Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 60

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 60
60 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýkomin í einkasölu glæsileg, nýleg 124 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi í litlu fjölbýli. Íbúðin er sérlega falleg með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Þvottaherbergi innan íbúðar, góð verönd í suðurgarði. Góður bílskúr. Allt sér. Verð 31,8 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vallarbraut - Hf. - m. bílskúr BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VEGARKAFLINN um Öxi og Skriðdal hefur að undanförnu látið æ meira á sjá og nú er svo komið að það getur vart verið verjandi fyrir samgönguyfirvöld að horfa lengur upp á jafn ömurlegar aðstæður á þessum vegarkafla og raun ber vitni. Umferð á vegakaflanum um Öxi og Skriðdal hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og hafa ný jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar þar engu breytt um. Þau þjóna hinsvegar vel þeim bæjum sem liggja að þeim og er það vel. Hvergi á landinu býðst hinsvegar jafn mikil stytting á þjóðvegakerf- inu og á vegarkaflanum um Öxi og með vísan til þeirra fjölmörgu veg- farenda, sem vilja stytta sér leið þarna um, er vandséð hvernig sam- gönguyfirvöld geta horft fram hjá því lengur að þarna verði ráðist í stórtækar framkvæmdir. Miðað við kostnaðaráætlanir um nýjan veg um Öxi virðist óvíða eða hvergi hér á landi að finna jafn hagkvæma framkvæmd, sem hefur jafn mikla styttingu í för með sér. Fyrir skemmstu komust reikni- meistarar RHA að því að það væri að finna mjög arðsama 13 km styttingu á hringveginum fram hjá Blönduósi. Hvað segja hinir sömu þá um 70 km styttingu á þjóðvegakerfinu um Öxi þegar eldsneytisverð er nú í heimssögulegu hámarki og því spáð að það fari áfram hækkandi. Undirritaður lýsir hér með yfir algeru ábyrgðarleysi af hálfu þing- manna norðausturkjördæmis styðji þeir ekki nýframkvæmd á veginum yfir Öxi og uppbyggingu á Skrið- dalsvegi sem nú liggur á teikniborð- inu. Þegar undirritaður átti leið um þennan fjölfarna vegarkafla síðast- liðinn miðvikudag þá voru aðstæður á honum eins og myndir bera með sér. Önnur myndin er tekin á þjóð- vegi 1 um Skriðdal en hin á Ax- arvegi. ANDRÉS SKÚLASON, sveitarstjórnarmaður á Djúpavogi. Höfðað til ábyrgðar þingmanna í samgöngu- málum Frá Andrési Skúlasyni: FLESTIR fara á eigin bíl í vinnu og búðir, af hverju? Það kostar of mikið að fara í STRÆTÓ. Það kostar eina evru að fara í strætó í Brüssel. Það kostar 0,8 evrur að fara í strætó á Spáni. Það kostar 250 kr. að fara í strætó í Reykjavík! Að meðaltali er akstur í vinnuna í Reykjavík og nágrannasveitarfélög- unum um 10 km. Bensínlítrinn kostar í maí um 124 krónur. Hóflega stór fjölskyldubíll eyðir 10 lítrum á hverja ekna 100 km. Það fer því einn lítri af bensíni í að koma sér í vinnuna og annar lítri að koma sér heim. Þetta yrðu í krónum talið 248. Með strætó kostaði þessi rispa til og frá vinnu 500 krónur (á Spáni 1,6 evrur eða 146 krónur miðað við gengi evrunnar í maí. 2006 og í Brüssel 2 evrur eða 183 krónur). Ef konan væri í vinnu og færi með elskulegum, þá kostaði ferðalagið fyrir þau bæði 1.000 krónur í strætó, en 248 á einkabílnum. Nú segja spek- ingarnir, sem eru búnir að læra voða mikið hagfræði og viðskiptafræði