Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SLÓ ÍSLANDSMETIÐ
Frystitogarinn Arnar UH-1, sem
gerður er út af FISK-Seafood á
Skagaströnd, kom til hafnar í
Reykjavík í gærkvöld með metafla
að verðmæti 184 milljónir króna, en
samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er um nýtt Íslandsmet að
ræða.
Menntaverðlaunin afhent
Íslensku menntaverðlaunin voru
veitt í annað sinn í gær við hátíðlega
athöfn í Hjallaskóla í Kópavogi. Til
verðlaunanna var stofnað af Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
á grundvelli hugmynda sem hann
kynnti í nýársávarpi 1. janúar 2005.
Getur komið öllum til góða
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, segir aukna
fólksflutninga milli landa koma öll-
um til góða ef rétt sé staðið að mál-
um en mikilvægt sé að koma í veg
fyrir að gengið sé á réttindi þeirra
sem leita sér betri kjara utan heima-
lands síns.
Royal styrkir stöðu sína
Forysta franska Sósíalistaflokks-
ins samþykkti í gær stefnuskrá
flokksins í þing- og forsetakosning-
unum á næsta ári og er það túlkað
sem mikill sigur fyrir líklegan for-
setaframbjóðenda hans, Segolene
Royal.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Fréttaskýring 8 Minningar 38/43
Úr verinu 14 Myndasögur 41
Erlent 16/17 Dagbók 42/46
Minn staður 18 Velvakandi 49
Akureyri 19 Staður&stund 50/51
Höfuðborgin 20 Leikhús 52
Austurland 20 Bíó 54/57
Daglegt líf 22/25 Ljósvakamiðlar 58
Menning26/29, 52/57 Veður 59
Forystugrein 30 Staksteinar 59
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
dagskrárritið „Hátíð hafsins, Reykja-
víkurhöfn – Miðbakki 10.–11. júní“.
Dreift á höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann
Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús
Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri,
sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 18
mánaða skilorðsbundið fangelsi og
til að greiða 70 milljónir króna í sekt
fyrir stórfelldar rangfærslur við
virðisaukaskattskil með því að búa
til tilhæfulausar virðisaukaskatt-
skýrslur á árunum 2003 til 2004.
Verði sektin ekki greidd innan fjög-
urra vikna þarf maðurinn að sæta
fangelsi í sex mánuði. Honum er
jafnframt gert að greiða rúmar 23
milljónir í skaðabætur til ríkissjóðs.
Samtals sveik maðurinn 24,2 millj-
ónir króna út úr ríkinu sem endur-
greiddan innskatt samkvæmt
skýrslum en tilgreindur innskattur
samkvæmt skýrslunum var að mestu
studdur fölsuðum sölureikningum og
fölsuðum bankayfirlitum, sem mað-
urinn lagði fram til skattstjórans í
Reykjanesumdæmi.
Þá var maðurinn einnig fundinn
sekur um að hafa reynt að svíkja út
rúmar 9,2 milljónir króna með sama
hætti.
Stríddi við mjög lágt sjálfsmat
Í dómi héraðsdóms kemur fram að
ákærði játaði brot sín skýlaust og á
ekki að baki neinn sakaferil. Hann
hafi verið liðlega tvítugur þegar
brotin voru framin og samkvæmt
vottorði sálfræðings átti ákærði við
mjög lágt sjálfsmat að stríða, sem
einkenndist af ríkri þörf til að koma
vel fyrir í augum annarra og vera
viðurkenndur og virtur af öðru fólki.
Hafi ákærði því verið reiðubúinn til
að brjóta af sér í þeirri von að öðlast
viðurkenningu og virðingu samborg-
ara sinna. Taldi dómari að af vott-
orðum sálfræðings og geðlæknis
mætti draga þá ályktun að brotin
ættu rætur sínar að rekja til heilsu-
farsvandamála ákærða og var tekið
tillit til þess að honum gengi vel að
ná tökum á vanda sínum og að hann
stundaði meðal annars nám. Brotin
þóttu hins vegar stórfelld og refs-
ingin því hæfileg átján mánuðir, en
tilefni til að skilorðsbinda hana þar
sem fangavist gæti að mati dómara
dregið mjög úr líkum á að ákærða
tækist að fóta sig í lífinu.
Héraðsdómarinn Sveinn Sigur-
karlsson kvað upp dóminn. Jón H. B.
Snorrason saksóknari flutti málið af
hálfu ákæruvaldsins en Hanna Lára
Helgadóttir hrl. varði manninn.
Dæmdur til að greiða
tæpar 100 milljónir kr.
ÞESSIR öflugu guttar á Akranesi láta hvorki vont veð-
ur né annað hafa áhrif á fótboltaæfingarnar. Enda al-
kunna að á Skaganum er lífið fótbolti.
Strákarnir spila með sjöunda flokki karla og eru á
aldrinum sex til átta ára. Og þeir eru alltaf í fótbolta.
Að miklu er að stefna enda hefur margur góður
knattspyrnumaðurinn komið af Akranesi og ekki er
ráð nema í tíma sé tekið.
