Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 50

Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 50
50 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FLJÓTT á litið blasir e.t.v. ekki við hvernig hátt lyfjaverð á Íslandi tengist einkavæðingarstefnu rík- isstjórnarinnar. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna þó lík- lega eftir Lyfjaverzlun ríkisins. Lyfjaverslunin var í eigu þjóð- arinnar í tæp 50 ár. Hún flutti inn lyf og framleiddi bæði töflulyf og stungulyf og seldi sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðis- stofnunum – á kostn- aðarverði. Skv. lögum og reglum var hún til þjónustu við þjóðina og leyfðist ekki að hagnast á framleiðsl- unni. Tilvera hennar setti ríkið í þá viðskipta- legu aðstöðu að vera ekki háð innflytj- endum og framleið- endum á frjálsum markaði. Lyfja- versluninni var breytt í hlutafélag 1990 og síðan seld lyfjafyrirtækinu Delta, því „ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaframtakið“ skv. rétttrúnaðarstefnu valda- manna í einkavæðingarmálum. Allt tal gegn þessu, eins og annarri einkavæðingu, var kveðið í kútinn. Allar viðvaranir um langtímaáhrif voru látnar sem vind um eyru þjóta – enda hugsa alltof margir stjórnmálamenn í kjörtímabilum. Í Fréttablaðinu þ. 10. þ.m. er vitnað í embætti landlæknis og í heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifs- dóttur, og eftir báðum haft að lyfjaverð á Íslandi sé óheyrilega hátt, t.d. margfalt á við það sem er t.d. í Danmörku. Svo mikill er þessi munur að það væri ódýrara fyrir ríkissjóð að gefa sjúklingum farmiða nokkrum sinnum á ári og láta þá sækja lyf sín þangað. Svo vitnað sé í orð ráðherrans: „Það er einhver pottur brotinn.“ Það þarf ekki að leita langt að þeim potti svo áfram sé notað tungutak ráðherrans. Málið er ein- falt: Við áttum verksmiðju sem tryggði okkur lyf á eðlilegu verði. Ríkisstjórn þess tíma seldi hana lyfjafyrir- tæki sem lokaði henni og hefur nú, ásamt nokkrum öðrum slík- um fyrirtækjum, kverkatak á heilbrigð- isstofnunum, ríkissjóði og sjúklingum hvað snertir verðlag á lyfj- um. Þetta gat hver sem vildi séð fyrir. Aðrar einkavæð- ingar síðan þá eiga því miður eftir að verða okkur dýr- keyptar með sama hætti. Við erum í raun alltof lítil þjóð til að gefa frjálshyggjunni lausan tauminn. Allt tal um samkeppni sem skili betra verði til neytandans reynist því miður oftast tálsýn eins og sést t.d. á bensínverði stóru félaganna og lyfjaverslunum sem nú eru flestar eða allar í eigu örfárra fjár- festa. Norrænt samstarf Ég sá fyrir nokkrum árum um- fjöllun í bresku blaði um samband Norðurlandaþjóða. Blaðið líkti því við ástir gamals fólks á elliheimili: Ósköp ljúft og fallegt – en bæri sjaldan ávöxt. – Þessu getum við breytt, aðeins ef við höfum kjark til og berum hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Við eigum að endurreisa Lyfja- verslun ríkisins. Framleiða, flytja lyf inn beint og aðeins versla við innflytjendur sem geta boðið betra verð en við fáum annars staðar. Jafnframt eigum við að hafa for- göngu um stofnun innkaupasam- bands allra Norðurlanda á þessu sviði. Bjóða út framleiðslu á lyfjum fyrir allar þjóðirnar – með áletrun og