Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristín Arn-finnsdóttir
fæddist í Lambadal
ytri í Dýrafirði 17.
júní 1908. Hún lést
á dvalarheimilinu
Hrafnistu í Hafnar-
firði 26. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Arn-
finnur Kristján
Magnús Jónsson,
bóndi í Lambadal
ytri og Dröngum í
Dýrafirði, f. 14. jan-
úar 1862, d. 20.
september 1946 og kona hans
Ingibjörg Jóna Sigurlínadóttir, f.
8. ágúst 1879, d. 24. október
1973. Þau eignuðust 16 börn og
þar af náðu 10 fullorðinsaldri.
Kristín var 8. í systkinaröðinni.
Kristín giftist árið 1943 Jóni
Höjgaard Magnússyni, bif-
reiðastjóra, f. í Höfnum á Reykja-
nesi 9. ágúst 1905, d. 9. ágúst
1968. Foreldrar hans voru Magn-
ús Guðmundsson, formaður í
Höfnum, og kona hans Guðný
Þórðardóttir.
Sonur Kristínar
og Jóns er Þórður,
f. 13. september
1944. Kona hans er
Ingibjörg Ólafsdótt-
ir, f. 25. apríl 1950.
Foreldrar hennar
eru Ólafur Torfa-
son Hjaltalín og Vil-
borg Guðríður
Jónsdóttir í Stykk-
ishólmi.
Þórður og Ingi-
björg búa í Reykja-
vík. Dóttir þeirra er
Kristín Vilborg, f. 3. desember
1978. Maður hennar er Ingi
Björn Ágústsson, verslunarstjóri.
Sonur hans er Ágúst Örn Inga-
son.
Kristín og Jón stofnuðu heimili
í Höfnum árið 1943 en fluttu ári
síðar til Keflavíkur. Árið 1971
flutti hún til Reykjavíkur þar sem
hún átti heimili allt til þess að
hún flutti á Hrafnistu.
Útför Kristínar var gerð í
kyrrþey, að ósk hennar.
Kristín Arnfinnsdóttir, móður-
systir okkar, er látin á 98. ári.
Kristín, eða Stína, eins og hún var
kölluð innan fjölskyldunnar, var
hluti af lífi okkar systkinanna frá
því við fæddumst. Hún var stoð og
stytta móður okkar, systur sinnar,
í frumbernsku okkar og alla tíð
mjög náið með þeim. Þær voru
fæddar og ólust upp í stórum
systkinahópi vestur í Dýrafirði,
alls 16 systkini, en 10 náðu fullorð-
insaldri, barnasjúkdómar tóku hin.
Systurnar héldu suður til Reykja-
víkur, þegar þær fóru að sjá um
sig sjálfar, eins og fleiri systkini
þeirra.
Árið 1943 giftist Stína Jóni Höj-
gaard Magnússyni, ættuðum úr
Höfnum. Þau stofnuðu heimili í
Höfnum en fluttu ári síðar til
Keflavíkur þar sem Jón starfaði
sem vörubílstjóri. Sambúð þeirra
var sérlega farsæl, en Jón lést árið
1968. Árið 1944 eignuðust þau tví-
bura, dreng og stúlku. Fæðingin
var afar erfið og stúlkan dó, en
drengurinn, Þórður, lamaðist.
Segja má að líf Stínu hafi eftir það
snúist um að hlúa að syni sínum.
Hann hefur hins vegar snúið far-
arnesti sínu út í lífið sér í vil á
ótrúlegan hátt og bætt sér upp lík-
amlega fötlun með miklum kjarki
og framtaki, ferðast út um heim og
starfað þar, en einkum staðið fyrir
eigin atvinnurekstri árum saman.
Saga hans, „Sorry, mister boss“,
kom út árið 1994.
Eitt það sem einkenndi Stínu
öðru fremur var sterk og einlæg
guðstrú hennar. Hún var bænheit
og bað fyrir mörgum. Trú sinni
fann hún farveg í Guðrúnarsöfn-
uði, sem svo er nefndur.
