Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÚRSLIT bæjarstjórnarkosning- anna á Akureyri voru sannarlega ánægjuleg. Vinstriflokkarnir eru sig- urvegarar kosninganna og „öruggur“ meirihluti Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks var felldur. Í fyrsta sinn í sögunni er grundvöllur fyrir því að mynda meirihluta í bæj- arstjórn Akureyrar án þessara flokka. Það kom því mörgum á óvart að fyrsti kostur Samfylkingarinnar skyldi vera að tala við Sjálfstæðisflokkinn sem tapaði um 5% atkvæða í kosningunum. Þegar Kristján Þór Júlíusson tók hinsvegar ekki í mál að láta bæjarstjórastól- inn af hendi sneri Her- mann Jón Tómasson oddviti Samylkingarinnar sér að Vinstri grænum og Lista fólksins. Á fundi var undirritað samkomulag um að fulltrúar flokkanna myndu hefja viðræður um myndun meirihluta og ekki tala við aðra flokka á meðan. Á fundi strax daginn eftir kosningar voru málefnin rædd og samkomulag um að gera drög að málefnasamningi flokkanna og Hermann Jón hafði áhuga á því að verða bæjarstjóri þó að fulltrúum Vinstri grænna og Lista fólksins litist betur á að ráða faglegan bæjarstjóra næstu fjögur árin. Ekki var ágreiningur um þetta og ekki heldur þau málefni sem ráðast átti í og boðað var til annars fundar á mánudegi. Samfylkingin klikkar Það undarlega gerist svo þegar fulltrúar Lista fólksins og Vinstri grænna mæta á þann fund lýsir Her- mann Jón því yfir að hann treysti sér ekki í frekari viðræður um myndun meirihluta því sá meirihluti yrði ekki nægilega „traustur“. Þessi einhliða ákvörðun kom öðrum fullkomlega í opna skjöldu. Einnig það að Samfylkingin hafði þá þegar haft samband við Sjálfstæðisflokkinn um meirihlutaviðræður. Þetta var brot á fyrra samkomulagi og svik við kjósendur Samfylking- arinnar sem trúðu því að markmiðið væri að fella gamla meiri- hlutann en ekki að Samfylkingin kæmi inn sem hækja fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í stað Framsóknar. Margir félagar í Samfylkingunni höfðu sam- band við mig og lýstu yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun Hermanns Jóns. Skýr skilaboð Þegar þetta er skrifað hafa Sam- fylking og Sjálfstæðisflokkur þegar samið um skiptingu embætta sem virðist vera mikilvægasta mál beggja flokka. Það hljóðar upp á fyrstu þrjú árin til D-lista og svo fær Hermann Jón að vera bæjarstjóri síðasta árið. Útlit er fyrir að Akureyringar fái þannig þrjá bæjarstjóra á fjórum ár- um því allir vita að hugur Kristjáns Þórs stefnir á þing að ári. Skilaboðin sem kjósendur fá eru svo þau að Samfylkingin er tilbúin að hoppa uppí hjá Sjálfstæðisflokki hvenær sem er og leysa Framsókn af hólmi fyrir hálft orð. Félagar í Samfylkingunni geta mótmælt þessum vinnubrögðum forystunnar á almennum félagsfundi sem ekki hefur verið boðaður þegar þetta er skrifað og ef það dugar ekki þá er hægt að ganga til liðs við raun- verulegan vinstriflokk sem selur ekki hugsjónir sínar um leið og kosningar eru afstaðnar. Verið velkomin í Vinstrihreyfinguna grænt framboð sem ætlar að fella ríkisstjórnina í kosningunum eftir tæpt ár og þá meina ég alla ríkisstjórnina, ekki bara litla hlutann. Vonbrigði fyrir Akureyringa Hlynur Hallsson fjallar um meirihlutamyndunina á Akureyri ’Útlit er fyrir að Akureyringar fái þannig þrjá bæjarstjóra á fjórum árum því allir vita að hugur Kristjáns Þórs stefnir á þing að ári.