Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 36

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 36
36 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Grandagarði 2, sími 580 8500 Sérútbúin fyrir Norðurlönd, strangar kröfur um gæði og umhverfissjónarmið. ALDE miðstöðvarkerfi. Ein þau vinsælustu á Norðurlöndum Opið virka daga 10 – 18 laugardaga 10 – 16 sunnudaga 12 – 16 Okkur Íslendingumfinnst ekkert eðli-legra en að eiga að-gang að ósnortinnináttúru í ekki nema hálftíma fjarlægð frá heimilum okkar. Svæði þar sem maður getur endurnýjað sál sína og stigið út úr amstri götulífsins. Landsvæði sem þjóðin deilir. Fyrir okkur er þetta svo sjálfsagt að það vill gleymast að þetta eru dýrmæt forréttindi sem mörg ríki hafa glatað. Í landi þar sem maðurinn hefur skipulagt hvern einasta skika, hvort sem er undir ræktað land eða borgarlandslag, verða þeir ör- fáu þættir sem enn eru ósnortnir og óbeislaðir vandfundnir. Holland er dæmi um þetta. Þar í landi er aðeins pínulítill skiki eftir af ósnortinni náttúru. Ef Hollendinga langar út í óspillta náttúru geta landsmenn komið þangað og séð nokkur villt dádýr á beit og notið þess að fá sér lítinn göngutúr á „villta“ landskikanum. Í Hollandi hefur maðurinn algjörlega mótað landið eins og honum þóknaðist, fyllt upp, grafið, mokað, múrað, byggt og skipulagt akra og stein- steypu. Það er vegna þessa sem hollenski hönnuðurinn Simon Heij- dens hefur gert sér far um að leita að óbeislaðri náttúru. „Borgarbúar lifa í tilbúnu lands- lagi, meira að segja trén á göt- unum eru vel skipulögð og þar af leiðandi ekki partur af náttúrunni. Hins vegar er vindurinn, sem hvín í laufum trjánna, ósnortin nátt- úra,“ segir Heijdens. Veðrið er stór partur af lífi fólks víðast hvar í heiminum og sem betur fer ennþá partur af nátt- úrunni, en það er erfitt að ímynda sér að í Hollandi er veðrið orðið einn af þeim fáu þáttum sem ekki eru skipulagðir af manninum. Heijdens kom auga á vindinn og hefur nýtt sér náttúrulegan hreyf- anleika hans til að skapa lífræna hönnun inni í borgarlandslagi. Hönnun hans er ljósainnsetning sem aðeins birtist eftir myrkur og hverfur við dögun. Hún hefur verið sett upp í nokkrum borgum, nú síðast á Salone del Mobile, hönn- unarmessunni, í Mílanó. Teikningu af tré er varpað víðs vegar um borgina, á húsveggi, í dimm húsa- sund, á fjölfarna staði og fáfarna. Tréð er í raunstærð og hreyfast greinar þess eftir vindinum sem úti blæs. Laufin eru aftur á móti næm fyrir hljóði; umhverfishljóð eins og í bílflautu eða kall vegfarenda ger- ir það að verkum að lauf fellur af grein og svífur til jarðar þar sem því er varpað á gangstéttina. Eftir því sem líður á nóttina falla fleiri lauf af trénu, en það er háð umferð fólks á svæðinu það kvöldið hvort tréð er orðið bert undir morgun og laufin synda á jörðinni … eða ekki. Með þessu móti er það ekki fyr- irfram ákveðið hvernig tréð hreyfir sig heldur er það í höndum vinds- ins og umhverfisins hvernig þessi innsetning þróast yfir nóttina. Þessi tilviljanakenndi þáttur er mjög áhugaverður í hönnun sem yfirleitt er fullmótuð þegar neyt- andinn kemst í tæri við hana. Á þennan hátt er ekki verið að þvinga náttúruna í einhvern farveg heldur er verið að nýta sér flæði Hversdagsleiki okkar er öðrum gersemar Í hlutarins eðli | Ósnortin náttúra er nokkuð sem við Íslendingar tökum oft sem sjálfsögðum hlut, segir Guðfinna Mjöll Magnús- dóttir. Svo er þó ekki alls staðar og hefur Hollending- urinn Simon Heijdens farið frumlegar leiðir í sköpun sinni og leitað fanga í óbeislaðri náttúru. Simon Heijdens Ljósainnsetningin sem Heijdens setti upp á Salone del Mobile, hönnunarmess- unni í Mílanó á Ítalíu í apríl. Laufin falla af trénu þegar farið er framhjá því. Sprungur myndast í keramikmunum Simons Heijdens og verði þeim mun meira áberandi eftir því sem notkunin verður meiri. Saga hlutanna byggist á notkun þeirra. Bollastell Heijdens eru nánast lifandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.