Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gróa Eyjólfs-dóttir fæddist á Melum í Fljótsdal 22. september 1922. Hún andaðist á Landspítalanum 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólf- ur Þorsteinsson og Ásgerður Pálsdótt- ir. Systkini Gróu eru Páll, f. 1919, d. 1966, maki Sigríður Einarsdóttir, f. 1922, d. 2001; Helga, f. 1921, d. 2003, maki Ingvi Ingólfsson, f. 1924, d. 1995; Þorsteinn, f. 1923, d. 1928; Anna, f. 1925, maki Helgi Oddsson, f. 1923, d. 1999; Þuríður, f. 1926, maki Sigurður Björnsson, f. 1924; Margrét, f. 1927, d. 2002, maki Axel Jónsson, f. 1916, d. 1966; Einar, f. 1931, d. 1944; og Sigríð- ur, f. 1935, maki Gísli Ísleifsson, f. 1927. Eiginmaður Gróu var Örn Ing- ólfsson, f. á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði 1. febrúar 1919, d. 18. apríl 1982. Börn Gróu og Arnar eru: 1) Ingólfur, f. 1944, maki Sigurborg Gísladóttir, f. 1943. Þau eiga þrjár dætur. Þær eru: Elva, f. 1966, maki Jóhann Elíe- serson, f. 1968, þau eiga tvö börn. Álfheiður, f. 1968, maki Guð- bjartur Árnason, f. 1967, þau eiga þrjú börn. Védís f. 1974, maki Tómas Pálsson, f. 1976, þau eiga tvö börn. 2) Ásgerður, f. 1946, maki Gunnar Ásgeirsson, f. 1943, þeirra börn eru: Arnþór, f. 1965, maki Erla Hulda Halldórs- dóttir, f. 1966, þau eiga tvö börn. Ásgeir, f. 1967, maki Eygló Ill- ugadóttir, f. 1965, þau eiga þrjú börn. Elín Arna, f. 1969, maki Kristinn Pétursson, f. 1968, þau eiga þrjár dæt- ur. 3) Örn. f. 1949, maki 1 Stefanía Gústafsdóttir, f. 1949, þau áttu son- inn Örn, f. 1970, d. 1990, maki 2 Guð- laug Hestnes, f. 1951, dóttir þeirra er Svanfríður Eygló, f. 1976, maki Albert Nobel Getc- hell, f. 1968, þau eiga einn son. 4) Reynir, f. 1956, maki Svandís Guðný Bogadóttir, f. 1954, þau eiga þrjá syni. Þeir eru: Hafþór Bogi, f. 1976, Gunnar Örn, f. 1979, unnusta Ólöf Garð- arsdóttir, f. 1980; Birgir Fannar, f. 1985. 5) Elín, f. 1958, maki Lúðvík Matthíasson, f. 1954, þau eiga fjögur börn. Þau eru: Lovísa Dröfn, f. 1976, maki Magnús Lár- usson, f. 1972, þau eiga tvö börn. Karen, f. 1979, maki Arnar Már Eiríksson, f. 1979, þau eiga tvö börn. Örn, f. 1985, Kristjana, f. 1995. Gróa ólst upp á Melum og hóf þar búskap 1944 ásamt Erni, sem hafði verið ráðsmaður á Skriðu- klaustri um tíma, eftir að hann lauk búfræðinámi á Hvanneyri. Þar bjuggu þau til 1949 en fluttu þá til Vopnafjarðar, þar sem þau störfuðu bæði hjá kaupfélaginu á staðnum. Þar bjuggu þau til árs- ins 1959 er þau fluttu til Hafnar í Hornafirði. Á Höfn stundaði Gróa lengst af verslunarstörf samhliða heimilisstörfunum. Útför Gróu verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag er til moldar borin mæt kona sem mig langar að minnast. Kynni okkar Gróu hófust árið 1973 og var hún mér allar götur síðan af- ar góð tengdamóðir, og lét sér annt um velferð mína og minnar fljöl- skyldu. Það er ekki sjálfgefið að svo sé, en víst er það að við áttum vel saman þótt ólíkar værum. Gróa var mörgum kostum búin sem féll vel að mínum áhugamálum og starfi, hún var hafsjór af fróðleik þegar kom að söngtextum og lögum, þar lærði ég margt. Árið 