Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Bergur Magnús Guðbjörnsson var allt- af að vinna sigra í líf- inu. Hann og Ármann, sonur okkar, fæddust í sama mánuði, voru skírðir saman og tengdust traustum bönd- um. Við munum, er Bergi gekk seint að læra að ganga, hve mikill sigurinn var þegar það tókst. Við munum Berg er átti að fara að stafla honum inn í bíl uppi í Árbæj- arhverfi ásamt fleiri börnum og hann lét sig hverfa, en fannst á strætisvagnabiðstöð, óaðfinnanlega klæddur í nýjan frakka, og beið vagnsins. Þá þegar var komin í ljós einstök snyrtimennska hans. Sumir undruðust er hann síðar lærði til vél- stjóra, en þá varð við brugðið af hví- líkri alúð var gengið um vélar og vél- arrúm þannig að allt leit út eins og á safni þar sem hvorki þarf að keyra né smyrja vélar. Við munum þegar Bergur heim- sótti okkur til Englands, sjö ára gamall, og tók að láta sig hverfa. Í ljós kom að hann hafði komið sér í vinfengi við gamla konu er bjó á neðri hæð hússins og átti litasjón- varp sem hann sat sigri hrósandi fyrir framan. Minni hans var einstætt. Eitt sinn hitti hann þjóðþekktan rithöfund sem mátti leggja sig allan fram til að hafa í fullu tré við hann um atburði og baksvið bóka sinna. Hann hafði áhuga á að læra sagnfræði en reglur Háskóla Íslands leyfðu ekki að vél- stjóri fengi beinan aðgang að slíku námi. Missti sagnfræðin þar af traustum liðsmanni með yfirgrips- mikla þekkingu og nákvæm vinnu- brögð. Hann var mikill göngumaður og sigraði margan fjallstindinn. Stærstu sigrana vann hann þó í einkalífinu. Fyrir nokkrum árum kynntist hann konu sinni er varð og tveimur börnum hennar. Aðdáunar- vert var hvernig honum tókst að vinna hug og hjörtu barnanna og er mikill harmur að þeim kveðinn. Oddný réðst í umfangsmikið nám og var Bergur vakinn og sofinn í áhuga sínum á velgengni hennar. Sinn síð- asta sigur vann hann með henni er hún í þessari viku lauk náminu með miklum ágætum. Með Bergi er mikill öndvegismað- ur horfinn alltof fljótt. Blessuð sé minning hans. Halldór Ármannsson og Margrét Skúladóttir. Með Begga er farinn einn af traustum hornsteinum lífs míns; ein af aðalpersónunum í æsku minni og BERGUR MAGNÚS GUÐBJÖRNSSON ✝ Bergur MagnúsGuðbjörnsson vélstjóri fæddist á Ísafirði 22. júní 1969. Hann varð bráðkvaddur á Akranesi 28. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 6. júní. þroskasögu. Við vor- um jafngamlir nánast upp á dag, við vorum skírðir saman, við deildum súru og sætu sem guttar og eftir að kom fram á fullorðins- árin. Á afmælisdaginn minn fyrir réttu ári gekk hann að eiga Oddnýju, ástina í lífi sínu, en haustið áður hafði ég gert slíkt hið sama með ástinni í mínu lífi. Þannig höfð- um við báðir fundið ástina og eignast hvor sína fjölskyld- una og hvorugur okkar verið ham- ingjusamari áður. Þegar ég kynntist Begga fyrst voru það jólasveinarnir og Kalli á þakinu sem áttu hug hans allan; og segja má að hann hafi tileinkað sér það besta úr fari þessara átrúnaða- goða. Á Flateyri átti ég í honum góð- an leikfélaga og hollan ráðunaut á öllum sviðum lífsins. Í minningum mínum um þessa tíma er alltaf sól- skin og hafgolan bítur létt í kinn- arnar, og mun ég alltaf hugsa um Begga þegar sólin skín og golan er af hafi. Beggi var traustur vinur, frænd- rækinn og húmoristi góður. Það var gaman að skemmta sér með honum og gott að leita til hans. Þetta vitum við öll sem þekktum hann, og við skiljum því hversu skelfilegur missir Oddnýjar og barnanna er og hugur okkar hlýtur að vera hjá þeim í þeirra miklu sorg. Ármann. Mánudaginn 29. maí sl. barst okk- ur starfsmönnum Norðuráls sú sorgarfregn að Bergur Magnús vinnufélagi okkar hefði orðið bráð- kvaddur deginum áður. Það er ekki unnt að skilja að ungur maður í blóma lífsins skuli falla frá svo skyndilega. Hann var kallaður Beggi, hann var nýráðinn til starfa á vélaverkstæði Norðuráls, hafði að- eins verið í starfi frá því um páska. Beggi bar með sér góðan þokka og ljúfmennsku, ávallt reiðubúinn að leggja hönd að verki og ákaflega notalegur í garð félaganna. Við viss- um að hann hafði verið vélstjóri á ís- fisktogaranum Sturlaugi Böðvars- syni en áform hans voru að ljúka við smiðjuhluta sinnar vélstjórnar- menntunar hjá NA. Einnig voru það hans áform að annast heimilið með- an eiginkona hans aflaði sér aukinn- ar menntunar. Beggi hafði á orði að eftir sjómennskuna þyrfti hann að ná sér í betra líkamlegra form og hafði hann áhuga á að stunda göngu- ferðir við og í Akrafjalli m.a. sem er kjörinn staður til þjálfunar. En eng- inn veit hverjum klukkan glymur, það er okkur starfsfélögunum ljóst þegar við hörmum góðan dreng. Með Bergi er genginn góður liðs- maður Norðuráls, við starfsfélag- arnir kveðjum hann með sorg í hjarta, en minningin lifir um góðan dreng og ljúfan félaga. Við vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorg- arstundu. Starfsfélagar og stjórnendur Norðuráls á Grundartanga. Æ, brothætt eins