‘ Hlynur Hallsson Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Opnunar tilboð300.000 kr.afsláttur aföllum hjól hýsu m Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land Opið mánud. til föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 10–16, sunnud. kl. 12–16. Við höfum opnað nýja og glæsilega stórverslun Ellingsen að Fiskislóð 1. Af því tilefni bjóðum við 300.000 kr. afslátt af öllum hjólhýsum. AF EINHVERJUM ástæðum hef- ur umræðan í þjóðfélaginu um bygg- ingu á nýju húsnæði fyrir Landspít- ala – háskólasjúkrahús farið í undarlegan farveg. Iðu- lega er orðið hátækni- sjúkrahús notað þegar málið er rætt og í fram- haldi af því hefur um- ræðan þróast í að fjalla um hvort þjóðin þurfi yfir höfuð meiri há- tæknilækningar, hvort ekki sé betra að verja fjármunum í að bæta grunnþjónustu. Málið snýst hins vegar ekki um það. Margt af þeirri þjón- ustu við sjúklinga sem fram fer á LSH byggist vissulega á háþróaðri tækni. Til að hátæknileg læknisfræði skili árangri þarf hins vegar að skapa sjúklingnum tækifæri til að ná heilsu aftur með því að tryggja svefnfrið á næturna, næring- arríkan mat og vandaða umönnun. Háþróuð læknisfræði er einnig stunduð víða utan veggja LSH. Um- ræðan um hvort hún sé æskileg eða hvort leggja skuli áherslu á grunn- þjónustu er áhugaverð, en hún á ekk- ert erindi inn í umræðuna um bygg- ingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi LSH. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að tryggja rekstur hjúkrunarheimila, heimahlynningar og heilsugæslu, en það á ekki að þurfa að koma í veg fyrir að staðið sé þolanlega að því að sinna slösuðum og bráð- veikum. Mér vitanlega stend- ur ekki til að bæta við nokkurri nýrri há- tækniþjónustu í hinni nýju byggingu, hins vegar á að stórbæta að- stöðu sjúklinga og að- standenda. Útrýma á gangainnlögnum og koma á þeirri sjálfsögðu reglu að veikir enstaklingar vistist á einbýli. Til stendur að fjárfesta í byggingu sem mun gera kleift að færa alla starfsemina á einn stað, en með því verður hægt að auka verulega hag- kvæmni í rekstri sjúkrahússins og spara stórfé til lengri tíma. Íslenska þjóðin býr almennt í ágætu húsnæði. Þegar Íslendingar ferðast láta þeir ekki bjóða sér að búa á hótelherbergi með þremur ókunnugum, hvað þá að sofa dögum saman í rúmi á gangi hótelsins. Við öll sem búum í þessu landi þurfum hins vegar að liggja á stofu með öðrum sjúklingum eða frammi á gangi ef það á fyrir okkur að liggja að lærbrotna eða fá lungnabólgu. Sjálfur vil ég ekki búa við slíkt ástand. Má ég biðja þá sem leggjast gegn byggingu á nýju húsnæði fyrir LSH að prófa að reyna að sofa eina nótt á gangi sjúkrahússins. Sjáum hvort þeir skipta um skoðun. Orðskrípið hátæknisjúkrahús Hjalti Már Björnsson fjallar um byggingu á nýju húsnæði fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús ’Mér vitanlega stendurekki til að bæta við nokk- urri nýrri hátækniþjón- ustu í hinni nýju bygg- ingu, hins vegar á að stórbæta aðstöðu sjúk- linga og aðstandenda. ‘ Hjalti Már Björnsson Höfundur er læknir á LSH. SAMTÖKIN Landsbyggðin lifi hafa það meginmarkmið, eins og nafnið bendir til, að efla byggðina. Að efla byggð um allt land, at- vinnulega, menning- arlega og hvað varðar menntun, félagslega þjónustu, heilbrigð- isþjónustu og sam- göngur. Þetta eru grasrótarsamtök, sem ganga þvert á alla póli- tíska flokkaskiptingu. Í samtökunum vinnur fólk saman úr öllum pólitískum flokkum og utan flokka, sem vill standa saman um efl- ingu byggðanna. Að- ferð samtakanna er að efla virkni fólks til þátt- töku í að móta sitt um- hverfi, verja