Þar að auki er framundan nú í júnílok Skagamótið í
knattspyrnu. Það er þúsund manna mót þar sem strák-
ar á þessum aldri koma saman og spila. Vafalaust verð-
ur þar mikið um dýrðir og skemmtunin góð því auðvit-
að skiptir meira máli að skemmta sér en vinna.
En kannski verður það þessi æfing, í rigningu og
óhræsisveðri, sem hjálpar til við að gera þessa stráka
að meisturum einn góðan – eða slæman – veðurdag.
Æfingin skapar meistarann
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
GRUNDVALLARVERÐ í samn-
ingum Landsvirkjunar og Alcoa um
raforkuverð til Reyðaráls er umtals-
vert hærra en nefnt var á heimasíðu
Alcoa í Brasilíu, samkvæmt upplýs-
ingum Friðriks Sophussonar, for-
stjóra Landsvirkjunar, en af heima-
síðunni mátti skilja að það væri 15
Bandaríkjadalir fyrir megavattið.
Fram kom á íslenskri heimasíðu
um samfélagsmál í gær, og var vitn-
að til fréttar á heimasíðu Alcoa í
Brasilíu frá því í október sl., að orku-
verð í Brasilíu væri 30 dalir, sem
væri helmingi hærra en verðið sem
Alcoa á Íslandi greiddi, sem væri 15
dalir fyrir megavattið.
Friðrik Sophusson sagði, aðspurð-
ur hvort þetta væru réttar upplýs-
ingar, að grundvallarverð í samning-
um Alcoa og Landsvirkjunar væri
umtalsvert hærra en nefnt væri í
þessari grein og til viðbótar að ef ál-
verið væri komið í gang myndi orku-
verðið vera nær því sem sagt væri að
orkuverðið til brasilíska fyrirtækis-
ins væri, þar sem verð á áli í dag væri
svo miklu hærra en verið hefði.
Í yfirlýsingu sem Alcoa Fjarðaál
sendi frá sér í gær er Landsvirkjun
beðin afsökunar. „Alcoa Fjarðaál
tjáir sig ekki um raforkuverð fyrir-
tækisins á Íslandi, enda er það trún-
aðarmál. Vegna fréttar á heimasíðu
Alcoa í Brasilíu, þar sem vitnað er í
blaðaviðtal við forstjóra Alcoa frá í
fyrra, verður samt að taka fram að
þar er um fráleitan og rangan sam-
anburð að ræða. Það voru mistök að
birta viðtalið á heimasíðunni og það
hefur verið tekið þaðan út. Alcoa
Fjarðaál telur ástæðu til að biðja
Landsvirkjun afsökunar á þessu
leiðindaatviki.“
Hærra orku-
verð í samningi
Alcoa biður Landsvirkjun afsökunar
LÖGREGLAN í
Reykjavík lýsir
eftir 24 ára karl-
manni, Hauki
Frey Ágústssyni,
en ekkert hefur
spurst til hans
frá því á fimmtu-
deginum 1. júní
sl. Haukur Freyr
er 180 cm á hæð,
um 100 kg, þrekinn, hokinn, ljós-
skolhærður og var með ljóst skegg.
Hann sást síðast klæddur í galla-
buxur, hvíta skó, svartgráa peysu
og með svartan og gráan bakpoka.
Þeir sem geta veitt upplýsingar
um ferðir Hauks Freys eru beðnir
um að hafa samband við lögregluna
í Reykjavík í síma 444-1000.
Lýst eftir karl-
manni á þrítugs-
aldri í Reykjavík
Haukur Freyr
„VIÐ ræddum þetta heilmikið en
það er ekki búið að taka neina af-
stöðu,“ segir Gylfi Arinbjörnsson,
framkvæmdastjóri Alþýðusam-
bands Íslands, en á miðstjórnar-
fundi samtakanna í gær var rætt
um tilboð Samtaka atvinnulífsins
um taxta- og launahækkanir.
Gylfi segir að verið sé að skoða
málið með mjög góðum hug en
sumt þurfi að kanna betur, s.s. sam-
skipti við stjórnvöld. „Það verður
engin formleg afstaða hjá okkur
fyrr en upp úr helginni, menn eru
að skoða hvaða áhrif þetta muni
hafa. Það er ljóst að það er verið að
kalla eftir því að klára endurskoð-
unina núna og við erum að skoða
hvort það sé hægt, en einnig hvað
muni gerast í framhaldinu.“
Formleg afstaða
ASÍ eftir helgi
OLÍUFÉLAGIÐ ehf. hækkaði í gær
verð á eldsneyti á stöðvum sínum
um 2,50 krónur á bensínlítra og um
1,50 krónur á lítra af dísilolíu. Eru
þær skýringar gefnar að staða
krónunnar hafi veikst gagnvart
Bandaríkjadal, auk þess sem heims-
markaðsverð á olíu hafi hækkað.
Eftir að ljóst varð um hækkanir
hjá ESSO var ekki langt að bíða þar
til tilkynntar voru sömu verðbreyt-
ingar hjá Skeljungi og í gærkvöldi
var verð hækkað til jafns hjá Olíu-
verzlun Íslands.
Ekki höfðu borist fréttir af frek-
ari hækkunum í gærkvöldi.
Verðhækkanir
á eldsneyti