Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ POSEIDON ADVENTURE kl. 7 - 9 og 11 B.i. 14.ára. THE DA VINCI CODE kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ára MI:3 kl. 8 og 10:30 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 AMERICAN DREAMZ kl. 8 MI : 3 kl. 10 B.i. 14 ára POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:10 B.i. 14 ára FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is eee V.J.V.Topp5.is POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. Það hefur líklega ekki fariðframhjá mörgum að BubbiMorthens varð fimmtugur í fyrradag og í tilefni af því hélt hann stórtónleika í Laugardalshöll þar sem hann fór yfir feril sinn. Uppselt var á tónleikana, en um 5.500 manns voru í Höllinni og komust færri að en vildu. Þessi góða aðsókn er sérstaklega athygl- isverð í ljósi þess að nýlega þurfti að færa tvenna tónleika til vegna slakrar miðasölu, auk þess sem af- lýsa þurfti heilli tónlistarhátíð, en í öllum tilfellum var um að ræða tón- leika þekktra erlendra tónlistar- manna. Þetta segir meira en mörg orð um vinsældir Bubba og ber vott um hversu mikillar virðingar hann nýtur hér á landi. Meira að segja forsetinn sjálfur, Ólafur Ragnar Grímsson, var mættur í Höllina ásamt Dorrit Moussaieff, en þau munu seint teljast til fastagesta á rokktónleikum. Þetta voru hins vegar engir venjulegir rokk- tónleikar.    Það var greinilegt að mikið varlagt í tónleikana, enda voru þeir styrktir af stórfyrirtækjum og sýndir í beinni útsendingu í sjón- varpinu. Auk stóra sviðsins hafði annað minna svið verið sett upp í austurenda Hallarinnar. Fjórum tjöldum hafði verið komið fyrir en á þau var hinum ýmsu mynd- skeiðum varpað, bæði tónleikunum sjálfum á meðan á þeim stóð, sem og hamingjuóskum þjóðþekktra Ís- lendinga á milli atriða. Ljósin og hljóðið voru eins og best verður á kosið og í stuttu máli var ekkert til sparað til þess að gera kvöldið sem glæsilegast.    Eins og við mátti búast ætlaðiallt um koll að keyra þegar af- mælisbarnið steig á svið ásamt fé- lögum sínum í GCD. Þeir hófu tón- leikana á laginu „Hamingjan er krítarkort“ og tóku svo sín bestu lög, „Sumarið er tíminn“ og auðvit- að „Mýrdalssand“ sem kveikti vel í áhorfendum. Því næst færði Bubbi sig yfir á litla sviðið og tók nokkur lög með hljómsveitinni Stríð og friður. Mannskapurinn róaðist nokkuð við það enda lögin í rólegri kantinum og ekki þekktustu lög Bubba. Hann var hins vegar í miklu stuði sjálfur, hoppaði og skoppaði um sviðið og greinilegt er að hann er í mjög góðu formi.    Bubbi bauð ekki einungis upp átónlist þetta kvöld, heldur einnig stutta en jafnframt skemmtilega fyrirlestra. Hann ræddi meðal annars um trú- og stjórnmál, en hið síðarnefnda vakti mikla athygli viðstaddra. Honum var tíðrætt um bókina Drauma- landið eftir Andra Snæ Magnason sem hann hvatti áhorfendur ein- dregið til að kaupa. Því næst lét hann stjórnvöld heyra það og mót- mælti stóriðju- og virkjunarfram- kvæmdum harðlega. Hann lauk svo stjórnmálaumræðunni með því að lýsa ánægju sinni með afsögn Hall- dórs Ásgrímssonar á mánudaginn, við gríðarlega góðar undirtektir áhorfenda sem voru Bubba greini- lega flestir sammála. Það var því augljóst að fáir virkjunarsinnar voru í salnum og enn færri Fram- sóknarmenn – líklega ekki nema um 6,25%.    Að ræðuhöldunum loknum héldutónleikarnir áfram og Bubbi tók öll sín bestu lög, og raunar miklu meira en það, með góðri að- stoð félaga sinna í MX-21, Das Kapital og Utangarðsmönnum. Há- punktarnir voru þegar hann tók „Rómeó og Júlíu“, „Serbann“ og „Hiroshíma“, og svo auðvitað þeg- ar áhorfendur sungu afmælissöng- inn. Það voru hins vegar nokkur lög sem máttu missa sín og tónleik- arnir hefðu mátt vera aðeins styttri. Þeir stóðu yfir í þrjá tíma, hitinn í Höllinni var mikill og ég og vinur minn prísuðum okkur sæla að standa ekki í mannmergðinni á gólfinu. Bubbi tók mörg róleg og minna þekkt lög auk nýrra laga sem fáir þekktu nógu vel til að taka undir. Bubbi á vissulega langan og glæsilegan feril að baki, en hann hefði mátt stytta tónleikana nokk- uð án þess þó að það þyrfti að bitna á gæðunum.    En rúsínan í pylsuendanum varauðvitað eftir. Eftir stutt hlé steig kóngurinn á svið, kominn í hlýrabol með áletruninni 06.06.06. Með honum í för var Egóið sjálft og á viðbrögðum áhorfenda var greinilegt að það var það sem þeir biðu eftir. Þeir keyrðu í sín bestu lög, „Móðir“ og „Stórir strákar fá raflost“, og Bubbi lét svo klappa sig upp í það sem allir virtust vera að bíða eftir – „Fjöllin hafa vakað“. Hver og einn einasti maður á gólf- inu virtist hoppa í takt og þeir sem í stúkunni voru stóðu upp og klöpp- uðu með. Að því loknu þakkaði Bubbi fyrir sig, ljósin voru kveikt og hurðirnar opnaðar. Áhorfendur virtust hæstánægðir þegar þeir gengu út, enda er allt gott sem end- ar vel.    Bubbi Morthens er líklega einiÍslendingurinn sem kemst upp með að halda rokktónleika í Laug- ardalshöll á fimmtugsafmælinu sínu, og hann er líka sá eini sem getur það. Ástæðan er sú að hann er góður tónlistarmaður sem hefur markað dýpri spor í íslenska popp- tónlist en flestir aðrir. Umfram allt er Bubbi tónlistarmaður sem semur íslenska tónlist fyrir Íslendinga – einskonar Laxness íslenskrar dæg- urtónlistar. Þrátt fyrir að tónleik- arnir á þriðjudaginn hafi ekki verið gallalausir þá skipti það einhvern veginn engu máli, upplifunin var samt sem áður einstök. Þetta kvöld var Höllin ríkið og Bubbi kóng- urinn. ’Bubbi Morthens er lík-lega eini Íslendingurinn sem kemst upp með að halda rokktónleika í Laugardalshöll á fimm- tugsafmælinu sínu, og hann er líka sá eini sem getur það.‘ jbk@mbl.is Af listum Jóhann Bjarni Kolbeinsson Morgunblaðið/Eggert „Umfram allt er Bubbi Morthens tónlistarmaður sem semur íslenska tónlist fyrir Íslendinga.“ Áhorfendur tóku vel við sér í mestu stuðlögunum, þótt hitinn væri mikill. Í lokin klæddist Bubbi hlýrabol merktum afmælisdeginum. Rúnar Júlíusson og Bubbi tóku bestu lög hljómsveitarinnar GCD. Kóngur í ríki sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.