í SúperGaggó á Mel- unum, og eru eldklárir í þríliðu og prósentureikningi; það er ekkert vit í þessu, þetta er bara bull. Það er ekki bara bensínkostnaðurinn sem gildir í þessu. Það kostar að eiga bíl, trygg- ingar, slit, afskriftir og viðgerðir. Þetta verður að reikna inn í dæmið það var okkur kennt í SúperGaggó. Því eiga allir að fara í strætó, og hana nú. Við sem minna lærðum segjum aft- ur á móti. Venjulegt fólk vill eiga bíl, hvað sem tautar og raular. Við viljum komast á Kárahnjúka til að mótmæla, ekki gengur strætó þangað. Við vilj- um líka komast á Þingvöll þegar al- mættinu þóknast að hafa sæmilegt veður, og ekki gengur strætó þangað. Ef maður á bíl á annað borð, þá kosta tryggingar og skattar það sama hvort heldur bíllinn er notaður eða ekki. Ef bíllinn er afturámóti látinn standa óhreyfður eru allar líkur til þess að viðgerðarkostnaður verði mun hærri en ella. Bremsur festast, olían súrnar, liðir stirðna m.m. Annar kostur umfram strætó, við að fara á einkabílnum í vinnuna og til annarra erinda, er að maður fer þegar maður vill það sjálfur, óháð einhverju sem kallað er leiðakerfi sem sumir vilja kalla leiðindakerfi. Þá segja Strætómenn: Við bjóðum upp á ýmsa afslætti, bæði miða sem auðvelt er að glata, og ýmiss konar afsláttarkort. Passaðu bara upp á að veikjast ekki á gildistíma þeirra, þú verður helst að fara tvær ferðir á dag eða meira til að það borgi sig að vera með svoleiðis kort. Þeir á Spáni og í Brüssel bjóða líka upp á afsláttar- kort. Því eru þá strætóarnir tómir hér en fullir á Spáni og í Brüssel? Þar eiga menn líka bíla, en fara í vinnuna í strætó vegna þess að það kostar minna en einn lítri af bensíni. Nú í kosningabaráttunni heldur bullið í Vinstri-grænum og Samfylk- ingunni áfram. Fækkun bílastæða, aukin gjaldtaka á stæðum í mið- bænum, ásamt banni við akstri einka- bíla um Hverfisgötuna. Allir eiga að hjóla eða ganga til og frá vinnu. Stef- án Jón H. sagði í útvarpinu að það væri ekkert mál fyrir þá sem ættu heima til dæmis í Grafarholti, Graf- arvogi, Árbæ eða Breiðholti að ferðast um á reiðhjóli. Menn færu bara með reiðhjólin í Strætó niður á Hlemm og hjóluðu svo í bæinn. Sjáið þið fyrir ykkur fimm manna fjöl- skyldu ásamt kunningjum fara í strætó með svona eins og 8 til 10 reið- hjól? Eða svo sem 15 háskólanema með sín 15 reiðhjól fara í strætó með þau. Hvílíkt bull. Málið er að við bú- um á Íslandi sem er veðurfarslega og landslagslega ekki ákjósanlegt til reiðhjólanotkunar nema ef vera skyldi spari þá örfáu daga sem viðrar. Hitt er svo annað mál að til eru ofur- hugar sem af harðfylgi hjóla í hvernig veðri og færð sem er. Það eru ekki þeir sem halda þessum fáránlegu hugmyndum á lofti heldur þeir sem halda að vera þeirra í borgarstjórn gangi út á að hafa vit fyrir borg- urunum, en ekki þjóna þeim. Það er kominn tími til að bæta samgöngu- mannvirki þannig að þau þjóni borg- arbúum en ekki óskhyggju fáeinna kverúlanta, sem reyna að telja okkur trú um að best sé fyrir okkur að nota reiðhjól til að komast ferða okkar um borgina. Þau fáu skipti sem þetta fólk notar sjálft reiðhjól, þá eru kallaðir til blaðamenn og ljósmyndarar svo það fari nú ekki fram hjá neinum. Ég ætla rétt að vona að frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins snúi við þeirri öfug- þróun í samgöngumálum Reykvík- inga sem átt