Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 37 UMRÆÐAN EGILSHÖLL MÁNUDAGINN 12. JÚNÍ HLJÓMLEIKARNIR HEFJAST STUNDVÍSLEGA KL. 20.00 Veitingasala hefst í tjaldstæði við Egilshöll kl: 16.00 Roger Waters Dark Side Of The Moon MIÐAVERÐ: SVÆÐI A: KR. 8.900 + 540 KR miðagjald Svæði B Kr. 7.900 + 540 kr. miðagjald Miðasala á midi.is og í Skífuverslunum Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Eins í BT Akureyri og BT Selfossi uppsel t á svæ ði A 4 da ga r í k al lin n! 4 dagar í tónleika svæði A 10.00 0 seld ir mið ar Nick Mason trommari Pink Floyd kemur VERÐA að læra að rjúfa gefin lof- orð um þögn: Mbl. 7. maí. Nú held ég að við séum komin út á afar hættulega braut á Íslandi. Auð- vitað er kynferðislegt ofbeldi alvar- legt mál en einmitt þess vegna verð- ur að fjalla um það af ábyrgð og skynsemi. Umræðan virðist vera að fara algerlega úr böndunum. Í greininni sem nefnd er að ofan er sagt frá erindi sem Þorbjörg Sveins- dóttir flutti á ráðstefnu Blátt áfram. Í greininni stendur: „Þörf er á að fræða börn og unglinga um að þau verði að segja fullorðnum frá því fái þau fregnir af því að vinir eða kunn- ingjar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, jafnvel þó svo að þau hafi lofað að halda því leyndu.“ Hvað er konan að hugsa sem segir þetta, ef hún hefur virkilega sagt það sem stendur í greininni? Vill hún að börnum og unglingum sé innrætt að svíkja loforð? Er hún að halda því fram að menn eigi að brjóta trúnað vina sinna að vild ef þeir halda að um alvarlegt mál sé að ræða? Er hún í alvöru að halda því fram að börn megi ekki taka börn alvarlega, að þau séu í raun að biðja um að segja söguna áfram vegna þess að hún er sögð í trúnaði? Það að halda trúnað við loforð um þögn er ævagömul siðferðiskrafa sem hefur valdið mörgum hugar- stríði. Víðast hvar eru menn á þeirri skoðun að hver og einn sem hefur leynda vitneskju verði að gera það upp við sína eigin samvisku hvort og þá hverjum hann segir frá henni. Harðasta stefnan í þessu tilliti er stefna kaþólsku kirkjunnar þar sem leynd þess sem sagt er við skriftir er aldrei rofin hvað sem við liggur. Sumir skilja ekki að skriftafaðir skuli ekki segja frá jafnvel þó að morðingi skrifti glæpinn fyrir hon- um. En svo eru aðrir sem telja að að- eins þessi leynd geri morðingja fært að tala við einhvern um glæp sinn. Þannig megi jafnvel afstýra fleiri glæpum. Börn og unglingar sem heyra um kynferðislegt ofbeldi frá vinum sín- um standa auðvitað berskjölduð frammi fyrir samvisku sinni; á ég að segja frá eða á ég ekki að gera það? Ég held að foreldrar geri best með því að segja börnum sínum að því- líkar aðstæður séu hluti af lífinu og að enginn geti flúið sína eigin sam- visku. Sá sem brýtur trúnað tekur áhættuna á að missa hann. Það get- ur orðið til góðs, en getur líka valdið ómældum skaða. Hvernig á barnið að meta hvort það sem því var sagt sé rétt? Hvernig á barnið að meta hvort sá fullorðni sem það segir frá vitneskju sinni er trúverðugur? Hvernig á barnið að vita hvort sá fullorðni fer ekki með vitneskjuna út um allar trissur, jafnvel í æsi- fréttablöð, og veldur með því splundrun fjölskyldu, óhamingju og jafnvel dauða? Hver stendur með því barni sem veit að það hefur vald- ið óhamingju með því að segja frá? Nei, það er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að fjalla um kynferðislegt of- beldi en við verðum að gera það á nærgætinn hátt. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Fjölmargar rann- sóknir hafa verið gerðar og kynntar almenningi um þessi mál upp á síð- kastið bæði hérlendis og erlendis. Ég hef dálitlar áhyggjur af því að til- tölulega fáar skýrslur virðast vera gerðar af virkilega áháðum aðilum. Það virðist vera vísindaleg tíska að stunda rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi og því meira sem það er, þeim mun auðveldara er að fá fjár- muni til slíkra rannsókna. Þó má alls ekki skilja þetta sem svo að ég sé að efast um vísindalegan áreiðanleika þessara skýrslna. Það ber að forðast allan æsing. Undanfarið hafa komið út nokkrar bækur sem lýsa hörmulegri reynslu fórnarlamba á átakanlegan hátt. Sjálfsagt hafa einhverjar af þessum bókum átt þátt í að breyta hug- arfarinu. En ég held að yfirleitt hafi slíkar lýsingar takmarkað gildi. Það virðist t.d. ekkert draga úr tíðni morða að hryllilegustu glæpum sé lýst á nákvæman hátt í tilheyrandi glæpasögum. Við þurfum upplýst þjóðfélag, góða kynlífsfræðslu barna og ung- menna og teprulausa umgengni full- orðinna um tilfinningar, erótík og kynlíf. Að skvetta um sig gagnrýn- islaust orðum eins og klám og klám- væðing, sem enginn virðist vita ná- kvæmlega hvað þýða, er ekki líklegt til að gera umræðuna vitrænni. Að rjúfa gefin loforð Reynir Vilhjálmsson fjallar um upplýst þjóðfélag, kynferð- islegt ofbeldi og trúnað ’Það að halda trúnað viðloforð um þögn er æva- gömul siðferðiskrafa sem hefur valdið mörgum hugarstríði.‘ Reynir Vilhjálmsson Höfundur er framhaldsskólakennari.                       Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.