Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/Ómar
Námsefni hefur áhrif
á það hvernig kennt er
heilmikið grúsk þar sem maður er að
skoða alls konar heimildir og leita sér
upplýsinga,“ segir Sólrún og tekur
fram að mikilvægt sé að börn fái gott
námsefni. Upplýsir hún blaðakonu um
að þegar hún vinni að gerð námsefnis
sé hún alltaf með ákveðin börn í huga
við skriftirnar. „Ég held að maður
skrifi öðruvísi fyrir börn sem maður
þekkir vel og að í því felist meiri vænt-
umþykja. Mér finnst þannig gott að
vera ekki bara að hugsa efnið fyrir ein-
hvern óskilgreindan fjölda heldur hafa
ákveðna einstaklinga í huga,“ segir
Sólrún og tekur fram að hún hafi þann-
ig skrifað ófáar bækur með frænd-
systkini og nágrannabörn í huga.
Þegar Sólrún er innt eftir því hvað
hún hafi að leiðarljósi í skrifum sínum
bendir hún á að hún reyni eftir fremsta
megni að fá börnin til að vera skapandi
í hugsun sinni og verklagi. Þannig
leggi hún í kennsluverkefnum sínum
upp með ákveðin vinnubrögð sem miði
að því að börnin hugsi og vinni eins og
vísindamenn þegar þau eru úti í nátt-
úrunni. „Annað sem mér finnst ekki
síður mikilvægt er að vera með vist-
fræðilega nálgun og segja svolitla sögu
úr náttúrunni. Þannig er ekki bara
verið að lýsa byggingu lífveranna,
heldur að skoða samhengi hlutanna,
því allt tengist þetta umhverfi, veðri og
umgengni manns og náttúru,“ segir
Sólrún og bætir við að hún reyni eftir
fremsta megni einnig að vekja börnin
til umhugsunar um fegurðina sem felst
í náttúrunni og kenna börnum að
skoða og upplifa náttúruna vegna þess
að í því felist ákveðin lífsgleði og
nautn.
Þessi verðlaunbeina ljósinualmennt aðnáttúrufræði-
kennslu. Vonandi hvetja
þau bæði kennara, nem-
endur og foreldra til að
velta því fyrir sér hvað
er gott námsefni. Oft
hefur verið litið á náms-
efni sem sjálfsagðan
hlut í skólastarfinu, en
það er það ekki. Náms-
efni hefur mikil áhrif á
það hvernig kennt er og
stjórnar þannig beinlín-
is kennslunni,“ segir
Sólrún Harðardóttir,
sem í gær hlaut Íslensku
menntaverðlaunin fyrir
námsefnisgerð í náttúru-
og umhverfisfræðum. Seg-
ir hún verðlaunin til þess gerð að efla
gott starf í grunnskólum landsins og
sem slík þjóna mikilvægu hlutverki.
Sólrún lauk kennaraprófi frá Kenn-
araháskóla Íslands vorið 1988 og
meistaranámi frá Háskólanum í Wales
árið 1992 í námsefnisgerð og notkun
miðla í kennslu. Hún starfaði lengi vel
sem kennari við Grandaskóla og
Grunnskólann á Hólum og var starfs-
maður KHÍ um árabil, en starfar nú
sem endurmenntunarstjóri við Háskól-
ann á Hólum þar sem hún sér einnig
um fjarkennslumál, kynningarmál og
vefsíðu háskólans.
Fyrsta kennslubók Sólrúnar nefnist
Vasareiknar og kom út hjá Námsgagn-
stofnun árið 1990. Síðan hefur Sólrún
samið námsefni sem einkum tengist
náttúru og lífríki landsins bæði í formi
bóka og vefefnis. Meðal bóka hennar á
vegum Námsgagnastofnunar eru Nátt-
úran - allan ársins hring (1995), Komdu
og skoðaðu himingeiminn (2002) og
Komdu og skoðaðu hafið (2005), en
nýjasta bók Sólrúnar nefnist Lífríki í
sjó og kom út í fyrra. Einnig skrifaði
Sólrún bækur fyrir bæjarfélögin
Garðabæ og Kópavog. Um þessar
mundir vinnur Sólrún að þriðju bók
sinni í ritröðinni Komdu og skoðaðu,
þar sem dýr og atferli þeirra er til
skoðunar.
