Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 47 MENNING Heimsferðir bjóða frábær tilboð til Rimini í maí og júní. Njóttu lífs- ins í sumar á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir sig heldur eru ótrúlega spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast mörgum andlitum Ítalíu í einni ferð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rimini Vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu Síðustu sætin í maí og júní frá kr. 29.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð kr.34.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Niðurstöður endurmælingar grunnstöðvanetsins 2004 Hótel Loftleiðum, þingsal 4, miðvikudaginn 24. maí kl. 13:00 - 16:00. Fjallað verður um niðurstöður endurmælingar landshnitakerfisins 2004 og gerður samanburður við niðurstöður mælinganna frá 1993 Dagskrá: 13:00 Setning fundar. 13:10-13:40 Skipulag og framkvæmd endurmælingar landshnitakerfis og framtíð þess. Þórarinn Sigurðsson, Landmælingum Íslands. 13:40-14:10 Niðurstöður mælinganna og ný viðmiðun fyrir Ísland. Guðmundur Valsson, Landmælingum Íslands. 14:10-14:40 Notkun landshnitakerfisins við mælingar fyrir sveitarfélög. Páll Bjarnason, Verkfræðistofu Suðurlands. 14:40-15:10 Kaffihlé. 15:10-15:40 Jarðskorpuhreyfingar á Íslandi út frá jarðeðlisfræðilegu sjónarmiði. Halldór Geirsson, Veðurstofu Íslands. 15:40-16:00 Umræður. Fundarstjóri: Páll Einarsson, Jarðvísindastofnun Háskólans. Skráning: lisa@ust.is, í síðasta lagi 23. maí. Þátttökugjald: Kr. 2.500 fyrir félagsmenn - kr. 3.500 fyrir aðra. Einn af viðburðum Listahá-tíðar í Reykjavík sem ferfram í dag er sýning í Kvikmyndasafni Íslands klukkan 20 á myndinni La Strada eftir ítalska leikstjórann Federico Fell- ini. Þessi merka mynd er sýnd í kjölfar tónleika Kammersveitar Hafnarfjarðar í Hafnarborg þar sem flutt verður tónlist eftir Nino Rota en hann samdi tónlist fyrir flestallar myndir Fellinis. Örlítil skoðun á Federico Fellini er því vel við hæfi í dag og slíkt mun vera efni þessa pistils.    Fellini fæddist árið 1920 íferðamannaborginni Rimini á Ítalíu, Adríahafsmegin. Margir halda því fram að það séu fáir leikstjórar sem hafi verið eins sjálfsævisögulegir í listsköpun sinni og hann en sem krakki heillaðist Fellini mjög af fjöl- leikahópum sem gjarnan heim- sóttu heimabæinn og bera myndir hans sterkan keim af því. Ekki síst La Strada. Eins mun kaþólsk skólaganga Fellinis hafa haft mikil áhrif á seinni tíma verk hans sem eru að einhverju leyti gagnrýnin á kaþólsku kirkjuna en á sama tíma bera þessar myndir mikinn andlegan blæ. Áður en Fellini fór að vinna við kvikmyndir hafði hann starfað eitthvað við blaðamennsku og hann fékkst auk þess aðeins við að teikna skopmyndir. Fyrsta reynsla hans í leikstjórastólnum var myndin Luci del varietà sem kom út árið 1950 en það var ekki fyrr en fjórum árum seinna, með kvikmyndinni La Strada, sem Fellini öðlast alþjóðlega við- urkenningu. La Strada er yf- irleitt talin meistarastykki Fell- inis og er eflaust í hópi áhrifamestu kvikmynda sög- unnar. Fyrir þessa mynd hlaut hann sín fyrstu óskarsverðlaun en alls hlaut hann fimm slíkar styttur á ferlinum. Önnur ósk- arsverðlaunin fékk Fellini fyrir myndina Le Notti di Cabiria árið 1957. Ein af þekktustu myndum hans, La Dolce Vita, færði honum Gullpálmann í Cannes árið 1960 og svo hlaut hann þriðja óskarinn fyrir myndina Otto e Mezzo árið 1963. Fjórðu óskarsverðlaunin fékk hann árið 1973 fyrir mynd- ina Amarcor og svo hlaut hann sérstök heiðursverðlaun fyrir ár- angursríkt ævistarf í þágu kvik- myndalistarinnar á óskarsverð- launahátíðinni 1993. Það sama ár lést Fellini, 73 ára að aldri, eftir að hafa legið í tvær vikur í dái.    