Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 82

Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 82
82 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Uppruna Band of Horses erað finna í Carissa’sWierd, hljómsveit semstarfaði á auturströnd Bandaríkjanna í um áratug, virt en naut þó ekki teljandi vinsælda. Leiðtogi sveitarinnar var gítarleik- arinn Mat Brooke. Framan af starfsævi sveitarinnar var hún samningsbundin Brown Records, fyrirtæki sem Ben Bridwell átti og rak. Þeim Brooke og Bridwell varð vel til vina og svo fór að sá síð- arnefndi gekk til liðs við Carissa’s Wierd sem trommuleikari og laga- smiður með Brooke. Þegar sveitina þraut örendi fyrir tveimur árum fór Bridwell að semja lög einn síns liðs og tók upp prufur þar sem hann söng og lék á gítar. Hann bað Brooke síðan að aðstoða sig og áður en langt um leið voru þeir búnir að stofna hljómsveit saman sem þeir kölluðu Band of Horses. Carissa’s Wierd spilaði draum- kennt popp, en þeir félagar slá heldur í í Band of Horses, meiri gítar, meiri þungi í lögunum og söngurinn allt annar. Sveitin var ekki búin að spila lengi að hún komst á samning hjá Sub Pop og fyrsta platan kom út 2005, smáskífa samnefnd hljóm- sveitinni. Fyrsta breiðskífan, Eve- rything All the Time, var svo tekin upp síðasta haust og kom út um daginn. Mjög fín plata sem minnir ekki svo lítið á aðra ágæta gít- arsveit, My Morning Jacket, og svo reyndar líka á Built to Spill. Rokksveit frá Boise Built to Spill er rokksveit frá Boise í Idaho með öllu lengri og meiri sögu. Doug Martsch heitir höfuðpaur hennar, gítarleikari, lagasmiður og söngvari. Gott ef hann lék ekki á flest hljóðfærin framan af. Fyrsta breiðskifa sveit- arinnar kom út 1993, Ultimate Al- ternative Wavers. Ári síðar kom There’s Nothing Wrong with Love og svo 1997 kom fyrsta platan fyrir stórfyrirtæki, og þar af leiðandi fyrsta platan með almennilega dreifingu, Perfect From Now On, fín plata. Enn betri var Keep It Like a Secret sem kom út 1999. Það var eiginlega fullmikið af gítar á tónleikaplötu sem sveitin sendi frá sér 2000, en Ancient Melodies of the Future, sem kom út 2001, var góð plata þótt greina hafi mátt þreytumerki á sveitinni og það örl- aði á stöðnun. Eftir að Ancient Melodies of the Future kom út var Doug Martsch búinn að fá nóg af rokkinu – í bili að minnsta kosti. Hann lagði Built to Spill því á hilluna og fór að stúd- era blús, kassagítarblús nánar til- tekið, Mississippi-blús með Miss- issippi Fred Mcdowell sér til fyrirmyndar. Martsch lagðist því í rannsóknir, hlustaði á gamlan blús og lærði með því að hlusta og semja lög í anda þeirra sem hann hlustaði á. Eftir um árs æfingar og laga- smíðar var hann kominn með þó- nokkuð af lögum og fyrir þrábeiðni útgefanda síns tók hann nokkur þeirra upp fyrir sólóskífu, Now You Know, sem kom út haustið 2002. Í kjölfarið fór hann síðan í tónleika- ferð um Bandaríkin og víðar og átt- aði sig þá á því að hann saknaði eiginlega Built to Spill og rokksins. Built to Spill kom síðan saman aftur haustið 2004 og fór í stutta tónleikaferð síðasta vor. Þá var sveitin langt komin með nýja breið- skífu, þá sömu plötu og nefnd er í upphafi: You in Reverse. Fram til þessa hafði sveitin unnið þannig að Martsch samdi lögin og útsetti og kenndi síðan mönnum hvað þeir ættu að spila. Þessi að- ferð lét undan síga smám saman en Ancient Melodies of the Future var þannig unnin að mestu – Martsch kom með tilbúin lög inn í hljóðverið og fljótgert að búa þau undir upp- tökur. Að þessu sinni vildi hann þó gera eitthvað nýtt og sveitin tók snarpa æfingalotu þar sem spunnið var af fingrum fram að mestu leyti, hver lagði sitt af mörkum. Martsch fór síðan með upptökur af æfing- unum heim og settist við að finna það bitastæðasta sem svo var notað til frekari lagasmíða. Afraksturinn af þessum æfingum var sú ágæta plata títtnefnd You in Reverse. Tónlistin á skífunni er venju fremur fjölbreytt þótt hún fari aldrei langt frá því að vera Built to Spill-plata. Greinilegt að þeir félagar hafa fundið spilagleð- ina að nýju og sveitin hefur eig- inlega ekki hljómað betur að mínu viti. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Öflugar gítarsveitir Tvær öflugar gítarsveitir sendu frá sér breiðskífur fyrir stuttu, önnur, Built to Spill, goðsagnakennd og hin Band of Horses. Báðar plöturnar eru býsna vel heppnaðar, önnur sveitin sýnir gamla takta en hin að hún er til alls vís. Band of Horses Built to Spill Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Úlfur…úlfur… engin trúir lygara þótt hann segi satt! Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR Salma hayekpénelope cruz Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar. Da Vinci Code kl. 1, 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8 og 11 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 2 og 4 Ice Age 2 m. ensku tali kl. 6 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 2 og 4 The DaVinci Code B.i. 14 ára kl. 2, 5, 8 og 10 Cry Wolf B.i. 16 ára kl. 8 Skrolla & Skelfir Á Saltkráku kl. 4 (400kr) Rauðhetta kl. 2 (400kr) Ice Age 2 kl. 6 Leitið sannleikans. Stærsta frumsýning ársins! eee H.J. Mbl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.