og smákæna er líf mannsins. Léttum árum rær hann til hafs- og í dögun ekki tangur né tetur- (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Inntak þessarar japönsku tönku, sem nefnist Hverfleiki, lýsir vel hversu skyndilega tilvera okkar get- ur breyst og það á nú svo sannarlega við líf minnar kæru Oddnýjar Guð- mundsdóttur þessa síðustu daga. Tími sem átti að einkennast af gleði yfir BS gráðu og verðlaunaritgerð ykkar Brynju um Þórsmörkina breytist í djúpa sorg yfir skyndilegu Kennarar mínir eru flestir horfnir yfir móðuna miklu. Einn þeirra síðustu var að kveðja jarðlífið, eftir alllanga vist. Ólafur Hjartar kenndi bókasafns- fræði í Háskóla Íslands um árabil, og naut ég kennslu hans þar vet- urinn 1969-1970. Auk Ólafs kenndi þessi fræði Björn Sigfússon, háskólabókavörð- ÓLAFUR F. HJARTAR ✝ Ólafur ÞórðurFriðriksson Hjartar fæddist á Suðureyri í Súg- andafirði 15. októ- ber 1918. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 4. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 16. maí. ur. Ólafur og Björn tóku saman rit um bókasafnsfræði, er nefnist Bókasafnsrit I. Það notuðum við í námi okkar, og betri leiðsögn en þar í þessari fræðigrein er torvelt að finna. Bókasafnsfræði er fjölþætt fræðigrein og flókin á köflum, en Birni og Ólafi tókst að gera hana vel skilj- anlega okkur byrj- endunum. Ólafur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands, eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, og honum var lagið að gera hlutina skiljanlega alþýðu manna. Ég lauk að vísu ekki námi í þessari fræði- grein, enda stundaði ég hana í or- lofi mínu frá kennslu og námi í Kennarskóla Íslands í nokkrum greinum. Ólafur var sonur Friðriks Hjart- ar, skólastjóra og forystumanns kennarastéttar. Það var Ólafur, sem skrifaði um föður sinn, skóla- stjórann, í samnefnda bók, er ég sá um á sínum tíma. Honum tókst vel að gera grein fyrir þessum ötula fræðara og hug- sjónamanni. Ólafur hélt fram merki föður síns í bindindismálum, sjálfur templari og fastur fyrir í þeim efn- um. Hann átti sér háar hugsjónir eins og faðir hans. Mér er það mikil ánægja að minnast Ólafs Hjartar, bókavarðar og kennara. Hann skilaði góðu ævi- starfi, og er nú kvaddur með þökk og virðingu af mörgum, sem honum kynntust og með honum unnu. Minning hans geymist í þakklátum huga. Auðunn Bragi Sveinsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Maddý, Barðastöðum 7, sem lést fimmtudaginn 31. maí, verður jarðsungin í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1159. Jón Árnason, Ásta Gunnarsdóttir, Oddur Halldórsson, Jóna Gunnarsdóttir, Valdís Gunnarsdóttir, Eyrún Gunnarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Therese Grahn og ömmustrákarnir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, mágkona og amma, HELGA JÓHANNSDÓTTIR, lést laugardaginn 3. júní. Útför Helgu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 9. júní og hefst athöfnin kl. 15:00. Jón M. Samsonarson, Heiðbrá Jónsdóttir, Einar Baldvin Baldursson, Svala Jónsdóttir, Hildur Eir Jónsdóttir, José Enrique Gómez-Gil Mira, Sigrún Drífa Jónsdóttir, Árni Sören Ægisson, Gyða Jóhannsdóttir, Haukur Viktorsson og barnabörn. Útför okkar elskaða PÁLS JÓNSSONAR, Hóli, Hvítársíðu, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. júní kl. 11:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Borgarfjarðar. Edda Magnúsdóttir, Jón Magnús Pálsson, Hrafnhildur Hróarsdóttir, Finnbogi Pálsson, Hrönn Vigfúsdóttir, Páll Bjarki Pálsson, Eyrún Anna Sigurðardóttir, Erlendur Pálsson, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Þorbjörg Pálsdóttir, Ragnar Páll Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS ÖGMUNDSSONAR fyrrverandi formanns Landssambands vörubifreiðastjóra, Grímshaga 3, Reykjavík, sem andaðist á Landspítala við Hringbraut föstu- daginn 2. júní fer fram frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 13. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og minningarsjóð Félags nýrnasjúkra, sími 568 1865. Ögmundur Einarsson, Magdalena Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Júlíus Sigurbjörnsson, Ingveldur Einarsdóttir, Trausti Sveinbjörnsson, Þórunn Einarsdóttir, Frank Jenssen, afa- og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BERGUR VERNHARÐSSON, Elliðavöllum 2, Keflavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 31. maí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 9. júní kl. 14.00. Margret Sigurðardóttir, Birnir Bergsson, María Bergsdóttir, Vernharður Bergsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur bróðir minn og móðurbróðir okkar, GUNNLAUGUR JÓHANNSSON frá Krossi í Óslandshlíð, áður Freyjugötu 40, Sauðárkróki, sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstudaginn 2. júní verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 10. júní kl. 11.00. Elínborg Jóhannsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.