Skrifar alltaf með
ákveðin börn í huga
Aðspurð segist Sólrún hafa farið að
huga að námsefnisgerð strax á náms-
árum sínum í KHÍ og bendir á að náms-
efnisgerð sé bæði skemmtilegt og
skapandi starf. „Um leið felst í þessu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 31
að sínum starfsvettvangi,“
agnar.
erðlaun í fjórum flokkum og
annig:
em sinnt hafa vel nýsköpun
samhengi í fræðslustarfi.
Reykjavík hlýtur verðlaunin
í ár og segir m.a. í greinargerð dómnefnd-
ar: „Ártúnsskóli er um margt framúr-
skarandi skóli. Í skólanum er lögð sérstök
rækt við lífsleikni og jákvæð gildi. Mark-
visst er leitast við að efla skilning nem-
enda á mikilvægi heiðarleika, kærleika,
samstöðu, samvinnu, umburðarlyndis,
vináttu og virðingar og hefur starfsfólk
skólans samið námsefni sem notað er í
þessu skyni. [...] Mikilsvert er að ekki er
um að ræða tímabundin átaksverkefni
heldur hefur þetta jákvæða starf sett svip
sinn á skólalífið um langan tíma.“
2. Kennarar sem skilað hafa merku
ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað
fram úr. Sólveig Sveinsdóttir hlýtur verð-
launin og segir dómnefnd um hana:
„Kennsla Sólveigar Sveinsdóttur og upp-
eldisstarf í marga áratugi hefur lagt
grunn að jákvæðri lífssýn og farsælli
skólagöngu þeirra fjölmörgu nemenda
sem hafa notið handleiðslu hennar. [...]
Sólveig gætir þess vel að hver einstakur
nemenda nýti hæfileika sína og námsgetu
til hins ýtrasta og beitir fjölbreyttum
kennsluaðferðum um leið og hún tekur
mið af áherslum í aðalnámsskrá. [...] Um
leið og hún kemur hinu hefðbundna náms-
efni til skila til nemenda sinna tekst henni
að rækta með þeim lífssýn sanngirni,
heiðarleika og virðingar fyrir lífinu.“
3. Ungt fólki sem í upphafi kennslufer-
ils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við
starf sitt. Íris Róbertsdóttir hlýtur verð-
launin og segir m.a. í greinargerð dóm-
nefndar: „Íris Róbertsdóttir er gott dæmi
um ungan kennara á landsbyggðinni sem
lýkur námi en yfirgefur ekki heimabyggð-
ina heldur flytur nýja strauma inn í gamla
skólann sinn öllum til uppörvunar og
gleði. [...] Starfshættir Írisar einkennast í
senn af faglegum myndugleika og sveigj-
anleika. [...] Í öllum störfum er hún vand-
virk og skjótvirk, hún hefur ríkan metnað
fyrir hönd barnanna, skólans og byggð-
arlagsins sem hún þjónar.“
4. Höfundar námsefnis sem stuðlað
hafa að nýjungum í skólastarfi. Sólrún
Harðardóttir er verðlaunahafi í þessum
flokki og segir um hana í greinargerð
dómnefndar: „Sólrún Harðardóttir er í
hópi fárra íslenskra námsefnishöfunda
sem hafa gert námsefnisgerð að umsvifa-
miklum þætti bæði í námi og lífsstarfi og
hefur óumdeilanlega tekist að brjóta blað
á sviði námsefnisgerðar í náttúru- og um-
hverfisfræðum. [...] Efnistök Sólrúnar eru
ný og fersk en hún gerir ævinlega ráð fyr-
ir fjölbreyttum kennsluaðferðum, þar
sem sérstök áhersla er lögð á athuganir í
umhverfinu, vettvangsferðir og náttúru-
skoðun.“