hefur sér stað að undanförnu. RAGNAR L. BENEDIKTSSON, Hamravík 28, 112 Reykjavík. Strætó og reiðhjól Frá Ragnari L. Benediktssyni: Ragnar L. Benediktsson ÞAÐ mun hafa verið rétt í lok síð- ustu aldar að lagt var í allmikla einkaframkvæmd þegar Byggða- verk hf. keypti byggingarrétt, úr leigulóð Björgunar hf. við Sæv- arhöfða í Reykjavík, til að byggja svokallað Bryggjuhverfi. Þegar fyrstu húsin voru seld var kaupendum sagt að Björgun myndi fara af svæðinu innan tveggja ára með sanddælustarfsemi sína og til- heyrandi fjallháa sandhauga. Björg- un er enn á svæðinu en hins vegar er Byggðaverk, sem seldi húsin, ekki lengur til. Við núverandi aðstæður er Bryggjuhverfið því eins og lítið þorp í risastórum sandkassa, þar sem lög- mál sandsins ráða öllu, en ýmsir kostir vega þó upp á móti. Bryggjuhverfið er einhver veð- ursælasti staðurinn á höfuðborgar- svæðinu og þar unir fólk sér vel þrátt fyrir ýmiskonar vanefndir. Að- koma Reykjavíkurborgar og Björg- unar að málefnum Bryggjuhverfis- ins er reyndar svo fyndin að maður gæti haldið að þetta væru leiktjöld og leikritið rétt að byrja. Gatan okkar er t.d. 100% einka- vædd; það logar varla á nokkrum ljósastaur vegna þess að íbúarnir sem eiga ljósastaurana kunna ekki að skipta um perur í ljósastaurum! Þetta fyrirkomulag er bara einka- væðing í vatnsglasi; brandari og ætti sem fyrst að breyta þessu í venjulegra horf. Aðkoman að hverfinu er líka með afar und- arlegum hætti. Um er að ræða 3 akstursleiðir inn í þorpið og 2 leiðir út. Besti og hrein- legasti vegurinn að þorpinu er ein- stefnugata sem liggur úr Grafarvogi úr norðri og gagnast því íbúum Bryggjuhverfisins nánast ekkert. Önnur leið er Sævarhöfðinn, sem er notaður til efnisflutninga og því afar óþrifalegur yfirferðar, þó að malbikaður sé, og þriðja leiðin er einhvers konar bráðabirgða ómal- bikaður sneiðingur sem liggur á hlykkjóttum lóðamörkum Gatna- málastjóra og einhvers steypufyr- irtækis. Úr brattri hlíðinni fyrir ofan Sæv- arhöfðann hrynja svo grjóthnull- ungar reglulega þannig að hætta er af, eins og viðvörunarskiltin sýna og minnir yfirbragðið á Óshlíðina vest- ur við Ísafjarðardjúp eða aðra slíka háskavegi. En þetta er í miðri Reykjavíkurborg! Það er ekki spurning að nú í að- draganda borgarstjórnarkosning- anna er þorpið í sandkassanum meira að segja bara frekar mikið pólitískur brandari! Byggðaverk og Björgun komust þó að samkomulagi um nýtingu þessarar lóðar við Borgina undir stjórn R-listans, þannig að R-listinn var í rauninni ljósmóðir þessa litla þorps sem fæddist inn í heim einka- framtaksins. en miðað við allan vandræðaganginn er alveg ljóst að R-listinn hefur ekkert gert til að hlúa að vexti þorpsins eins og ann- ara hverfa borgarinnar. Hvers vegna er þorpið litla eins og pólitísk Öskubuska 8 árum eftir að Reykja- víkurborg lagði blessun sína yfir málið með samningi við Björgun? Nýlega boðaði Borgin til fundar um „rammaskipulag í Elliðaárvogi“ og var mjög ánægjulegt að sjá að skilulagshöfundarnir hafa greinilega tekið sér hlutverk prinsins sem bjargar Öskubusku, því að sam- kvæmt þessum hugmyndum verður Bryggjuhverfið fullbyggt algjör perla milli Grafarvogs og Elliðaár- vogs. Um þessi mál er hins vegar ekk- ert rætt frekar í þessari kosninga- baráttu. Það liggur í loftinu að Sundabrautin sé forsenda þess að Björgun og fleiri stór