Stína frænka var vönduð kona
til orðs og æðis, hún hafði fastmót-
aðar skoðanir og sterka siðferð-
iskennd. Ung að árum, þegar fjöl-
skylda hennar bjó á Dröngum í
Dýrafirði, lenti hún í snjóflóði, var
hætt komin og varð aldrei söm eft-
ir. Þrátt fyrir takmarkaða heilsu
fram eftir ævi lifði hún lengst
systkina sinna og náði hæstum
aldri þeirra. Það má án efa m.a.
þakka því að hún stundaði sund og
gönguferðir fram á tíræðisaldur,
auk þess sem hún var alla tíð
grönn og létt á fæti.
Við þökkum Stínu langa sam-
fylgd og allan góðan hug hennar til
okkar og flytjum fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Guðbjörg og Matthías
Eggertsbörn.
Elskuleg frænka mín hefur
kvatt þetta jarðlíf. Ég heyrði móð-
ur mína oft nefna nafnið hennar er
ég á barnsaldri bjó ásamt fjöl-
skyldunni vestur á fjörðum.
Auður móðir mín og Kristín, eða
Stína eins og hún var oftast kölluð,
voru systur og á líkum aldri, mjög
tengdar systra- og vináttuböndum.
Þá var hún ung stúlka flutt suður
á land og farin að vinna og kynnt-
ist þar manninum sínum, Jóni
Höjgaard Magnússyni, ættuðum
úr Höfnum.
Þegar ég flutti suður til Reykja-
víkur 11 ára gömul urðu samfundir
tíðari. Stína og Jón stofnuðu heim-
ili sitt fyrst í Höfnum og síðar í
Keflavík. Þau komu oft til móður
minnar og fjölskyldu en þar
bjuggu afi Arnfinnur og amma
Ingibjörg. Man ég hversu glöð þau
voru að hittast og njóta samvista.
Þau Stína og Jón eignuðust tví-
bura. Mikil mistök áttu sér stað
við fæðingu barnanna sem var
mjög erfið. Þetta voru stúlka sem
dó í fæðingu og drengur sem er
fatlaður frá fæðingu. Stína var
lengi mjög veik en komst til heilsu
á ný. Hún helgaði syninum og eig-
inmanni alla sína krafta og tókst á
við mikla erfiðleika vegna drengs-
ins. Þau hjón voru afar samhent
og var yndislegt að sjá þau saman.
Það geislaði hamingja og vænt-
umþykja af þeim. Þegar Stína
missti mann sinn skyndilega árið
1968 var það henni mikill missir.
Hún tókst þó á við breytingarnar
af miklum dugnaði og bjó um sinn
í Keflavík. Hún vann úti við fisk-
verkun. Þar kom að hún seldi hús-
ið sitt og flutti til Reykjavíkur.
Hér í borg bjó hún svo þar til hún
flutti á Hrafnistu í Hafnafirði. Ég
var hjá Stínu um tíma er ég var
unglingur. Þá bjuggu þau í Hafn-
argötu í Keflavík. Hún var ynd-
isleg kona, mér fannst hún alltaf
ung. Þó aldurinn færðist yfir hana.
Hún var létt og lipur í hreyfingum.
Hún hafði bjartan svip með gleði-
glampa í augum. Stína var afar
myndaleg í öllum sínum verkum
og meistarakokkur. Allt sem hún
gerði var gert af alúð og natni.
Hún var hreinskiptin í viðmóti og
sönn.
Ung að aldri eignaðist hún lif-
andi trú á Drottinn sinn og frels-
ara. Samkvæmt trúnni lifði hún,
var lifandi vitnisburður um mátt
Hans til að lifa lífinu, þó áföll og
erfiðleikar steðji að. Hún þakkaði
guði sínum fyrir allt það góða sem
hún naut og var mikil bænakona.