ill sköpunarkraft-
nskólum landsins
inni í
börnin
„Þau eru
nnir
ðja mann
maður
laupandi
g taka
það séu
sem fá
tt er til
ð það sé
tra eða
ll-
orðið á
Nefnir
r fyrr
erið
meðal
um
bekkjakerfi. Einnig miði starfið allt
að einstaklingsmiðaðri kennslu,
sem þýði líka að hver kennari kenni
færri greinar og sóst sé eftir meiri
sérhæfingu. „Núna er þetta í okkar
skóla að færast í það horf að nem-
endum er skipt í hópa sem fara á
milli kennara og valgreina, sem
ekki var áður fyrr,“ segir Sólveig
og tekur fram að um sé að ræða af-
ar nýlegar breytingar. Spurð hvort
henni finnist þetta breyting til
batnaðar svarar Sólveig því til að
hún sakni þess reyndar að hafa
sinn eigin bekkjarhóp. „Hins vegar
er það eflaust mjög gott fyrir börn-
in að kynnast fleirum en einum
kennara, því maður nær aldrei til
allra og það ná ekki allir til manns
heldur. Þannig að sjálfsagt er þetta
mjög gott,“ segir Sólveig að lokum.
Morgunblaðið/Ómar
burðarlyndi, vináttu, frið,
samstöðu og æviskeið.
Aðspurður segir Ellert
Borgar að skólinn rækti vel
tengslin við grenndarsam-
félagið og í því sambandi sé
víða leitað fanga. Ártúnsskóli
er, að sögn Ellerts Borgars,
staðsettur á einstökum stað
við Elliðaárdalinn, Elliðaárn-
ar, Árbæjarsafn og í ná-
munda við skólagarðana við
Árbæjarsafn. „Núna erum við
að hefja enn eitt ræktunar-
árið í görðunum, en allir
bekkir skólans setja niður
kartöflur og grænmeti að
vori og taka upp á haustin. Þá
höfum við samningsbundin
afnot af 3 hektara grennd-
arskógi í Elliðaárdalnum þar
sem markvisst er unnið að
umhirðu og gróðursetningu.“
fylgst með starfi, náms-
árangri og framförum barna
sinna. Virk upplýsingagjöf
fer m.a. fram í gegnum mán-
aðarleg skólaskilaboð, heima-
síðu og samskiptadaga.
„Við störfum undir kjör-
orðunum „samvinna, traust
og vinátta.“ Við höfum lífs-
leikni sem rauðan þráð í
gegnum allt okkar skólastarf.
Hún, ásamt öllum okkar hefð-
um og siðum, er þungamiðjan
í uppbyggilegu forvarn-
arstarfi auk þess að viðhalda
jákvæðum viðhorfum til
góðra mannlegra gilda,“ seg-
ir Ellert Borgar. Hann bendir
jafnframt á að skólaárinu sé
jafnan skipt upp í fjögur tíma-
bil, þar sem unnið sé hverju
sinni með ákveðið lífsleikn-
iþema, s.s. heiðarleika, um-
fjöl-
m
má
ar
ti-
-
rn-
hef-
ól-
g
ir
rn-
og
ta-
geti
Morgunblaðið/Ómar
aka við Íslensku menntaverðlaununum í Hjallaskóla í gærkvöldi.
því að gera betur
Ég er mjög stolt af þessariviðurkenningu, en égveit líka að ég á þettaekki ein, því það er fullt
af góðu fólki sem vinnur með mér í
þessum frábæra skóla. Og þetta er
viðurkenning á því góða starfi sem
unnið er þar,“ segir Íris Róberts-
dóttir kennari í Hamarsskóla í Vest-
mannaeyjum, sem í gær hlaut Ís-
lensku menntaverðlaunin fyrir að
hafa sýnt hæfileika og lagt álúð í
starf sitt í upphafi kennsluferils. Að-
spurð segir Íris ómetanlegt fyrir
unga kennara að fá slíka viðurkenn-
ingu og að hún virkaði sem mikil
hvatning fyrir yngri stéttir kennara,
sem sé afar mikilvægt.
