Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 62

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 3ja herbergja 85,7 fm falleg, björt og þægileg íbúð á efri hæð í þessu huggulega húsi. Íbúðin er stofa, 2 svefnherbergi, eldhús og innaf því þvottaherbergi, endurnýjað baðherbergi og forstofa. Sérinngangur. Stórar svalir. Mjög rólegur og góður staður. Hægt að fá keyptan bílskúr. Ingunn, íbúð 0203, tekur vel á móti ykkur! LANGAMÝRI 20, GARÐABÆ OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15 Kári Fanndal Guðbrandsson, - Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. Skipholti 5 Símar 562 1200 og 862 3311 HAUKANES - EINSTÖK STAÐSETNING - VIRÐULEGT HÚS Á SJÁVARLÓÐ Höfum fengið í einkasölu glæsilegt og mjög vandað u.þ.b. 600 fm einbýlishús á 1225 fm sjávarlóð í Arnarnesinu. Húsið er á tveimur hæðum og með innbyggðum bílskúr. Húsið er byggt 1985 og skiptist m.a. í mjög stórar stofur, eldhús, tómstundaherbergi, fimm herbergi, þrjú baðherbergi, sundlaug o.fl. Fallegur garður með miklum gróðri. Glæsilegt útsýni. Húsið er laust til afhendingar nú þegar. Nánari uppl. veita Sverrir og Kjartan. 5813 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Grandagarður - Til sölu Fjögur samliggjandi 240 m² skrifstofu-, verslunar- og lagerbil við Grandaveg í Rvík. Bilin geta verið saman eða í sitthvoru lagi. Hægt er að kaupa 240 m², 720 m² og 960 m² einingar. Innkeyrsludyr eru á einu bilinu. Leiga kemur til greina. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Traðar. Sími 511 2900 KÆRU skipulagsnefndaborg- arfulltrúar! Ég er með hugmynd: Flytja Ár- bæjarsafn til Akureyrar. Þar er mikill menningarbær, mikið af gömlum húsum og þar er enn töl- uð íslenska. Svo mundu störf fær- ast út á land. Ég veit um ágætt stífelsi sem má úða á torfurnar til þess að þær verði ekki að mold- arhrúgu á leiðinni norður. Og gömlu þjóðbrautina, sem liggur í gegnum Árbæjarsafnið mörkuð sporum Snorra Sturlusonar og Hallgerðar Langbrókar, mætti flytja með þyrlum í björgunar- körfum, Eyfirðingar geta þá fetað í fótspor hetjanna. Akureyringar eru auðugir að önd og hönd og geta borgað fyrir flutninginn, nokkra milljarða. Og af því að ég er nú byrjaður; væri ekki ýkt flott að flytja flug- völlinn á Selfoss? Þar er nóg ódýrt land og færra fólk með há- fleygar skipulagstillögur eða sí- fellt nöldur. Flugvélarnar verða hvort sem er öruggari, hljóðlátari og stuttlentari eftir því sem tím- inn líður og völlurinn þarf því ekki mikið land. Við Reykvíkingar get- um ekki verið að skaffa fokdýrt land undir flugvöll fyrir lands- byggðarhangsara til þess að þeir geti flogið í bæinn að heimta framlög úr Jöfnunarsjóði. Þeir verða bara að koma á jeppunum sínum með 32 tommu dekkjunum eftir hringveginum eins og annað fólk og geta sjálfir borgað fyrir að flytja flugvöllinn, nokkra tugi milljarða. Svo er löngu kominn tími til að flytja Miklubrautina út fyrir bæinn og líka hártækni- sjúkrahúsið væntanlega. Hlemmur þarf að fara upp í Mosó, það er orðið svo erfitt að rata þar. Og Borgarbókasafnið ætti auðvitað að flytja í Reykholt til Snorra. Ég geri mér fulla grein fyrir að rekstur sveitarfélaganna er orðinn mesta efnahagsvandamál þjóð- arinnar. Ég veit að þið sjáið ekki út um gluggann á bæjarskipulags- skrifstofunni fyrir hrúgum af EES-reglugerðum. Ég skil vel að sveitarfélögin geta ekki rekið dýra skóla. Ég hef samúð með ungu byggingarskipulagsnefndamönn- unum ykkar, sem ég sé í sjónvarp- inu með einbeittan bruðlvilja sannra fumkvöðla. Þá langar svo mikið til að byggja sér minnissafn í Viðey, í særokinu, fegurð gömlu ruslahauganna og skarkala ski- paumferðarinnar, það þarf bara jullu til að ferja gesti. En mér finnst bruðlið vera orðið of mikið. Ég bið því frómt, kæru borgarfulltrúar, setjið hugmyndir ungu skipulagshugsuðanna ykkar í tjónamat strax, áður en við Reyk- víkingar fáum rústirnar og reikn- inginn. Ef þið þurfið endilega að eyðileggja Árbæjarsafnið, Borg- arhlið Reykjavíkur, ekki þá gera það fyrir mína peninga. Best væri sannast að segja að þið gerðuð sem minnst og vonandi kemur ein- hvern tíma borgarstjórn yfir Reykjavík með vit og ráðdeild. Kveðjur. FRIÐRIK DANÍELSSON, skattgreiðandi í Reykjavík, Reyðarkvísl 22, Reykjavík. Árbæjarsafn til Akureyrar Frá Friðriki Daníelssyni: „ÞÚ ERT það sem þú borðar!