasynir og herbergis- félagar á Regensen (Garði) í Kaup- mannahöfn. Afi minn bjó ávallt í bisk- upshúsi, Vesturgötu 19, á mennta- skólaárum sínum og voru þeir frændur sem bræður alla tíð og reyndust hvor öðrum best er mest á reyndi. IV. Ég er afar ókunnugur í Garðinum, þótt ég hafi komið upp í Garðskaga- vita endur fyrir löngu, þá treysti ég mér ekki upp í hann núna, orðinn fótfúinn og 78 ára gamall. Við Har- aldur bróðir minn rákum búskap á Álftanesi á Mýrum árin 1957–1963. Nágranni okkar bjó á Miðhúsum, Jón Helgason Jónsson (l898–1989), allra manna skemmtilegastur og orð- heppnastur. Bróðir hans, Kristófer Helgi Jónsson (1906–1998), bjó um skeið í Sigguseli, sem var hjáleiga frá Álftanesi í tíð Haraldar Bjarnasonar (1874–1964), þá bónda á Álftanesi. Stóð sá búskapur árin 1933–1935. Jón á Miðhúsum var spurður, hví Kiddi bróðir hans hefði hætt búskap í Sigguseli? Jón svaraði: „Það var sá ljóður á byggingarbréfinu, að það mátti hvergi slá, sem var gras“. Kona Kidda var Auður Pétursdóttir (1907– 1985), systir Jóns Axels bankastjóra Lb.(1898–1980). Árið 1954 flytja þau Kiddi og Auður suður í Garð, þar sem heitir að Hólabrekku. Vann hann al- genga verkamannavinnu, en þau hjón höfðu þó nokkrar tekjur af leigu fyrir land, sem þau leigðu sveitarfé- laginu fyrir fótboltavöll. V. Þegar fellihýsið hafði verið tengt aftan í jeppa tengdasonar míns, þá lá leiðin til Sandgerðis, niður að höfn- inni, þar sem mikið var um að vera. Þar hafði ég komið áður með Ársæli föðurbróður mínum (1893–1969), sem þar var í skipakaupum. Mun hann hafa keypt Víði GK-510 af Guð- mundi Jónssyni (1892–1984) útgerð- armanni á Rafnkelsstöðum. Hlaut hann nafnið Ísleifur III VE-336. Raf- nkelsstaðir eru í Garðinum. Á bryggjunni í Sandgerði minnir mig að ég hafi fyrst hitt Eggert Gíslason (f. 1927) frá Kothúsum í Garði, en við urðum síðan aldavinir suður á Kan- aríeyjum, þar sem við dvöldum löngum á veturna. Það var ekki að sjá að það væri laugardagur þar syðra, allt á fullri ferð, menn virðast ekki gera þar mun á laugardögum og virk- um dögum. Streitu er ekki að finna þar syðra og var það ánægjuleg til- finning að finna ekki til hennar, mikil tilbreyting frá Reykjavíkuriðunni. Mikið er um húsbyggingar á Suður- nesjum og ekki virðast þau tæplega 900 hús, sem Bandaríkjaher skildi eftir sig, hafa dregið neitt úr bygg- ingaráhuga manna . Hvað verður um þessi hús veit enginn ennþá. Viðræð- ur standa enn yfir við Bandaríkja- menn og eiga Íslendingar þar góðan fulltrúa, þar sem Árni Sigfússon (f. 1956 ) er. VI. Nú virðist loks vera að sjá fyrir endann á deilunum um Reykjavíkur- flugvöll. Menn eru líka hættir að hlæja að „nýju skerjum keisarans“. Atvinnuflugmenn, sem ekki hefði verið óskynsamlegt að byrja á að leita álits hjá, hafa tekið af skarið með það að það sé fásinna að leggja hann niður. Fyrsti flugvöllur okkar var í Vatnsmýrinni á Sturlutúni, en aðeins fyrir flugtak, síðan var flogið að Korpúlfsstöðum, þar sem farþeg- arnir biðu. (Heimild: Siggi flug, bls. 202–204). Lýsir Siggi flugslysi einu þannig: „Flugvélin lá nú á bakinu við hliðina á herskálanum og brátt komu breskir hermenn hlaupandi úr skál- anum í grenndinni og fóru að athuga, hvað hefði komið fyrir. Það tók kon- una og mig nokkrar sekúndur að átta okkur á því hvernig komið var. Ég ætlaði að opna dyrnar á flugvélinni, en þær voru fastar. Síðan spurði ég konuna, hvort hún hefði meiðst og hvernig henni liði. Hún svaraði hik- laust: „Ég get ekki fundið, að ég sé neitt meidd“. Er þau Sigurður höfðu jafnað sig eftir „sjokkið“ mælti kon- an hin fleygu orð, sem lengi hafa lifað með þjóðinni: „Heyrið þér Sigurður, hvenær fer næsta flugvél til Akur- eyrar“? Og norður komst konan með fyrstu flugferð strax daginn eftir og var þá farið með sjóflugvélinni. VII. Þessi setning hjá hinni hugprúðu konu sýnir svo ekki verður um villst hvaða þýðingu Reykjavíkurflugvöll- ur hefur fyrir landsbyggðina. Líta verður á flugvallarmálið heildstætt. Höfuðborgin hefur ríkar skyldur við landsbyggðina. Því megum við Reyk- víkingar aldrei gleyma. Eftirmáli Sr. Björn Sveinn var í námsleyfi, en í stað hans þjónar Útskálapresta- kalli sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir (f. 1969) á meðan. Skotferð til Suðurnesja og flugvallarmálið Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. „Engeyjarþykknið“ í allri sinni dýrð. Greinarhöfundur fyrir framan Kaffi Duus. Útskálakirkja Haraldur Níelsson og Friðrik Hallgrímsson í herbergi sínu á Regensen (Garði) í Kaupmannahöfn. Þeir voru systkinasynir. Eftir Leif Sveinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.