1982 missti Gróa eiginmann sinn, Örn Ingólfs- son, langt fyrir aldur fram. Þá sýndi hún vel hvers hún var megn- ug. Gróa varð að takast á við maka- missi og standa sjálfstæð. Hún lærði á bíl, tók tveggja manna vinnu á sig, og gaf sig hvergi. Litli guli sumarbústaðurinn sem þau Örn byggðu í Lóninu hélt sínu að- dráttarafli fyrir börnin fimm og fjölskyldur þeirra í mörg ár, þökk sé dugnaði og natni Gróu. Steina- söfnun var mikið áhugamál Gróu, og var hún iðin við þá iðju. Arkaði fram á síðasta ár um aurana með- fram Jökulsá í leit að góðum stein- um. Kunni öll nöfn á þessu grjóti sem tengdadóttirin kunni engin skil á. En nú prýðir garðinn minn af- rakstur steinaleitar hennar, og þyk- ir mér vænt um hvern einasta stein. Það er margt sem kemur upp í hugann á stundu sem þessari, og margt ber að þakka á langri leið. Allar bílferðirnar okkar í gegnum árin voru skemmtilegar. Við sung- um gjarnan, hún kunni textana og ég lærði þá smám saman. Það kom fyrir að við þurftum að stoppa til að kenna hvor annarri dansspor, og var Berufjarðarströndin best til þess fallin, innan um vegakindur, anda- og gæsahópa sem töldu sig eiga veginn eins og við. Þegar við Brói keyptum húsið okkar við Hóla- brautina fylgdi rósaskáli með, en ég vissi lítið hvað átti að gera við svo viðkvæman gróður. Þar kom að grænum fingrum tengdamóður minnar. „Þú gerir svona, svo gerir þú þetta, og þá kemur þetta allt.“ Ég gerði það, og nú standa þær í blóma, örugglega Gróu til heiðurs, því sjaldan hafa þær blómstrað eins snemma. Kæra tengdamamma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér ungri stúlku, ókunnugri hér á þessum stað. Það var ekki síst fyrir tilstilli þitt að mér hefur vegnað vel og átt hér mikil hamingjuár. Þú átt- ir þinn þátt í því. Einnig skal þér þakkað fyrir þann hlýhug sem þú sýndir báðum barnabörnum þínum, þótt lífið hagaði því svo að annað lést af slysförum, en hitt búsett í Ameríku. Bið ég góðan Guð að geyma Gróu, og hef ég þá einlægu trú að tengdafaðir minn hafi tekið vel á móti henni. Minningin lifir. Guðlaug Hestnes. Jæja, elsku amma. Þá er komið að kveðjustund, að minnsta kosti um sinn. Þú trúðir því að lífið væri hring- rás. Mér finnst gott að trúa því líka. Að gamla kunningja og fjöl- skyldu muni maður hitta aftur þeg- ar yfir er komið, það er gott að hugsa til þess. Hugurinn reikar til baka og það eru svo margar góðar minningar að ylja sér við. Þegar ég var ung stelpa og kom til ykkar afa út í Víðines. Ég man mest eftir andrúmsloftinu, það var eitthvað svo notalegt að koma til ykkar. Rólóinn var rétt hjá. Afi sat í hægindastólnum sínum með píp- una og amma að stússa í eldhúsinu. Síðan byggðuð þið ykkur lítið og sætt hús á Kirkjubrautinni, þá var enn styttra að fara til ykkar. Þið bjugguð ekki lengi þar því afi dó eftir stutt veikindi. Þér leið ekki vel einni. Þér þótti svo gott að vera innan um fólk. Þú varst mikil félagsvera og vinmörg. Dans og tónlist höfðuðu til þín. Á ættarmótum skemmtum við okkur vel. Þar var mikið dansað og sung- ið. Við töluðum um að þú yrðir orð- in hress fyrir ættarmótið í sumar og