Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 27 MENNING SIGRÚN Eðvaldsdóttir konsertmeistari frum- flytur í kvöld, ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og hljómsveitarstjóranum Rumon Gamba, fiðlukonsert eftir tónskáldið Áskel Másson í Háskólabíói klukkan 19.30 í kvöld. Að tengja saman brotin „Aðdragandinn er töluverður að þessu verki,“ segir Áskell en heildarmeðganga verks- ins spannar nokkuð langt tímabil. Raddskrána skrifaði hann á árunum 2000–2001 en verkið byggist á þremur stefjum sem koma úr frekar ólíkum áttum. Aðalstefið er umbreytt gerð lags frá árinu 1984 sem Áskell samdi handa dóttur sinni árið sem hún kom í heiminn. Hann notast sömuleiðis við fúgustef sem hann samdi í Lond- on í kringum 1975 þegar hann var við nám þar. Síðasta stefið byggist svo á þjóðlaginu „Bar svo til í byggðum“ úr Þingeyjarsýslunni þaðan sem tónskáldið er ættað. Að sögn Áskels eru stefin tengd saman af skyldleika í tónbilum en þau byggjast á lítilli þríund og semitónum. „Mannsheilinn raðar stundum furðulegustu hlutum saman, meðal annars í draumum, en eftir á að hyggja þá kemst maður að því að á bak við það liggur heilmikil lógík,“ segir Áskell og vill meina að verkið hans samanstandi af mörgum heilabrotum hans sem hafi orðið til á ólíkum tímum og í ólíku umhverfi. Á vissan hátt fjallar verkið um þetta forvitnilega ferða- lag hugans. „Þetta er eins og þegar maður skissar niður hugmyndir á blað og kemur aftur að þeim ár- um síðar og maður sér að þarna eru brot sem geta átt saman í einu og sama verkinu. Þá fer maður að reyna að tengja þau sem best sam- an,“ segir Áskell. Lagrænt verk „Þegar ég sem einleikskonserta reyni ég að semja þá út frá því sem mér finnst vera karakt- er viðkomandi hljóðfæris. Meðal annars þess vegna er hlutverk strengjahljóðfæranna mjög stórt í þessum konsert,“ segir Áskell en hann hefur samið fleiri einleikskonserta en nokkurt annað íslenskt tónskáld. „Fiðlukonsertinn er mjög lagrænt verk en mér fannst það eiga við, því fiðlan er eitt það lagrænasta hljóðfæri sem hægt er að hugsa sér,“ segir Áskell. „Kadensan fyrir fiðluna er mjög umfangsmikil í verkinu. Hún gerir miklar kröfur til einleikarans og að vissu leyti skiptir hún verkinu í tvennt.“ Áskell fer síðan mjög fögrum orðum um samstarf sitt með einleikara verksins, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, sem hann segir að hafi verið sérstaklega ánægjulegt og lærdómsríkt. Stundum bregður fyrir nokkuð óvenjulegum hljóðfæraleik í verkinu. Á einum stað lætur Ás- kell sex einleikskontrabassa spila með einleiks- hljóðfærinu sem, að sögn tónskáldsins, myndar ákveðin hljóðheim sem er á sérkennilegan hátt skyldur hljóðheimi ásláttarhljóðfæranna í verkinu sem eru meðal annars klukkuspil, víbrafónn og selesta. Ásláttardeildin er einnig mjög áhugaverð en þar er meðal annars notast við steinhellur frá Húsafelli. „Fyrir nokkrum árum hafði Páll á Húsafelli samband við mig og sagðist vera að gera til- raun með að spila á steinhellur sem hann hafði fundið. Ég fór í heimsókn til hans og við pruf- uðum ýmislegt með hellurnar og á endanum raðaði hann þeim saman í stórt krómatískt hljóðfæri. Fljótlega eftir þennan fund okkar Páls samdi ég þetta