Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 81

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 81 MENNING Með Camp-let tjaldarðu stórum og rúmgóðum tjaldvagni á svipstundu. Í ár kynnum við Camp-let Savanne, nýjan spennandi tjaldvagn á 13" dekkjum. Camp-let er fallegur og traustur tjaldvagn, uppáhalds ferðafélagi Íslendinga um áratuga skeið. Camp-let: tvö svefnherbergi, eldhús og stofa! Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.isUmboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Landslag og lystigarðar í Bretlandi Sannkölluð veisla fyrir skilningarvitin! Ilmur, litadýrð og fögur form í fallegustu lystigörðum heims. við fræðumst um leyndardóminn bak við snilld Breta í garðrækt og garðahönnun, göngum á vit ævintýranna í stórkostlegum hallargörðum og njótum lífsins í sveitaþorpum innan um ilmandi rósarunna. Hápunktar ferðarinnar eru m.a. heimsókn í hina fögru grasagarða í Kew, Hampton Court blómasýningin, fæðingarstaður Churchills, Blenheim kastali og hinn glæsilegi garður konunglega breska garðyrkjufélagsins í Wisley. Óskaferð fyrir blómabörn á öllum aldri! Í FYLGD GUÐRÍÐAR HELGADÓTTUR 7. -12. júlí Fararstjóri er Guðríður Helgadóttir, annar þáttastjórnandi hins vinsæla garðyrkjuþáttar ,,Í einum grænum”. Guðríður er garðyrkjufólki að góðu kunn en hún hefur dvalið í Englandi við nám og störf og miðlar af reynslu sinni og þekkingu af garðrækt. Leyndardómar Breta í garðrækt og garðahönnun afhjúpaðir! Stangarhyl 1 - sími 511 4080 - www.embla.is 07. - 12. júlí SJÖ manna hópur af þýsku fólki sem allt tengist listalífinu er staddur hér á landi. Ferðin er á vegum íslenska sendiráðsins í Berlín með aðstoð Ís- lenska utanríkis- og menntamála- ráðuneytisins. Dr. Christian Schoen hjá Kynn- ingarmiðstöð Íslenskrar myndlistar segir að markmiðið með þessu boði sé að byggja upp tengslanet og kynna íslenska list fyrir öflugum fulltrúum úr þýsku listalífi. „Það er mikilvægt að fá rétta fólkið hingað til lands og kynna það fyrir því sem hér fer fram. Það á ekki aðeins að kynna Íslenska náttúru heldur líka menninguna og samfélagið, en menningin skiptir miklu máli upp á að laða fólk til landsins,“ segir Christian og bætir við að tilgang- urinn með þessu sé líka að styrkja sambönd sem þegar hefur verið komið á. „Einn úr hópnum, Matthias Wagner K., var t.d aðalsýning- arstjóri Íslandsmynda í Köln 2005 og hefur hann mikinn áhuga á áframhaldandi verkefnum við að kynna íslenska nútímalist í Þýska- landi.“ Fæstir í þýska hópnum hafa kom- ið til Íslands áður og segir Christian þau hafa átt frábærar stundir hér á landi, en ferðinni lýkur í dag. „Þau hafa verið virkilega hrifin af því sem þau hafa séð hér. Við erum svo hepp- in að það er fullt af frábærum sýn- ingum í gangi núna þannig þau hafa nóg að skoða.“ Ef þessi heimsókn fer vel mun sambandið á milli landanna styrkj- ast mikið. „Auðvitað erum við þegar með einstök verkefni í gangi á milli landanna en þetta er langt ferli, fyrsta skrefið er að hrífa þetta fólk og vinna svo að áframhaldandi sam- starfi. Það er auðvitað ekki hægt að neyða fólk í samstarf en það er markmið okkar, með svona heim- boði, að sýna fyrst hversu áhugavert og einstakt menningarlífið á Íslandi er.“ Christian segir hópinn sam- anstanda af fólki sem sé allt mik- ilvægt í listalífinu í Þýskalandi. „Þau vinna öll að list í Þýskalandi en ólíkri list, þetta eru sýningarstjórar, safn- stjórar, framkvæmdastjórar ýmissa listasviða og stofnana og einn þekkt- asti menningarblaðamaður Þýska- lands. Þannig að það er góð fjöl- breytni í þessum hópi.“ Myndlist | Þýskir safn- og sýningarstjór- ar kynna sér íslenskt myndlistarlíf Morgunblaðið/Jim Smart Hópurinn staddur í Nýlistasafninu; Christian Schoen, Auður Edda Jökuls- dóttir, Svenja Grafin von Reichenbach, Dr. Hans Jörg Clement, Matthias Wagner K., Regina Wyrwoll, Gérard A.. Goodrow, Bernhard Schwenk, Inge Lindemann og Dr. Birgit Sonna. „Mikilvægt að fá rétta fólkið“ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is PAMELA De Sensi flautuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari leika á tónleikum í Hveragerðiskirkju í dag kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt, þar sem leikin verða verk frá Suður- Ameríku og Suður-Evrópu, m.a. eftir Joaquin Rodrigo, Ernesto Coredero, Jaques Ibert, Heitor Villa-Lobos og Astor Piazzolla. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Suðrænir tónar á gítar og flautu Fréttir á SMS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.