Hún bað fyrir sínu fólki og öllum
sem báðu um fyrirbæn. Þegar ég
kom til hennar síðast var biblían
hennar opin á borðinu. Sú bók var
henni lifandi lind sem hún sótti
styrk og næringu í allt sitt líf.
Ég kveð elskulega frænku mína
með kærri þökk fyrir samveruna,
hún hefur nú farið heim til Drott-
ins síns. Það hefur verið henni
mikill fögnuður. Orðin í Lúkas-
arguðspjalli, 2.29, eiga þar vel við:
„Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði
fara, eins og þú hefur heitið mér, því að
augu mín hafa séð hjálpræði þitt.“
Blessuð sé minning Kristínar
frænku minnar.
Karen L. Guðmundsdóttir.
KRISTÍN
ARNFINNSDÓTTIR
Ástkær systir, mágkona og frænka,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður Stigahlíð 32,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landakotsspítala mánu-
daginn 15. maí, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 22. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Valgerður Þ. Kristjánsdóttir,
Gunnar J. Kristjánsson,
Erla Kristjánsdóttir,
Sigrún Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
frá Vindhæli,
Hléskógum 5,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skaga-
strönd laugardaginn 27. maí kl. 14.00.
Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Guðrún Guðmannsdóttir, Bjarni Jóhannsson,
Anna Guðmannsdóttir, Sigurður Halldórsson,
Einar Guðmannsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir,
Ólafur Guðmannsson,
Magnús Guðmannsson, Erna Högnadóttir,
Halldóra Guðmannsdóttir, Ísleifur Jakobsson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÍNA SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
sem lést mánudaginn 15. maí, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 22. maí
kl. 15.00.
Sigríður Karlsdóttir, Jóhann Ólafur Ársælsson,
Þorvaldur Karlsson, Rakel Ingvarsdóttir,
Karitas Rósa Karlsdóttir,
Júlíus Karlsson, Þóra Vilbergsdóttir,
Guðmundur Karlsson, Björg Gilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona,
HREFNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sléttahrauni 28,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn
22. maí kl. 11.00.
Hrefna Freyja Friðgeirsdóttir,
Ásthildur Friðgeirsdóttir,
Oddrún Lára Friðgeirsdóttir,
Hrefna Árnadóttir,
Ásdís Elín Guðmundsdóttir, Claus H. Magnússson,
Anna Guðmundsdóttir, Árni S. Unnsteinsson,
aðrir aðstandendur og vinir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund sunnudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. maí kl. 15.00.
Magnús Skúlason,
Margrét Skúladóttir, Halldór Ármannsson,
Páll Skúlason, Auður Birgisdóttir,
Þórgunnur Skúladóttir, Hörður Halldórsson,
Skúli Skúlason, Sólrún Harðardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
HEIÐDÍS EYSTEINSDÓTTIR,
sem lést mánudaginn 15. maí, verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 24. maí
kl. 13.30.
Steinunn Klara Guðjónsdóttir, Páll Jóhannesson,
Sigríður Dykesteen og fjölskylda,
Heiðar Ingi Svansson, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir,
Birna Klara Björnsdóttir, Þorgrímur Jónsson,
Heiðdís Björnsdóttir, Þorvaldur Gísli Kristinsson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar,
REGÍNU THORARENSEN,
f. 29. apríl 1917,
d. 22. apríl 2006,
og heiðrað hafa minningu hennar með ýmsum
hætti.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hulduhlíðar á Eskifirði fyrir ein-
staklega góða umönnun og hlýhug sem þið sýnduð Regínu í nær 10 ár.
Hilmar F. Thorarensen, Ingigerður Þorsteinsdóttir,
Guðbjörg K. Karlsdóttir,
Guðrún E. Karlsdóttir, Rúnar Kristinsson,
Emil K. Thorarensen, Bára Rut Sigurðardóttir
og fjölskyldur.