Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 59
UMRÆÐAN
í fögru umhverfi við Elliðavatn
Álfkonuhvarf 53-55
www.bygg.is
Íbúðir af ýmsum gerðum til sölu. Upplýsingar gefa sölumenn.
Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir 4ra hæða fjölbýlishús með lyftum við Álfkonuhvarf við Elliðavatn.
Í húsinu eru 3ja - 4ra herbergja íbúðir með sérinngangi á svalagangi. Íbúðirnar verða búnar vönduðum
innréttingum úr eik. Stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Í bílageymsluna er innangengt úr húsinu.
Fallegur sameiginlegur suðurgarður. Húsið er með varanlegum utanhússfrágangi.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
19
9
7
9
Sölusýning í dag kl. 14-16
www.fjarfest.is
Sími 594 5000
STÓRHÖFÐI 27
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Ránargata - glæsileg
Vorum að fá í einkasölu glæsi-
lega 6 herbergja 128 fm íbúð
ásamt tveimur herbergjum í
kjallara. Íbúðin er á tveimur
hæðum. Sérinngangur. Á neðri
hæðinni er forstofa, gangur,
eldhús, baðherbergi og stór
stofa. Á efri hæðinni eru fjögur
stór herbergi. Íbúðin er mjög
glæsileg og hefur verið stand-
sett á vandaðan hátt. Gegnheilt
eikarparket og flísar á gólfum.
Lóðin er nýstandsett, með nýrri
grasflöt og hellulögn.
Verð 39,5 millj.
ÞAÐ er ekki liðin
vika frá því eldri
borgarar máttu þola
þá óbilgirni og það
óréttlæti að vera ekki
sinnt nema að ein-
hverjum hluta vegna
þess að hjúkrunarfólk
hafði kosið að beita
því fyrir vagninn til
frekari kauphækkana.
Einu máli gilti þótt
hinir sömu eldri borg-
arar hefðu greitt að
fullu fyrir umönnun,
öll gjöld til þeirrar
stofnunar er þeir
dvöldu á auk þess
ótölulega fjölda sem
greiðir allt að 75% af
lífeyrisgreiðslum til
ríkisins. Eldri borg-
arar eru tvískattaðir
hvað þessar greiðslur
varðar. Ég heyrði ein-
hvern tíma talað um
einhverja stjórn er
færi fyrir málefnum
eldri borgara. Ég veit að þeir hafa
gert athugasemdir við þetta fyr-
irkomulag en hvar voru þeir þegar
hjúkrunarfólk/umönnunarfólk
bundið sérstökum samningum tók
sig til og fór í setuverkfall? Hvar í
ósköpunum voru þeir? Eru þeir
báðum megin borðsins, eru þeir
múlbundnir sem skólastjórar
grunnskólanna sem einnig sitja báð-
um megin borðsins? Þögn þeirra
var hrópandi, þýlyndi þeirra með
ólíkindum, – varðandi þær strengja-
brúður sem skólastjórar nefnast
kemur ekkert á óvart.
Ekki tekur síðan betra við því nú
skulu fatlaðir fá að
finna til tevatnsis. Það
er stórmannlegt hvern-
ig þetta fólk velur and-
stæðinga sína! Það er
stórmannlegt að koma
þannig fram við skjól-
stæðinga sína! Sagt var
forðum tíð að Sigmund
Freud hefði komist að
þeirri niðurstöðu að
psychoanalysan eða sál-
greiningin væri ekki
annað en brauð. Leit á
vinnu sína sem hvert
annað einskisvert strit.
Eru fatlaðir orðnir
brauð, – eru þeir brauð
sem menn éta en er að
öðru leyti hjartanlega
sama um? Er það þetta
sem þessi söfnuður
sem fjórfyllir kirkjur á
aðfangadag jóla lærir
af prestum eða er svo
komið að jafnvel sá
dagur er ekki annað en
smurningin á steikina
til að geta fyllt öll vit af hamborg-
urum og grísasteik með góðri sam-
visku? Þá er nú betra að ganga
hreint til verks og breyta þessum
samkunduhúsum í ölstofur eins og
dæmin eru um.
Þeir sem tóku að sér umönnun
eldri borgara og fatlaðra skrifuðu
undir kjarasamninga. Hafi þeir ver-
ið svo vitlausir og svo frávita og ut-
angátta að hafa skrifað undir samn-
ing sem þeir ætluðu sér aldrei að
standa við þá ber að víkja þessu
sama fólki tafarlaust og án upp-
sagnarrétts úr starfi því það hefur
hvorttveggja í senn svikið umbjóð-
endur sína sem og vinnuveitendur.
Það á að manna þessar stöður þeg-
ar í stað af fólki, jafnvel erlendis
frá; ekki bíða eitt andartak með
það.
Það er eins með þá fötluðu sem
eldri borgara að allt hefur þetta fólk
borgað himinháar upphæðir fyrir
umönnun sem það ýmist ekki fær
eða ekki stendur til að það fái. Hvar
í ósköpunum eru málsvarar þessa
fólks, því þegja þeir þunnu hljóði?
Verða það síðan verkalýðsfélög
og umsemjendur þessa fólks sem
greiða eldri borgurum og fötluðum
þær upphæðir til baka sem þegar
hafa verið hafðar af þeim og stend-
ur til að gera? Ætla hinir þegjandi
þursar, sem að eiga að heita mál-
svari eldri borgara og fatlaðra, að
láta við það sitja að framkoma við
þessa hópa sé með þessum hætti?
Ber að trúa því að þeir ætli ekki í
mál við ríkið til að krefjast þeirra
upphæða sem hafðar hafa verið
sannanlega af eldri borgurum? Það
heyrist ekki eitt einasta orð frá
þessu fólki einu sinni! Hvílíkur
aumingjaháttur!
Það er staðreynd að undanfarin
ár hefur kvenfólk fyllt umönn-
unarstéttir meira og minna sem
orðið hefur til að stórskerða öll
kjör. Langt yfir 90% þeirra er
starfa við grunnskólann eru kven-
fólk og launakjör og virðing sam-
kvæmt því. Er ef til vill komið að
því að umönnunarstéttir þurfi að at-
huga það í fullri alvöru hvort ekki
sé kominn tími til að fara í kyn-
skiptaaðgerð eða einhverja þá með-
höndlun með testósterónum eða
karlhormónum að menn gangi inn-
an mánaðar sem úlfhundar til starfa
sinna. Má vera að einhver vaknaði
upp við að taka beri mark á þessu
fólki. –
Umönnunarstéttir í
kynskiptaaðgerðir?
Guðni Björgólfsson fjallar
um kjör umönnunarstétta
’Langt yfir 90%þeirra er starfa
við grunnskól-
ann eru kvenfólk
og launakjör og
virðing sam-
kvæmt því.‘
Guðni Björgólfsson
Höfundur er kennari.