Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 78

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 78
78 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Íslenska vitafélagið í samstarfi við Vita-félög Svíþjóðar og Noregs efnir til ráð-stefnunnar „Vitar og strandmenning áNorðurlöndum 2006“ í Stykkishólmi dag- ana 25. og 26. maí. Sigurbjörg Árnadóttir er formaður Íslenska vitafélagsins: „Ráðstefnan nú er í framhaldi af ráðstefnu sem Norðmenn héldu 2003 og er til- gangur ráðstefnunnar að vekja fólk til umhugs- unar um þann menningarauð sem við eigum við strendur landsins,“ segir Sigurbjörg. „Ógrynni eru af strandminjum á Íslandi, all- an hringinn. Víða má finna menjar um horfið líf og forna atvinnuvegi, en okkur hefur hætt til að vilja láta þessa merkilegu menningu gleymast, og minjar hverfa, kannski vegna þess að strandmenning hefur á sér stimpil lág- stéttarmenningar. Þessi menning er okkur ná- læg í tíma og sögu og kannski eigum við þess vegna svona erfitt með að meta hana að verð- leikum.“ Á ráðstefnunni í Stykkishólmi verður fjöldi erinda um strandminjar og -menningu, um jafnfjölbreytt efni og sæskrímsli, og forn- minjar, tónlist og náttúru: „Við fáum til okkar áhugaverða fyrirlesara annars staðar af Norð- urlöndunum. Sérstaklega má nefna erindi Rannveigar Djønne frá Noregi sem stýrir sam- starfsverkefni sjö sveitarfélaga um sjávarbónd- ann og menningararf hans. Einn fyrirlesara hefur byggt upp atvinnu í kringum gamlan vitavarðarbústað og segir okkur frá þeirri vinnu. Þá munu fyrirlesarar frá Svíþjóð og Finnlandi segja okkur frá vita- og strandmenn- ingu heimalanda sinna,“ segir Sigurbjörg. Aðstandendur ráðstefnunnar vonast til að efla samstarf leikra og lærðra, vekja til vit- undar um lög og reglur fornleifaverndar og húsafriðunarnefndar. „Við viljum stuðla að verndun strandminja með nýtingu og nýsköp- un. Okkur hættir til að láta fornminjar vera inni í skáp og gera ekki við þær annað en dusta af þeim rykið. Við eigum mörg afbragðs- góð söfn, en víða vantar að sinna sögunni með þeim hætti að blásið sé lífi í menningar- menjar.“ Sigurbjörg segir margt hafa áunnist í málum strandminja: „Í kjölfar stofnunar Íslenska vita- félagsins voru fyrstu vitar landsins friðaðir, og eru nú sjö vitar hér á landi verndaðir. Víða hefur orðið vitundarvakning um mikilvægi vita, og unnið er að skrásetningu og varðveislu sögu þeirra. Eins er víða farið að huga að atvinnu- uppbyggingu í kringum vita og setti sam- gönguráðherra á fót sérstakan vinnuhóp um stefnumörkun í verndun strandminja.“ Ráðstefnan „Vitar og strandmenning á Norðurlöndum 2006“ er haldin í Hótel Stykk- ishólmi. Ráðstefnan er öllum opin og ráð- stefnugjaldi stillt mjög í hóf. Nánari upplýs- ingar um dagskrá og starfsemi Íslenska vitafélagsins má finna á heimasíðu félagsins á slóðinni www.vitafelagid.com. Menning | Ráðstefna í Stykkishólmi 25. og 26. maí, „Vitar og strandmenning á Norðurlöndum“ Strandmenning og -minjar  Sigurbjörg Árnadótt- ir fæddist í Svarf- aðardal 1954. Hún lauk námi frá Leiklistar- skóla Íslands 1977 og framhaldsnámi í leik- list frá Teatterikor- keakoulun 1985 auk þess að lesa heimspeki og stjórnmálafræði við Abo akademi. Sigur- björg starfaði við leik- list, leikstjórn og kennslu frá 1977. Hún var dagskrárgerðarmaður hjá Finnska sjónvarp- inu 1987–89 og fréttaritari fyrir Ríkis- útvarpið 1991–1998. Sigurbjörg starfar nú sem leiðsögumaður og sem ráðgjafi við ferðaþjónustu. Hún á tvö börn, Söndru Lilju og Elmar Orra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn skemmtir sér vel. Ef þú breytir hugsunarhættinum gætir þú skemmt þér ennþá betur. Stundum koma skoðanir manns í veg fyrir að mað- ur átti sig á því hvað er raunverulega satt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Spennan sem fylgir nýgerðum samningi knýr atburðarás dagsins. Undirbúning- urinn er margvíslegur, of mikill til þess að hægt sé að telja hann upp, en því meira sem þú skrifar niður, því meiru kemur þú í verk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þú lendir oft í því að þurfa að segja nei ertu líklega ekki í réttu aðstæðunum. Í dag gefst kjörið tækifæri til þess að losa sig við neikvætt mynstur. Heppnin er líka með þér við að laða að þér æski- legan maka. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn talar við lærimeistara eða vin sem hann lítur upp til um eitthvað sem hann er að glíma við og fær svör, það er eins og viðkomandi beri einglyrni upp að auga huga þíns. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fjárfestu í sjálfum þér. Tækifæri til þess að vera í sviðsljósinu bíða þín á næstunni og það skiptir sköpum að vera tilbúinn. Vertu með ítarlegar leiðbein- ingar í farteskinu og ákveddu í hverju þú ætlar að vera og hvað þú ætlar að segja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan á eftir að þurfa að læra að slaka á fyrr eða síðar. Fyrr er betra. Ef við- horfið er rétt verður jafnsléttan sem þú lendir á í dag líka tækifæri til þess að koma skipulagi á hugsanir þínar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki gera ráð fyrir neinu. Að vita eitt- hvað sem þú veist ekki þegar er lykillinn að velgengninni. Við dönsum í kringum hringinn og höldum en leyndarmálið sit- ur í miðjunni og veit, segir Robert Frost. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Yndislegar ráðagerðir verða enn betri fyrir tilstilli tvíbura. Taktu eftir, verk- efni sem þú heldur að hafi ekkert með peninga að gera á eftir að skila þér ávinningi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það þarf ekki meira en eina ástúðlega hugsun til þess að miðla orku ástarinnar í þínum heimi á ný. Kannski ertu ekki í stuði til þess að blanda geði, en vertu samt með. Áður en þú veist af lyftir at- hyglin sem þú færð geðinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ástin hefur ýmis hlunnindi í för með sér. Hugsaðu um alla sem þú hefur hitt vegna sambands við eina manneskju. Sú vinátta á eftir að halda áfram og þróast eftir því sem atburðunum í lífi þínu fjölgar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur ekki jafnmikinn áhuga á því að bæta sjálfan sig eins og því að leyfa öðrum að hafa bætandi áhrif. Hví ekki að láta sérfræðingana um verkið? Blind stefnumót eiga ekki eftir að ganga vel núna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Auga fisksins fyrir tískustraumum á eft- ir að koma að góðum notum. Lestu, ræddu við og vertu með þreifarana úti. Eitthvað er í þann mund að gerast í fjár- málunum. Ef þú fylgist vel með áttu eft- ir að nýta þér það með miklum árangri. Stjörnuspá Holiday Mathis Orka sólar í tvíbura bland- ast hinni andlegu tíðni tungls í fiskum og spyr hinnar sígildu spurningar: Hver bjargar sál manns ef maður gerir það ekki sjálf- ur? Eitt skref eða ein bending getur verið allt sem þarf til þess að boltinn byrji að rúlla. Byrjum á því að elska okkur sjálf í einn dag. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ósannindi, 4 humma fram af sér, 7 slíta, 8 yfirhöfnin, 9 blása, 11 sár, 13 þrjósk- ur, 14 arfleifð, 15 brún, 17 sund, 20 ósoðin, 22 auðugur, 23 laumum, 24 kvæðum, 25 ota fram. Lóðrétt | 1 vein, 2 fugls, 3 elgur, 4 hnipra sig, 5 kaldur, 6 korn, 10 greftr- un, 12 tók, 13 sterk löng- un, 15 nirflar, 16 storm- hviðum, 18 fiskur, 19 langloka, 20 farlama, 21 skoðun. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 haldgóður, 8 endar, 9 öflug, 10 ann, 11 dúðar, 13 nenna, 15 flekk, 18 skert, 21 inn, 22 ræður, 23 apann, 24 niðurlúta. Lóðrétt: 2 andúð, 3 dárar, 4 ósönn, 5 ullin, 6 feld, 7 ugga, 12 auk, 14 eik, 15 forn, 16 eyðni, 17 kirnu, 18 snarl, 19 efast, 20 tonn.  100 ÁRA afmæli. Þriðjudaginn23. maí verður 100 ára Guð- ríður Guðbrandsdóttir frá Búðardal í Dölum, nú til heimilis í Furugerði 1 í Reykjavík. Eiginmaður Guðríðar var Þorsteinn Jóhannsson, verslunar- maður, hann lést árið 1985. Á afmæl- isdaginn tekur Guðríður á móti ætt- ingjum og vinum á milli kl. 16 og 19 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, Reykja- vík. Árnaðheilla dagbók@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.