Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í júní. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Stökktu til Rimini 21. eða 28. júní frá kr. 29.990 Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og ís- lensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. ENGIN ein tillaga þótti fullnægjandi í hugmyndasamkeppni Háskólans í Reykjavík um byggingar á lóð skól- ans í Vatnsmýrinni en dómnefnd leggur til að skólinn taki upp viðræð- ur við hóp sem samanstendur af Henning Larsen Tegnestue A/S, Ark- ís ehf. og Landmótun ehf. Dómnefndin taldi að engin tillaga uppfyllti væntingar og skilyrði sam- keppnislýsingar nægilega vel til að hægt væri að velja eina þeirra sem ótvíræðan sigurvegara samkeppninn- ar. „Við erum kröfuhörð,“ segir Þor- kell Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs HR í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að hópurinn sem farið verði í viðræður við hafi skilað mjög góðri til- lögu, hún hafi verið áhugaverðust og næst því sem leitað var að þótt ákveð- in atriði hafi vantað. Þorkell segir að óskað verði eftir því við hópinn að hann geri ákveðnar breytingar á til- lögunni og lagi hana að því sem óskað er eftir í lýsingu keppninnar. Einkum þurfi að vinna ítarlegri lýsingu á skól- anum og byggingum hans á svæðinu og einnig hvaða möguleikar séu til að stækka við byggingarnar í framtíð- inni. Þá séu einnig atriði sem varða sjálft svæðið sem skólinn rís á sem þurfi að lagfæra. Líklega samið við hópinn Spurður hvort þetta hafi í för með sér einhverjar tafir á framkvæmdum segir Þorkell svo ekki vera, gert hafi verið ráð fyrir ákveðnum töfum. Í sumar og haust verði tíminn notaður til að fara yfir tillögurnar og frekari viðræður við hópinn. Hann segir að ef allt fari að óskum sé mjög líklegt að samið verði við hóp Henning Larsen Tegnestue, Arkís og Landmótun. „Við höldum þó öllum leiðum opnum,“ segir Þorkell. Í dómnefnd keppninnar voru þau Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR, Sverrir Sverrisson, formaður há- skólaráðs HR, Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og arkitektarnir Ólafur Axelsson og Sig- urður Gústafsson. Alls skiluðu fimm hópar inn tillögum í keppnina og voru allar tillögurnar í meginatriðum í samræmi við kröfu- og þarfalýsingu fyrir utan eina, sem var talin óviðun- andi. Unnið var að samkeppninni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og sérstök áhersla lögð á að bygging- ar og skipulag svæðisins féllu vel að umhverfinu. Samkævmt frétt frá skólanum geta framkvæmdir vænt- anlega hafist á fyrri hluta næsta árs. Hugmyndasamkeppni um hönnun nýrra bygginga HR Engin tillaga vann en við- ræður hafnar við einn hóp Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ENGIN sérstök rök mæla með því að fela einkaaðilum gerð og rekstur Sundabrautar fremur en ríkinu, þar sem lítil óvissa er um verkið sjálft og kostnað við það, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar sem lagt hefur mat á kosti og galla einkafram- kvæmdar hvað varðar Sundabraut og Hvalfjarðargöng. Fram kemur að Hvalfjarðargöng séu heldur ekki einkaframkvæmd í venjulegum skilningi þess orðs, enda hafi opinberir aðilar staðið að baki hlutafélagsins Spalar sem sá um framkvæmdina og eiginleg einka- framkvæmd um hönnun, gerð og rekstur ganganna hefði ekki orðið ódýrari en sú leið sem farin var, að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin bendir á að ríkið hafi í heild lánað um 1,1 milljarða króna til verksins af heildarkostnaði upp á um 4,6 milljarða króna. Þá sé ljóst að ríkið hefði að sjálfsögðu geta fjár- magnað framkvæmdina með a.m.k. jafnhagstæðum lánum og Spölur og jafnvel með lánum á talsvert lægri vöxtum, þar sem líklegt sé að þau lánskjör hafi innifalið áhættuálag. „Sú staðreynd að opinberir aðilar áttu meirihluta í Speli hefur vafa- laust orðið til þess að ávinningi vegna meiri tekna og lægri fjár- magnskostnaðar var ráðstafað til notenda ganganna í formi lægra veggjalds. Eigendum ganganna bar engin skylda til þess að lækka veggjaldið þrátt fyrir betri afkomu og alls óvíst er að slíkt hefði orðið raunin hefði framkvæmdin verið hrein einkaframkvæmd,“ segir Rík- isendurskoðun síðan. Þá bendir stofnunin á að ekki sjái þess merki að ríkisrekstur á göng- unum yrði dýrari svo máli skipti en núverandi rekstur. Framangreind atriði virðist ekki síður eiga við varð- andi gerð Sundabrautar. Ef eitthvað sé, þá sé sennilega minni óvissa um kostnað við lagningu Sundabrautar og umferð um hana en var með Hval- fjarðargöng. Ekki hrein einkaframkvæmd „Niðurstaðan af því sem hér hefur verið rakið er því að framkvæmdir við Hvalfjarðargöng geta hvorki tal- ist hrein einkaframkvæmd í venju- legum skilningi þess orðs né er ástæða til þess að ætla að einkafram- kvæmd skili þar betri árangri en hefði hún verið unnin á vegum rík- isins með hefðbundnum hætti. Þá er heldur ekki hægt að draga þá álykt- un að sérstök rök mæli með því að fela einkaaðilum gerð og rekstur Sundabrautar, hvort sem er 1. áfanga eða þeirra síðari, fremur en að ráðast í framkvæmdina með hefð- bundnum hætti á vegum ríkisins. Með þessu er að sjálfsögu ekkert fullyrt um það hvort einkafram- kvæmdir geti við aðrar kringum- stæður átt rétt á sér, enda má finna ýmis dæmi, bæði hérlendis og er- lendis, um vel heppnaða samvinnu einkaaðila og ríkis.