Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 56
56 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN
er stærsta einstaka trúfélag á
landinu fyrir utan
þjóðkirkjuna, með
hátt í sjö þúsund
meðlimi. Hann hefur
starfað í rúmlega eina
öld í hjarta Reykja-
víkur við Tjörnina og
fyrir löngu unnið sér
fastan sess í huga og
hjarta borgarbúa.
Safnaðarheimili
Fríkirkjunnar stend-
ur nú við Laufásveg
og frá kirkjunni
sjálfri upp að safn-
aðarheimilinu er brött
brekka sem erfið hefur reynst
eldri meðlimum. Þá skilur aðeins
örmjó gangstétt anddyri safn-
aðarheimilisins og Skálholtsstíg
þar sem bílum er oft ekið niður
brekkuna á miklum hraða og
hættulegt ef lítil börn koma hlaup-
andi út úr húsinu og út á götuna.
Fyrir nokkru leituðu forráða-
menn Fríkirkjusafnaðarins til
borgarfulltrúa í Reykjavik. Erind-
ið var að leita eftir viðræðum við
borgarstjórn um kaup á Fríkirkju-
vegi 3 undir safnaðarheimili ef til
stæði að selja húsið.
Fríkirkjuvegur 3
myndi henta mjög vel
vegna nálægðar milli
húsanna. Skýrt skal
tekið fram að forráða-
menn safnaðarins
vildu aðeins hefja um-
ræður um forkaups-
rétt á húsi þessu sem
á sér mikla sögu í
Reykjavík. Ekki var
beðið um að borgin
myndi afhenda það
söfnuðinum án endur-
gjalds né gerðar aðr-
ar kröfur.
Eftir því sem best er vitað tóku
fulltrúar allra flokka vel í þá hug-
mynd forráðamanna safnaðarins.
Það kom því nokkuð á óvart þegar
núverandi meirihluti í borgar-
stjórn ákvað að setja húsið í al-
menna sölu og hafði ósk Fríkirkj-
unnar um viðræður að engu.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu
þá fram tillögur, bæði í fram-
kvæmdaráði og borgarráði, um að
hefja skyldi viðræður við söfn-
uðinn en sú tillaga var felld af
fulltrúum Samfylkingarinnar,
Framsóknarflokksins og Vinstri
grænna.
Beiðni safnaðarins var ekki
óeðlileg þar sem Reykjavíkurborg
hefur lengi veitt fjölda trúarsafn-
aða og annarra frjálsra félags-
samtaka fyrirgreiðslu í húsnæðis-
málum. Slík fyrirgreiðsla hefur
verið í ýmsu formi en oftast í
R-listinn og Fríkirkjan
Hafdís B. Hannesdóttir skrifar
um samskipti Fríkirkjusafn-
aðarins og borgaryfirvalda ’Hefði R-listinn sýntsafnaðarstjórninni þá
lágmarkskurteisi að hefja
viðræður um málið hefði
verið sýnt fram á það á
fyrsta fundi að söfnuður-
inn stendur vel og þar er
engin óráðsía.‘
Hafdís B. Hannesdóttir
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Háteigsvegur - sérhæð
4ra herb. 95 fm glæsileg og mikið endurnýjuð hæð sem skiptist í hol, 2 svefnh.,
tvær stofur með arni (auðvelt að nýta aðra stofuna sem herbergi), eldhús og bað-
herbergi. Hæðin hefur öll verið endurnýjuð, s.s. bað, eldhús, gólfefni, hurðir, gluggar
o.fl. Samþykktar teikningar fyrir 36 fm bílskúr. GLÆSILEG EIGN V. 27,5 m. 5737
101 Skuggahverfi
Vorum að fá í sölu glæsilega 98 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Vandaðar innrétt-
ingar. Þvottahús inn í íbúðinni. Mikil lofthæð í íbúð. Rúmgóðar svalir til vesturs.
6 íbúðir eru í stigagangi. Falleg sameign. V. 39 m. 5804
Laufrimi - endaraðhús
Vorum að fá í sölu mjög fallegt 186 fm endaraðhús. Innbyggður bílskúr. Húsið skipt-
ist m.a. í stofu með mikilli lofthæð, borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og
þrjú herbergi. Í risi er sjónarpsherbergi og svefnherbergi. Út stofu er gengið út í
garð. Þar er mjög rúmgóð afgirt timburverönd sem snýr til suðvesturs. Falleg eign.
V. 40,0 m. 5808
Ólafsgeisli - Glæsilegt útsýni
Glæsilegt 203 fm tvílyft raðhús í fremstu röð við Ólafgeisla með óviðjafnanlegu út-
sýni yfir Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, eldhús, stofu, borðstofu,
sjónv.herb., 3 herb., þvottahús, baðh. og fatah. Einstakt útsýni. Frábært skipulag.
Innr. og hurðir eru úr öl. Iberraro gegnheilt parket. Garðurinn snýr til suðvesturs.
Mjög sólríkur. Verð 49 millj. 5810
Karfavogur - parhús
Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt og vandað 193,4 fm parhús á tveimur hæðum
við Karfavog. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og fjögur herbergi. Eldhúsið hef-
ur nýlega verið standsett. Úr stofu er gengið út í garð. Af efri hæð hússins er gengið
út á mjög stórar svalir sem eru ofan á bílskúr. V. 45,0 m. 5819
Ljósheimar 4ra herb. í lyftuhúsi. Mjög
vel skipulögð 98 fm íbúð á 4.hæð í lyftu-
húsi með sérinngangi af svölum. Íbúðin
skiptist í tvær stofur, eldhús með borð-
krók, baðherbergi, tvö svefnherbergi og
sérþvottaherbergi innan íbúðar. Gott út-
sýni. Íbúðin er laus strax. V. 18,5 m.
5781
Skarphéðinsgata Góð lítil 2ja her-
bergja íbúð á jarðhæð í Norðurmýrinni
með sérinngangi. Eignin skiptist í gang,
herbergi, baðherbergi, stofu/eldhús.
Húsið virðist líta vel út að utan. Góð
staðsetning. V. 10,6 m. 5795
Mururimi - Fallegt parhús Eignin
skiptist í tvær hæðir og innbyggðan bíl-
skúr. 3-4 svefnherbergi. Fallegar innrétt-
ingar, ljóst parket og mikil lofthæð í
stofu. Planið er hellulagt og upphitað.
Góður hellulagður sólpallur með skjól-
veggjum. Fallegur garður í góðri rækt.
Húsið er staðasett í enda á snyrtilegum,
stuttum botnlanga. Stutt er í skóla og
alla þjónustu. V. 41,8 m. 5809
Fensalir - endaíbúð Falleg 4ra-5
herb. endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli á
frábærum stað í Salahverfi í Kópavogi.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borð-
stofu, stofu, sjónvarpshol, þvottahús,
baðh. og 3 herb. Falleg íbúð. 5822 Sími 588 2033 | www.borgir.is
Ægir Breiðfjörð
Löggiltur fasteignasali
Ármúli 1, 108 Reykjavík
Bakkavör - Seltjarnarnesi
Vorum að fá í sölu mjög fallega 5 herbergja, 129 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi við Bakkavör. Auk þess til-
heyrir 30 fm bílskúr. Samtals 159 fm. Sérinngangur er í íbúðina. Hæðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, hol,
eldhús, baðherbergi, þvottahús og 3-4 svefnherbergi. Fallegar stofur með arni. Stórar svalir til suðvesturs
útaf stofu. Af þeim er gengið út í garð. Glæsilegt útsýni. Verð 41,0 millj.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali