Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 64
64 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALLAR breytingar skapa ný tæki- færi og er svo einnig um brottför varnarliðsins frá Keflavík. Er þar átt við væntanlegar staðsetningar og rekstrarfyrirkomulag á þyrlum og skipum gæslunnar. Flest lönd Evrópu eru búin að sameina landhelgisgæslu og haf- rannsóknastofnanir, þ.e.a.s. skipa- deildir. Ef svo yrði gert hér kæmi það okkur til góða því skipum myndi fjölga í þjónustu Gæsl- unnar, sem myndi gefa meiri þjón- ustumöguleika, og Hafró hefði að- gang að öllum flotanum til að sinna sínum verkefnum áfram. Í dag eru þessar stofnanir rekn- ar sem tvær, þá er átt við skipa- deildirnar. Svipað er með flugflota bæði gæslunnar og flugmála- stjórnar, sparnaður og betri yf- irsýn hlýtur að skapast ef skipa- og flugfloti verður sameinaður. Að upplýsa Í dag eru sjúkraflugvélar stað- settar á Akureyri, í Vestmanna- eyjum og á Ísafirði að hluta til. Dreifa þyrfti fleiri sjúkraflugvélum og þyrlum milli landshluta, næst er því komið að Austurlandi. Super Puma-þyrlur eða sam- bærilegar mætti nota sem sjúkra- flugvélar, auk þess gætu þær verið öryggisventill fyrir björgun úr sjávarháska, vegna slysa niður á Fjörðum og uppi á hálendi. Gæti þyrlan komið hinum slösuðu fyrr á sjúkrahúsið í Neskaupstað eða á Egilsstaði, þannig að stytta mætti björgunartíma og jafnvel auka lífs- möguleika. Staðsetning þyrlu á Egilsstöðum væri hagkvæm veð- urfarslega og þjónaði best því svæði á sjó milli Íslands og Fær- eyja. Er þar átt við skipaferðir og vegna millilandsflugs, ferjuflugs o.fl. Talið er að um 90 þúsund millilandaflugvélar fari árlega um íslenska flugstjórnarsvæðið, sem er að stórum hluta austur af land- inu, og eykst umferðin árlega. Slys gera ekki boð á undan sér, en um árabil hafa umræður skap- ast hérlendis og erlendis um að fyrr en síðar gæti slíkt gerst. Í flestum NATO-löndum er slík þjónusta fyrir hendi. Þær flug- vélar, sem fljúga yfir, eru frá mörgum þjóðum og heimsálfum. Ef við höfum ekki frumkvæði gera aðrir þetta, en þessi rekstur skap- ar vinnu sem er best að verði hér, enda eru heimamenn kunnugastir staðháttum, en við höfum nú þegar misst tvö skip austur af landinu. Björgunarskip Gamli Óðinn er í hvíldarstöðu. Hægt yrði að nota hann sem björg- unarskip, gæsluskip og skólaskip, en einnig mætti nota hann sem dráttarskip. Talið er að besta stað- setning yrði á Neskaupstað þar sem styst er út á hafið og góðar aðstæður. Manna mætti slíkt skip með heimamönnum. Með einu varðskipi, t.d. í Þorlákshöfn, mætti spara nokkrar klukkustundir ef slys bæri að höndum suður af landi. Áhöfn gæti komið með bílum frá Reykjavík, í stað þess að þurfa að fara fyrir Reykjanes. Minnstu þyrluna mætti nota auk sjúkra- flugs fyrir lögreglu. Hlutur Vega- gerðarinnar í eftirliti og þjónustu þyrfti að vera meiri og sýnilegri því þannig vekur hún mest aðhald. Með brottför varnarliðsins fara a.m.k. tvær fjölhreyflaflugvélar, sem voru notaðar m.a. í leitarflug eftir skipum og bátum úti á hafi, oft við erfið skilyrði. Fokker- flugvélin, eða sambærileg, nýtist vel við verkefni við landið í góðu veðri, en ekki sem úthafsflugvél við erfið skilyrði. Gæslan yrði að hafa til afnota tveggja hreyfla þotu þar sem stærð svæðisins veldur því