leiðbeiningum á öllum tungu- málunum. Í því felst öryggi þar sem við getum þá flutt lyf á milli þjóðanna ef einhvers staðar kemur upp skyndileg þörf. Magnið ætti að tryggja besta verð og þannig koma öllum þjóðunum til góða. Um leið er komið tækifæri til að bregðast við þeirri fákeppni sem hér ríkir að sögn landlæknis. Það er kominn tími til að sjá meiri ár- angur af samstarfi Norðurlanda en ferðalög, ræður og bókmennta- verðlaun. Í dag eyðir ríkissjóður um sjö milljörðum króna árlega í nið- urgreiðslur á lyfjakostnaði. Auðvitað þarf að greiða niður lyfjaverð. Gallinn er bara sá að um leið og ríkið er orðið háð einkafyr- irtækjum um innkaup þá hækkar verðið. Fyrirtækin eru orðin milli- Lyfjaverð – einkavæðing Baldur Ágústsson fjallar um lyfjaverð og áhrif einkavæðingar ’Við eigum að end-urreisa Lyfjaverslun rík- isins. Framleiða, flytja lyf inn beint og aðeins versla við innflytjendur sem geta boðið betra verð en við fáum annars staðar.‘ Baldur Ágústsson Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir STUÐLASEL – 109 RVK. Fallegt og afar skemmtilegt 181 fm einbýli í rólegum botnlanga. Bílskúr, garðskáli, stór afgirtur garður, tréverönd og heitur pottur. Frábær staðsetning. Nánari upplýsingar á söluskrifstofu Akkurat. Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Grænamýri, Akrahreppi, Skagafirði. Jörðin er talin um 120 ha. Ræktað land tæpl 30 ha. Húsakostur; Íbúðarhús upphaflega byggt árið 1954, hæð og ris og við- bygging byggð síðar, samtals 204 m2 og fjós og hlöður byggðar á árunum 1963-1988 ,samtals um 540 fm. Nánari uppl. á skrifstofu FM sími 550 3000. Einnig fmeignir.is 101255 GRÆNAMÝRI - SKAGAFIRÐI Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali NÝLEGT PARHÚS LANGAMÝRI Á SELFOSSI Bjart og fallegt parhús á einni hæð með góðum garði og á mjög ró- legum stað. Húsið skiptist m.a. í forstofu, hol, hjónah., eldhús, borð- stofu, stofu, tvö svefnh., rúmgott baðherb, þvottahús og stóran 44 fm. bílskúr. Innréttingar og gólfefni eru vönduð og falleg. V. 25,5 m. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14.30 – 16.30 HVERFISGATA 74 – 101 REYKJAVÍK OPIÐ Á LUNDI MILL I KL. 12 OG 14 Í DAG Góð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í steinhúsi. Hol, stofa með útgengi á suðursvalir, eldhús með nýlegri innrétt- ingu og borðkrók, 3 herbergi og bað- herbergi. Íbúðin er öll nýmáluð og til af- hendingar strax. Verð 16,5 millj. BÚIÐ er að selja Alcan í Hafn- arfirði lóð undir stækkaða starfsemi og gera deiliskipulag miðað við stækkun. Önnur yfirvöld eru bú- in að gefa grænt ljós m.a. á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan er nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækk- aða verksmiðju. Það eina sem eftir er og snýr að bæjarfélaginu er útgáfa hins svokall- aða framkvæmdaleyfis sem bærinn á eftir að veita Alcan til þess að framkvæmdir við stækkun geti hafist. Þetta fram- kvæmdaleyfi er eina tromp bæj- arins gagnvart þessum áætlunum og nauðsynlegt að það leyfi verði ekki veitt nema um það náist víðtæk sátt í bænum. Heildartekjur bæjarins árið 2005 voru rúmir níu milljarðar króna. Tekjur bæjarsjóðs af starfsemi álversins í Straumsvík í dag eru u.