Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 54

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 54
54 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Digranesvegur - Suðurhlíðar Kópavogs 226 fm tvílyft einbýlishús með glæsilegu óhindruðu útsýni í suðurhlíðum Kópavogs. Stór stofa með miklum gluggum, eldhús með góðum borðkrók, sjónvarpshol, 4 herbergi og nýlegað endurnýjað baðherbergi auk gestasalernis. Stór og skjólmikil lóð með sólpalli. Suðursvalir. Göngufæri í skóla og leikskóla. Verð 43,9 millj. Byggðarendi - Tvær íbúðir Fallegt 295 fm tvílyft einbýlishús með 30 fm innbyggðum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í bjartar stofur með arni, eldhús, 4-5 herb. og flísa- lagt baðherb. auk 2ja herb. séríbúð- ar á neðri hæð sem auðvelt er að sameina aftur við efri hæð. Ræktuð lóð með timburverönd og sólhýsi. Suðaustursvalir. Arkitekt: Eðvarð Guðmundsson. Verð 61,9 millj. Boðagrandi Stórglæsilegt 216 fm tvílyft raðhús m. innb. bílskúr. Eignin er mikið endurnýjuð, hönnuð af Rut Kára- dóttur innanhússarkitekt og lýsing hönnuð af Lúmex. Stórar stofur auk arinstofu, glæsilegt eldhús með inn- rétt. úr beyki og mjög góðri borð- aðst., sjónvarpsstofa m. útg. á suð- ursvalir, 4 herb. og vandað baðherb. auk gestasalernis. Sandsteinn og parket á gólfum. Lóð til suðurs með miklum veröndum og skjólveggjum. Hiti í innkeyrslu og stéttum fyrir framan hús. Verð 69,0 millj. Bárugata - Glæsileg eign Stórglæsileg 187 fm íbúð, hæð og kj., í þessu virðulega tvíbýlishúsi á einum besta stað í miðbæ Reykja- víkur. Eignin er nýlega talsvert end- urnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt í samráði við arkitekta. Tvær stofur, 3 rúmgóð herbergi, eldhús og 2 baðherbergi. Frábær eign í göngufæri við miðbæinn. Lóð hellu- lögð með lýsingu, hitalögnum og grassvæðum. Laus strax. Verð 72,9 millj. Fornaströnd - Seltjarnarnesi Vel staðsett 210 fm einbýlishús á einni hæð auk 39 fm tvöfalds bíl- skús. Eignin skiptist m.a. í rúmgott hol, samliggj. borð- og setustofu með útsýni til sjávar, stórt eldhús, sjónvarpsstofu, 4 herb. auk hús- bóndaherb. og flísalagt baðherb. auk gestasalernis. Úr sjónvarps- stofu er gengið í hellulagðan sól- skála og á verönd. Falleg ræktuð lóð. Verð 69,0 millj. Kvisthagi - 4ra herb. útsýnisíbúð Mjög falleg 4ra herb. risíbúð í fjór- býli. Bjartar samliggjandi stofur með útgengi á svalir, rúmgott eldhús, 2 herbergi og baðherbergi. Glæsilegt útsýni til suðurs og austurs. Sjávar- sýn frá eldhúsi. Manngengt risloft yfir stórum hluta íbúðar sem býður upp á mikla möguleika. Verð 24,9 millj. Lindargata - 101 Skuggi Glæsileg 5 herb. útsýnisíbúð Stórglæsileg 5 herb. 128 fm íbúð á 8. hæð í vönduðu nýju lyftuhúsi þ.m.t. 13,9 fm geymsla í kj. Íbúðin er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta. Hnotuparket á öllum gólfum og flísalagt baðherb. Hnotuviður í innihurðum. Arinn í stofum sem eru mjög stórar og ná í gegnum íbúðina. Útsýni og stórar suðursvalir. Aðeins tvær íbúðir á hæð. Sérstæði í bílageymslu. Verð 69,0 millj. 31.700.00 Falleg 4ra herbergja, 129,5 fm endaíbúð auk 32 fm bílskúrs, samtals 161 fm á 2. hæð í litlu fjölbýli á frábærum stað í hinu vinsæla Salahverfi í Kópavogi Svava og Kristján taka á móti gestum Fensalir 2, 2. hæð - 201 Kópavogi Opið hús í dag kl. 15:00-17:00 HVAÐ trekkir flest atkvæði þeg- ar Reykjavíkurflugvöll ber á góma? Það er vandi stjórnmálaflokk- anna. Skoðanakönn- unin árið 2001 gaf næstum jafna nið- urstöðu með og á móti flutningi en engin sam- staða er um hvert flug- ið gæti flust. Þetta er varla vænlegt kosn- ingamál í sveitastjórn- arkosningum. Einfald- ast og eðlilegast er að völlurinn verði kyrr í Vatnsmýrinni enn um árabil. Nýir kostir eins og Löngusker, 20–22 milljarðar, og Hólmsheiði, 11–13 milljarðar (Mbl. 10.5.2006), eru ekki góðir kostir og landið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Keflavíkurflugvelli mun hins vegar fylgja krafa um flugstöð fyrir innan- landsflugið, aðgreiningu tollsvæða, stóraukinn rekstrarkostnaður og annað óhagræði. Ýmsir aðilar og þ.