myndir dansa þar manna mest. Ég efast ekki um að þú verðir þar með okkur og við munum skemmta okkur vel alveg eins og þú hefðir viljað. Ég þakka þér svo innilega fyrir allt, elsku amma mín. Þín, Elín Arna. Kæra Gróa. Þá ertu búin að kveðja og mig langar að þakka þér samfylgdina gegnum árin. Þegar við Hermann fluttum hingað til Hafnar fyrir rúmum 40 árum þekktum við enga hér, en ég vissi um marga Vopnfirðinga sem byggju hérna. Þar á meðal voruð þið Örn. Við fórum svo að vinna á skrifstofu kaupfélagsins við hlið hans og hann leiðbeindi mér fyrstu vikurnar að læra á símaskiptiborðið o.fl. Alltaf þolinmóður við stelpuna sem lítið kunni. Blessuð sé minning hans. Mörgum árum áður höfðuð þið leigt á Jaðri hjá pabba og mikil vin- átta myndast sem aldrei dvínaði og hann segir enn að þið hafið verið sínir bestu vinir. Fyrir það vill hann þakka. Á þessum árum fannst mér þú vera „gömul“ kona, sem ósköp gott var að koma til og við Ása kynnt- umst strax fyrsta sumarið og þann- ig hófust okkar góðu kynni, sem aldrei hefur borið skugga á. Núna seinni árin er eins og árunum 20 sem skildu okkur að hafi fækkað og við áttum góðar stundir saman með prjóna og spjall, ferðir upp í Lón í sumarbústaðinn ykkar og samveru á skemmtunum, því þú varst alltaf tilbúin að taka þátt í því sem í boði var. Mikill framsóknarmaður varstu og lást ekkert á skoðunum þínum, hafðir brennandi áhuga á kosninga- undirbúningi og í vetur þegar þér fannst þú vera eitthvað þreytt og lasin sagðist þú allavega ætla að tóra fram yfir kosningar. Þegar við Hermann komum til þín á Land- spítalann í vikunni fyrir kosning- arnar var búið að ákveða hjartaað- gerð næsta mánudag og fannst þér ganga hægt að fá utankjörstaðar- kosningu, en það tókst. Þessi stund var okkar síðasta samvera. Þú náð- ir þessu markmiði, fórst í aðgerð- ina, en komst ekki til baka. Þinn tími var kominn. Þakka þér fyrir vináttu og tryggð við okkar fjölskyldu. Ég votta öllum aðstandendum samúð okkar. Blessuð sé minnig þín. Heiðrún Þorsteinsdóttir. Amma Gróa sat sjaldan aðgerð- arlaus. Hún var mikið á ferðinni og keyrði allt sem hún fór. Í hvert skipti sem ég sá litla gráa bílinn hennar nálgast gerði ég mig klára til að veifa henni. Í mörg ár veifaði ég henni, en aldrei veifaði hún á móti. Þegar ég minntist á það við hana, að hún hefði ekki séð mig, brosti hún bara og sagði að augun ættu að vera á veginum, ekki á fólkinu á gangstéttunum. Amma bar ekki tilfinningar sínar á torg, en ákveðin gat hún verið og hrein- skilin. Hún hafði yndi af fallegum hlutum og fötum. Hún var nátt- úruunnandi og litli guli sumarbú- staðurinn hennar bar þess merki með úrvali af blómum og trjágróðri sem og miklu magni af steinum og grjóti sem hún valdi af natni þegar farið var í grjótleiðangur. Áhuga- málin voru mörg og var hún mætt á nánast hvert ball sem haldið var á Hornafirði. Fannst mér gaman að horfa á hana dansa því alltaf fannst mér ég sjá skemmtilegt blik í aug- um hennar, þar sem hún dansaði full af æskuljóma. Amma var stolt kona og sýndi það einnig þegar kom að fjölskyld- unni. Hún var stolt af börnum sín- um, ömmu- og