Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 63

Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 63 UMRÆÐAN Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 16 og 18. FUNAFOLD 29 – 112 RVK. Fallegt 191,6 fm einbýli á einni hæð. Þar af 33 fm bílskúr. 4 svefnh. 2 baðh. Hellulögð verönd. Nýlega uppgert baðherbergi. VERÐ 46,7 millj. Helga Ingibjörg tekur á móti þér og þínum. Sími 567 1378. Upplýsingar: Valhöll fasteignasala Magnús Gunnarsson símar: 588 4477 og 822 8242 Miðsvæðis í hjarta Kópavogs í góðri nálægð við almenningssamgöngur. Greið aðkoma og næg bílastæði eru við húsið. Gert er ráð fyrir göngusvæðum og aðgengi gangandi vegfarenda er gott. Til leigu í miðbæ Kópavogs Skrifstofu- og þjónustubygging • Jarðhæð: verslun og þjónusta • 2. hæð: skrifstofur Samtals 1986,6 m² Til afhendingar haust 2006 Byggingaraðili: Ris ehf. Leigusali: Eignarhaldsfélagið Krókháls ehf. nýbygging við Digranesveg 1 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. GLÆSIHÚS VIÐ SOGIÐ, GRÍMSNESI Vorum að fá í einkasölu einstaklega glæsilegt 125 fm einnar hæðar heils- árshús ásamt 25 fm gestahúsi á frá- bærum stað með útsýni yfir Ingólfs- fjall, Sogið og Grafningsfjöllin. Um er að ræða 5 hús sem standa á 7,500 – 8,200 fm eignarlóðum í botnlanga þannig að engin umferð er annarra en húseigenda eða gesta. Skipting húss- ins er þannig að um er að ræða tvær svefnálmur, hvor með 2 herbergjum og baðherbergi í hvorri álmu. Stórt eldhús á milli og ca 30 fm stofa í miðju með miklum gluggum niður í gólf. Húsin skilast fullb. að utan með við- haldsfríum steinflísum, grastorfi á þaki og með ca 100 fm timburverönd með vönduðu heitum nuddpotti og skjólveggjum. Húsin standa á sökklum og heilsteyptri plötu með hitalögnum. Að innan skilast húsin fullbúin með innréttingum að vali frá HTH, vönduðum tækjum, parketi á gólfum, vel búnu baðherbergi og glæsilegu eldhús með eldaeyju, skilast með ísskáp, þvottavél og vönduðum tækjum. Húsin eru tengd hitaveitu. UM ER AÐ RÆÐA HEILSÁRS GLÆSIHÚS Á FALLEGUM STAÐ Í LANDI ÁSGARÐS. Verð 38,1 millj. Í FYRSTA Jóhannesarbréfi, fjórða kafla, versi 8–9 segir: „Sá sem ekki elskar, þekkir ekki Guð því Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn, til þess að vér myndum lifa fyrir hann.“ Jesús segir: „Hver fæst við að byggja turn án þess að reikna kostnaðinn fyrst.“ Jesús sagði líka: „Dæmið ekki svo að þér sjálfir verðið ekki dæmdir, því að með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli sem þér mælið mun yður mælt verða.“ Athugið þetta á líka við um fordóma. Fordæmi ég einhvern mun Guð fordæma mig. Þetta orð frá Drottni okkar á einnig við um okkur sjálf. Í þessari setningu felst það að við megum ekki dæma okk- ur sjálf og við megum alls ekki fordæma sjálf okkur. Þetta er vegna þess að við sem höfum valið að fylgja Jesú getum ekki réttlætt sjálf okkur heldur eigum við okkar réttlæti í Jesú Kristi og getum ein- ungis fengið okkur réttlát með því að biðja hann að fyrirgefa okkur syndir okkar og þvo okkur hrein með hans blóði. Til dæmis ef að Siggi sem er framkvæmdastjóri, dregur sér fé upp á 40 milljónir getur Sigrún gjaldkeri ekki rétt- lætt að draga sér fé uppá tíu þús- und vegna þess hvað Siggi var slæmur. En svo ég víki aftur að dóm- unum og fordómunum