á m. flokkar vilja samt taka lífinu með ró og halda vellinum í Vatnsmýrinni þar til aðrir kostir eru fullkannaðir. Það liggi ekkert á. Rétt er samt að benda á að ein til- laga um flugvallarstæði fyrir innan- landsflug og jafnvel beint utan- landsflug, ef flytja þarf flugvöllinn, hefur komið fram og felst í nýtingu Skerja- landsins sem liggur inni á milli nokkurra sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Þarna leynast 2.300 hektarar lands og landvinningarnir kosta aðeins um 1 milljón á hektara. Það finnst ekki ódýrara land á höfuðborgarsvæðinu. Söluverðið yrði auðvit- að hærra svo að 6 milljónir á hektara mundu t.d. standa undir kostnaði við heilan flugvöll upp á 11–13 millj- arða. Útlát sveitarfélaganna yrðu engin. Nánari lýsingu og útreikninga er að finna á vefsíðunni http:// brunnur.rt.is/bk. Til fróðleiks fylgir uppdráttur sem sýnir Skerjalandið ásamt Reykjavíkurflugvelli eins og hann er núna með þremur brautum. Með því að stilla brautirnar betur með tilliti til vindrósarinnar og hafa bara austur/versturbraut og norður/ suðurbraut má haga aðflugi og brottflugi þannig að lágflug verði hvorki nálægt né yfir byggð. Þessi tillaga þarfnast reyndar nánari könnunar, skipulagsvinnu og athugun lögfræðilegra atriða auk pólitísks samkomulags svo og kynn- ingar fyrir strandbúum ásamt hug- myndum að einhverri friðþægingu þeim til handa. Skerjalandið verður til við lagningu varnargarðs á skerj- unum yst í Skerjafirði en vegna skerjanna þarf afar lítið efnismagn og þess vegna verður garðurinn mjög ódýr, 2–3 milljarðar. Síðan er svæðið þurrkað. Þetta er aðferð sem er vel þekkt í Hollandi, en um 30% landsins eru neðan meðalsjávarmáls, t.d. er Schiphool-flugvöllurinn við Amst- erdam þremur metrum undir sjáv- armáli. Kosturinn við garðinn er sá, að ekki er þörf á landfyllingu en landfylling er afar dýr. Slíkur garð- ur ver einnig allt svæðið við Skerja- fjörð fyrir flóðahættu og það er reyndar hvað mikilvægast. Í dalverpi Skerjalandsins til suð- urs frá Reykjavík og Skerjafirði skapast auk þess fjölmörg tækifæri til athafna og útivistar á höfuðborg- arsvæðinu. Þarna fæst líka auðveld og ódýr leið til samgangna milli allra sveitarfélaganna: Álftaness, Garðabæjar, Kópavogs, gamla mið- bæjar Reykjavíkur og Seltjarnar- ness án brúar eða jarðganga. Þetta er hugmyndin í mjög stuttu máli en búast má við því að stjórn- málamenn sem komnir eru í föst og viðkvæm hjólför kosningaloforða þori ekki að taka mjög jákvætt í stóra hugmynd til lausnar vanda- mála á höfuðborgarsvæðinu þótt hún kosti ekkert. Samt mættu þeir íhuga að láta gera nákvæma úttekt á þessari hugmynd, bíða með að leggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni niður í nokkur kjörtímabil, reisa umferðamiðstöðina umtöluðu og leggja á hillurnar áform Sivjar og umhverfisráðuneytis um svokallaða friðun Skerjafjarðarsvæðisins að órannsökuðum þessum kostum. Það liggur einfaldlega ekkert á að flytja flugvöllinn! Vatnsmýrin! Hvað liggur á? Björn Kristinsson fjallar um flugvallarmálið ’Þetta er hugmyndin ímjög stuttu máli en búast má við því að stjórn- málamenn sem komnir eru í föst og viðkvæm hjólför kosningaloforða þori ekki að taka mjög jákvætt í stóra hug- mynd.‘ Björn Kristinsson Höfundur er verkfræðingur og fyrrum prófessor. Hugmyndir Björns um lausn flugvallarmálsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.