langömmubörnum. Ég hafði gaman af því þegar hún bað mig um að eignast fleiri en eitt barn því hún væri að safna afkom- endum. Amma var ánægð með mitt lífsval þó svo að Bandaríkin hefðu orðið fyrir valinu. Henni fannst sár- ast að geta ekki fylgst með syni mínum vaxa úr grasi og var því dugleg að koma í heimsókn þegar við komum heim til Hafnar. Ég sá ömmu tvisvar á síðasta ári, við brúðkaup okkar hjóna og svo aftur að hausti. Þegar við kvöddumst tók hún utan um mig og sagði að sér þætti vænt um mig. Það var góð kveðjustund. Svanfríður Eygló Arnardóttir. Elsku amma Gróa. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig en það kem- ur að lokum hjá okkur öllum einn daginn, þinn dagur er kominn en við hin munum halda áfram. Okkur langar að þakka þér fyrir að hafa alltaf verið yndisleg amma sem okkur þótti mjög vænt um. Þú varst alltaf tilbúin að hugga og faðma og gefa af þér með ást og hlýju. Þér fannst gaman að líta vel út og kaupa föt og skó og fara í lagningu. Það var alltaf fínt í kring- um þig, blóm úti og inni. Þú áttir orðið stóra fjölskyldu sem mun taka þig til fyrirmyndar og líta upp til þín. Elsku amma, við munum sakna þín óskaplega mikið og vonum að nú sértu komin á fallegan stað þar sem afi og Örn frændi taka á móti þér opnum örmum. Lovísa Dröfn og Kristjana. Amma er dáin. Þessi hressa, káta og lífsglaða kona sem kunni að lifa lífinu er dáin eftir stutta sjúkra- legu. Hver hefði trúað því þegar ég og mín litla fjölskylda hittum þig um páskana að ræða ættarmótið sem á að vera í sumar, þú ætlaðir sko að koma eins og þú hafðir alltaf gert, og hlakkaðir mikið til, eins og okk- ur öll, þó ekki yrði það haldið í Fljótsdalnum að þessu sinni. Alltaf var gott og gaman að koma til þín. Það var alveg sama hvenær við komum, alltaf var skapið gott og tekið á móti okkur með kossum og faðmlögum. Og ekki spillti kaffið og kakóið, ásamt pönnsum með sultu og rjóma, þótt þú ættir aldrei neitt með kaffinu eins og þú orðaðir það. Heimsmálin voru tekin fyrir ásamt öðrum málum í gríni og al- vöru og mikið er nú búið að hlæja. Þú fylgdist vel með mér og minni fjölskyldu. Hringdir oft, vildir ekk- ert sérstakt, bara að athuga hvern- ig við hefðum það. Tryggð þín við okkur er ómetanleg og áttu hjart- ans þakkir skilið fyrir það. Við áttum því láni að fagna að eignast tvíbura í desember 1998. Í janúar 1999 í miklum snjó gerðir þú þér lítið fyrir, tókst þér far með syni þínum, og heimsóttir okkur, bara til að líta á börnin. Það var skemmtileg og góð heimsókn, ásamt öllum hinum heimsóknunum. Einhverju sinni sem oftar varstu stödd í heimsókn hjá foreldrum mínum, þau voru að fara út eina kvöldstund, og vantaði að koma þér fyrir einhvers staðar svo þér leidd- ist ekki, og það varð úr að þú komst til okkar í mat. Mikið var nú skrafað og hlegið. Svona stundir verða því miður ekki fleiri. Þín verður sárt saknað af mér og minni fjölskyldu. Skrýtið verður að koma á Höfn og eiga ekki eftir að drekka kaffisopann með þér og ræða heimsmálin. Yndislega amma okkar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elfa, Jóhann, Ingólfur