verk og gerði þar ráð fyrir þessum steinhellum,“ segir Áskell og bætir því við að Fiðlukonsertinn sé vafalaust fyrsta tón- verkið sem er skrifað fyrir hellurnar hans Páls. Hljóðfæri nútímans „Sinfóníuhljómsveit er fyrir mig mjög áhugavert hljóðfæri að fást við. Ég sé í henni óendanlega möguleika og hef gaman af kljást við þá,“ segir Áskell og kveðst auk þess ávallt vera leitandi að nýjum aðferðum í tónsmíðum sínum. „Það er eflaust ein af ástæðunum fyrir því að ég hef svo mikið gefið mig að ásláttarhljóð- færum. Þau eru að vissu leyti hljóðfæri nú- tímans á svipaðan hátt og píanóið var hljóð- færið á dögum Mozarts og Beethovens. Það er enginn vafi á því að mestu framfarir í hljóð- færatækni eiga sér stað í ásláttarhópnum. Þessi hljóðfæri eru óendanlega mörg og gíf- urlega ólík að gerð. Það gefur okkur afar fjöl- breyttan litaheim til að vinna úr.“ Auk Fiðlukonsertsins mun Sinfóníu- hljómsveit Íslands flytja í kvöld Sinfóníu nr. 11 op.103 eftir Dímítrí Sjostakovítsj. Tónlist | Íslenskur fiðlukonsert frumfluttur af Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói í kvöld Ferðalag hugans Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Áskell Másson tónskáld ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara á æfingu. Í BORGARLEIKHÚSINU verður í kvöld haldin árleg Dansleikhús / samkeppni. Þetta er í fjórða sinn sem keppnin er haldin og keppa 9 verk til sigurs að þessu sinni. Hver keppnishópur hefur fengið samtals 25 tíma til úrvinnslu hug- mynda, æfinga og undirbúnings og sýna þeir afraksturinn í kvöld kl. 20. Líkt og undanfarin ár fær Dans- leikhús / samkeppnin erlendan gest til að stýra dómnefndinni og í ár er það hin virta danska listakona Kirsten Dehlholm, forsprakki Hotel Proforma leikhúss- og sýningahóps- ins. „Þetta er mjög gott framtak; bæði til að uppgötva nýtt hæfi- leikafólk, og um leið skapa því vett- vang til að þróa stærri verkefni,“ segir Kirsten um aðkomu sína að verkefninu. „Það gladdi mig mjög að vera beðin að taka að mér starf formanns dómnefndar, og hafa margir góðir listamenn verið for- verar mínir í því hlutverki.“ Kirsten veit lítið um hvers hún má vænta í keppninni, en á von á góðu: „Ég hef gaman af þeim bræð- ingi listforma sem einkennt hefur keppnina til þessa, þar sem saman fara dans- og leiklist, tónlist og oft myndbandslist, svo nokkuð sé nefnt. Sniðið á keppninni, sá knappi tími sem er til undirbúnings, felur í sér töluverða áskorun fyrir þáttak- endur, og verður mjög áhugavert að sjá útkomuna.“ Auk Kirsten sitja í dómnefnd Ingibjörg Björnsdóttir, Egill Heið- ar Anton Pálsson, Einar Sveinn Þórðarson og Ágústa Skúladóttir. Keppnin er samstarfsverkefni Leik- félags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, með stuðningi SPRON. Að keppni lokinni verður haldinn mikill dansleikur í forsal Borg- arleikhússins þar sem gestir og keppendur fá að njóta skífuþeyt- inga Andreu Jónsdóttur. Morgunblaðið/Golli Í fyrra varð verkið „Beðið eftir hverju?“ eftir Höllu Ólafsdóttur og Evu Rún Þorgeirsdóttur hlutskarpast í keppninni sem var mjög spennandi. Látum dansinn duna Dans | 25 tíma dansleikhús / samkeppni í LR og ÍD í Borgarleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.