Íris þekkti Hamarsskóla afar vel
þegar hún hóf störf þar haustið 2000
því hún lauk sjálf grunnskólanámi
sínu við skólann. Fyrsta kennsluár
sitt var hún leiðbeinandi en hóf
sama ár fjárnám við Kennarahá-
skólann og ári síðar tók hún við sín-
um eigin bekk. Hún lauk kenn-
aranámi vorið 2004 með stærðfræði
og upplýsingatækni sem val. Að-
spurð segist hún alltaf hafa ætlað
sér að kenna á unglingastiginu þar
sem sér finnist sérlega gaman að
kenna unglingum stærðfræði. En
eftir að hún fór að kenna hafi sér
fundist meira svigrúm og sveigj-
anleiki felast í því að kenna yngri
bekkjum þar sem hún kenni þá allar
námsgreinarnar. Aðspurð segir Íris
hafa það að markmiði í starfi að
börnunum líði vel í skólanum og að
þau hafi gaman af því sem þau séu
að gera, því það sé forsenda náms.
Einnig sé mikilvægt að fjölbreytnin
sé það mikil að allir geti fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Spurð hvort eitthvað hafi komið
henni á óvart í kennslunni svarar Ír-
is því til að starfið hafi reynst ennþá
fjölbreyttara og skemmtilegra en
hún hafi búist við. „Þú veist aldrei
hvernig dagurinn þróast, þó að búið
sé að plana hann allan. Ég get verið
búin að skipuleggja og undirbúa
kennslustund, en svo verður hún allt
öðruvísi en ráð var fyrir gert vegna
þess að nemendur taka annan vinkil
á efnið. Þannig að kennslan verður
aldrei leiðinleg,“ segir Íris.
Góð samskipti við
heimilin lykilatriði
Að mati Írisar er afar jákvætt
hversu foreldrar eru farnir að taka
æ meiri þátt í skólastarfinu. „Ég er
með frábæran foreldrahóp og frá-
bæran bekk sem elskar að sýna sig
og sjá aðra,“ segir Íris, sem hafði
forgöngu að því að koma á hádeg-
isfundum þar sem foreldrar og nem-
endur koma saman í skólanum. Seg-
ir hún hádegisfundina tilkomna þar
sem foreldrar hafi mikið að gera og
geti verið tímabundnir síðdegis og á
kvöldin. „Hádegisfundirnir hafa
reynst vel og eru góð leið fyrir for-
eldra til þess að kynnast skólastarf-
inu og námsumhverfinu,“ segir Íris
og segist þess fullviss að þessi aukna
samvera og tengsl skil sér í því að
boðleiðir séu styttri, sem þýði að
fyrr sé hægt að leysa úr þeim vanda-
málum sem upp kunni að koma. „Ég
held að það skipti öllu máli að hafa
góð samskipti við heimilin.“
Íris kennir, líkt og líklega flestir
kennarar, í blönduðum grunn-
skólabekk þar sem nemendur búa
yfir ólíkri námsgetu og hæfni, þar
sem eru bæði fatlaðir og ófatlaðir
nemendur. Spurð hvort það krefjist
meira af henni sem kennara svarar
Íris því játandi. „Þegar um svo ólíka
einstaklinga er að ræða þá verður
nálgunin önnur. Ég er til dæmis allt-
af með a.m.k. þrjár útgáfur af
hverju verkefni sem ég legg fyrir
bekkinn og það krefst auðvitað
aukavinnu og reynir á kennarann.
En það er líka gott að hafa slíkar
áskoranir í vinnunni,“ segir Íris og
tekur fram að það krefjist vissulega
aukinnar athygli og útsjónarsemi að
koma ávallt til móts við þarfir nem-
endanna þar sem þeir eru staddir
hverju sinni og reyna að sjá fyrir
hvað gæti valdið vandræðum og fyr-
irbyggja það eftir fremsta megni.
Ómetanleg
viðurkenning fyrir
ungan kennara
Morgunblaðið/Ómar
silja@mbl.is