Örn og Jónína Ósk. Það var í júní 1994 sem hálfkvíð- inn ungur maður mætti á ættarmót ykkar Melasystra, sem Elfa kynnti mig fyrir þér þessari glæsilegu og virðulegu konu, henni ömmu Gróu. Síðan þetta var eru liðin tvö ætt- armót með þér og mörg viðburðarík og skemmtileg ár, bæði hjá okkur og þér. Það lýsir best þeirri tryggð og umhyggju hjá þér gagnvart okkur, þegar við eignuðumst tvíburana á aðfangadag 1998, þegar þú komst í janúar með Reyni í miklum snjó og ófærð til að skoða þau. Vandvirkni, áreiðanleiki og ná- kvæmni var þitt aðalsmerki. Ekki varstu mikið fyrir að flíka þínum tilfinningum, hafðir gaman af að tala um góðu gömlu sveita- böllin, en dansinn var þitt líf og yndi. Innst í hjarta okkar geymum við fjölskyldan allar góðu samveru- stundirnar með þér, ræðandi lands- málin, þiggjandi veitingar og stund- um ráðleggingar. Við minnumst þó sérstaklega þeirrar stundar sem við áttum með þér um síðastliðna páska, en það var síðasta stundin sem við áttum með þér. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Við kveðjum þig hinsta sinni með hjartans þökk fyrir allt. Megi minn- ingin um yndislega konu lifa. Jóhann Elíesersson. Elsku Gróa. Ég kynntist þér fyrst fyrir tuttugu árum þegar við Ásgeir byrjuðum saman. Þú tókst mér strax vel og bauðst mig vel- komna. Margar góðar stundir höf- um við átt saman og ýmislegt tekið okkur fyrir hendur eins og þegar við skelltum okkur saman í útilegu í Skaftafell ásamt samstarfsfólki í KASK og einnig þegar við fórum saman með Gunnar lítinn í sum- arbústað við Flúðir. Algengt var nú líka að líta í Lón- ið þegar þú áttir bústað þinn þar og ófáar ferðirnar höfum við farið á aurana til að finna fallega steina. Ekki má nú gleyma ferðalögunum austur á land og aldeilis höfðum við góðan leiðsögumann með okkur þá í för. Þú þekktir hverja þúfu og hverja laut og ekki komið að tómum kof- unum hjá þér varðandi ýmsan fróð- leik um Héraðið þitt góða. En eng- inn staður var eins góður veðurfarslega og Héraðið í þínum huga. Enda upplifðum við það nú einnig með þér hvað veðrið getur verið gott þar. Það á eftir að vera tómlegt hjá okkur nú þegar þú kemur ekki lengur og færð þér kaffisopa og fylgist með í lífi okkar á Aust- urbrautinni. Við Margrét hittum þig í síðasta skipti seinni part dags og þá sagðir þú okkur að þú ætlaðir á Djúpavog daginn eftir með öldr- uðum. En hlutskipti þitt varð ann- að. Þín leið lá suður. Nú er komið að leiðarlokum og gengin er glæsileg kona og dugleg. Það sópaði að þér hvar sem þú fórst og eftir þér var tekið. Ég þakka þér kærlega fyrir sam- fylgdina. Þín Eygló. GRÓA EYJÓLFSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KÅRE J. ÅSMO, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 24. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum öllum sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Grundar. Sigurborg Valdimarsdóttir Åsmo, Lillian Åsmo, Halldór Gíslason, Aðalheiður Halldórsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Kári J. Halldórsson, Egill Sigurjónsson, Kári Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.