“ Ríkisendurskoðun leggur mat á kosti og galla einkaframkvæmdar Engin sérstök rök fyrir einka- framkvæmd Sundabrautar Eigendum Hvalfjarðarganga bar engin skylda til að lækka veggjald Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SEX ungir Íslendingar voru í gær heiðraðir fyrir fram- úrskarandi störf og árangur á ýmsum sviðum. Það var Junior Chamber International á Íslandi sem veitti verð- launin í móttöku í Norræna húsinu. Þau sem voru heiðruð í ár eru: Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður, fyrir framúrskarandi ár- angur í viðskiptum, Einar Bárðarson frumkvöðull, um- boðsmaður og framkvæmdastjóri hjá Concert inc. fyrir störf eða afrek á sviði menningar, Veigar Margeirsson hljómlistarmaður og tónskáld í Hollywood fyrir störf eða afrek á sviði menningar, Ragnhildur Káradóttir, doktor í taugavísindum, fyrir störf eða uppgötvanir á sviði læknisfræði, Hendrikka Waage skartgripahönn- uður og frumkvöðull, fyrir störf eða afrek í viðskiptum og á frumkvöðlasviði og Rósa Gunnarsdóttir, doktor í frumkvöðlafræðum fyrir framlag til frumkvöðlastarfs og nýsköpunar meðal barna. Á myndinni eru frá vinstri Sólveig Klara, systir Ragnhildar Káradóttur, Ásthildur Árnadóttir, móðir Veigars Margeirssonar, Rósa Gunnarsdóttir, Bentína, systir Björgólfs Thors Björgólfssonar, Hendrika Waage og Einar Bárðarson. Morgunblaðið/Eggert Heiðruð fyrir framúrskarandi störf LÖGÐ hefur verið fram kæra hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík um að tjöld í kjörklefum hafi víðast hvar verið blá og því hafi hlutleysis á kjörstað ekki verið gætt, eins og lög geri ráð fyrir. Rúnar Þór Þórarinsson, leikja- hönnuður hjá CCP, lagði fram kær- una og hefur fengið að vita að hún verði tekin til meðferðar. Rúnar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fyrst tekið eftir þessu þegar hann fór sjálfur að kjósa. „Þegar ég gekk í þungum þönkum að kjörklefanum blasti við mér þetta stóra, bláa tjald,“ sagði Rúnar og bætti við að litir sem þessir gætu augljóslega haft áhrif á óákveðna kjósendur, líkt og margt annað. Sér- staklega ætti þetta við þar sem tjöld- in væru stór og mikil. Hann sagðist hafa kannað þetta á fleiri kjörstöðum og segir að á minnst níu kjörstöðum í borginni hafi tjöld fyrir kjörklefum verið blá. Hefur Rúnar fengið þær skýring- ar að sami aðili hafi séð um að setja upp kjörklefa í Reykjavík í mörg ár og aldrei hafi verið látið á það reyna hvort það valdi ógildingu kosninga að tjöldin séu blá á litinn. Kærir vegna blárra tjalda í kjörklefum ODDNÝ Hanna Helgadóttir, sem lögreglan í Kópavogi hefur leitað að frá því á sunnudag, er fundin heil á húfi. Barst lögreglu vísbend- ing um dvalarstað Oddnýjar, þar sem hún fannst og hefur henni ver- ið komið til síns heima. Lögreglan í Kópavogi vill þakka öllum sem komu að málinu og veittu aðstoð. Oddný Hanna fannst heil á húfi ÖKUMAÐUR bifreiðar slapp ómeiddur úr veltu á Garðsvegi við Leiru skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík var mað- urinn einn á ferð og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. Er mað- urinn grunaður um ölvun við akst- ur. Bifreiðin skemmdist mikið og þurfti að flytja hana burtu af vett- vangi með dráttarbifreið. Ölvaður öku- maður velti bíl RÆTT verður um forvarnir gegn ofbeldi á öldruðu fólki á opnu málþingi í dag. Það eru velferð- arsvið Reykjavíkurborgar og Öldrunarfræðafélag Íslands sem standa fyrirmálþinginu sem hefst kl. 13 í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Markmið mál- þingsins eru þau sömu og al- þjóðlegra samtaka gegn ofbeldi á öldruðum (INPEA) með sér- stökum forvarnardegi, sem hald- inn verður 15. júní, en þau eru að vekja umræðu og meðvitund um ofbeldi gegn öldruðum. Ræða forvarnir gegn ofbeldi á öldruðum HRAÐSKREIÐASTI bíll í heimi er kominn til landsins, sænski ofurbíll- inn Koenigsegg CCX. Sportbíll þessi er skráður í heimsmetabók Guinness sem hraðskreiðasti verksmiðjufram- leiddi bíllinn í heiminum í dag og nær hann 395 km hámarkshraða. Bíllinn kom hingað með flugi og verður á sýningu Bílar og sport í Laugardalshöll um helgina. Bifreiðin var um síðustu helgi í Bretlandi þar sem Koenigsegg sló annað met. Fór hann hraðasta hring sem ekinn hefur verið á prófunar- braut Top Gear-sjónvarpsþáttanna. Hönnuður og eigandi Koenigsegg- verksmiðjanna, Christian von Koenigsegg, er einnig væntanlegur til landins í fylgd konu sinnar, Hall- dóru, en hún er af íslenskum ættum. Hraðskreiðasti bíll í heimi sýndur hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.