“ Það er löngum vitað og er þess vegna öllum mikilvægt að hugsa um hvað þeir láta ofan í sig. Ým- islegt þarf að varast í sambandi við mataræði og því mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál, sérstaklega í okkar neysluvædda samfélagi þar sem hver getur fengið það sem hann óskar. Fólk verður að vera með- vitað um hvað er hollt mataræði og foreldrar bera mikla ábyrgð í því sambandi. Því er brýnt að beina sjónum sérstaklega að mat- aræði barna og unglinga þar sem þau eru í áhættuhópi hvað varðar áhrifavalda og einnig upp á mik- ilvæg vaxtar- og þroskaskeið þeirra og líkamsástand. Undirritaðar könnuðu mataræði grunnskólabarna á Akureyri og nágrenni í byrjun marsmánaðar síðastliðins. Rannsóknin var hluti af verkefni í lokaáfanga í uppeldis- og menntunarfræði við Mennta- skólann á Akureyri. Úrtakið tók til 79 nemenda í 6., 7. og 8. bekk úr tveimur grunnskólum. Einnig tókum við viðtöl við næring- arfræðing og mötuneytisstjóra grunnskólanna beggja. Í grein- arkorni þessu langar okkur að miðla helstu niðurstöðum þessarar könnunar okkar. Vissulega er ástæða til þess að hafa áhyggjur af einstaka þáttum en á heildina litið eru börn að borða nokkuð holla fæðu, sam- kvæmt okkar niðurstöðum. Börn sem búa í dreifbýli virðast borða tiltölulega hollari mat en þau sem búa í þéttbýli. Möguleg skýring á þessu gæti verið sú að börn í dreifbýli hafa ekki jafn greiðan aðgang að sætindum í sjoppum, búðum, bíóum og svo framvegis. Helsta ástæða þess að börn fara út í sjoppu eða búð er sú að þau langar í eitthvað gott en ekki af því að þau eru svöng. Þótt þau eigi kost á heitum mat í skólanum ákveða sum þeirra að fara frekar að kaupa sér eitthvað „betra“ en í boði er í skólanum. Það kom mjög á óvart að 49% nemendanna ynnu sjálfir fyrir þeim peningum sem þeir nota til þess að fara út í sjoppu eða búð þar sem ekki er al- gengt að 12–14 ára börn vinni með skóla. Starfsmenn mötuneyta virðast vera meðvitaðir um mikilvægi holls og góðs mataræðis og reyna að laga matseðlana að óskum allra, starfsmanna sem og nem- enda. Mötuneyti eru af hinu góða og að okkar mati ætti að skylda öll grunnskólabörn til þess að vera í fæði í skólanum. Það kom í ljós að flestir voru skráðir í mat í skól- unum, en eftir því sem nemendur eltust þeim mun meiri líkur voru á því að þeir væru ekki í áskrift. Niðurstöður könnunar okkar sýna að 65% nemenda borða morgunmat á hverjum morgni. Eins og umræðan er orðin í dag, ætti fólk að vera farið að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að borða morgunmat ef það vill vera heilsuhraust. Greinilega er því þörf á því að fræða krakkana bet- ur. Æskilegt er að börn fái 30%– 40% af fæðu dagsins fyrri partinn. Morgunverður er undirstaða dags- ins, með honum hefst bruni dags- ins og efnaskiptin fara í gang. Komið hefur í ljós að börn sem ekki borða morgunmat virðast vera í meiri hættu á að fitna en börn sem borða morgunmat á hverjum morgni. Rúmlega 60% nemenda taka alltaf með sér nesti í skólann. Það er ósköp eðlileg tala þar sem það er mjög persónubundið hversu mikla þörf fólk hefur fyrir að borða, sumir kjósa að borða mikið í morgunmat og aðrir taka með sér nesti. Næringarfræðingurinn sem við töluðum við telur að dæmigert fyrirmyndarnesti fyrir grunnskólabörn samanstandi af samloku úr grófu brauði með hollu áleggi auk ávaxtar eða grænmetis. Jákvætt þykir að 94% nemend- anna töldu það mjög eða frekar mikilvægt að borða hollan mat. Þetta sýnir að flest börn eru með- vituð um mikilvægi þess að borða holla og góða fæðu þó svo að þau telji sig ekki endilega alltaf gera það. Á heildina litið voru niðurstöð- urnar mun jákvæðari en búist var við. Af þessum niðurstöðum að dæma ber okkur að taka með var- úð hinni neikvæðu umfjöllun um mataræði íslenskra barna. Þegar spurt var hver væri uppáhalds- matur nemendanna voru svör eins og pitsa, kjúklingur, pastaréttir og hamborgarar tíðust, en þó kom fyrir að nemendur nefndu hefð- bundinn heimilismat á borð við kjötsúpu, fiskibollur, slátur, lambalæri, grjónagraut og salt- kjöt. Athuga ber þó að þessar nið- urstöður eru miðaðar við Akureyri og nágrenni og því er ekki hægt að alhæfa yfir allt landið. Allir þurfa að vinna saman! For- eldrar, skólar, kennarar, íþrótta- félög, æskulýðssamtök, sveit- arfélög og ríki, til að sjá til þess að æska landsins verði á réttri braut hvað varðar mataræði og al- menna heilsu. Þetta er einungis spurning um hugarfar og vilja. SIGRÚN ERLA SVEINSDÓTTIR, OLGA ÁRNADÓTTIR og ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Grundarbraut 44, 355 Ólafsvík. Víst vill æskan holla fæðu! Frá Sigrúnu Erlu Sveinsdóttur, Olgu Árnadóttur og Þóru Stefánsdóttur, útskriftarnemendum í MA. Fréttir á SMS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.