Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. www.xf.is www.f-listinn.is ÞEGAR dr. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítal- anum, er ekki að skera upp fólk hlustar hann á tónlist eða spilar skvass. Auk þess gefur hann sér tíma til að stuðla að því að Íslend- ingar fái tæki- færi til að heyra í einum fremsta djasspíanista Svíþjóðar, And- ers Widmark, á Listahátíð í Reykjavík. Tómas kveðst hafa orðið fyrir nokkurs konar opinberun þegar hann fyrst heyrði tónlist Widmarks í djassklúbbi í Lundi í Svíþjóð, þar sem hann bjó til skamms tíma. „Það hefur reyndar verið áhugamál mitt og viðfangsefni í mörg ár að skipuleggja tónleika og hef ég að- stoðað nokkra íslenska listamenn við að komast til Svíþjóðar til tón- leikahalds eins og til dæmis Jagúar í fyrra. Einnig kom ég að tón- leikum Sigur Rósar og múm, sá meðal annars um að smala fólki og hafði af því mikla ánægju og gleði. Alls eru það um 30 tónleikar sem ég hef komið að,“ segir Tómas í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Röng sýklalyf Til þess að koma Widmark á framfæri hélt Tómas vel undir- búinn á fund Þórunnar Sigurð- ardóttur, listræns stjórnanda Listahátíðar, sem þá var töluvert veik með slæmt kvef. „Mér tókst ekki að selja henni þetta í fyrstu atrennu,“ segir Tómas. Hann telur þó ekki ólíklegt að hann hafi komist framar í röðina vegna læknisfræðikunnáttu sinnar, enda sá hann strax að Þórunn var ekki á réttum sýklalyfjum. „Fyrsta korterið af viðtalinu fór í að skoða sjúklinginn, banka ennisholurnar og skrifa upp á nýjan lyfjakúr.“ Eftir fundinn segist Tómas hafa hringt undir því yfirskini að hann væri að athuga með heilsufar henn- ar. „Síðan bauð Þórunn mér starf sem líflæknir Listahátíðar, starf sem ég þáði með þökkum.“ Anders Widmark heldur tvenna tónleika á Listahátíð í Reykjavík þar sem hann flytur m.a. djass- útgáfu sína af tónlistinni úr óp- erunni Carmen eftir Georges Bizet. Tónelski doktorinn FÆREYSKA rannsóknaskipið Magnús Heinason fann mikið af vænni síld úr norsk-íslenska síldar- stofninum í vikunni rétt innan ís- lensku fiskveiðilögsögunnar norð- austur af Rauða torginu svonefnda, þar sem voru frægustu mið norsk-ís- lensku síldarinnar á síldarárunum. Árni Friðriksson, skip Hafrann- sóknastofnunar, er á miðunum austur af landinu á kolmunnaveiðum. Hann er á leið til síldarrannsókna og hefur fundið dreifar af síld út af Reyðar- fjarðardýpi, talsvert sunnar, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Færeyska hafrannsóknaskipið, sem var við kolmunna- og síldarrann- sóknir, fann lóðningar innan fær- eysku lögsögunnar, en mestar lóðn- ingar voru innan íslensku lögsög- unnar á milli 65,30 gráðu norðlægrar breiddar og 66 gráðu. Fann skipið mun meira af norsk-íslenskri síld í ár en í fyrra og er þetta þriðja árið í röð sem um aukningu er að ræða. Síldin var væn, um 270 grömm að meðaltali, og stóðu torfurnar á 200–250 metra dýpi á daginn en komu upp undir yf- irborð um miðnættið. Hélt áfram í norðaustur Norsk-íslenska síldin stóð undir veiðum á síldarárunum svonefndu, en stofninn hrundi á síðari hluta sjöunda áratugarins vegna ofveiði og norsk- íslenska síldin hvarf með öllu í um þrjátíu ár. Stofnsins varð að nýju vart hér við land á síðari hluta síðasta ára- tugar og hefur hans orðið vart öðru hverju síðan. Hafa menn bundið vonir við að síldin tæki upp fyrri göngu- háttu, en það hefur ekki gerst enn sem komið er. Síldin kom inn í ís- lensku lögsöguna í fyrra með svipuð- um hætti og nú, en meginþorri stofns- ins hélt áfram í norðaustur út úr lögsögunni og fór ekki vestur og suð- ur fyrir kalda tungu sem þarna er. Kvóti okkar úr norsk-íslenska síld- arstofninum er um það bil 150 þúsund tonn, en deila er um skiptingu stofns- ins við Norðmenn. Íslendingar veiddu rúm 130 þúsund tonn úr stofninum í fyrra og fór meira af síld í frystingu