að því yrði einungis þjónað af þotu. JÓN MAGNÚSSON, fv. flugvélstjóri. Breytt viðhorf í nútíma Frá Jóni Magnússyni: Stórglæsilegt og nýstandsett 300 fm einbýli við lækinn og hraunjaðarinn á Sunnuflöt í Garðabæ. Nýbúið er að taka húsið í gegn á afar glæsilega hátt. Glæsileg hönnun (Rut Káradóttir) og efnisval. Glæsilegar innréttingar og lýsing. Stór og glæsileg lóð. Sjá myndir á www.gardatorg.is Nánari upplýsingar gefur Þórhallur hjá Garðatorgi, sem einnig sýnir húsið, í síma 896 8232. SUNNUFLÖT - VIÐ LÆKINN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - FRAMNESVEGUR 61 Falleg og mikið uppgerð 5 herb. 116 fm íbúð í góðu fjölbýlishúsi sem nýlega hefur verið viðgert og málað (2005). Húsið stendur ofarlega á Framnesvegi og snýr að Grandaveginum. Íbúðin skiptist m.a. í 2 saml. skiptanlegar stofur, 3 herbergi og baðherbergi. Verð 27 millj. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16. Daníel og Ásdís á bjöllu. OPIÐ HÚS - MEÐALHOLT 3 - 1. HÆÐ 3ja herbergja mjög falleg og björt 78,4 fm íbúð á 1. hæð með auka- herbergi í kjallara. Íbúðin skiptist í hol/gang, stofu, tvö stór herbergi, baðherbergi og eldhús. Íbúðin er mjög mikið standsett og einstak- lega snyrtileg. V. 19,0 m. 5646 ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL 15-17. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. Í einkasölu mjög fallegur 50 fm sumarbústaður með ca 50 fm ver- önd og 6 fm geymsluskúr á lóð. Bú- staðurinn er á eignarlóð. Tvö svefn- herbergi með skápum. Stofa með útgengi á verönd. Rafmagnskynding í dag, en búið er að greiða fyrir heimtaug að bústað fyrir heitu vatni. Bústaðurinn er í ca 10 mín. fjarlægð frá Laugarvatni. Verð 11,8 m. Leiðarlýsing, ekið austur fyrir Laugarvatn og beygt til hægri niður afleggjara 366 (Böðmóðsstaðir) ekið ca ½ km að bústaðnum. Verið velkominn í dag milli kl. 14 og 17 Björgvin tekur á móti gestum, gsm 898 3250 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli SUMARHÚS VIÐ LAUGARVATN Í LANDI LEYNIS OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 14 og 16. ÞÓRÐARSVEIGUR 6 – 113 RVK. Mjög falleg og björt 4ra herb. 106,8 fm endaíbúð ásamt stæði í bílskýli sem er ekki í fm. tölu íbúð- ar. Sérinngangur af svölum. Frábært útsýni. Birki, hlynur í innréttingum. VERÐ 25,6 millj. Heimir og Jóhanna Kristín taka á móti þér og þínum. Sími 562 6401. Bókhlöðustígur 178,8 fm steinhús á tveimur hæðum ásamt 26 fm bílskúr. Á neðri hæð er forstofa, hol, eldhús, þvottahús, baðher- bergi, stofa og sólstofa. Á efri hæð er hol, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og geymsla. Húsinu er vel viðhaldið. Mjög gott útsýni er frá húsinu. Ósk- að er eftir tilboðum. Reitavegur 51,2 fm bjálkahús á tveimur hæð- um. Á neðri hæð er forstofa, bað- herbergi og samliggjandi stofa og eldhús. Á efri hæð eru tvö svefnher- bergi. Húsið stendur fremst á kletta- höfða og er gott útsýni frá því. Óskað er eftir tilboðum. Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignirnar og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is Fasteigna- og skipasala Snæfellsness, Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438 1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: www.fasteignsnae.is HÚS TIL SÖLU Í STYKKISHÓLMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.