og auðga sína byggð, láta nýjar hugmyndir spretta fram og þróa þær sam- eiginlega. Til að efla stöðu byggðanna þurf- um við fyrst og fremst að treysta á okkur sjálf. Starf í byggðafélögum, æsku- lýðsstarf og byggðaþing Heildarsamtökin eru ekki fram- kvæmdaaðili í venjulegum skilningi, en vilja gjarnan mynda brú milli vilja og hugmynda almennings og fram- kvæmdaaðilanna, ríkisins, sveitarfé- laga og einstaklinga. LBL er regn- hlífarsamtök og undir regnhlífinni standa byggðafélög. Sum eru ný og hafa verið stofnuð beinlínis sem LBL félög en þarna eru líka eldri félög með sömu stefnumið. Þessi félög starfa sjálfstætt, og heita ýmsum nöfnum, oft framfarafélög, kennd við ýmsa staði á landinu. Þau njóta vel- vildar og eru oft styrkt af heima- byggðinni. Aðalstarf innan LBL fer fram í slíkum aðildarfélögum. Það stendur grasrótinni næst að vinna að fram- förum í sinni heimabyggð. Heildar- samtökin LBL hafa það hlutverk að tengja saman starfið á hinum ýmsu stöðum, efla það með því að hver læri af reynslu annars. Þetta er gert m.a. með byggða- þingum, þar sem fólk kemur saman úr öllum landshornum og hlustar á sérfræðinga fjalla um ýmsa þætti byggðamála, og tekur þátt í sameig- inlegri umræðu. Nk. haust verður byggðaþing að Hallormstað á Fljóts- dalshéraði, sem mun fjalla um „Lífið eftir virkjun“. En þessi tenging fer líka fram á heimasíðu LBL, landlif.is, sem mein- ingin er að breytist smám saman í virkt vefrit, sem tengi saman umræðu um byggðamál um allt land. Meðal sérstakra verkefna sem skipar og mun skipa mikilvægan sess í sameiginlegu starfi LBL er starf með- al æskufólks, sem miðar að því að fá það, orku þess og hugmyndaauðgi með í baráttuna fyrir eflingu byggðanna. Öflugt grasrótarstarf Gífurlega mikilvægt starf, barátta fyrir efl- ingu byggða, fer fram meðal fjölmargra sam- taka og einstaklinga um allt land. Það er ekki meining LBL að koma í staðinn fyrir þetta starf, heldur að vera virkur þátttakandi í því og efla það. Það er von LBL að samtökin geti í vaxandi mæli orðið tengiliður milli þeirra fjölmörgu sem eru að leggja hönd á plóginn í byggðamálum, með því að vera fé- lagslegur vettvangur fyrir þá, með því að skipuleggja landssamkomur, svo sem aðalfundi LBL og byggða- þing og með því að halda úti öflugri heimasíðu eða vefriti til samskipta milli þeirra sem baráttuna heyja á hverjum stað. Sé það eitthvað eitt sem mun ein- kenna starfsemi heildarsamtaka LBL á næstunni þá er það slík út- breiðslustarfsemi. Bygging brúar milli hinna virku hvar sem er á land- inu og í hvaða félagi sem þeir starfa, svo þeir megi aukast að afli og áræði. Um næstu helgi, 10.–11. júní, verð- ur aðalfundur samtakanna Lands- byggðin lifi (LBL) haldinn að Núpi í Dýrafirði. Þar verður auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallað um stöðu byggðamála á Vestfjörðum. M.a. mun Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður ávarpa þingið og bæjarstjóri eða annar fulltrúi frá bæjarstjórn Ísafjarðar. Á fundinum verður sérstaklega fjallað um hlutverk og starfsemi LBL til framtíðar, sem nú er til umræðu í mörgum pistlum á heimasíðu LBL, landlif.is. LBL – Efling byggðar um land allt Ragnar Stefánsson fjallar um samtökin „Landsbyggðin lifi“ Ragnar Stefánsson ’Aðferð sam-takanna er að efla virkni fólks til þátttöku í að móta sitt um- hverfi, verja og auðga sína byggð...‘ Höfundur er prófessor og formaður samtakanna Landsbyggðin lifi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.