þá er það allt of algengt með mörg okkar sem erum eða höfum verið veik eða fötluð á einhvern hátt til dæm- is þunglynd, að við fordæmum sjálf okkur. Það er ekki bara synd heldur eykur þetta mjög á sjúk- dóminn/fötlunina. Við megum held- ur ekki láta fallast í þá gryfju að láta fordóma, sleggjudóma eða hvers kyns dóma annars fólks verða til þess að við dæmum eða fordæmum sjálf okkur. Að mínu mati er samkynhneigð til dæmis fötlun. Ég gaf guði líf mitt fyrir 18 árum og á samskipti við hann oft á dag. Ég tók niðurdýfingarskírn og yfirgaf minn fyrri lífsmáta. En Guð hefur líka skírt mig í eldi sem ég er búinn að ganga í gegnum og það var virkileg þolraun. Ég áttaði mig samt á því að þó ég gengi í gegnum martröð þá vissi ég með sjálfum mér og tjáði það fólki að ég treysti Guði sem ég vissulega geri. Orð Jesú Krists vega alltaf þyngra en orð postulanna og það er lykilatriði til að skilja Nýja testamentið. Í íslenskri þýðingu Biblíunnar segist Páll postuli for- dæma homma og lesbíur (ég tek það fram að ég er ekki samkyn- hneigður). Hann gerði það á sína eigin ábyrgð vegna þess að hann var hátt settur þjónn Guðs og hafði efni á því vegna þess að fáir mennskir menn hafa komist í þús- und mílna farlægð frá því sem hann hafði hælana. En óumdeil- anlega vega orð Jesú um að dæma meira vægi en orð Páls. Því segi ég að sá maður sem for- dæmir og eða ofsækir ákveðna þjóðfélagshópa eins og til dæmis samkynhneigt fólk eða til dæmis múslima er að setja sig á hærri hest en hann nokkurn tíma hefur efni á og er að líkja sér við sjálfan Pál. Páll tók fram að hann for- dæmdi en sagði ekki að við ættum að fordæma. Guð elskar alla menn sem ganga lifandi á jörðinni núna án nokkurra skilyrða. Við kristnir menn erum skyldugir að gera hið sama. JÓN GUÐMUNDSSON Miklubraut 13, Reykjavík. Um kristna trú nú á dögum Frá Jóni Guðmundssyni: Í VETUR sem leið hélt Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni veg- lega átta daga hátíð í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Þar lögðu margir hönd á plóg, einkum félagar og starfslið, en af- ar margir lögðu okkur lið á ýms- an veg. Við sendum allmörgum stétt- arfélögum beiðni um afmælisgjöf til félagsins og þá um leið til eldri félaga sinna og fengum hjá mörg- um þeirra mjög ánægjuleg and- svör og góð framlög. Án þess að tíunda framlag hvers og eins en framlögin voru allt frá 50 þús. kr. upp í 150 þús. þá teljum við okk- ur ljúft og skylt að þakka þeim stéttarfélögum sem svo vel brugð- ust við erindi okkar. Þau eru í stafrófsröð: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Efl- ing, Kennarasambandið, Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar, Stéttarfélag í almannaþágu SFR, Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur og Vélstjórafélag Íslands. Við viljum færa þessum fé- lögum alúðarþakkir fyrir ómet- anlega liðveizlu sem gjörði okkur enn betur kleift að minnast þess- ara tímamóta myndarlega og sem verður okkur virk hvatning til áframhaldandi baráttu fyrir bætt- um kjörum og öllum aðbúnaði okkar fólks. Enn og aftur: Kærar þakkir. F.h. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, HELGI SELJAN, félagi í FEB Reykjavík. Alúðar- þökk Frá Helga Seljan: Helgi Seljan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.