Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 57
formi lóðaúthlutana auk beinna fjárveitinga. Á síðustu áratugum er hægt að nefna tugi ef ekki hundruð dæma um slíka fyrir- greiðslu. Nú var R-listanum alls ekki skylt að hefja viðræður við söfn- uðinn. En einn daginn lá það bara fyrir allra augum að húsið yrði sett á sölu á almennum markaði án þess að sú lágmarkskurteisi væri sýnd að láta safnaðarstjórn vita eða að hafna formlega áður fram kominni beiðni um viðræður. Þegar gengið var eftir skýringum voru rök meirihlutans þau að allir ættu að sitja við sama borð og Fríkirkjusöfnuðurinn ætti ekki að fá fyrirgreiðslu. En það sitja ekki allir við sama borð. Í hverjum mánuði taka borgaryfirvöld ákvarðanir um veitingu forkaupsréttar vegna út- hlutunar lóða og fasteigna og er þá oft gert upp á milli tveggja eða fleiri aðila á öðrum grundvelli en þeim hver býður hæsta verðið í umrædda lóð. Þegar alþjóðlegt fjárfestingafélag hafði falast eftir forkaupsrétti á lóðinni við Kirkju- sand eftir að ljóst varð að stræt- isvagnalóðin yrði flutt annað, hik- aði R-listinn ekki við að lofa hinum fjársterka aðila forkaups- rétti á lóðinni þótt margir aðrir hefðu sýnt henni áhuga. Þegar formaður skipulagsráðs, Dagur B. Eggertsson, var spurður út í það í sjónvarpsfréttum af hverju fyrirtækið fengi slíka vel- vild hjá borginni en ekki Frí- kirkjusöfnuðurinn svaraði hann því til að fjárhagsaðstæður Frí- kirkjusafnaðarins væru með þeim hætti að hann hefði ekki getað fest kaup á Fríkirkjuvegi 3. Ég vil leyfa mér að mótmæla þessum aðdróttunum borgar- stjóraefnis Samfylkingarinnar í garð Fríkirkjusafnaðarins. Hefði R-listinn sýnt safnaðarstjórninni þá lágmarkskurteisi að hefja við- ræður um málið hefði verið sýnt fram á það á fyrsta fundi að söfn- uðurinn stendur vel og þar er eng- in óráðsía. Dagur virðist hafa ákveðið sjálfur að söfnuðurinn stæði illa og því væri rétt af borg- aryfirvöldum að hleypa honum ekki í umrædda fjárfestingu. Það er hins vegar verra að Dagur kaus að hlaupa með þessi ósannindi í fjölmiðla og gera þannig lítið úr safnaðarstjórn og öðrum sem með sjálfboðaliðavinnu vinna ómetan- legt starf í þágu safnaðarins. Það er safnaðarstjórnar en ekki Dags að hafa yfirlit yfir fjármál safn- aðarins en miðað við matsvirði Fríkirkjuvegar 3 hefði söluvirði núverandi félagsheimilis líklega dugað til kaupanna og ríflega það. Hefðu borgaryfirvöld síðan veitt Fríkirkjunni sambærilega fyr- irgreiðslu til kaupanna og aðrir söfnuðir í borginni hafa fengið í gegnum tíðina hefðu nægir fjár- munir verið afgangs til að gera Fríkirkjuveg upp með myndar- legum hætti og laga það að starf- semi safnaðarins. Er þessi framkoma það sem Fríkirkjan í Reykjavík, önnur trú- félög og frjáls félagasamtök mega eiga von á frá Degi B. Eggerts- syni eða öðrum meðlimum núver- andi meirihluta? Er það ætíð fjár- magnið sem mun hér eftir skipta máli í samskiptum borgarinnar við trúfélög og frjáls félagasamtök? Er ekki nóg að mörg þúsund manna söfnuður hafi starfað í heila öld í miðborg Reykjavíkur til að hann öðlist virðingu borgarfull- trúa? Þarf hann líka að eiga fjár- magn á við alþjóðlegan viðskipta og fjárfestingabanka til að honum sé sýnd kurteisi og hann tekinn alvarlega? Höfundur er meðlimur Fríkirkjunnar í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 57 UMRÆÐAN LAUFÁSVEGUR 2 - Í HJARTA REYKJAVÍKUR Höfum fengið í einkasölu heila hús- eign sem er kjallari og 2 hæðir auk geymsluriss, samtals um 360 fm. Húsið er járnklætt timburhús upp- haflega byggt 1904 og er útlit húss- ins friðað. Árið 1942 var byggt við húsið. Ástand hússins að utan er gott. Skipt var um bárujárn á húsinu fyrir um 12 árum en þá var húsið einangrað að nýju og einnig var skipt um glugga. Um er að ræða einstaka staðsetningu sem býður upp á margs konar tækifæri. Glæsi- legt útsýni yfir Reykjavíkurtjörn og í átt að Esju. 5817 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Til Leigu // Sölu Suurhraun 3, Garabæ - Fjölnotahús fyrir verslun, jónustu ea lager. Vesturhluti 3000 m ar af c.a. 900m skrifstofuhæ Mikil lofthæ, stór ló, gámaastaa, stórar innkeyrsludyr, fullbúi mötuneyti, búningsastaa og næg bílastæ Laust til afhendingar Nánari upplsingar gefur Karl í s: 892-0160 ea Aron í s: 861-3889 Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. // www.kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com // karl@kirkjuhvoll.com Fáðu úrslitin send í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.