La Strada gerist í örbirgðinnieftir seinna stríð og segir frá einfaldri bóndadóttur, Gel- sominu, sem er seld af fjölskyldu sinni til grimma aflraunamanns- ins Zampano sem ferðast með fjölleikahúsi um sveitir Ítalíu. Á milli Gelsominu og Zampano myndast síðan sérstakt samband sem hefur í för með sér mikla óhamingju beggja aðila. Myndin er afskaplega ljóðræn og harm- ræn í lýsingu sinni á örlögum þeirra og hún ber með sér mörg af helstu kennileitum Fellinis. Tónlist Nino Rota er mjög stór þáttur í áhrifamagni La Strada. Þá má sérstaklega nefna hið ang- urværa lag Gelsominu, sem er jafnframt grunnstefið í myndinni, en það stef hverfur seint úr minni áhorfandans. Í kjölfar La Strada hófst gjöfult samstarf Rota og Fellinis sem entist allt til dauðadags þess fyrrnefnda árið 1979 og eru flestir sammála um að tónlist Nino Rota hafi ávallt verið veigamikill þáttur í mynd- um Fellinis. Fyrir sýninguna á La Strada ætlar kammersveit Hafnarfjarðar að flytja tónverk eftir Rota, eink- um úr umræddri kvikmynd. Hljómsveitarstjórn verður í hönd- um Michele Marvulli, fyrrverandi nemanda í tónsmíðum hjá Nino Rota, en hann hefur útsett ball- ettsvítu sem byggir á stefjum La Strada og mun hún hljóma í Hafnarborg í dag. Woody Allen lét eitt sinn þau orð falla um Fellini að hann hefði verið „frumlegasti leikstjóri okk- ar tíma“ og eflaust eru margir sem taka undir það. Hvað sem öðru líður er Fellini einn áhrifa- mesti leikstjóri kvikmyndasög- unnar og er La Strada ein af helstu ástæðum þess. Meistarastykki Fellinis ’Þá má sérstakleganefna hið angurværa lag Gelsominu, sem er jafn- framt grunnstefið í myndinni, en það stef hverfur seint úr minni áhorfandans.‘ Federico Fellini AF LISTUM Þormóður Dagsson thorri@mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið HAFT hefur verið eftir Chopin að ekkert sé fallegra en einn gítar; nema tveir bætti Sveinbjörn I. Bald- vinsson seinna við. Þar sem ég er ekki mikill gítargeggjari væri mín viðbót að þrír gítarar væru heldur betri, því þá væri auðveldara að svinga hressilega og ætti slíkt heima í djassi þegar flutt væri klassísk djassefnisskrá eins og Gítartríóið gerði þetta kvöld. Í fararbroddi tríósins var Jón Páll Bjarnason, sem ásamt Erni Ár- mannssyni var helstur sporgöngu- maður Ólafs Gauks, fyrsta íslenska djassgítareinleikarans. Með Birni Thoroddsen varð önnur bylting og nú eru góðir djassgítarleikarar á hverju horni, s.s. Andrés Þór og Guðmundur Péturs og þeir sem léku með Jóni Páli: Ásgeir Ásgeirsson í B3 og Eðvard Lárusson úr Stór- sveitinni m.m. Tónleikarnir hófust á klassískum söngdansi Arthurs Schwartz, Alone Together, og var þar mörkuð hin músíkalska lína kvöldsins. Einn þeirra félaga lék laglínuna meðan annar sló undir hljóma og hinn þriðji lék bassa. Síðan fékk hver um sig að spinna. Þetta gekk vel upp í söng- dönsum með innborna sveiflu einsog Alone Together og Have You Met Miss Jones? eftir Richard Rodgers. Aftur á móti var Satin Doll Elling- tons heldur líflaus, en það lag, sem var síðasti stórsmellur tónsnillings- ins, hefur jafnan reynst djass- mönnum erfið listnáma. Annað var upp á teningnum í Don’t Get Around Much Anymore sem Ellington samdi upp úr dvergkonserti sínum Never No Lament. Þar lék Jón Páll frá- bært blúsmettað sóló en í ópus meistara hans Parkers, Anthropo- logy, vitnaði hann í föður rafgítars- ins, Charlie Christian. Þar átti Eddi Lár sterkt hljómandi sóló. Ásgeir vitnaði snilldarlega í áttundarstíl Wes Montgomerys í sóló sínum í West Coast-blúsi Montgomerys og annar klassískur djassblús var leik- inn, Sandu eftir Clifford Brown. Aft- ur á móti var mest gaman að túlkun þeirra á mollblúsi Coltranes, Mr. P.C, og svo skal þess getið að þeim tókst að leika morgunsömbu Bonfa úr Orfeus Negro af listfengi, en það hefur vafist fyrir mörgum Íslend- ingnum. Þarna var margt vel gert þótt stundum hafi skort á samhæfingu og þegar best lét var sveiflan heit og tónauðug. Gítarsveifla DJASSTÓNLIST Múlinn í Þjóðleikhúskjallaranum Jón Páll Bjarnason, Ásgeir Ásgeirsson og Eðvard Lárusson á gítara. Miðvikudags- kvöldið 10.5. 2006. Gítartríó Vernharður Linnet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.