úr stofninum en áður hafði verið. Ekkert skip er farið til veiða nú svo vitað sé, en sjómenn og útvegsmenn eru farnir að huga að veiðum. Mikið af norsk-íslenskri síld innan lögsögunnar Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is „HERRA hæstaréttarlögmaður, frú Guðrún Erlendsdóttir“. Þann- ig var áletrunin á bréfi sem Guð- rún Erlendsdóttir, sem á dögunum lét af starfi hæstaréttardómara fyrir aldurs sakir, fékk sent á of- anverðum sjöunda áratug síðustu aldar. Guðrún var fimmta konan til að ljúka lagaprófi hér á landi og var ítrekað minnt á það að hún var komin í starf sem karlar höfðu fram að þeim tíma nær einokað. Þegar Guðrún lauk embættisprófi árið 1961 stofnaði hún lögfræði- skrifstofu ásamt eiginmanni sín- um, Erni Clausen. „Ég var í fremra herberginu á skrifstofunni okkar og Örn í því innra og það var ekki óalgengt þegar karlar – og raunar konur líka – voru búnir að tala við mig um stund að þeir segðu hátíðlega: „Jæja, væna, má ég nú tala við lögfræðinginn?““ segir Guðrún þegar hún rifjar upp tíðarandann. Guðrún var skipuð hæstarétt- ardómari árið 1986, fyrst kvenna. „Ég er stolt af því að vera fyrsta konan til að gegna þessu starfi en það truflaði mig aldrei. Þegar allt kemur til alls var ég þarna til að sinna mínum skyldum. Á þessum tíma voru konur líka orðnar hér- aðsdómarar, þannig að þróunin var í rétta átt. Mörgum fannst þró- unin að vísu vera frekar hægfara en það má ekki gleyma því að á þessum tíma voru ennþá frekar fá- ar konur í laganámi. Það var því eðlilegt að þetta tæki sinn tíma. Í dag er allt annað upp á teningnum enda konur í meirihluta í laga- deildinni.“ | Tímarit „Jæja, væna, má ég nú tala við lögfræðinginn?“ Morgunblaðið/Kristinn Guðrún var fyrsta konan á Íslandi til að verða hæstaréttardómari. Margir á hæsta tindi landsins ENN eitt sumarið er nú búist við sprengingu í fjölda fjall- göngufólks á hæsta tindi lands- ins, Hvannadalshnúk í Öræfa- jökli. Að sögn Ragnars Franks Kristjánssonar, þjóðgarðs- varðar í Skaftafelli, hafa um 100 manns gengið á hnúkinn um hverja helgi að undanförnu og er annar eins fjöldi á leið upp nú um þessa helgi. Norð- austanstrengur og þriggja stiga frost gæti haft sitt að segja en ætti þó ekki að vera neinum ofraun, sérstaklega ekki göngumönnum sem eru rétt búnir og hafa gengið um fimm sinnum á Esjuna. Íslenskir fjallaleiðsögumenn fara með hópa upp á hnúkinn auk Einars Sigurðssonar, fjallaleiðsögumanns í Hofsnesi, ásamt Ferðafélagi Íslands og Útivist sem skipuleggja hvíta- sunnuferðir á hnúkinn. Ragnar segir allar helgar uppbókaðar í gistingu í sveit- inni og þar sé margur hnúks- farinn á ferðinni. Telur Ragnar ekki ósenni- legt að allt að 800 manns muni klífa hnúkinn í sumar ef fram heldur sem horfir. Í fyrra var þessi fjöldi um 500 manns. Hvannadalshnúkur er 2.110 metra yfir sjávarmáli. Talað hefur verið um að fjallganga á hnúkinn sé ein allra lengsta fjalladagleið í Evrópu, en þess má geta að óvíða er hæðar- hækkun á einum degi jafnmikil, eða tvö þúsund metrar. Gangan tekur um 15 klukkustundir fram og til baka. Morgunblaðið/RAX HVALFJARÐARGÖNGUNUM var lokað um kl. 10.30 í gærmorgun vegna umferðaróhapps í göngunum en þar hafði ökumaður misst stjórn á bíl sínum með þeim af- leiðingum að hann rakst utan í gangaveggi. Meiðsli urðu minniháttar að sögn lögreglu en loka þurfti göng- unum til hádegis. Óhappið varð um 700 metra frá gangamunnanum að sunnanverðu og var göngunum strax lokað þegar ljóst varð hvað hafði gerst. Vel gekk að tæma göngin að sögn Marinós Tryggvasonar, afgreiðslustjóra hjá Speli, og var umferðinni beint út um norðurmunnann. Lög- reglan er með málið í rannsókn og mun bíllinn hafa rekist utan í veggi án þess þó að velta eða rekast á aðra bíla. Morgunblaðið/Júlíus Missti stjórn á bíl í Hvalfjarðargöngunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.