þ.b. 70 milljónir á ári. Ef af stækkun verður munu þessar tekjur að öðru óbreyttu aukast í 200 milljónir sem eru þá rúmlega 2% af heildartekjum bæjar- sjóðs og hugsanlega 500 milljónir ef Alcan fer inn í íslenskt skattaumhverfi eins og félagið hefur óskað eft- ir. Ef bæði stækkunin og hið breytta skattaumhverfi geng- ur eftir og aðrar tekjur bæjarins halda áfram að vaxa eins og undan- farin ár gætu tekjur bæjarsjóðs af álverinu orðið ríflega 4% af heildar- tekjum bæjarins. Í dag kaupir Alcan vörur og þjón- ustu í Hafnarfirði fyrir u.þ.b. 1,4 milljarða króna. Þrjú fyrirtæki í bænum hafa beinlínis orðið til vegna þjónustu við Alcan, u.þ.b. 50 önnur eiga einhver viðskipti við Alcan. Við þurfum að setja þessa upphæð í samengi til þess að skilja hana. Árið 2004 voru meðalútgjöld heimilis á höfuðborgarsvæðinu tæpar fjórar milljónir. Árleg útgjöld Alcan í Hafnarfirði eru því sem nemur út- gjöldum 350 meðalheimila á ári. Í Hafnarfirði eru 7.300 heimili. Heild- arútgjöld Alcan í Hafnarfirði í dag ná ekki 5% af útgjöldum heimilanna í bænum og ef þessi upphæð er skoðuð sem hlutfall af heidartekjum heimila og fyrirtækja í bænum er hún líklega á bilinu 1–2%. Starfsmenn Alcan í Straumsvík eru í dag um 500 talsins. Rúm 230 þeirra búa í Hafnarfirði en það eru u.þ.b. 3% af öllum störfum í bænum. Allt byggt land í Hafnarfirði er í dag rúmir 12 ferkílómetrar. Þynn- ingarsvæði nýja álversins verður 18 ferkílómetrar. Á því svæði verður ekki hægt að byggja íbúðarhús næstu 50–60 árin eða svo lengi sem álverið er í rekstri. Eftir að upp- byggingu Valla- og Áslandshverfis lýkur er landrými fyrir íbúðarbyggð í bænum orðið mjög takmarkað. Hafnfirsk íbúðarbyggð langt inni á Reykjanesi fyrir sunnan þynning- arsvæðið og ofan við hinn svokallaða ofanbyggðaveg eins og gert er ráð fyrir í núverandi aðalskipulagi virk- ar ekki mjög heillandi eða sannfær- andi framtíðarsýn fyrir bæinn okk- ar. Ef ekki verður af stækkun álvers- ins í Straumsvík aukast líkur á því að álverinu verði lokað á næstu 10– 15 árum. Ef það kæmi til fengju Hafnfirðingar til ráðstöfunnar rúm- lega 18 ferkílómetra af verðmætu byggingarlandi fyrir íbúðarbyggð meðfram ströndinni og inn í landið þar upp af. Það byggingarland er stærra en öll íbúðarbyggð í Hafn- arfirði er í dag og gæti rúmað hús og íbúðir fyrir þúsundir nýrra hafn- firskra heimila og hundruð blóm- legra fyrirtækja. Það eru kaflaskil á sjóndeildar- hringnum hvað varðar álver í Hafn- arfirði. Ákvarðanir sem teknar voru í illa stöddum útgerðarbæ fyrir tæp- um 40 árum geta ekki verið grund- völlur fyrir þær ákvarðanir sem við tökum í dag. Við stöndum fljótlega frammi fyrir nýrri ákvörðun sem hefur áhrif næstu 50 til 60 árin í bænum okkar. Við þurfum að nálg- ast spurninguna um stækkun eins og ráðstafa eigi álverslóðinni og þynningarsvæðinu stóra upp á nýtt og velja þann kost sem okkur þykir bestur. Draumalóðin Straumsvík Pétur Óskarsson fjallar um starfsemi Alcan í Hafnarfirði ’Við stöndum fljótlegaframmi fyrir nýrri ákvörðun sem hefur áhrif næstu 50 til 60 árin í bænum okkar.‘ Pétur Óskarsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og íbúi í Áslandshverfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.