Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 37 H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Magi og melting Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík „Hjá Málningu hf. vita menn að það þarf rannsóknir, prófanir og þróunarvinnu til að framleiða bestu fáanlega útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Það er grunnurinn sem ég treysti á.“ Baldvin Már Frederiksen, málarameistari Jón Árni rannsóknarmaður Sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskt veðurfar Jón Bjarnason efnaverkfræðingur Baldvin Már Frederiksen málarameistari ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - M A L 32 66 3 0 5/ 20 06 hennar til að skapa nýja hluti. Þetta samstarf mannsins og nátt- úrunnar er áhugaverð þróun og opnar augu okkar fyrir því að við getum nýtt okkur krafta náttúr- unnar án þess að gera það á henn- ar kostnað. Þetta er hátæknileg ljóðræn hönnun með huglæga virkni! Virkni sem snýst um til- finningar og upplifun; virkni sem snertir fólk. Hlutir sem vaxa „Eins og að fylgjast með barni dafna eða blómi blómgast þá væri samband okkar og hlutanna í kringum okkur alla daga nánara ef þeir væru ekki svona fyrir fram mótaðir heldur fengju umhverfis- þættir og persónulegar aðstæður að hafa áhrif á þróun þeirra,“ sagði Heijdens fyrir tæpum tveim- ur árum. Hönnuðir hafa lengi velt þeirri spurningu fyrir sér hvers vegna við tengjumst ákveðnum hlutum en öðrum ekki. Það vill svo til að dauðir hlutir umlykja okkur alla daga, en í sumum þessara dauðu hluta getur leynst líf. Oftast tengj- umst við hlutum sem hafa eignast sögu eða reynslu, annaðhvort hjá okkur sjálfum eða fyrri eiganda, og vekja þannig minningar. Verð- mæti hluta í peningum talið skiptir þarna engu máli. Hlutir berast á milli manna og oftast eru það ein- mitt mikið notaðir hlutir eins og snjáð pönnukökupanna sem okkur þykir vænt um vegna minningar sem lifir í henni. Hlutir geta nefni- lega verið eins og minningabækur, en í staðinn fyrir að skrifa niður minninguna á blað þá mótast minningin í hlutinn með tímanum. Þegar hlutur hefur veðrast af notkun er hægt að lesa sögu hans og jafnvel sögu kynslóða. Þó að hann hafi ekki árhringi trésins eru ýmis ummerki sem valda því að við minnumst ákveðins tímabils í lífi okkar eða fyrri eiganda hlut- arins. Með þessu móti geymum við minningar og sögur í hlutum í um- hverfi okkar og það er þannig sem við getum tengst dauðum hlutum tilfinningalega … og hlutirnir eign- ast framhaldslíf! Hlutur sem vex með eiganda sínum í eiginlegri merkingu er aft- ur á móti áhugaverð þróun í heimi hluta. „Broken White“ er nokkurs kon- ar fjölskylda keramikmuna Heijd- ens sem lifna við þegar þeir eru notaðir. Þegar hlutirnir eru keypt- ir úr versluninni eru þeir hvítir og ósnertir en við notkun byrja sprungur að myndast. Sprungurn- ar móta lífrænt munstur sem vex eins og blóm, teygir sig hægt og rólega utan um hlutinn. Efniviður í keramik hefur verið þekktur sem mjög stöðugt efni eftir að það kemur úr ofninum og sprungur hafa verið taldar til galla. Hér eru sprungurnar aftur á móti notaðar sem skraut og það er ekki fyrir fram gefið hvernig þær mótast í hlutunum. Þvert á móti er það notkun eigandans sem ræður því hversu mikið skreyttur hver hlut- ur verður. Það er að segja, þeir hlutir sem mest eru notaðir á heimilinu verða mest skreyttir. Með tíð og tíma er hægt að sjá hvaða hlutir eru í mestu uppáhaldi fjölskyldunnar. Að fylgjast með bollastellinu sínu vaxa og dafna hlýtur að vera ævintýraleg tilfinning. Þarna skapast samtal milli hlutar og sál- ar sem gerir það að verkum að fast form fyllist náttúrulegum eig- inleikum og byrjar að vaxa. Þessi einstaka notkun á tækni í bland við tilviljanakennda utanað- komandi þætti gera verk Heijdens ljóðræn og uppfull af huglægri virkni. Virkni sem mun skipta máli í framtíðinni. Óhreinindi á gangstétt eru leyst upp með háþrýstidælu til að mynda nokkurs konar teppi í steininum. Staðurinn verður skín- andi hreinn þannig að vegfarendur geti jafnvel hugsað sér að setjast niður. Teppið er skapað með því að fjarlægja eitthvað úr umhverfinu en ekki að bæta við það. Smám saman hverfur teppið þegar drull- an sest á stéttina á ný. hannar@mbl.is Höfundur er vöruhönnuður. Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.