fyrirtæki við Elliðaárvogin verði flutt, en á meðan verða íbúar þorpsins í sandkass- anum að brosa uppí sandstorminn þegar það á við og njóta lognsins við Pollinn þess á milli. Í þorpinu býr gott fólk sem á betra skilið en það sem Reykjavík- urborg býður því upp á. ÁSGEIR ERLING GUNNARSSON, Básbryggju 37, 110 Reykjavík. Þorpið í sandkassanum Frá Ásgeiri Erling Gunnarssyni, framkvæmdastjóra og löggiltum fasteignasala: Ásgeir Erling Gunnarsson RÉTT í þessu rakst ég á umfjöll- un Morgunblaðsins um Bangsa- mót Bjarnarins, en fréttinni fylgir einnig stutt myndskeið af dans- inum. Mig langar til að óska fréttamönnum blaðsins til ham- ingju og hrósa þeim fyrir þetta framtak, þar sem umfjöllun um listhlaup á skautum í fjölmiðlum er ósköp fátíð. Raunar finnst mér þó furðulega til valið, þar sem Bangsamótið er sennilega sam- bærilegast pollamótum í fótbolta, en þetta er þó spor í rétta átt. Vikudagur hefur venjulega impr- að á stærri viðburðum í heimi list- skautara, eða í það minnsta birt úrslit ísknattleika. Mörg ár eru liðin frá því er ég hætti að fylgj- ast með sjónvarpi, svo ég veit ekki svo gjörla hvernig staðan er þar, en býst þó við að hún sé fremur svipuð. Því er það að í blöðum fjölmiðla eru fleiri heilsíður undirlagðar af úrslitum fót-, hand- og körfu- knattleikja, frjálsíþróttamótum, og þar fram eftir götunum, en aldrei eða afar sjaldan minnst á listdans á skautum? Ef það er vegna þess að fylgjendur þessara íþrótta eru mun fleiri en áhuga- fólk um skautaíþróttir, er þá ekki verið að mismuna fólkinu í land- inu að ákveðnu leyti? Ég kæri mig ekki hið minnsta um fréttir af 22 mönnum að rífast um sama boltann á einhverjum grasvelli úti í heimi, og mér stendur á sama þó meistaralið okkar í handknattleik hafi sigrað lið Búlgaríu eða hverr- ar þjóðar sem er. Mér stendur líka nokkurn veginn á sama um skítkastið og undanbrögðin í stjórnmálum, fjárdrátt og svik silkihúfanna, slúðrið um fræga fólkið, og svo framvegis. Að sjálfsögðu eiga þessar um- fjallanir fullan rétt á sér, en mætti hugsanlega stytta þær lítið eitt til að koma öðrum greinum á framfæri, til að mynda um list- dans, hvort heldur sem hann fer fram á skautasvellum eður ei? Mér er sama þó vinamótum og þess háttar sé sleppt, og grein- arnar þurfa heldur ekki að vera langar. Minnst á sigurvegara mót- anna, ef til vill stutt lýsing á helstu atriðum er skara fram úr – ekki svo ósvipað og í öðrum íþróttum. Ég geri mitt ýtrasta til að mæta á staðina og sjá sem flest skautamót, vegna þess að mér finnst þetta falleg íþrótt. En stundum bjóða aðstæður ekki upp á þann munað að ferðast um land- ið (eða jafnvel út fyrir landstein- ana) til að sjá þessa viðburði, og þá væri einkar ánægjulegt að geta lesið um stöðu mála í blöð- um. Nú má segja að skautavertíð- inni sé lokið í bili, og hefst hún ekki aftur af fullum krafti fyrr en í haust. Þá þætti mér ákaflega vænt um að fá að fylgjast með henni á prenti. Ég skal jafnvel gerast áskrifandi að Morgun- blaðinu, ef ég aðeins fæ þessa litlu ósk uppfyllta! Ef ég hefði tímann og væri nógu góður penni til starfans myndi ég jafnvel bjóða fram krafta mína til að skrifa stutta pistla um þessa atburði. SIGURÐUR AXEL HANNESSON, Hafnarstræti 86a, 600 Akureyri. Íþrótta umfjöllun fjölmiðla Frá Sigurði Axel Hannessyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.